Morgunblaðið - 17.08.2005, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 17.08.2005, Blaðsíða 35
400 kr. í bíó!* * Gildir á allar sýningar merktar meðrauðu Miðasala opnar kl. 17.15Sími 551 9000 ☎553 2075 Sýnd kl. 8 og 10.30 Sýnd kl. 5.30 B.i 10 ÁRA Sýnd kl. 8 og 10.15 b.i.14 -S.V. Mbl.  Sýnd kl. 8 og 10.30 B.i. 16 Sýnd kl. 4 og 6 Í þrívídd „EKTA STÓRSLYSAMYND“ -Ó.Ö.H, DV  -KVIKMYNDIR.IS  - BARA LÚXUS- kl. Sýnd kl. 6 Í þrívídd VINCE VAUGHN OWEN WILSON VINCE VAUGHN OWEN WILSON KVIKMYNDIR.IS  I I .I  Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30Sýnd kl. 6, 8.30 og 10.50 B.i 10 ára  Sýnd kl. 3.30, 5.45, 8 og 10.15 B.i 10 ára Sýnd kl. 3.30, 5.45, 8 og 10.15 OFURHETJURNAR ERU MÆTTAR Í EINNI STÆRSTU MYND ÁRSINS OFURHETJURNAR ERU MÆTTAR Í EINNI STÆRSTU MYND ÁRSINS WWW. XY. IS WWW. XY. IS FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA INNRÁSIN ER HAFIN KVIKMYNDIR.COM  RÁS 2 Ó.H.T  S.K. DV  KVIKMYNDIR.IS  KVIKMYNDIR.COM  RÁS 2 Ó.H.T  S.K. DV  KVIKMYNDIR.IS        BESTA GRÍNMYND SUMARSINS „FGG“ FBL. BESTA GRÍNMYND SUMARSINS „FGG“ FBL. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 2005 35 ÞÓ AÐ Da Vinci lykillinn, eftir Dan Brown, sé ein vinsælasta bók síðustu ára sýnist sitt hverjum um innihald og boðskap bókarinnar. Fjölmargir kaþólskir prestar hafa mótmælt henni harðlega en í bókinni er meðal annars fullyrt að Jesú hafi átt barn með Maríu Magdalenu. Eins og greint hefur verið frá er nú unnið að því að koma sögunni á hvíta tjaldið og er það leikstjórinn Ron Howard sem hyggst leikstýra verkinu. Svo virðist sem kvikmynd- uð útgáfa sögunnar ætli að verða jafn umdeild og bókin. Í vikunni fara fram tökur í Lin- coln-dómkirkjunni. Þar glymur kirkjuklukkan Great Tom á klukku- stundar fresti en sökum upptakanna fékkst leyfi til að slökkva á hringing- unni. Það er í fyrsta sinn sem Great Tom fær frí síðan í síðari heimsstyrj- öldinni. Kaþólsk nunna hefur nú blásið til mótmæla við Lincoln-dómkirkjuna en hún telur að myndin feli í sér guð- last. Mótmælin fela í sér 12 tíma bænastund. Tom Hanks sem fer með aðal- hlutverkið í myndinni og tökuliðið frá Sony Pictures urðu vitni að mót- mælunum, að því er fram kemur á fréttavef BBC. Hanks veifaði stutt- lega aðdáendum sínum sem voru mættir ásamt mótmælendunum og fór svo inn á tökustaðinn, að því er fram kemur á fréttavef Sky. Systir Mary Michael, 61 árs, seg- ist vera alveg sama þótt þeir hafi séð mótmælin. „Það sem skiptir mig máli er hvað Guði finnst, ekki hvað tökuliðinu finnst,“ sagði hún. „Þegar ég stend frammi fyrir al- máttugum Guði á hinsta degi, eins og við munum öll gera, get ég sagt að ég hafi reynt mitt besta. Ég reyndi mitt besta til að mótmæla,“ sagði hún. Framleiðendunum var bannað að nota Westminster Abbey sem töku- stað af því að í bókinni kemur fram sú kenning að kirkjan hafi reynt að leyna sannleikanum um líf Jesú Krists. Hann hafi gifst og eignast barn. Þetta finnst systur Mary vera guðlast en hún hefur þó ekki lesið bókina sjálf. Alec Knight, prófastur við Lin- coln-dómkirkjuna, tók þá málin í sín- ar hendur og bauð þeim að nota þá kirkju sem tökustað, enda gat hann ekki sagt nei við allri athyglinni sem kirkjan fengi út á myndina. Hann hafnar samt kenningunum í bókinni og segir þær „gamalt rusl“. Da Vinci-lykillinn vekur enn deilur Reuters Tom Hanks verður Robert Lang- don í Da Vinci-lyklinum. FREGNIR berast af því að tvíeyk- inu Plat sé vel tekið vestan hafs, en skífan sem hér er til umfjöll- unar kom ein- mitt út á vegum bandarískrar út- gáfu og þeir Plat-félagar eru víst nýkomnir úr tónleikaferð um Bandaríkin sem gekk að sögn vel. Við hlustun á plötuna skýrist vel fyrir mönnum af hverju sveitinni er svo vel tekið því tónlistin er mjög skemmtileg, aðgengileg raf- tónlist en þó hæfilega flókin til að heilinn hafi eitthvað við að glíma þegar hjartað hefur heillast. Allajafna gæta þeir félagar sín á því að verða ekki of vélrænir, sem er ævinlega hætta þegar raftónlist er annars vegar, en lifandi hljóð- færaleikur skiptir þar miklu – Arn- ar Helgi er liðtækur trommuleikari og Vilhjálmur fínn gítar- og bassa- leikari. Tónlist Plat er frekar hægfara á yfirborðinu, hljómar breiðir og uppbygging hæg. Undir niðri er þó sitthvað að gerast eins og heyrist vel ef hækkað er í græjunum eða hlustað með heyrnartólum – mikið um fínleg smáatriði. Sum laganna virka þó stefnulaus, lítil framvinda í þeim og góðar laglínur og skemmtilegir taktar fara fyrir lítið. „Flökt“ er dæmi um það, lag sem byrjar úti í í móa og kemst aldrei á áfangastað þrátt fyrir góða spretti. Mun fleira er þó vel gert á plöt- unni en miður, til að mynda er lag- ið „Aftur“ mjög skemmtilegt. Í því bregður meðal annars fyrir bjag- aðri rödd sem skýtur óvænt inn mannlegum þætti – mitt í allri vé- rænunni kemur hlýlegur tónn – en trommuleikur í því lagi er einnig mjög vel heppnaður. Átökin eru einna mest í „Train- ers“ sem gerir það skemmtilegra fyrir vikið, en besta lagið er þó „Blindfold“ með fínum bassagangi, fjölsnærðum takti og skemmtilegu skrauti. „Kverkatak“ er líka gott lag með innblásnum gítarsprett- um. Lífræn raftónlist TÓNLIST Íslenskar plötur Compulsion, breiðskífa þeirra Arnars Helga Aðalsteinssonar og Vilhjálms Páls- sonar, sem kalla sig Plat. Arnar Helgi annast forritun og leikur á trommur, Vil- hjálmur leikur á gítar og bassa. Þeir fé- lagar semja lögin saman, útsetja þau og flytja. Arnar Helgi annaðist hljóðblöndun og gerði frumeintak. Unschooled Re- cords gefur plötuna út. Plat – Compulsion  Árni Matthíasson ÞÚSUNDIR áhugasamra ung- menna fylgdust með Teen Choice verðlaunaafhendingunni sem fram fór í Kaliforníu aðfaranótt mánu- dags. Á hátíðinni eru veitt verðlaun í ýmsum flokkum fyrir það sem best þótti á árinu í kvikmyndum, sjón- varpi og tónlist. Valið er alfarið í höndum ungmenna, eins og nafn hátíðarinnar gefur til kynna, en at- kvæði eru greidd í gegnum netið. Það var kvikmyndin The Note- book sem reið hvað feitustum hesti frá hátíðinni að þessu sinni en myndin hlaut alls átta verðlaun, þar á meðal sem besta dramamyndin auk þess sem aðalleikarar mynd- arinnar, þau Ryan Gosling og Rach- el McAdams, voru valin bestu leik- arar í dramamyndum og þóttu auk þess eiga besta kossinn á hvíta tjaldinu. Gefin voru verðlaun í ýmsum flokkum. Jim Carrey þótti besti skúrkurinn í Lemony Snicket́s: A Series of Unfortunate Events, Hillary Duff þótti roðna best í A Cinderella Story og Jon Heder þótti bæði dansa best og eiga besta æð- iskastið í kvikmyndinni Napoleon Dynamite. Aðþrengdar eiginkonur var val- inn besti nýi sjónvarpsþátturinn auk þess sem hann þótti skarta besta úrvali leikara. Besta aukaper- sónan í sjónvarpi þótti Fez (Wilmer Valderama) í Svona var það 7́6 og besti raunveruleikaþátturin þótti American Idol. Söngkonan Mariah Carey þótti eiga besta ástarlagið, „We Belong Together“ og besta partílagið þótti „Dońt Phunk With My Heart“ með Black Eyed Peas. Fólk | Verðlaunin Teen Choice veitt í Bandaríkjunum Ungviðið velur Chad Michael Murray úr One Tree Hill lét sig ekki vanta. Gwen Stefani söng lagið vinsæla „Hollaback Girl“. Reuters Hljómsveitin Black Eyed Peas mætir til hátíðarinnar. Jim Carrey veitir hér verðlauna- gripnum brimbrettinu viðtöku og reyndi að renna sér á brott á því. Eva Longoria, sem leikur Gabrielle í Aðþrengdum eiginkonum, þótti besta leikkona í sjónvarpi á árinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.