Morgunblaðið - 17.08.2005, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.08.2005, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR STEFÁN Jón Hafstein, formaður menntaráðs, segir það ekki fyr- irséð að ákvörðun um breytingu á gjaldskrá Leikskóla Reykjavíkur verði haggað enda hafi ekkert breyst varðandi rökin að baki ákvörðuninni síðan hún var tekin. „Staðan er einfaldlega sú að þau [stúdentar] fá námslán fyrir þessu eins og annarri framfærslu. Þann- ig liggur ekkert fyrir um breyt- ingar á [ákvörðuninni] enda er ekkert nýtt komið fram í málinu,“ segir Stefán en hann mun eiga fund með fulltrúum Stúdentaráðs Háskóla Íslands næstkomandi fimmtudag þar sem breyting á gjaldskrá Leik- skóla Reykjavík- urborgar, sem taka á gildi hinn 1. september næstkomandi, verður rædd. Að sögn Stefáns var þessi dagsetning ákveðin fyrir viku eða tíu dögum. Eins og greint var frá í Morg- unblaðinu í gær hefur umrædd breyting í för með sér umtalsverða hækkun á leikskólagjöldum fyrir foreldra þar sem annað foreldri er nemandi en hitt útivinnandi. Hlustað á málflutning stúdenta „Fyrir síðustu áramót áttum við Þorleifur Björnsson, þáverandi formaður leikskólaráðs, ítarlegar viðræður við stúdenta um þessi mál og gjaldskrárbreytingum var frestað í samráði við stúdenta. Þetta mál var rætt í meirihluta Reykjavíkurlistans og við sam- þykktum að fresta breytingum á gjaldskrá þegar við vorum búin að hlusta á málflutning stúdenta.“ Stefán segir að ákveðið hafi ver- ið að fresta breytingum á gjald- skrá þannig að hún kæmi ekki í bakið á neinum og öllum yrði ljóst hvernig þeir stæðu í haust. „Það er búið að fara yfir öll rök í málinu en af minni hálfu er í lagi að fara aftur yfir það og við það mun ég standa á fimmtudaginn,“ segir Stefán og tekur það fram að hlustað hafi verið á stúdenta og til- lit verið tekið til þeirra málflutn- ings. „Það er vitað að fjöldi fólks býr við mjög rúman heimilishag þar sem annað foreldrið er í námi. Þeir sem ekki búa við rúman heim- ilishag geta tekið námslán fyrir þessum framfærslukostnaði eins og öðrum. Það er lykilatriði.“ Ólíklegt að hækkun á gjaldskrá Leikskóla Reykjavíkur verði haggað Formaðurinn segir engin ný rök komin fram í málinu Eftir Þóri Júlíusson thorirj@mbl.is Stefán Jón Hafstein BJÖRN Bjarnason, dómsmála- ráðherra, segir eðlilegt að taka til skoðunar hvort setja þurfi sérstök lög um aðgang fjölmiðla að ákærum í dómsmálum. Í Morgunblaðinu í gær benti Bogi Nilsson, ríkissaksóknari, á að engin laga- eða reglugerðar- ákvæði hafi verið sett hér á landi um þetta efni heldur sé aðeins stuðst við leiðbeiningar sem embætti ríkissaksóknara gaf út árið 1998. Í þeim kemur m.a. fram að þagnarskyldu um efni ákæru ljúki í seinasta lagi þegar ákæran er lesin upp í heyranda hljóði við þingfestingu eða í upp- hafi aðalmeðferðar máls. Bogi telur æskilegt að sett verði lög eða reglugerð um að- gang fjölmiðla að efni ákæru- skjala. Björn Bjarnason segist hafa rætt þetta við formann refsirétt- arnefndar, Markús Sigur- björnsson, og að eðlilegt sé að taka þetta álitaefni til úrlausnar við endurskoðun laga um með- ferð opinberra mála sem nú er á lokastigi hjá nefndinni. Stefnt er að því að frumvarp að nýjum lögum verði lagt fram á næsta þingi. Aðgangur fjölmiðla að ákærum til skoðunar ÞAÐ er yfirskattanefndar sem stjórnsýslunefndar að ákveða hvort einstakir nefndarmenn eru vanhæfir til meðferðar máls ef á það reynir. Haft var eftir formanni yfirskatta- nefndar í Morgunblaðinu í gær að Jónatan Þórmundsson lagaprófessor hefði verið fyllilega hæfur til að sitja í yfirskattanefnd í máli 365 ljósvaka- miðla. Samkvæmt 5. grein stjórnsýslu- laga úrskurðar stjórnsýslunefnd um hæfi eða vanhæfi nefndarmanna, þ.e. ákveður hvort nefndarmönnum, ein- um eða fleiri, beri að víkja sæti. Þeir nefndarmenn, sem ákvörðun um van- hæfi snýr að, skulu ekki taka þátt í ákvörðun um það. Þetta gildir þó ekki ef það leiðir til þess að stjórnsýslu- nefndin verður ekki ályktunarhæf. Skulu þá allir nefndarmenn taka ákvörðun um hæfi nefndarmanna. Yfirskatta- nefndar að úr- skurða um hæfi TVEIR aldursforsetar í flota Landhelgisgæsl- unnar, varðskipið Óðinn og flugvélin TF-Sýn, voru í Stakksfirði í fyrradag, þar sem áhöfn flug- vélarinnar æfði sig í að kasta út björgunarbátum í námunda við varðskipið. Samanlagður aldur þess- ara tveggja farkosta er 76 ár, en Óðinn tók til starfa árið 1958 og TF-Sýn árið 1976. Flugvélin fylgir stundum þyrlu Landhelgisgæslunnar þegar hún heldur í langar björgunar- eða sjúkra- flugferðir, og þykir mikilvægt öryggisatriði að hægt sé að varpa úr henni björgunarbátum. Sama gildir þegar TF-Sýn er send til leitar að bátum sem sent hafa út neyðarkall. Það var Guðmundur St. Valdimarsson, bátsmaður á Óðni, er tók þessa skemmtilegu mynd af öldungunum í starfi. Aldursforsetar í lofti og á legi RYÐ á hreggstaðavíði hefur gert vart við sig í mörgum görðum á Selfossi en að sögn Halldórs Sverr- issonar, plöntusjúkdómafræðings, hefur ryðið breiðst hratt út og mörg limgerði orðin gul og visin. Ryð er sveppasjúkdómur sem leggst á blöð á trjám en undanfarin ár hefur ýmiss konar ryð borist milli trjáa hér á landi. Hregg- staðavíðir hefur þó hingað til verið laus við ryð. Halldór segir að hugsanlega sé þetta nýtt afbrigði af gamla víðis- sveppnum sem alltaf hefur verið á Íslandi. Þó geti verið að þarna sé sjaldgæft afbrigði á ferðinni sem hefur ekki breiðst út áður eða þá nýtt afbrigði sem hefur borist til landsins. „Það sem er alvarlegt með hreggstaðavíðinn er að þetta var orðið slæmt í mörgum görðum strax í byrjun ágúst. Ryðið drepur blöðin. Sprotarnir eiga að lifa þetta af en ef þetta er mikið getur orðið kal í sprotunum í vetur.“ Halldór bendir á að sveppirnir framleiði gró sem fjúki auðveldlega og þess vegna geti ryðið dreift sér hratt. „Þetta virðist koma upp á Selfossi en er farið að finnast víðar á Suðurlandi,“ segir Halldór og bætir við að sveppurinn leggist helst á klippt limgerði í görðum. „Þar sem runnarnir eru þéttir skapast góð skilyrði fyrir ryðið. Hreggstaðavíðir er sums staðar notaður í skjólbeltarækt og það eru minni líkur á að ryðið verði eins slæmt þar sem víðirinn vex meira óhindrað og opið.“ Runnarnir verða gulir Ryðið er auðkennanlegt og að sögn Halldórs verða runnarnir gul- ir. „Ef þú tekur á blöðunum færðu gulan lit á fingurna en það eru gró- in.“ Halldór segir að til séu varn- arefni gegn ryðsveppum en þau virki ekki þegar ryðið er orðið slæmt. „Ef þetta er mjög alvarlegt er lítið annað að gera en að skipta út þessum limgerðum,“ segir Hall- dór. Ryð gerir vart við sig í hreggstaðavíði á Selfossi Ljósmynd/Halldór Sverrisson Sé tekið utan um laufblað sem er með ryð kemur gulur litur á fing- urna. Það eru gróin sem valda því.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.