Morgunblaðið - 15.09.2005, Side 10

Morgunblaðið - 15.09.2005, Side 10
10 FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Bílar á morgun Sá aflmesti frá BMW Úr Fáguðum limma í villidýr MÖRGUM íbúum á höfuðborgar- svæðinu brá í brún þegar þeir sáu snjó í hlíðum Esju í gærmorgun. Trausti Jónsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir mönnum ætíð bregða þegar þeir sjái snjó í hlíðum fjallsins. Síðast féll snjór í Esjunni á þessum tíma fyrir sex árum. Það var 11. sept- ember og var hann horfinn tveimur dögum síðar. Snjórinn sé hins veg- ar neðar nú en fyrri ár en það hafi litla merkingu. „Gamlir menn sögðu að því fyrr sem snjóaði í fjöll því betri yrði veturinn. Ekki bendir til að svo sé,“ sagði Trausti í sam- tali við Fréttavef Morgunblaðsins. Trausti benti á, að nokkrum sinnum hefði snjóað í Esjunni á svipuðum tíma, eða árin 1997 til 1999. Einu sinni hefur orðið alhvítt á götum Reykjavíkur um þetta leyti. Það var 9. september árið 1926 og er talið, að snjór hafi aldrei fyrr fallið jafn snemma á götur borgar- innar. Morgunblaðið/Ásdís Snjór kominn í Esjuna ALLNOKKUR samlegðaráhrif yrðu af sameiningu sveitarfélaganna Garðs, Reykjanesbæjar og Sand- gerðisbæjar, sérstaklega á sviði fé- lagsþjónustu, og þjónusta sameinaðs sveitarfélags getur orðið í senn öfl- ugri og samræmdari. Þetta er meðal þess sem fram kemur í mati á hugs- anlegum áhrifum sameiningar sveit- arfélaganna, sem fyrirtækið ParX vann fyrir samstarfsnefnd um und- irbúning kosninga um sameiningu sveitarfélaganna þriggja. Skýrslan var kynnt fjölmiðlum á þriðjudag en liggur nú fyrir í raf- rænu formi á vefsíðum allra sveitar- félaganna og einnig á bæjarskrif- stofum í pappírsformi. Á fundinum kváðust allir nefnd- armenn afar ánægðir með störf ParX, burtséð frá persónulegum skoðunum hvers og eins, enda hefði skýrslan verið fagleg lýsing á stöð- unni eins og hún er og þeim mögu- leikum sem við blasa. Í skýrslu ParX kemur m.a. fram að ljóst sé að sveitarstjórnarmönn- um muni fækka, líklega um fjórtán, úr 25 í ellefu. Þannig megi gera ráð fyrir umtalsverðri fækkun nefndar- manna í sameinuðu sveitarfélagi. Þetta geti valdið því að aðgengi bæj- arbúa að kjörnum fulltrúum minnki. Á móti vegi að sá rekstur sem nú er í höndum byggðarsamlaga muni nú að mestu heyra beint undir bæjarstjórn og áhrif kjörinna fulltrúa á þann rekstur verða meiri og beinni. Þá muni slíkt minnka þann lýðræðis- halla sem byggðarsamlög hafi haft í för með sér. Andstaða í Garði og Sandgerði Talsmenn ParX sögðu aðspurðir að fyrir svæðið í heild væri samein- ing skynsamleg, að út frá rekstrar- forsendum yrði afkoma stærra sveit- arfélags á svæðinu betri. Hins vegar væru ýmsir þættir í rekstri hvers sveitarfélags fyrir sig sem vektu spurningar, sérstaklega persónuleg- ar skoðanir íbúar sveitarfélaganna. Í kjölfar kynningarinnar hófust samræður manna á milli um kosti og galla sameiningar sveitarfélaganna. Bæjarstjórnir bæði Sandgerðis og Garðs hafa lýst yfir andstöðu við sameiningu sveitarfélaganna. Heyrðist það nefnt að samkeppni væri sveitarfélögunum holl og auk þess ættu sveitarfélögin náið sam- starf á ýmsum sviðum á grundvelli Sambands sveitarfélaga á Suður- nesjum. Þá var það nefnt að Reykja- nessvæðið ætti í raun í samkeppni við önnur landsvæði á Íslandi og ættu því íbúar þess að snúa bökum saman. Í þessu skyni var bent á þá stærðarhagkvæmni sem næst með sameiningunni. Vitnaði Árni Sigfús- son, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, í því samhengi í danska rannsókn þar sem kom í ljós að stærðarhag- kvæmni sveitarfélaga ykist alveg upp í fimmtíu þúsund manna sveit- arfélög en þá færi hún að minnka sökum annarra vandamála. Aðrir nefndarmenn bentu enn- fremur á að ekki væri hægt að skilja eftir sameiningu og nefndu dæmi Svarfdælinga sér til stuðnings. Sögðu þeir það óhæfu að ekki væri hægt að kljúfa sig aftur frá vondri sameiningu þótt 90% íbúa vildu út. Skýrsla um sameiningu sveitarfélaga á Suðurnesjum birt Aukin hagkvæmni en færri fulltrúar Eftir Svavar Knút Kristinsson svavar@mbl.is Ljósmynd/Víkurfréttir Tillaga um sameiningu Reykjanesbæjar, Garðs og Sandgerðis var kynnt á blaðamannafundi um sameiningu. ENGAR kröfur hafa verið gerðar til Og fjarskipta um að nota kerfi Sím- ans til að koma upplýsingum um staðsetningu farsímanotenda Og Vodafone til Neyðarlínunnar. Unnið er að lausn málsins af Neyðarlínu og Og fjarskiptum, og er gert ráð fyrir að lausn liggi fyrir á næstunni. „Í apríl árið 2002 var tekið í notk- un hjá Neyðarlínunni sérhæft upp- lýsingakerfi í þeim tilgangi að auka öryggi borgara sem hringja í Neyðarlínuna úr farsímum. Kerfið hefur frá upphafi reynst afar gagn- legt, stytt viðbragðstíma og gert út- kall neyðar- og björgunaraðila markvissara,“ segir í tilkynningu frá Neyðarlínunni. Frá árinu 2002 hefur Neyðarlínan beitt sér fyrir því að önnur síma- fyrirtæki en Síminn veiti sömu upp- lýsingar, og hafa viðræður á milli Neyðarlínunnar og Og fjarskipta verið í gangi um nokkurt skeið, að frumkvæði Neyðarlínunnar og Fjar- skiptamiðstöðvar lögreglu. Bæði Neyðarlínan og Og fjarskipti vinna nú að lausn málsins, og er gert ráð fyrir því að lausn muni liggja fyrir á næstu dögum. „Engar kröfur hafa verið gerðar til Og fjarskipta um að nota þá lausn sem Síminn hefur þróað. Lykilatriði er að upplýsingarnar skili sér með sjálfvirkum hætti með innhringing- unni, í rauntíma, annars er lítið gagn af þeim nema í undantekningartil- fellum,“ segir í tilkynningunni. Neyðarlínan um staðsetningu í síma Gert ráð fyrir lausn á næstunni FYRR í þessum mán- uði lést í Beijing Ís- landsvinurinn Lin Hua, fyrrverandi starfsmað- ur kínverska utanríkis- ráðuneytisins. Lin var fæddur 17. júní 1927. Hann stundaði nám í enskri tungu og bók- menntum. Árið 1949 gerðist hann starfs- maður tungumála- stofnunarinnar í borg- inni og starfaði þar í þrjú ár þegar hann hóf störf í utanríkisráðu- neytinu. Lin starfaði í mörg ár við sendiráð Kínverska al- þýðulýðveldisins í Danmörku. Árið 1972 var hann sendur til Íslands til þess að stofna kínverskt sendiráð á Íslandi. Hann dvaldi hér um rúmlega tveggja ára skeið og gegndi síðan ýmsum störfum í utanríkisþjónustu Kínverja og menningarstofnun rík- isins allt fram til 1988. Lin Hua kom fyrst hingað til lands með Pekingóperunni árið 1955, en margir minn- ast þeirrar sýningar enn þann dag í dag. Á árunum þar á eftir var mörgum sendinefndum boðið til Kína og kín- verskir fræði- og lista- menn sóttu Íslendinga heim. Var Lin þýðing- armikill milliliður í starfi Kínversk-ís- lenska menningar- félagsins og stuðlaði mjög að samskiptum Íslendinga og Kínverja á þessum árum. Lin þýddi nokkrar Íslendingasög- ur á kínversku og síðustu árin vann hann að útgáfu norrænnar goða- fræði. Hann hafði lokið við að þýða Snorra-Eddu og Konungsbók Eddu- kvæða þegar hann lést. Andlát LIN HUA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.