Morgunblaðið - 15.09.2005, Side 12

Morgunblaðið - 15.09.2005, Side 12
12 FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÚR VERINU „VIÐ erum búnir að þróa aðferð til að geyma fisk eftir að hann kem- ur að landi og þar til hann fer í vinnslu. Við erum að vinna þar á eins konar gráu svæði, vegna þess að fiskur er að tapa 7% til 15% af þyngd sinni frá því honum er landað og þar til hann fer í fiskvinnsluvél. Við komum í veg fyrir þetta vökva- tap og bætum gæði og geymsluþol fisksins að auki,“ segir Jóhannes Arason, framkvæmda-stjóri Natural White. „Þetta tap er vökvatap, sem flest- ir áætla að sé vatn, en svo er ekki. Þetta er prótein. Eins og staðið er að verki nú, er verið að tapa gæðum auk vigtar og því hafa menn einfald- lega ekki efni á. Kínverjar eru komnir inn á markaðinn með þokka- legan fisk fyrir litla peninga. Ef við ætlum að skara fram úr og halda áfram að selja okkar fisk á því verði sem við-þurfum að fá fyrir hann, verðum við að vera beztir. Við ger- um það hins vegar ekki með því að missa niður gæði frá því fiskinum er landað og þar til hann er unninn. Meðferðin er góð um borð í skipinu og góð eftir að fiskurinn kemur úr vélunum. En það er miklu ábótavant í móttökunni. Við erum komnir með mjög stóra viðskiptavini, sem eru að vinna allt að 100 tonnum á dag. Þeir hafa síð- astliðið eitt ár geymt fiskinn í mót- tökunni í sérstakri ísblöndu með Natural White * /NW Ice * Hún heldur fiskinum þannig að nýting í honum sem hráefni er 12 til 14% hærri en ella og flakanýting eykst um 7% til 10%. Allt er þetta gert á náttúrulegan hátt, engin kemísk efni notuð. Við notum rósmarin í blönduna, en í því er náttúrulegt an- doxunarefni sem kemur í veg fyrir þránun og vökvatap. 11% betri flakanýting Þetta er blanda sem hægt er að nota við þau ískerfi sem menn eru með fyrir og er kælingin í kringum núll gráður. Því er fjárfesting í þessu mjög lítil, eða innan við eina milljón íslenzkra króna. Þetta er búnaður sem byggist á sjálfvirkri blöndun og er því enginn flöskuháls í móttökunni. Með þessu móti er flakanýtingin hjá þessu stóra fyrirtæki orðin 11% meiri en hún var fyrir ári og það munar svo sannarlega um minna. Auk þess eykur þessi meðferð geymsluþol á fiski um að minnsta kosti þrjá til fjóra daga. Því er þetta ekki síður góður kostur fyrir fersk- fiskvinnslurnar. Ríkisstjórnin getur ekki hækkað dollarinn en við getum komið honum upp í 75 krónur með þessu,“ segir Jóhannes Arason. Natural White * er notað í vinnslu á frystum og ferskum fiski, saltfiski, Auka nýtingu, geymsluþol og gæði Morgunblaðið/Golli Fiskvinnsla Jóhannes Arason kynnti náttúruvæna íblöndunar- efnið Natural White á Íslenzku sjáv- arútvegssýningunni. ÁRSÞING samtaka korta- og fast- eignastofnana í Evrópu, Euro- Geographics, var haldið á Hótel Nordica í Reykjavík fyrri hluta vikunnar. Þingið sóttu um hundrað þátt- takendur frá flestum löndum Evr- ópu, en í samtökunum eru hátt á fimmta tug kortastofnana og stofnana sem sjá um skráningu fasteigna í löndum Evrópu. Ársþing EuroGeographics eru Áhersla á samnýtingu og tryggt aðgengi almennings Morgunblaðið/Golli

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.