Morgunblaðið - 15.09.2005, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 15.09.2005, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2005 13 FRÉTTIR makríl, síld, eldisrækju og humri svo dæmi séu tekin. Það hentar vel við reykingu á laxi, en er líka notað í kjöt af ýmsu tagi svo sem af strút- um, kjúklingum og öndum. Einn af stærri framleiðendum í kjúklingum í Evrópu er nýbyrjaður að note Natural White * tækni, til að útrýma öllum E-merkingum, sem þurfti áður við kjúklingaframleiðslu, vegna notkunar á fosfati og öðrum kemískum efnum. Natural White * er náttúrulegt. Natural White * var fyrst notað 1991 og hefur verið í stöðugri þróun síðan. Natural White * er framleitt úr rósmaríni, salti og vatni. Sérstakt salt er notað, sem er mineralríkt. Natural White ehf. er nýflutt með alla sína starfsemi í Grófina 18 C, 230 Keflavík. SEIGLA ehf. og Reimar Vilmund- arson í Bolungarvík hafa undirritað samning um kaup Reimars á nýjum bát, Seigur 1160. Bátinn mun Reim- ar nota til veiða á veturna en far- þegasiglinga á sumrin. Þetta mun vera fyrsti báturinn frá Seiglu sem fer til Bolungarvíkur. „Þeir hjá Seiglu voru þeir einu af bátasmiðj- unum sem voru tilbúnir til að hanna með mér bát, sem hentaði fyrir hvort tveggja, veiðar og skemmti- siglingar. Báturinn verður búinn til veiða á línu og í net og verður yf- irbyggður og verður hægt að opna hann að hluta til fyrir farþegana. Ég geri ráð fyrir að fá leyfi fyrir 30 farþega en á gamla bátinn gat ég aðeins tekið 12. Það er of lítið því hóparnir eru oft stærri og þá vilja allir úr hópnum komast í sömu ferðina. Ég er mjög ánægður með samskiptin við þau hjá Seiglu. Bát- urinn verður mjög góður og líklega sá fyrsti í Bolungarvík, sem verður alveg yfirbyggður,“ segir Reimar. „Við förum eftir óskum kaup- enda eins og við getum og er leyfi- legt samkvæmt íslenzkum lögum og reglugerðum. Við skoðum allt sem viðskiptavinurinn biður um og reynum að leysa úr málum hans,“ segir Hrönn Ásgeirsdóttir hjá Seiglu. Hún segir að nú sé mest beðið um smíði á yfirbyggðum bát- um allt að 15 tonnum að stærð, en einnig séu menn að spá í stærri báta eins og Happasæl, sem er 30 tonn og smíðaður hjá Seiglu. „Það er mikið um að vera hjá okkur og næg verkefni framundan,“ segir Hrönn. Nýr bátur til veiða og skemmtisiglinga Morgunblaðið/Golli Bátar Reimar Vilmundarson og Hrönn Ásgeirsdóttir handsala samning um bátakaup Reimars hjá Seiglu ehf. Gengið var frá samkomulaginu um borð í bát frá Seiglu á sjávarútvegssýningunni. haldin til skiptis í þátttökulönd- unum en þetta er í fyrsta sinn sem þingið er haldið hér á landi. Samkvæmt upplýsingum frá Magnúsi Guðmundssyni, forstjóra Landmælinga Íslands, hefur fyr- irtækið verið þátttakandi í starfi evrópskra kortastofnana síðan 1986, en Fasteignamat ríkisins hefur verið aðili að samtökunum síðan 2004. Væntanleg INSPIRE tilskipun Evrópusambandsins um uppbygg- ingu og grunngerð landupplýsinga í Evrópu er það málefni sem verð- ur efst á baugi á ársþinginu nú. „Markmið tilskipunarinnar er að landfræðileg gögn verði aðgengi- leg á öllum stjórnsýslustigum inn- an ESB til þess að fylgja betur eftir stefnumörkun á ýmsum svið- um. Einnig er lögð mikil áhersla á að samnýting verði innan stjórn- sýslunnar og að aðgangur almenn- ings að upplýsingum um umhverf- ismál verði tryggður,“ segir í sameiginlegri fréttatilkynningu frá Landmælingum Íslands og Fast- eignamati ríkisins. Að því er þar fram kemur er starfsemi EuroGeographics mjög fjölbreytt, allt frá því að vera samráðsvettvangur landanna á fagsviðum stofnanana og farvegur fyrir mikilvægt samstarfsverkefni, s.s. landmælingar, gæðamál og höfundarétt, yfir í gerð og vinnslu stafrænna gagnasafna af Evrópu. Þess má geta að gögn um Ís- land eru komin inn í tvö af þrem- ur megingagnasöfnum EuroGeog- raphics, SABE sem sýnir stjórnsýslumörk og EurGlobalMap sem er stafrænn kortagrunnur í mælikvarða 1:1.000.000. Þriðja gagnasafnið EurRegion- alMap er í vinnslu, en það er gerð stafræns kortagrunns af allri Evr- ópu í mælikvarða 1:250.000. SAMBAND sveitarfélaga á Austur- landi heldur 39. aðalfund sinn á Reyðarfirði í dag og á morgun. Fundurinn hefst kl. 14 í dag og eru viðfangsefnin, auk hefðbundinna aðalfundarstarfa, m.a. kynning Elsu Arnardóttur hjá Fjölmenning- arsetri um viðhorf innflytjenda á Austurlandi og Vestfjörðum og ný skýrsla um mat á samfélagsáhrifum og arðsemi jarðgangatenginga á Austurlandi, sem Rannsóknarstofn- un Háskólans á Akureyri hefur unnið. Þá fjalla Sigfús I. Sigurðsson frá iðnaðarráðuneyti og Elvar K. Valsson hjá Impru – Iðntæknistofn- un um helstu áherslur í vaxtar- samningi fyrir Austurland. Á fimmtudag hefst nefndastarf árla morguns og í kjölfarið verða mál- efni fjarskipta og dreifikerfa á landsbyggðinni tekin fyrir. Þá verð- ur kynnt sameiginlegt vöktunar- verkefni Þróunarstofu Austurlands og Rannsóknarstofnunar Háskól- ans á Akureyri og að endingu fjalla Jón Kristjánsson heilbrigðisráð- herra og Einar Rafn Haraldsson hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands um heilbrigðisþjónustu og málefni aldraðra. Áætluð fundarlok eru um miðjan dag á föstudag, að loknum nefndarstörfum, afgreiðslu nefnda- álita og kosningum. Á aðalfundinum verður jafnframt kynntur nýr ferðavefur Ferðamála- samtaka Austurlands og veitt árleg menningarverðlaun SSA. Formað- ur SSA er Soffía Lárusdóttir. Aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Austurlandi hefst í dag Rannsóknir verða í brennidepli á fundinum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.