Morgunblaðið - 15.09.2005, Page 15

Morgunblaðið - 15.09.2005, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2005 15 ERLENT Manila. AFP. | Fólk frá þróunarlöndunum, sem starfar í auðugum löndum, á að giska 125 milljónir manna, sendir árlega alls um 200 milljarða dollara til ættingja í heimalönd- unum, að sögn Donalds Terrys, yfirmanns fjár- festingasjóðs Inter- American bankans í Bandaríkjunum. Er um að ræða meira fé en samanlögð fjárhags- aðstoð og bein fjárfest- ing auðugra þjóða í þróunarríkjunum nem- ur. Fram kom á ráðstefnu í Manila á Filippseyjum á mánudag að fjár- hæðin sem send væri heim á hverju ári hefði verið vanmetin og hún gæti jafnvel verið enn hærri. Sagði Terry að opinbera talan sem nefnd hefði verið, 126 milljarðar dollara, væri greinilega allt of lág ágiskun. Allar kannanir sýndu að geysimiklu fé væri miðlað til heimalandanna fyrir atbeina óskráðra stofnana og fyrir- tækja. Robert Bestani, einn af yfir- mönnum Þróunarbanka Asíu, sagði að þetta fjárstreymi hefði að miklu leyti verið falið vegna þess að fjár- málastofnanir hefðu ekki gert sér grein fyrir heildar- umfanginu í heiminum. Og peningasending- arnar væru auk þess mjög umdeildar. „Það er svo indælt að ræða um frjálst flæði milli landa á vörum en ekki indælt að tala um frjálst flæði fólks,“ sagði Bastani. Hann bætti við að um- fangið gæti aukist enn vegna þess að á ríkum svæðum eins og í Evr- ópu og Japan væri skortur á ungu fólki og því gæti erlendum starfsmönnum frá þróunarlöndum fjölgað. Bastani sagði að af þróunarlönd- um fengju Indland, Mexíkó og Fil- ippseyjar mest fé sent heim frá borgurum er störfuðu í auðugum löndum. Þótt féð kæmi sér vel og nýttist ekki síst fátækasta hluta fólksins í þróunarlöndunum, þyrftu fjármálafyrirtæki að benda því á leiðir til að fjárfesta peningana þannig að þeir bæru meiri ávöxt og draga úr kostnaði við sendingarnar. Sérfræðingar vara þó ríkisstjórnir við að reyna að skattleggja greiðsl- urnar eða þvinga fólk til að nota pen- ingana á einn hátt fremur en annan. Spara og senda heim Fátækt, erlent verkafólk sendir mun meira fé heim til sín en nemur samanlagðri þróunaraðstoð Skynsemin segir þér hvað er rétt að gera 410 4000 | landsbanki.is Launavernd Ertu búinn að tryggja þér og fjölskyldunni áframhaldandi laun komi til tekjumissis vegna fráfalls, sjúkdóma eða starfsloka vegna aldurs? Skynsemin segir þér hvað er rétt að gera. Ekki hugsa málið – kláraðu það! ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S LB I 28 24 9 0 9/ 20 05                                              !   "   !    !   #  " $!  %   &$ '  &!!!    !    !  %                         () * ( !    + * )) '!"      )( * ), '!"      )- * () '!"     ( *  % !"#! $  - * )) %       %&#  '

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.