Morgunblaðið - 15.09.2005, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2005 19
MINNSTAÐUR
Námskeið fyrir byrjendur og lengra komna.
Námskeið fyrir börn.
Taltímar.
Einkatímar.
Kennum í fyrirtækjum.
Frönskunámskeið
hefjast 19. september
Innritun 5. til 16. september
Tryggvagötu 8,
101 Reykjavík, fax 562 3820.
Veffang: http://af.ismennt.is
Netfang: alliance@simnet.is
Upplýsingar
í síma 552 3870✆
AUSTURLAND
Fáskrúðsfjörður | Íbúar á Fá-
skrúðsfirði hafa margir hverjir
miklar væntingar í tengslum við
þær breytingar sem orðið hafa með
tilkomu jarðganga milli Fáskrúða-
fjarðar og Reyðarfjarðar. Þó er
uggur í einstaka manni hvort allt
verði til góðs, svo sem hvort verslun
helst á staðnum, þar sem svo stutt
er nú í þjónustu á Reyðarfirði og yf-
ir í Hérað.
Fáskrúðsfjarðargöng eru önnur
lengstu jarðgöng á Íslandi eða 5,9
km. Þau stytta leiðina frá Fáskrúðs-
firði til Reyðarfjarðar úr 50 kíló-
metrum í 19 og spila gríðarstóran
þátt í að gera Mið-Austurland að
einu samfelldu atvinnusvæði.
Soffía Lárusdóttir, formaður
Sambands sveitarfélaga á Austur-
landi sagði við opnun Fáskrúðs-
fjarðarganga að samgöngubætur
væru eitt allra mikilvægasta
byggðamálið. „Þessi samgöngubót
eykur tvímælalaust atvinnu- og
þjónustusókn og öryggi, sem ekki
er síður mikilvægt,“ sagði Soffía.
Fáskrúðsfjarðargöng gera Mið-Austurland að einu atvinnu- og þjónustusvæði
Íbúarnir sjá fram á miklar breytingar
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Göngin samgöngubót Byltingarkennd fyrir nærliggjandi sveitarfélög og skapa öflugra atvinnu- og þjónustusvæði.
„JARÐGÖNGIN
eiga eflaust eftir
að hafa mikil áhrif
á svæðinu og sam-
skipti munu
aukast, en ég geri
mér ekki grein
fyrir hvaða áhrif
þau hafa á verslun
og þjónustu í
Austurbyggð.
Þetta ætti þó að styrkja svæðið með
betri og fjölþættari þjónustu“ segir
Steinþór Pétursson, sveitarstjóri
Austurbyggðar.
Hann telur að atvinnulega séð
muni svæðið styrkjast með fjöl-
breyttari atvinnu og fólk hafi nú
meira val um búsetu en áður. „Í heild-
ina mun þessi stytting á vegalengd-
um hugsanlega geta haft áhrif á sam-
einingar sveitarfélaga á svæðinu og
eru sameiningarkosningar fyrirhug-
aðar. Hægt er að hugsa sér að stjórn-
sýslan yrði á einum stað, en í þeim
efnum skipta vegalengdir öllu máli.“
Ef ekki verður af sameiningu sveit-
arfélaga sér Steinþór ekki miklar
breytingar í stjórnsýslu sveitarfé-
lagsins frá því sem nú er, en segir að
alltaf sé verið skoða hana til hagsbóta
fyrir íbúana og samvinna sé mikil og
á mörgum sviðum milli sveitarfélag-
anna.
Steinþór Pétursson
Hefur áhrif á
sameining-
arferlið
Á DVALAR- og hjúkrunarheim-
ilinu Uppsölum starfa þær Árdís Ei-
ríksdóttir hjúkrunarforstjóri og
Ósk Bragadóttir rekstrarstjóri.
Þær binda miklar vonir við opnun
Fáskrúðsfjarðarganga og telja að
sú stytting sem varð með tilkomu
ganganna geri rekstrarumhverfi
Uppsala mun betra. Mikill kostn-
aður við flutninga geri reksturinn
verri, en nú sé orðið stutt á flugvöll
miðað við það sem áður var, sem
aftur létti sjúklingum erfiða
flutninga. Slíkir flutningar hafi oft
verið mjög torveldir að vetri til.
Árdís og Ósk segja að aukin sam-
vinna geti nú skapast milli sjúkra-
stofnana á svæðinu, en nú þegar
hafi þeim borist fyrirspurnir frá
nærliggjandi stöðum um dval-
arpláss á Uppsölum, svo að vega-
lengdir skipti greinilega verulega
máli hjá þeim sem þessa þjónustu
þiggja.
Þær hafa og mikla trú á að fólk
hyggi í ríkari mæli á búsetu í Fá-
skrúðsfirði þegar álverið tekur til
starfa árið 2007.
Uppsalir litnir hýru
auga úr nágrenninu
Morgunblaðið/Albert Kemp
Breytingar Ósk Bragadóttir og Árdís Eiríksdóttir á hjúkrunarheimili á
Fáskrúðsfirði segja beiðnir komnar frá nágrannasveitarfélögum.
GÍSLI Jónatans-
son, fram-
kvæmdastjóri
Loðnuvinnslunn-
ar, segir að göngin
hafi mikil jákvæð
samfélagsáhrif,
bæði hjá fyrir-
tækjum og ein-
staklingum.
„Rekstrarum-
hverfi fyrirtækja stækkar og atvinnu-
tækifærum fólks fjölgar. Gagnvart
Loðnuvinnslunni þýðir öll stytting í
vegalengdum minni kostnað og sam-
starf á milli fyrirtækja getur aukist
frá því sem nú er, þrátt fyrir að sam-
starf hafi alltaf verið nokkuð.“
Gísli segir að spennandi tímar séu
framundan, þó eflaust geti verið aðrar
hliðar á málinu. „Það verður ánægju-
legt að fá að takast á við það sem
framundan er.“
Gísli Jónatansson
Fyrirtækja-
samstarf
eykst
ODDVITI Aust-
urbyggðar, Guð-
mundur Þor-
grímsson, telur
að samfara opnun
Fáskrúðsfjarðar-
ganga muni fara
af stað umræða
um atvinnuþróun
á svæðinu.
„Möguleikarnir
eru svo miklir og
breytingin mikil“ segir Guðmundur.
„Ef talað er út frá jarðgöngunum
sem slíkum og aðkomu ríkisins
hvað varðar inngrip í þróun í at-
vinnu- og byggðamálum á Austur-
landi, eru göngin það stærsta sem
ríkið gat gert þrátt fyrir byggingu
álvers á Reyðarfirði og algerlega
nauðsynleg fyrir byggðaþróun á
Austurlandi.“
Hann telur að heilsteypt atvinnu-
og þjónustusvæði skapist í Austur-
og Fjarðabyggð og segir að fram-
tíðin eigi eftir að leiða það í ljós.
„Byltingin hvað okkur varðar á Fá-
skrúðsfirði og Stöðvarfirði ásamt
Suðurfjörðum, er val um búsetu án
þess að vinna sé við húsvegginn. Ef
litið er til möguleika sveitarfé-
lagsins eru þeir miklir. Hér höfum
við mikla kosti, erum með góða
þjónustu við fjölskyldufólk og verið
er að bæta þá þjónustu með bygg-
ingu skólamiðstöðvar. Sundlaugar
og íþróttahús eru á báðum stöðum
og við teljum að Austurbyggð sé
mjög fjölskylduvænt sveitarfélag.
Það er von okkar að hér fjölgi og
reyndar trúum við því, ef marka má
umsóknir um byggingarlóðir í sveit-
arfélaginu, en tilbúið er aðalskipu-
lag til fjölgunar um helming íbúa í
sveitarfélaginu.
Fyrir liggur að kjósa um samein-
ingu og verði af henni tel ég að til
verði eitt öflugasta og mest spenn-
andi sveitarfélag á landsbyggðinni.
Möguleikarnir eru miklir, nú þegar
er annar stærsti hafnarsjóður í
landinu í Fjarðarbyggð og í mínum
huga eru göngin til að gera hlutina
ennþá bjartari á Austurlandi,“ segir
Guðmundur.
Sveitarfélagið
verður
spennandi
Guðmundur
Þorgrímsson