Morgunblaðið - 15.09.2005, Page 33

Morgunblaðið - 15.09.2005, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2005 33 HESTAR MIKIL fjölgun varð í Hestamanna- félaginu Freyfaxa á Fljótsdalshér- aði á síðasta aðalfundi þess í sum- ar. Á fundinum voru 65 nýir félagar teknir inn í félagið og eru þeir nú tæplega 200 talsins. Hesta- menn á Egilsstöðum og á héraði hafa nú fengið nýtt hesthúsahverfi við Fossgerði inn á skipulag og þar er verið að byggja upp aðstöðu. Góður keppnisvöllur er á Stekkhólma og verð- ur þar áfram. Í Fossgerði, sem er gamalt kjúklingabú, hefur húsum verið breytt í hesthús sem rúma um 100 hross. Sveitarstjórnin hefur komið að þessari upp- byggingu og rekur 10 tveggja hesta stíur þar sem börn og ung- lingar geta haft að- stöðu. Bergur Már Hallgrímsson formað- ur Freyfaxa segir þetta strax hafa haft mikil áhrif á nýliðun í félag- inu. Það hafi komið í ljós á mótum félagsins að undanförnu. Bætt aðstaða á nýju svæði „Það er búið að standa til í þrjá- tíu ár að færa svæði hestamanna, enda var það byggt til bráðabirgða á sínum tíma. Þarna voru ekki sér- lega glæsileg hús og plássleysið held ég að hafi komið í veg fyrir nýliðun í félaginu því ekki fékkst leyfi til að byggja fleiri hús,“ sagði Bergur. „Aðstöðumunurinn er gríðarlegur með þessu nýja svæði, en stofnað hefur verið sérstakt hesteigendafélag um þessi hús og geta félagar í því ýmist keypt eða leigt sér pláss í þeim. Nú er þetta svæði komið á deiliskipulag og ein- staklingar geta byggt sér hús þar.“ Engin reiðhöll er á svæðinu og sagði Bergur það mjög bagalegt, t.d. væri þetta eina svæðið á land- inu þar sem haldin er kynbótasýn- ing og ekki hægt að bygg- ingadæma hross innanhúss. „Við erum vongóð um að byggð verði reiðhöll hér, sérstaklega eftir að viðurkennd var þörf fyrir slík hús í skýrslu landbúnaðarráðherra um hestamennsku á landsbyggðinni,“ sagði hann. Bygging reiðhallar og betri reiðvegir eru brýn mál að mati hestamanna á Héraði eins og víðar á landinu. Brýnt er að bæta reið- vegina í kringum hesthúsasvæðið og víðar að mati Bergs. Umferð hefur aukist gífurlega á vegunum á Fljótsdalshéraði eftir að farið var að vinna við Kárahnjúkavirkj- un. Nú fara stórir flutningabílar um veginn og sagði Bergur mjög bagalegt að þurfa að ríða eftir þessum vegum, sérstaklega á vet- urna þegar vegirnir eru ruddir og allur snjórinn af þeim lendir ofan á reiðvegunum svo þeir verða ófærir á eftir. Byrjað að undirbúa Ístöltmót næsta árs En félagslífið er með blóma hjá hestafólki á Héraði. Í vetur efndi útreiðarnefnd Freyfaxa til útreið- artúra á sunnudögum. Farið var frá Foss- gerði og lagt af stað kl. 14.00. Bergur sagði þetta hafa tekist vel og að þátttaka hafi verið ágæt. Þó nokkuð var um mótahald hjá félaginu, bæði á heimaslóðum og einn- ig víða á Norðurlandi því félagsmenn tóku þátt í „Tekið til kost- anna“ á Sauðárkróki, bikarmóti Norður- lands og Ein- arsstaðamótinu. Hæst bar þó Ístöltmótið á Lagarfljóti í febrúar. „Þetta var í annað sinn sem við héldum þetta mót. Fyrsta mótið var mun minna í snið- um og við auglýstum það aðallega hér á svæðinu. En mótið í vetur var vel sótt og fengum við ýmsa góða knapa að sunnan til að taka þátt. Mótið er haldið í Egils- staðavík á Lagarfljóti og auðvitað skiptir miklu máli hvernig veðrið er. Við þurfum frost til að fá ís á fljótið, en líka gott veður svo ein- hver komi. Við höfum verið heppin hingað til og nú erum við að hefja undirbúning fyrir næsta Ístölt Austurlands á Lagarfljóti sem lík- lega verður í lok febrúar eða byrj- un mars. Uppskeruhátíð hesta- manna var haldin um kvöldið og flestir gestanna tóku þátt í henni líka. Mótinu var sjónvarpað í gegn- um netið í samvinnu við 847.is en það gekk ekki nógu vel þar sem mun fleiri reyndu að horfa á það en við bjuggumst við, eða um 2000 manns. Þessu ætlum við að kippa í lag fyrir næsta mót, en jafnframt búumst við við fleiri áhorfendum.“ Bergur segir að fjölgunina í fé- laginu megi þakka ýmsum þáttum. Mikil fólksfjölgun á sér stað á Eg- ilsstöðum um þessar mundir, betri aðstaða er fyrir börn og unglinga til að byrja í hestamennsku og einnig hafa bæst í félagið hesta- menn úr nágrannasveitarfélög- unum. „Við höfum þó þurft að sjá á eft- ir öflugu hestafólki núna. Ragn- heiður Samúelsdóttir á Útnyrð- ingsstöðum, sem oft hefur séð um námskeið hjá okkur er farin að Hólum til að kenna þar og fleiri hafa farið þangað til náms,“ sagði Bergur og viðurkenndi að þetta sýndi ákveðinn metnað í austfirsk- um hestamönnum, en hann vonaði jafnframt að þau sneru öll til baka. Hestamennska í uppsveiflu á Fljótsdalshéraði Eftir Ásdísi Haraldsdóttur asdish@mbl.is Bergur Már Hallgrímsson WORLDFengur, upprunaættbók íslenska hestsins, er í sífelldri þró- un. Nú geta áskrifendur, sem dreifast víða um heim, valið á milli sjö tungumála, íslensku, dönsku, ensku, finnsku, hollensku, norsku og þýsku. Önnur nýjung felst í því að ræktendum er nú boðið upp á að kaupa tengil á heimasíðu sína í WorldFeng, en í frétt frá Bænda- samtökunum kemur fram að áhugasamir ræktendur hafi farið fram á þessa þjónustu um skeið. Tákn fyrir heimasíðu ræktandans kemur þá upp við öll hross sem við- komandi er skráður ræktandi eða eigandi að. Heimasíða rækt- unarbúsins opnast í nýjum glugga þegar smellt er á heimasíðutáknið. Með þessu móti er auðveldað til muna að komast í samband við ræktendur og eigendur þeirra hrossa sem áskrifendur eru að skoða hverju sinni. Á næstu vikum verður svo bætt um 300 ljósmyndum í WorldFeng af helstu kynbótahrossum sem sýnd voru á þessu ári. Flestar ljós- myndirnar tók Eiríkur Jónsson. Nýjungar í WorldFeng FRÉTTIR ÍSLANDSBANKI verður að- alstyrktaraðili íþróttafélagsins Gróttu næstu þrjú árin. Markmið Íslandsbanka er að styðja félagið við þjálfun barna- og unglinga í hin- um ýmsu íþróttagreinum. Allir keppendur á vegum Gróttu munu klæðast keppnisbúningum merktum Íslandsbanka á næstu þremur keppnistímabilum. Eins mun Grótta standa fyrir Íslands- bankadeginum og bankinn mun styrkja uppskeruhátíðir Gróttu. Skrifað var undir styrktarsamning- inn í útibúi Íslandsbanka við Eið- istorg sl. fimmtudag að viðstöddum gestum. Myndin er tekin við undirskrift en undir samninginn rituðu talið frá vinstri, Bjarni Torfi Álfþórsson, formaður Gróttu, Hildur Krist- mundsdóttir, útibússtjóri Íslands- banka á Eiðistorgi, og Bjarni Ár- mannsson, forstjóri Íslandsbanka. Íslandsbanki styrktaraðili Gróttu Umdæmisþing Kiwanis í Garðabæ 35. UMDÆMISÞING Kiwanis verð- ur haldið föstudaginn 16. og laug- ardaginn 17. september í Kirkju- hvoli í Garðabæ og fer fram þingsetning í Vídalínskirkju. Á þinginu fer fram fræðsla vænt- anlegra embættismanna og kynn- ing á stofnun unglingaklúbbs á veg- um Kiwanis auk umræðna um stefnumótun næstu stjórnar, K-dag o.fl. Nánari upplýsingar um þingið,er að finna á www.kiwanis.is Ræða öldrun á Alzheimersdaginum ALÞJÓÐLEGI Alzheimersdag- urinn, fræðslu- og baráttudagur í þágu Alzheimerssjúklinga, verður haldinn 17. september. Í tilefni hans heldur FAAS Félag aðstand- enda Alzheimerssjúklinga og ann- arra skyldra sjúkdóma fræðsludag á laugardaginn kl. 13.30, í safn- aðarheimili Langholtskirkju að Sól- heimum 13. Flutt verða erindi um vandamál öldrunar og það sem því fylgir, m.a. í tengslum við heilabil- un. Boðið verður upp á veitingar. Allir velkomnir. UTANRÍKISMÁLANEFND Al- þingis fundaði í gær með Schen- gen-nefnd ítalska þingsins um mál- efni Schengen-samningsins. „Þeir lýstu yfir að Ísland væri í raun af- ar mikilvægt að heimsækja þar sem Ísland væri í Schengen en ekki í Evrópusambandinu,“ segir Sólveig Pétursdóttir, formaður ut- anríkismálanefndar Alþingis. Að hennar sögn var fundurinn ánægjulegur og Ítalirnir afar áhugasamir. Rætt var um ýmis mál að sögn Sólveigar þ.á m. hvernig Schengen-samningurinn hefði reynst báðum þjóðum, en ítölsku þingmennirnir kváðu reynslu sína af samningnum vera góða. Sólveig upplýsti þingmenn- ina um að góð samvinna væri í löggæslumálum í gegnum Europol. Að auki voru þingmennirnir upp- lýstir hvers vegna Ísland sé í Schengen án þess að vera í ESB. „Við kynntum fyrir þeim eins og var með norræna vegabréfa- samstarfið sem er miklu eldra en Schengen-samstarfið.“ Þá var rætt um þann útbúnað og þá fjárfest- ingu sem lagst var í á Keflavík- urflugvelli vegna inngöngu Íslands í Schengen. „Það hefði líka haft mikil áhrif á okkar stöðu eftir árásina á tvíburaturnana. Þannig að okkar öryggismál væru í mjög góðu lagi.“ Rætt var um málefni ólöglegra innflytjenda sem er allnokkuð vandamál á Ítalíu sökum land- fræðilegrar legu landsins. Hún segir utanríkismálanefnd hafa lýst því yfir að Íslendingar teldu sig vera evrópubúa þrátt fyr- ir að vera ekki í ESB, en auk þess hafi komið fram að Ísland væri í mjög góðum tengslum við Banda- ríkin og mikilvæg brú milli Evr- ópu og Bandaríkjanna. „Jafnframt að við teldum að það væri mik- ilvægt að hér væru strangar regl- ur bæði inn og út úr landinu.“ Einnig var rætt um persónu- verndarsjónarmið t.a.m. upplýs- ingaskráningu. En ítölsku þing- mennirnir bentu á að á Ítalíu væri starfandi nokkurskonar umboðs- maður sem gætir þess að persónu- réttindi séu tryggð. Ítölsku þingmennirnir kynntu sér húsnæði alþingis og áttu auk þess fundi með lögregluyfirvöldum á Keflavíkurflugvelli, í utanríkis- og dómsmálaráðuneytinu. Morgunblaðið/Þorkell Sólveig Pétursdóttir, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, tók á móti ítölsku þingmönnunum í gær. Fundarefnið var Schengen-samstarfið. Fundað með Schengen- nefnd ítalska þingsins BRYNHILDUR Ólafsdóttir hefur tekið við starfi sem forstöðumað- ur Alþjóðamálastofnunar og Rannsóknaset- urs um smáríki við Háskóla Ís- lands og mun gegna starfinu á meðan Ásthild- ur Elva Bern- harðsdóttir, sem hefur veitt stofnununum forstöðu síðustu þrjú ár, er í rannsóknarleyfi í Bandaríkjunum. Brynhildur hefur undanfarin 17 ár starfað við fjölmiðla, bæði á dagblöðum sem og í útvarpi og sjónvarpi og hefur síðustu árin verið yfirmaður erlendra frétta á fréttastofu Stöðvar 2. Brynhildur hefur jafnframt sinnt stunda- kennslu við stjórnmálafræðiskor félagsvísindadeildar HÍ og kennt á námskeiði um stjórnmál þriðja heimsins og hryðjuverk. Brynhildur nýr forstöðumaður Viskulind hefur starfsemi HEIMSPEKISKÓLINN Viskulind hefur starfsemi að nýju 17. sept- ember nk., en þar gefst börnum kostur á að stunda heimspekilegar samræður í hóp með jafnöldrum sínum. Þau ræða heimspekileg mál með eigin orðaforða og átta sig bet- ur á hvað það þýðir að vera hugs- andi manneskja, og þá hvað hugsun er. Dæmi um hugtök sem börn ræða: uppfinning, uppgötvun, feg- urð, þekking, reynsla, manneskjan, málið, heimurinn, tíminn, rúmið, veruleikinn, möguleikar, hugsunin. Nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni: www.viskulind.com

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.