Morgunblaðið - 15.09.2005, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2005 37
DAGBÓK
Traustur kaupandi óskar eftir 120-160 fm raðhúsi á einni hæð í
Fossvogi. Góður afhendingarfrestur. Sterkar greiðslur í boði.
Nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali.
RAÐHÚS Í FOSSVOGI ÓSKAST
Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali
Traustur kaupandi óskar eftir 110-140 fm sérhæð á framan-
greindum svæðum. Afhendingartími eftir samkomulagi. Sterkar
greiðslur í boði.
Nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali.
SÉRHÆÐ VIÐ ÆGISÍÐU EÐA
Í ÞINGHOLTUNUM ÓSKAST -
STAÐGREIÐSLA
Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali
Út kom á dögunum sérstök útgáfa MeginStoðar, blaðs MS-félags Íslands. Blað-ið hefur verið gefið út í 22 ár og eru aðjafnaði gefin út tvö tölublöð á ári.
Aukaútgáfan hefur þá sérstöðu að fjallað er ein-
göngu um aðstandendur MS-sjúklinga.
Sigurbjörg Ármannsdóttir er formaður MS-
félags Íslands: „Með nýjustu útgáfunni brjótum
við blað og tökum fyrir málefni aðstandenda og
vina, þ.e. þeirra sem standa sjúklingunum næst,
og lýsum tilfinningum og upplifunum þeirra.
Sjúkdómur eins og MS er ekkert einkamál og öll
fjölskyldan verður þátttakandi í aðlögun að
breyttu lífsmunstri.“
Í febrúar var haldinn fræðslufundur á vegum
MS-félagsins sem eingöngu var ætlaður aðstand-
endum sjúklinga þar sem Sverrir Bergmann
taugasjúkdómalæknir fjallaði um MS-sjúkdóminn
og meðferðarúrræði: „Húsnæði félagsins fylltist
og margir þurftu frá að hverfa enda komu heilu
fjölskyldurnar og vinahóparnir til fundarins. Við
höfðum ekki fyllilega gert okkur grein fyrir
hversu mikil þörf væri hjá aðstandendum fyrir
aukna fræðslu.“
29. september næstkomandi kl. 20 verður hald-
inn annar aðstandendafundur í húsakynnum fé-
lagsins þar sem Finnbogi Jakobsson læknir hefur
framsögu.
Í nýjasta tölublaðinu fjallar m.a. Margrét Sig-
urðardóttir félagsráðgjafi um MS og fjölskylduna.
Tekin eru viðtöl við maka, móður, börn MS-
sjúklinga og aðra aðstandendur og vini. MS-
félagið var stofnuð árið 1968 að frumkvæði Kjart-
ans Guðmundssonar taugasjúkdómalæknis með
það að markmiði að auka fræðslu um sjúkdóminn
og hjálpa þeim sem eru haldnir honum. MS-
sjúkdómurinn (e. Multiple Sclerosis) er tauga-
sjúkdómur í miðtaugakerfi og greinist einn af
hverjum þúsund Íslendingum með sjúkdóminn,
oftast á aldrinum 20 til 40 ára. Orsakir sjúkdóms-
ins eru óþekktar og birtingarmyndir margvís-
legar. Sjúkdómurinn er ólæknandi en með lyfja-
meðferð má í mörgum tilvikum hindra framgang
hans og tefja eða stöðva fötlun vegna hans.
Á vefsíðu MS-félagsins, www.msfelag.is eru
upplýsingar og umræðuvefur um sjúkdóminn. Fé-
lagið sinnir margskonar fræðslu og býður m.a.
ýmis námskeið, þ. á m. helgarlöng námskeið fyrir
einstaklinga búsetta úti á landi. Einnig eru starf-
ræktir minni stuðningshópar víðsvegar um landið:
„MS er tveggja stafa vandamál sem verður föru-
nautur okkar í lífinu en á ekki að ráða lífi okkar.
Ef við mögulega getum eigum við að einbeita okk-
ur að öðru og láta MS-sjúkdóminn trufla daglegt
starf okkar eins lítið og hægt er,“ segir Sigur-
björg að lokum.
Tímarit | Sérblað Megin Stoðar, blaðs MS-félags Íslands
Um aðstandendur MS-sjúklinga
Sigurbjörg Ármanns-
dóttir fæddist á Norð-
firði 1949. Hún lauk
landsprófi frá Flens-
borgarskóla árið 1964
og hóf nám við Kenn-
araskólann 1966 en
hvarf frá námi vegna
veikinda. 1968 lauk hún
námi í snyrtingu og
stofnaði 1970 snyrti-
vöruverslunina „Hún“
og rak til ársins 1976.
Sigurbjörg hefur starfað við MS-félagið frá
árinu 1976, var í varastjórn 1983 og svo ritari
til ársins 1994 og loks formaður félagsins frá
2003. Jafnframt er Sigurbjörg gjaldkeri
Mannverndar.
Sigurbjörg er gift Gylfa Sigurðssyni verk-
fræðingi og eiga þau soninn Ármann sem er að
ljúka doktorsnámi í flugvélaverkfræði.
50 ÁRA afmæli. Í dag, 15. septem-ber, er fimmtug Anna Margrét
Guðmundsdóttir hjúkrunarfræðing-
ur, Bankavegi 8, Selfossi. Hún og eig-
inmaður hennar, sr. Kristinn Á. Frið-
finnsson, og fjölskylda eru að heiman.
Árnaðheilla
dagbók@mbl.is
Demantsbrúðkaup | 60 ára brúð-
kaupsafmæli eiga í dag, 15. september,
hjónin Guðrún Sigurjónsdóttir og
Guðmundur Gunnarsson, dvalar-
heimilinu Kirkjuhvoli, Hvolsvelli.
Fíngerð blekking.
Norður
♠G3
♥64
♦DG1063
♣ÁG64
Suður
♠Á105
♥DG
♦Á842
♣KD32
Suður spilar þrjú grönd án afskipta
mótherjanna af sögnum og útspilið er
spaðasexa (fjórða hæsta).
Hvað ætti sagnhafa að vera efst í
huga?
Fyrst og fremst þakklæti fyrir út-
spilið – gott að það var ekki hjarta. En
þar fyrir er björninn ekki unninn. Ef
tígulsvíningin misheppnast, fær vestur
annað tækifæri til að spila hjarta og
það verður einhvern veginn að reyna
að draga úr áhuga hans til þess.
Norður
♠G3
♥64
♦DG1063
♣ÁG64
Vestur Austur
♠K8764 ♠D92
♥K103 ♥Á98752
♦K9 ♦75
♣1075 ♣98
Suður
♠Á105
♥DG
♦Á842
♣KD32
Leiðin til þess er að stinga upp
spaðagosa í borði, sem er auðvitað frá-
leitt ef markmiðið er að tvístoppa spað-
ann frá báðum mótherjum séð. En í
þessu tilviki er það ekkert sjónarmið.
Aðeins vestur getur komist að og hann
má mjög gjarnan standa í þeirri trú að
austur sé með spaðatíu.
Sem sagt: spaðagosi upp, drottning
og ás. Síðan lauf á ásinn og tíguldrottn-
ingu svínað. Vestur fær slaginn og þarf
að vera skyggn til að spila einhverju
öðru en smáum spaða, því ekki vill
hann stífla litinn ef austur á 10x eftir.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is
Óánægja með strætókerfið
ÉG get ekki annað en látið í ljós
óánægju mína með þær breytingar
á strætókerfinu sem urðu í Foss-
vogs- og Smáíbúðahverfi.
Það voru felldar niður þrjár
strætóleiðir, leið 6, 7 og 3. Einn
vagn er eftir, nr. 11, sem gengur á
20 mín. fresti á virkum dögum til
kl. 18, eftir það á 30 mín. fresti um
kvöld og helgar. Ef við ætlum að
fara niður í Skeifu verðum við að
ganga í um 30-40 mín. eða taka
vagn upp í Mjódd og annan vagn
þar niður á Miklubraut. Það þýðir
ekki að segja að við getum tekið
einhverjar stofnleiðir úr okkar
hverfum því þær ganga einfaldlega
hvergi nærri okkur.
Að fækka ferðum um meira en
þriðjung er ekki raunhæft. Það er
von að fólki fækki í vögnunum með
svona áframhaldi.
Íbúi í Fossvogi.
Hvar er Sigmund?
HVENÆR hressir Sigmund mann
við í hausthúminu? Sakna mikið að
sjá ekki skopmyndir hans í
Morgunblaðinu.
Aðdáandi.
Villi er
týndur
VILLI týndist
af Hagamel í
Reykjavík sl.
fimmtudag og er
samlega hafið samband í síma
552 1056 eða hafi samband við
Kattholt.
Henry er týndur
HENRY er Svartur
köttur með hvíta
bringu, loppur og
ljós í rófunni. Hann
hefur ekki skilað
sér heim í Arnar-
tanga 43, Mosfells-
bæ síðan göstudag-
inn 2. sept. Hann ætti að vera með
rauða ól með nafni og símanúmeri.
Hans er mjög sárt saknað. Þeir
sem gætu gefið upplýsingar um
Henry hafi samband við Úrsúlu og
Páll í síma 566 7092, 697 7092 eða
663 1543.
hans sárt saknað. Hann er grá-
bröndóttur rétt eins og Whiskas
kötturinn og eyrnamerktur „1271“.
Þeir sem hafið séð til hans eða vita
um ferðir hans eru beðnir um að
hafa samband við Sigurlaugu í
síma: 662 1045 eða 860 8014.
Svartur kettlingur
í óskilum
LÍTILL, svartur, stálpaður kett-
lingur, um 6-8 mánaða, er í van-
skilum í Skerja-
firði. Hann er með
bláa ól og blátt
nafnspjald en ekki
er hægt að lesa
það sem þar stend-
ur. Þeir sem kann-
ast við köttinn vin-
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
og 13–15 | velvakandi@mbl.is
DAGSKRÁIN í kringum sýninguna
Hvernig borg má bjóða þér? í Lista-
safni Reykjavíkur – Hafnarhúsi
heldur áfram í kvöld kl. 20 en þá
verður „Rápað um borgina“ með
Ilmi Stefánsdóttur myndlistarkonu.
Á meðan á sýningunni stendur
verður boðið upp á gönguferðir sem
hvetja menn til að velta fyrir sér
borgarlífinu og spurningunni:
Hvernig borg má bjóða þér? Ilmur
Stefánsdóttir leiðir göngu á nokkra
valda staði í borginni þar sem notuð
verða ýmis hjálpartæki til að skynja
og sjá borgina í nýju ljósi. Farsíminn
gæti reynst góður ferðafélagi í göng-
unni og því er fólk hvatt til að taka
hann með. Göngutúrnum lýkur með
því að skoða sýninguna í Hafnarhús-
inu en þar er einnig skiptistöð fyrir
göngutúra þar sem gestum gefst
kostur á að krækja sér í eftirlætis
göngutúra annarra og skilja eftir
sinn eigin.
Rápað um borgina
HÖRÐUR Torfa heldur sína árlegu hausttónleika í stóra sal Borgarleik-
hússins annað kvöld og er þetta 29. árið í röð sem tónleikarnir eru haldnir.
Haldnir verða tvennir tónleikar þetta kvöld. Þeir fyrri klukkan 19.30 og
þeir seinni klukkan 22.00.
Herði til aðstoðar á tónleikunum verða Vilhjálmur Guðjónsson, Halla
Vilhjálmsdóttir og Róbert Þórhallsson.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hausttónleikar Harðar Torfa