Morgunblaðið - 15.09.2005, Page 41

Morgunblaðið - 15.09.2005, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2005 41 MENNING Þegar rithöfundur svararspurningunni um það hversvegna hann skrifi með því að spyrja á móti hvers vegna mað- ur dragi andann verður maður ósjálfrátt hvumsa. Annað gerir maður af ósjálfráðum hvötum, en um hitt hélt blaðamaður að maður tæki meðvitaða ákvörðun um að gera, og kæmist af, þótt maður sleppti því, burtséð frá lönguninni til verknaðarins. Þýski rithöfund- urinn Thomas Brussig er því beð- inn um nákvæmara svar þegar við setjumst niður til að spjalla. Hann hlær – og dæsir. „Þegar ég byrjaði að skrifa fyrir rúmum tuttugu árum, þá fannst mér ég hafa eitthvað í þetta, og fann líka, að það var margt sem ég vildi segja, sem ég hafði hvergi fundið í bókum annarra. Þetta var hvatinn. Það var mér mikilvægt að uppgötva að ég gæti tjáð eitthvað það sem aðrir höfðu ekki gert. Í leitinni að þessum hæfileika mín- um – og ég er viss um að það er hæfileiki – komst ég að því að ég vildi verða rithöfundur. En svo breytist þetta með tímanum. Í dag segi ég að ég skrifi, vegna þess að mér líkar einfaldlega það starf. Mér hugnast það alveg sérstaklega vel. Það að skrifa er fyrir mér eins og að sýsla með lífið sjálft. Ég er stöðugt að hugsa um hvað það er margt sem býr í mannskepnunni, og hvernig ég get höndlað það í skrifum mínum. Ég er viss um að svo lengi sem mig lystir að skrifa, þá mun ég hafa augun opin fyrir lífinu sjálfu. Og það finnst mér dýrmæt fylgja starfsins.“    Saga Brussigs, Hetjur eins ogvið, er sennilega hans þekkt- asta, – Brussig var lítið sem ekkert þekktur heimafyrir þegar hún kom út og varð metsölubók. Þar lýsir hann hruni Berlínarmúrsins og kommúnismans frá sjónarhóli Austur-Þjóðverja, í gegnum ungan og heldur einfaldan leynilögreglu- starfsmann sem hefur meiri áhuga ákrassandi kynlífsleikjum og perv- ersjónum en starfi sínu. Thomas Brussig er sagður fulltrúi þeirrar kynslóðar rithöfunda eftirstríðs- áranna sem þorði á ný að takast á við samtímann algjörlega refja- laust. Í skrifum hans er húmor, og hann segir að vinsældir bókar- innar Hetjur eins og við hafi verið Þjóðverjum eins og einhvers konar léttir – gleðilausn, eða comic relief – frá hádramatískum pólitískum atburðum. Sjálfur segir hann allar þær breytingar sem hafi átt sér stað í Þýskalandi frá því að hann hóf að skrifa vafalítið horfa öðru- vísi við rithöfundi heldur en til dæmis blaðamanni. „Rithöfundur- inn getur leyft sér að eyða miklum tíma í að horfa á þessar breytingar og horfa á stóru myndina. Hann þarf ekki frekar en hann vill að bregðast við þeim daglegu málum sem upp koma í svona ferli, þótt þau hafi áhrif bæði á hann og heildarmyndina. Mér finnst það alltaf kraftaverki líkast þegar ég dett niður á ákveðið efni í bók. Ef ég tek dæmi, þá er það ekki þann- ig að vegna þess að heimurinn fékk áfall 11. september 2001, þá hefði ég strax orðið að skrifa um það. Ég hef mikinn áhuga á heim- inum og samtíma okkar. En ég get ekki ákveðið: „Þetta ætla ég að skrifa um.“ Þetta kraftaverk sem ég nefndi gerist í tímanum og rúminu sem rithöfundurinn gefur sér til að horfa; – og ég á erfitt með að skilgreina það nánar. Það sama á við um þær breytingar sem orðið hafa í Þýskalandi. Ég finn mig ekki knúinn til að skrifa endi- lega um þær, – en svo getur verið að eitthvað spretti úr þeim sem sest svo að mér, að ég verð bók- staflega að skrifa um það. Þegar ég byrja svo að skrifa hef ég það á tilfinningunni að ég eigi engra kosta völ – ég verði að gera þetta. Þeirri tilfinningu fylgir bæði gleði og sú tilhlökkun að sjá söguna mótast, allt til enda, – gleði yfir því að ég skuli hafa getað sökkt mér í viðfangsefnið og í framhald- inu sagt það sem segja þurfti með mínum orðum.“    Orð Brussigs um að hann séaustur-þýskur rithöfundur, ekki þýskur rithöfundur, og að sameining Þýskalands verði ekki fullkomnuð fyrr en hann geti kall- að sig þýskan rithöfund urðu á sín- um tíma fleyg. Hann segir að enn í dag sé talað um þýska rithöfunda og austur-þýska rithöfunda, en aldrei um vestur-þýska rithöfunda. „Þetta á þó bara við um Þýska- land. Erlendis er talað um mig sem þýskan rithöfund. Það virðist enn greypt í huga margra Þjóðverja að Þýskaland nái austur að Saxelfi, og þar hefjist Austur-Þýskaland. Í Þýskalandi er líka talað um rithöf- unda og „blakka rithöfunda“ og jafnvel „blakka kvenrithöfunda“. Á meðan fólk er fast í svona skil- greiningum er ég austur-þýskur rithöfundur.“ Brussig nefndi léttinn sem les- endur hans heimafyrir upplifðu við að lesa fyndna bók um fall múrsins, og segir að í framhaldinu hafi hann stundum upplifað sig sem „fyndna rithöfundinn“. „Ég hef það á tilfinningunni að heima sé ég talinn fyndinn, en kannski ekkert meira, þótt bækur mínar hafi orðið ótrúlega vinsælar. Gagnrýnendur alls staðar annars staðar hafa tekið bókum mínum á allt annan hátt, og þess vegna hef ég freistast til að halda að kannski væri ég vanmetinn heima. Bæk- urnar mínar hafa verið þýddar á 28 tungumál og það gleður mig innilega. Þó finnst mér leitt að engin þeirra skuli enn hafa komið út á íslensku. Fyrir ári, þegar ég fékk boð um að koma á hátíðina, sendi ég tveimur útgefendum á Ís- landi bækur og kynningarefni um mig, í þeirri von að þeir hefðu áhuga á að hafa eitthvað tilbúið núna á hátíðinni. En ég heyrði aldrei neitt frá þeim; – hvorug- um.“ Í kvöld er þó tækifæri til að kynnast Thomas Brussig og sögum hans betur. Hann les úr verkum sínum ásamt fleiri gestum hátíðar- innar í Iðnó kl. 20. Ég á engra kosta völ ’Í Þýskalandi er talaðum rithöfunda og „blakka rithöfunda“ og jafnvel „blakka kvenrit- höfunda“. Á meðan fólk er fast í svona skilgrein- ingum er ég austur- þýskur rithöfundur.‘ AF LISTUM Bergþóra Jónsdóttir Morgunblaðið/Þorkell Thomas Brussig segir að enn í dag sé talað um þýska rithöfunda og austur- þýska rithöfunda, en aldrei um vestur-þýska rithöfunda. begga@mbl.is LEIÐIN HEIM Kvartett Sigurðar Flosasonar í kvöld kl. 20.30 Fimmtudagur 15. september 12.00 Hádegisspjall í Norræna húsinu. Hanan al-Shakyh, Nick Hornby, Kristján B. Jónasson. 15.00 Eftirmiðdagsspjall í Nor- ræna húsinu. Hanne Vibeke Holst, Soffía Auður Birgis- dóttir, Siri Hustvedt, Þóra Arnórsdóttir. 20.00 Upplestur í Iðnó. Thomas Brussig, Hanne Vibeke Holst, Antonio Tabucchi, Kristín Eiríksdóttir, Paul Auster. Bókmenntahátíð RITHÖFUNDURINN Paul Auster, sem er gestur á Bók- menntahátíð í Reykjavík 2005, mun árita bækur sínar í Bóka- búð Máls og menningar við Laugaveg í dag kl. 16.30. Hann mun koma fram í dag- skrá í Iðnó í kvöld þar sem hann les úr verkum sínum auk þess sem hann situr á spjalli við Torfa Tulinius í Norræna húsinu á föstudag. Paul Auster áritar bækur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.