Morgunblaðið - 15.09.2005, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 15.09.2005, Qupperneq 42
42 FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ kl. 4 og 6 Í þrívíddSýnd kl. 5.30, 8 og 10.30kl. 5.45, 8 og 10.20 B.i 10 ára VINCE VAUGHN OWEN WILSON BESTA GRÍNMYND SUMARSINS „FGG“ FBL. Sýnd kl. 4 ísl tal Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10 b.i. 14 ára kl. 4, 6, 8 og 10 Frábærtævintýri fyrir alla fjölskylduna! Sýnd kl. 6 ísl tal MEISTARI HROLLVEKJU NNAR SNÝR AFTUR TIL AÐ HRÆÐA ÚR OKKUR LÍFTÓRUNA kl. 8 og 10 b.i. 16 ára Sími 564 0000 Miðasala opnar kl. 15.15 Sýnd kl. 8 og 10.20 Verðið á karlhórum hefur lækkað töluvert fyrir evrópskar konur! Sprenghlægileg gamanmynd! Verðið á karlhórum hefur lækkað töluvert fyrir evrópskar konur! Sprenghlægileg gamanmynd! Sýnd kl. 6, 8 og 10 b.i. 14 ára O.H.H. / DV. . . / H.J. / Mbl.. . / l.     Frábærtævintýri fyrir alla fjölskylduna! KVIKMYNDIR.COM  RÁS 2 Ó.H.T  kvikmyndir.comkvik yndir.co HLJÓMSVEITIN Donna Mess lofar því að Grand Rokk muni brenna í kvöld, þegar sveitin stígur þar á svið ásamt Mr. Sillu og plötusnúðunum Gruesome Twosome, sem halda munu uppi „svívirðilegri stemn- ingu“, að því er segir í fréttatilkynningu. Donna Mess ætlar, segir Björg Sveinbjörnsdóttir liðs- maður, að spila efni af nýrri breiðskífu sem væntanleg er frá sveitinni fyrir jól. „Við erum að ganga frá umslag- inu og svona þessa dagana,“ segir hún í samtali við Morg- unblaðið. Ásamt Björgu eru Iðunn Andersen og Sara Gunn- arsdóttir í Donnu Mess. Hljómsveitin spilar hráa elektró-rokk- og paunk- tónlist og „syngur á tælandi hátt um brjálaða hluti úr fortíð, nútíð og framtíð“. Donna Mess syngur á tælandi hátt um brjálaða hluti. Donna Mess, Mr. Silla og Gruesome Twosome á Grandrokki í kvöld. Tónleikarnir hefjast kl. 21 og aðgangur kostar kr. 500. Donna Mess brennir Grand Rokk í kvöld Morgunblaðið/Eggert 7,8 af 10 mögulegum, sem er í hærra lagi þar á bæ. Sérstaklega er mælt með plötunni á síðu sem tileinkuð er góðri nýrri tónlist. Eins og Yes Í norska dagblaðinu Aftenposten DÓMAR um nýju Sigur Rósar- plötuna, Takk …, hafa verið að hrannast upp á síðustu dögum, en hún kom sem kunnugt er út á mánudaginn. Á vefnum metacritic- .com, sem tekur saman vegið með- altal plötudóma, fær hún 83 af 100 mögulegum. Það svarar til „alls- herjarlofgjarðar“, eða þess sem að- standendur vefjarins kalla „univer- sal acclaim“. Nokkrir miðlar gefa plötunni fullt hús, meðal annarra E! Online, sem segir: „Fólk mun Takk-a [tala] um þessa sannarlega stór- kostlegu plötu í mörg ár héðan í frá.“ Entertainment Weekly gefur Takk … 91 stig af 100 mögulegum. „Á köflum „rokkar“ Takk … næst- um því – eins mikið og ískrist- alsálfar frá ævintýralandinu Narn- íu geta yfir höfuð rokkað, en samt,“ segir gagnrýnandi blaðsins og notar líkingar í þeim stíl sem algengur er í umfjöllun erlendra fjölmiðla um sveitina. Breska blaðið The Guardian gef- ur plötunni fjórar stjörnur af fimm og segir: „Loksins hafa svölustu synir Íslands mölvað jökulinn sem hélt aftur af þeim,“ segir gagnrýn- andinn og á við að með Takk … séu Sigur Rósar-menn loksins komnir með plötu sem sé líkleg til vinsælda. Hljóð frá Guði New Musical Express gefur sömu einkunn, 8 af 10. „Ef maður ímyndar sér hljóðið sem Guð gefur frá sér rétt áður en hann borðar ristaða brauðsneið með osti er það hlutfallslega jafn fullnægjandi og að hlusta á allar 65 mínútur Takk … Venjulegt fólk. Stórkost- leg lög,“ segir í dómnum. Andy Kellman hjá All Music, einum yfirgripsmesta tónlist- arvefnum, gefur plötunni fjórar stjörnur og segir að hún beri öll einkenni sveitarinnar, þrátt fyrir að vera aðgengilegri en fyrri verk hennar. Gagnrýnandi Billboard gefur sömu einkunn og segir: „Þótt sveitin komi ekki á óvart með nýrri tækni eða aðferðum hef- ur Sigur Rós tekist að gera óhemju fallega plötu.“ The New York Times gefur fjór- ar stjörnur og Pitchfork-vefurinn fær platan 5 í einkunn af 6 mögu- legum. Þar er Sigur Rós líkt við bresku „prog-rokkarana“ í Yes. „Það er ekki bara falsettusöngur Jónsa Birgissonar sem minnir á Yes. Lag eins og hið tíu mínútna langa „Mílanó“ á ýmislegt sameig- inlegt með bestu verkum bresku prog-rokkaranna,“ segir frændi okkar á Aftenposten. Gagnrýnandi hins danska Jyllands-Posten er ekki alveg eins hrifinn, en gefur Takk … engu að síður fjórar stjörnur af sex mögulegum. Ljósmynd/Helen Woods „Loksins hafa svölustu synir Íslands mölvað jökulinn sem hélt aftur af þeim,“ segir í einni rýninni. „Eins og ískristalsálfar frá Narníu“ Tónlist | Lofsamlegir dómar hafa verið að birtast um nýja plötu Sigur Rósar Takk … Knattspyrnuáhugamenn kunna að vera þeirrar skoðunar að David Beck- ham hafi í raun og veru gert kraftaverk – á knatt- spyrnuvellinum, það er að segja – en skoskur fé- lagsfræðiprófessor heldur því fram í erindi sem hann heldur á ráðstefnu í dag að Beckham kunni að fara næst því að vera eins konar frelsari í bresku nútíma- samfélagi. „Vörumerkið Beckham snýst allt um hjálpræði, endurlausn og jafnvel upp- risu,“ segir Carlton Brick, sem kennir við stjórnmála- og félagsfræðideild Há- skólans í Paisley í Skot- landi. „Það er ekki ég sem er að halda því fram að hann sé eins konar Krists-ímynd heldur er sú mynd einfaldlega oft dregin upp af honum og hann hefur sjálfur gefið þá mynd af sér.“ Í erindi Bricks á ráðstefnu um dægurhetjur, sem haldin er í Paisleyháskóla, kemur fram að fjölmiðlar hafi fjallað um knattspyrnuferil Beckhams eins og dæmisögu um Krist. Þetta hafi byrjað í HM í Frakklandi 1998 þegar hann var rekinn af velli í leik við Argentínumenn og mörg bresk blöð kenndu honum um að England skyldi tapa leiknum. En síðan hafi Beckham hlot- ið endurlausn. „Það var meira að segja birt af honum mynd í tímariti þar sem hann var eins og Jesús í hvítri skyrtu undir fyrirsögninni „Endurlausn“,“ segir Brick. Upp frá því hafi frægð hans vaxið og aðdáunin á honum aukist. „Síðan var þess vænst að hann kæmi eins og frelsari inn í enska knattspyrnu. The Sun birti mynd af brotnum fætinum á honum og bað lesendur að leggja hönd á myndina til heil- unar,“ segir Brick. Beckham sé auk þessa með róðukrosstattó og hafi skírt son sinn Cruz, sem er spænska og þýðir kross. Og um jólin voru myndir af Beckham og konu hans, Vikt- oríu, í hlutverkum Jesú og Maríu á Madame Tussaud-vaxmyndasafninu í London. En Brick segir að þessi samlíking sé í raun út í hött. „Það má vel vera að Beckham sé guð- inn í neyslumenningu heimsins – óháð kyni og kynþætti – en þegar allt kemur til alls er hann bara fótboltamaður. Hann getur ekki fært heimsbyggðinni frið og hamingju og það er eitthvað alvarlega rangt við það að nota hálf- gerðar helgimyndir til að gefa í skyn að hann geti það,“ segir hann. Fólk folk@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.