Morgunblaðið - 08.10.2005, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
edda.is
Leikandi vísur
og litríkar myndir
2. sæti
Barnabækur
Penninn Eymundsson
og Bókabú›ir MM
28. sept. – 4. okt.
Fornt og frægt kvæði
Í Völuspá segir völva frá því
hvernig heimurinn var skapaður,
og síðan norrænu goðin og fyrstu
mennirnir.
Hér gera Þórarinn Eldjárn og
Kristín Ragna Gunnarsdóttir þetta
forna og fræga kvæði aðgengilegt
fyrir börn á öllum aldri í leikandi
vísum og litríkum myndum.
BÚIÐ er að afla 89.000 meðferðarskammta af
inflúensulyfjum hingað til lands en lyfin eru
ýmist gefin til meðferðar á sjúkdómi af völd-
um inflúensu eða til fyrirbyggjandi meðferðar
vegna inflúensu. Ríkisstjórn samþykkti á
fundi í gær tillögur heilbrigðis- og trygginga-
málaráðherra og dóms- og kirkjumálaráð-
herra um viðbrögð og aðgerðir vegna hugs-
anlegs heimsfaraldurs inflúensu.
Endanlegur kostnaður við aðgerðirnar ligg-
ur ekki fyrir, en Sæunn Stefánsdóttir aðstoð-
armaður heilbrigðisráðherra, segir að kostn-
aðurinn geti skipt nokkrum tugum milljóna.
Nefnd ráðuneytisstjóra heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneytisins og dóms- og
kirkjumálaráðuneytisins, sem ríkisstjórnin
setti á laggirnar 1. mars sl., hefur unnið að því
að gera úttekt á stöðu mála hér á landi vegna
hugsanlegs heimsfaraldurs inflúensu og
leggja fram tillögur um aðgerðir hér á landi af
því tilefni. Sæunn segir að nú liggi fyrir verka-
skipting milli opinberra aðila hvað varðar
varnir við sjúkdómnum.
Í fréttatilkynningu frá heilbrigðisráðuneyt-
inu kemur fram að tillögurnar lúti að fjórum
þáttum. Í fyrsta lagi að viðbúnaði. Fylgjast
þurfi náið með þróun áhættumats og viðbún-
aðar í öðrum löndum, hjá Evrópusambandinu
og hjá WHO og aðlaga viðbúnaðaráætlanir
hér á landi eftir atvikum í kjölfarið. Endur-
skoðun viðbragðsáætlana innanlands er þegar
hafin hjá sóttvarnalækni, heilbrigðisstofnun-
um, lögreglu og almannavörnum.
Í fréttatilkynningunni segir að mikilvægt sé
að bráðabirgðaniðurstöður úr slíkri vinnu liggi
fyrir eins fljótt og unnt er, þannig að unnt sé
að gera viðeigandi ráðstafanir vegna innkaupa
og birgðahalds hjá heilbrigðisstofnunum, lög-
reglu og öðrum aðilum. Jafnframt er lagt til
að samstarf yfirdýralæknis og sóttvarnalækn-
is verði aukið vegna smitsjúkdóma sem geta
borist milli dýra og manna.
Lög um neyðarráðstöfun
vegna lyfjaframleiðslu
Annar þáttur málsins lýtur að lyfjum. „Í
heimsfaraldri inflúensu má búast við að inn-
flutningur viðeigandi lyfja takmarkist eða
stöðvist alveg um nokkurn tíma. Mikilvægt er
að sett verði ákvæði í lög um möguleika á
neyðarráðstöfunum vegna lyfjaframleiðslu.
Einnig var lagt til að hefja framleiðslu dreypi-
lyfja hér á landi, líkt og gert er í flestum ef
ekki öllum nágrannalöndum okkar, og að ör-
yggisbirgðir dreypilyfja í landinu verði ávallt
samsvarandi a.m.k. þriggja mánaða notkun og
var heilbrigðisráðuneytinu falið að hefja þegar
vinnu við málið.
Þegar hefur verið aflað 89.000 meðferðar-
skammta af inflúensulyfjum en lyfin eru ýmist
gefin til meðferðar á sjúkdómi af völdum inflú-
ensu eða til fyrirbyggjandi meðferðar vegna
inflúensu. Er þetta hlutfallslega sambærilegt
magn og margar aðrar þjóðir hafa verið að
kaupa. Lagt var til að sóttvarnalæknir í sam-
ráði við heilbrigðisráðuneytið leggi mat á
hvort rétt sé að tryggja frekari birgðir af
inflúensulyfjum en nú hefur verið gert. Jafn-
framt er nauðsynlegt að sömu aðilar kanni
nánar möguleika íslenskra lyfjafyrirtækja á
framleiðslu slíkra lyfja,“ segir í tilkynningunni
Á fundi norrænna heilbrigðisráðherra, sem
haldinn var í júní sl., var ákveðið að skipa
samnorrænan starfshóp til að kanna mögu-
leika á framleiðslu inflúensubóluefna á vegum
Norðurlandanna. Starfshópurinn, sem ís-
lenskir fulltrúar eiga sæti í, mun skila til-
lögum til ráðherranna um miðjan nóvember
nk.
Þriðji þáttur sjúkdómavarnanna snertir
fræðslu, æfingar og upplýsingamiðlun. Lagt
var til að ábyrgð á skipulagningu fræðslu og
upplýsingamiðlunar í þeim tilgangi að kynna
almenningi stöðu mála hverju sinni yrði hjá
sóttvarnalækni og almannavarnadeild ríkis-
lögreglustjóra.
Efnahagsleg áhrif metin
Í fjórða lagi er lagt til að nefnd ráðuneyt-
isstjóra heilbrigðis- og tryggingamála- og
dóms- og kirkjumálaráðuneyta starfi áfram.
Nefndin skili um miðjan desember nk. stuttri
skýrslu til ráðherranna tveggja um framvindu
mála sem og kostnaðaráætlun vegna ráðstaf-
ana sem óhjákvæmilegt verður talið að grípa
til af þessu tilefni.
Jafnframt að hópur sérfræðinga á vegum
fimm ráðuneyta, forsætisráðuneytis, fjármála-
ráðuneytis, utanríkis-, heilbrigðis- og trygg-
ingamálaráðuneytis og dóms- og kirkjumála-
ráðuneytis geri úttekt á efnahagslegum
áhrifum hugsanlegs heimsfaraldurs hér á
landi og aðgerðum sem mögulega þarf að
grípa til vegna hans.
Ríkisstjórnin samþykkir aðgerðir vegna hugsanlegs fuglaflensufaraldurs
Búið að afla um 89 þúsund
skammta af inflúensulyfi
Reuters
Fuglaflensufaraldur vofir yfir heimsbyggðinni, segja sérfræðingar, og stjórnvöld eru víða far-
in að bregðast við. Íslenska ríkisstjórnin ákvað í gær viðbragðsáætlun sem fara á eftir í fyrstu.
Eftir Egil Ólafsson
egol@mbl.is
BRESKA lögreglan telur nú að
fjársvikamálið, er leiddi til húsleita
á Íslandi á miðvikudag, snúist um
fjársvik á rúmlega 300 milljónum
króna. Það er mun meira en fyrst
var talið.
Jina Roe, talsmaður bresku lög-
reglunnar í þessu máli, segir að
einn þeirra sem voru handteknir í
Bretlandi á miðvikudag hafi áður
verið íslenskur ríkisborgari. Hún
sagði að fleiri Íslendingar væru
grunaðir en gat ekki gefið upplýs-
ingar um hversu margir þeir væru.
Alls voru sjö manns handteknir í
Bretlandi en þeim var öllum sleppt
gegn tryggingu að yfirheyrslum
loknum.
Jina Roe er talsmaður þeirrar
deildar bresku lögreglunnar sem
rannsakar alvarleg fjársvik (Serio-
us Fraud Office) en deildin tekur
ekki mál til rannsóknar nemi svikin
nemi a.m.k. einni milljón punda,
rúmlega 100 milljónum íslenskra
króna. Í samtali við Morgunblaðið
sagði hún óvíst hvenær rannsókn
lyki.
Á miðvikudag var gerð húsleit
hjá Skúlason ehf. og á einkaheimili
vegna rannsóknar málsins. Í Morg-
unblaðinu í gær kom fram að fimm
hluthafar í Skulason UK, stærsta
eiganda Skúlason ehf., keyptu
hlutafé eftir að í þá var hringt frá
spænsku fyrirtæki. Í viðtölum við
Morgunblaðið sögðu þeir að þeim
hafi verið tjáð að hlutaféð myndi
hækka mikið þegar fyrirtækið færi
á markað í Bretlandi.
Fyrr á þessu ári varaði breska
fjármálaeftirlitið við nýrri aðferð
við kyndiklefasvik. Aðferðin fólst í
því að svikararnir höfðu samband
við bresk smáfyrirtæki og buðu
þeim aðstoð við að afla hlutafjár
gegn því að fá 60% þóknun. Svika-
fyrirtækin seldu síðan hlutaféð á
allt frá 10–100% hærra verði en
samið hefði verið um, hirtu þókn-
unina og hurfu.
Rannsókn á fjársvikum og peninga-
þvætti í Bretlandi og á Íslandi
Talið að svikin hafi
numið rúmlega 300
milljónum króna
Eftir Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
Meira á mbl.is/ítarefni
VERKFALL Starfsmannafélags Akraness
hefst að óbreyttu á miðnætti á morgun sunnu-
dag 9. október, en trúnaðarmannafundur félags-
ins hafnaði því í gær að fresta verkfallinu um
viku. Segir í yfirlýsingu að einsýnt sé að nægur
tími sé til að semja sé vilji til þess fyrir hendi.
„Ákvörðun Starfsmannafélags Akraness um
að nýta sér verkfallsréttinn er síðasta úrræði fé-
lagsins í kjarabaráttu. Undanfarin misseri hafa
kjör félagsmanna félagsins versnað á meðan
kjör annarra einstaklinga í sömu stéttum á
sama atvinnusvæði, sem teygir sig til höfuð-
borgarsvæðisins, hafa batnað verulega. Þetta
geta félagsmenn Starfsmannafélags Akraness
ekki sætt sig við,“ segir ennfremur í yfirlýsing-
unni.
Lágmarksþjónusta
Fram kemur einnig að það sé miður að verk-
fallsaðgerðirnar muni hafa víðtæk áhrif á starf-
semi á Akranesi. Þó verði lágmarksþjónusta í
boði á sumum vinnustöðum sveitarfélagsins,
auk þess sem starfrækt verði undanþágunefnd
sem samningsaðilar eigi sæti í og muni hún
fjalla um þær undanþágubeiðnir sem fram
komi.
Verkfall á
Akranesi
annað kvöld
♦♦♦
FJÁRVEITINGAR til Samkeppniseftirlitsins
á næsta ári samkvæmt fjárlagafrumvarpinu
eru svipaðar og voru til Samkeppnisstofnunar í
heild sinni á þessu ári, en stofnuninni hefur
verið skipt í tvennt, annars vegar í Samkeppn-
iseftirlitið og hins vegar í Neytendastofu. Páll
Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlits-
ins, segir að ákveðnar hafi verið auka fjárveit-
ingar til þessa málaflokks í tengslum við breyt-
ingar á löggjöf á þessu ári og það kæmi fram í
fjárlagafrumvarpinu fyrir næsta ár.
Matvörumarkaðurinn meðal verkefna
Í greinargerð með frumvarpinu segir að
brýnt sé að gera nýja rannsókn á samkeppnis-
og viðskiptaháttum á matvörumarkaðinum.
Páll Gunnar segir að ekki hafi verið tekin
ákvörðun um að hefja slíka rannsókn á mat-
vörumarkaðinum á næsta ári. „Samkeppniseft-
irlitið, sem stofnað var á miðju þessu ári, er að
móta sína stefnu og áherslur. Það má hins veg-
ar fullyrða að matvörumarkaðurinn verður þar
meðal verkefna okkar vegna mikilvægis þessa
markaðar.“
Aukið fé til sam-
keppnismála