Morgunblaðið - 08.10.2005, Blaðsíða 26
Inga Elín opnar sýningu á verkum
sínum í aðalstöðvum Kaffi Társ í
Reykjanesbæ þann 5. nóv.
Hún á tvær uppáhaldsbúðir:Epal og Góða hirðinn. Í ljósiþeirrar staðreyndar er
kannski ekkert skrýtið að á heimili
Ingu Elínar Kristinsdóttur er mikið
samansafn ólíkra hluta. „Ég er veik
fyrir fallegri hönnun, hvort sem hún
er ný og framúrstefnuleg eða gömul
og góð. Og mér finnst langskemmti-
legast að láta gamla og nýja hluti
standa saman. Ég myndi aldrei vilja
hafa allt nýtt inni hjá mér eða ein-
ungis gamla hluti,“ segir Inga Elín
sem býr í allsérstöku húsi í Mosfells-
bænum sem hún flutti inn í fyrir ári.
Hún er myndlistarmaður og heimilið
hennar ber vitni frumlegri hugsun
hennar og hönnun. Gler í hurðum
hefur hún sjálf hannað og unnið,
vaskinn á baðherberginu mótaði hún
úr leir og málaði munstrið, diskarnir
í eldhúsinu eru sumir hverjir hennar
handverk og svo mætti lengi telja.
Hringgluggi og tjörn innandyra
Egill Guðmundsson arkitekt
teiknaði húsið en Inga Elín fékk að
vera mikið með puttana í hönnun
þess. „Egill er sonur Guðmundar frá
Miðdal sem var leirlistamaður og
Egill er því alinn upp í leir, og mér
finnst það mikill kostur, þar sem ég
vinn sjálf mikið með leir. Mínar
fyrstu óskir við hönnun hússins voru
þær að ég vildi hafa risastóran
hringglugga í því og ég vildi hafa
turn. Honum tókst að verða við þess-
um óskum og mér finnst húsið mjög
vel heppnað hjá honum Agli.“
Gluggar eru stórir og útsýn fögur til
fjalla úr húsinu hennar Ingu Elínar.
„Og svo verður tjörn hér inni í milli-
byggingunni sem tengir saman
heimilið og vinnustofur okkar, en
maðurinn minn er tónlistarmaður,“
segir Inga Elín og í þeim töluðu orð-
um berast fagrir gítartónar að eyr-
um.
Skúlptúr í garði og fornir steinar
Á heimilinu er mikið af listaverk-
um eftir íslenska listamenn sem
Inga Elín hefur flest fengið í skipt-
um fyrir eigin verk. Eins eru margir
skemmtilegir persónulegir munir,
eins og stór brúða sem situr á stól í
svefnherberginu og amma hennar
átti en hún var fædd árið 1900. Á
vinnustofunni er ævaforn kistill sem
var í eigu langafa og langömmu
hennar. En flesta af gömlu hlutunum
hefur Inga Elín keypt í Góða hirð-
inum. „Ég fer þangað oft í viku og
gramsa. Stundum finn ég frábæra
sjaldgæfa muni, eins og fálka eftir
Guðmund frá Miðdal sem ég held
mikið upp á og stóla eftir Ingimund
Kjarval, en ég er mjög veik fyrir
gömlum fallega hönnuðum stólum.“
Handbragð Ingu Elínar er ekki
síður utandyra og sumir segja að það
sé eins og að koma í kastala að ganga
inn göngin að útidyrahurðinni þar
sem úir og grúir af allskonar hlutum
og blómum. Þar er líka bekkur sem
er glerskúlptúr eftir hana, borð og
fleira, en merkilegust er kannski
varðan sem gerð er úr mjög stórum
steinum. „Þessir steinar koma úr
vegghleðslum hússins sem amma
mín og afi bjuggu í á Hrísbrú hér inn
í Mosfellsdal. Þegar rífa átti húsið
vildi ég ekki láta henda öllum þess-
um steinum og hirti nokkra þeirra,
enda búa þeir yfir mikilli sögu.“
Myndlistarmaðurinn Inga Elín Kristinsdóttir er veik fyrir fallegri og fjölbreytilegri hönnun
Gamalt og nýtt
er flott saman
Inga Elín í turninum þar sem öll húsgögn eru úr Góða hirðinum.
Morgunblaðið/Ásdís
Við innganginn á heimilinu er meðal annars þessi bekkur sem er skúlptúr eftir Ingu Elínu.
Gullsmiðirnir Hansína og Jens hafa
verið að gera skartgripi með gleri
frá Ingu Elínu.
Í eldhúsinu er fjöldi gler- og leirmuna, ýmist eftir Ingu Elínu sjálfa eða úr Góða hirðinum.
Tvær handlaugar eftir Ingu Elínu.
Á heimili listamannsins Ingu Elínar ægir saman
gömlum hlutum og nýjum. Kristín Heiða Krist-
insdóttir brá sér í heimsókn.
khk@mbl.is
26 LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
DAGLEGT LÍF
TÍMARITIÐ Gestgjafinn hefur opn-
að nýjan matarvef, sem hugsaður er
sem viðbót við útgáfuna. Mikill und-
irbúningur og metnaður hefur verið
lagður í vefinn, að sögn aðstandenda,
og kemur nýtt efni til með að bætast
við hann daglega.
Nanna Rögnvaldardóttir hefur
verið ráðin ritstjóri vefsins. Hann
mun geyma greinar, fróðleik og ann-
að efni úr Gestgjafanum auk 5.000
uppskrifta af öllu tagi sem áskrif-
endur blaðsins hafa fullan aðgang að.
Auk þess geta notendur vefsins
skipst á skoðunum um mat og mat-
argerð, leitað upplýsinga og fundið
margt sér til fróðleiks og skemmt-
unar.
Matreiðslubók og greinasafn getur
hver og einn útbúið að sínum óskum
því hægt er að safna saman öllum
uppáhaldsuppskriftunum og áhuga-
verðum greinum á einn stað sem
ganga má að á vísum stað. Á vefnum
er matarorðabók á níu tungumálum
auk íslensku. „Enska svæðið“ svokall-
aða er fyrir erlenda vini og vanda-
menn. Þar eru uppskriftir að íslensk-
um mat auk greina og fróðleiksmola.
Grænmetis-satay-súpa
Hér að neðan fylgir uppskrift að
grænmetis-satay-súpu, sem er upp-
skrift vikunnar á nýja vefnum. Súpan
er einföld og vel krydduð grænmet-
issúpa og í hana er notuð tilbúin
grænmetisblanda úr poka. Hægt
er að nota hvort heldur sem er
ferskt eða frosið grænmeti í súp-
una og gera má hana matarmeiri
með því að bæta steiktu kjúklinga-
kjöti út í.
Þeir, sem vilja mjög milda súpu,
geta notað dálítið minna af sósunni en
hér er gefið upp. Þeir, sem vilja
sterka súpu sem rífur í bragðlaukana,
geta bætt við dálitlum chili-pipar.
Satay-súpa
250 g kartöflur
2 gulrætur
1 l vatn
1 tsk grænmetis-
eða kjúklingakraftur
nýmalaður pipar
salt
200 g ungversk stir-fry-blanda
eða önnur grænmetisblanda
3-4 tómatar
1 dós (290 ml) satay-sósa,
t.d. frá Thai Choice
Flysjið kartöflurnar og skafið gul-
rótina. Skerið hvorttveggja í teninga,
setjið í pott ásamt vatni og græn-
metis- eða kjúklingakrafti, kryddið
með pipar og salti og sjóðið í 10-12
mínútur. Bætið þá grænmetisblönd-
unni í pottinn og sjóðið í 3-4 mínútur
í viðbót. Skerið tómatana í bita og
setjið þá út í. Hrærið satay-sósunni
saman við og látið malla í 2-3 mín-
útur eftir að suðan kemur upp.
Smakkið og bragðbætið eftir þörf-
um með pipar og salti. Berið súpuna
fram með góðu brauði.
Fimm þúsund uppskriftir
og annar fróðleikur
Grænmetis-satay-súpa.
N ETIÐ | Gestgjafinn opnar nýjan uppskriftavef
TENGLAR
..............................................
www.gestgjafinn.is
join@mbl.is