Morgunblaðið - 08.10.2005, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 08.10.2005, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR Reykjavík | Fábrotið upphaf Starfs- mannafélags Strætisvagna Reykja- víkur, sem upphaflega var stofnað til þess að strætisvagnabílstjórar hefðu einhvern vettvang til að keppa við önnur fyrirtæki í fótbolta, hefur ekki hindrað félagið í því að vaxa og dafna eftir því sem strætisvögnunum hefur fjölgað, og fagnar félagið 70 ára af- mæli sínu um þessar mundir, en það var stofnað 12. október 1935. Einhverjum kann að finnast það undarlegt að enn sé starfandi félag starfsmanna SVR, sem nú hefur verið sameinað öðrum strætisvagnarekstri á höfuðborgarsvæðinu undir merkj- um Strætó bs., en Kjartan Pálm- arsson, formaður Starfsmannafélags SVR, segir að þrátt fyrir sameiningu hafi starfsmannafélögin haldist að- skilin, enda misjafnlega stödd að mörgu leyti. Félagið hefur í gegnum tíðina sinnt ýmsum verkefnum í þágu fé- lagsmanna. Í dag segir Kjartan að áherslan sé t.d. lögð á ökuleikn- iskeppnir strætisvagnabílstjóra, þar sem félagsmenn hafa unnið sigur á Norðurlandamótum undanfarin fjög- ur ár. Fótboltinn er einnig sjaldnast langt undan, og hafa strætóbílstjór- arnir átt það til að sparka í tuðru í gegnum tíðina. Þeir sem kjósa aðrar íþróttir tefla gjarnan, og segir Kjart- an að menn hittist reglulega til að tefla, og fari jafnvel á mót erlendis. Skíðaskálanum var stolið Meðal fyrstu verkefna starfs- mannafélagsins, eftir að búið var að kaupa fótbolta, var að reisa skíða- skála fyrir félagsmenn. Það gekk þó ekki betur en svo að skálanum var stolið í heilu lagi, og sást aldrei síðan. Nútímalegri útfærsla af skálanum hefur þó litið dagsins ljós, og sækja félagsmenn stíft í sumarbústað sem félagið á, sér í lagi eftir að heitur pott- ur var settur upp á veröndinni. Kjartan segir ekki ótrúlegt að Starfsmannafélag SVR muni hætta störfum fljótlega eftir 70 ára afmælið, enda orðið löggilt gamalmenni ef út í það sé farið. Talsverð pressa hefur verið á félagið að breyta nafni sínu, enda fyrirtækið Strætisvagnar Reykjavíkur víst ekki lengur til. Kjartan segir því ekki ólíklegt að þetta tilefni verði notað til þess að breyta nafni og merki félagsins, þó félagsmenn séu upp til hópa fremur íhaldssamir á þetta gamla nafn, og merki SVR sem því fylgir. Starfsmannafélag Strætisvagna Reykjavíkur fagnar 70 ára afmæli á þessu ári Frá fótboltafélagi að fullvöxnu starfsmannafélagi Morgunblaðið/Óli K. Magnússon Breyttir tímar Strætisvagninn er vinnustaður vagnstjórans og ljóst að vinnuaðstaðan hefur batnað talsvert síðan R-1001 ók um stræti borgarinnar, þó að eflaust hafi hann þótt mikill gæðagripur þegar hann var upp á sitt besta. Karlastétt Þær voru ekki margar konurnar sem keyrðu strætó fyrr á ár- um, þó að þær séu sannarlega að sækja í sig veðrið þessa dagana. Allir með stræó Það hefur oft verið þröng á þingi í strætó, þó að vagnarnir geti oft virkað ansi tómlegir þegar líður á kvöld og um helgar. Reykjanesbær | Um 90 manns mættu á stofn- fund áhugafélags um flutning innanlandsflugs- ins til Keflavíkurflugvallar, sem haldinn var í fyrrakvöld. Þegar hafa um 130 stofnfélagar skráð sig í félagið, sem hefur fengið nafnið Flug- kef, sem vísar í vef félagsins, www.flugkef.is. Félagið ætlar að beita sér fyrir þjóðarsátt um flutning innanlandsflugsins til Keflavíkur, m.a. með því að láta gera úttekt á þeim kostum sem eru í stöðunni til þess að stytta þann tíma sem tekur að komast frá miðbæ Reykjavíkur til Keflavíkurflugvallar, segir Viktor B. Kjartans- son, stjórnarmaður í Flugkef. Viktor segir mikinn áhuga á þessu máli á Suð- urnesjunum, en félagið muni þó gæta þess að fara ekki fram af offorsi heldur reyna frekar að vinna landsbyggðarfólk og aðra á sitt band með rökum. „Mönnum finnst undarlegt að tala um að byggja nýjan flugvöll við Reykjavík í stað þess að nýta þann sem fyrir er, og það skapar auðvit- að áhuga á málinu á Suðurnesjum,“ segir Vikt- or. Niðurstöður á málþingi Spurður hvernig eigi að stuðla að þjóðarsátt í jafn umdeildu máli og þessu segir Viktor: „Við ætlum að láta gera hagkvæmniathugun á nokkr- um valkostum í samgöngubótum, því það sem helst er gagnrýnt við þessa tillögu er tíminn sem tekur að keyra úr miðbæ Reykjavíkur til Kefla- víkur.“ Meðal þess sem verður kannað er mögu- leiki á að leggja göng frá Vatnsmýrinni á Álfta- nes, og svo önnur frá Álftanesi suður fyrir Straumsvík. Einnig verður skoðað hverju breyt- ir þegar Reykjanesbrautin verður að fullu orðin tvöföld, alla leið að Sæbraut. Þegar búið er að vinna úttektina er stefnt á að halda málþing þar sem niðurstöðurnar verða kynntar og hægt að skiptast á skoðunum. Þá segir Viktor að reynt verði að svara spurningum um áhrif á sjúkraflug, varaflugvöll o.fl. „Við vilj- um reyna að leggja til raunhæfa tillögu og reyna svo að vinna henni fylgi meðal landsmanna.“ Viktor segir að kostnaður við slíka úttekt sé vissulega einhver, en reiknað sé með því að safna framlögum frá fyrirtækjum og sveitar- félögum á Suðurnesjum til að ná upp í kostnað. Reiknað sé með að safna um 2 milljónum króna til að byrja með og sjá hversu langt sú upphæð nær. Vilja þjóðarsátt um innanlandsflug í Keflavík Ljósmynd/Víkurfréttir Barátta Um 90 manns mættu á stofnfundinn í fyrrakvöld en 130 hafa gerst stofnfélagar.  Meira á mbl.is/ítarefni HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ SUÐURNES
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.