Morgunblaðið - 08.10.2005, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 08.10.2005, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MENNING STOFNAÐ hefur verið til Íslensku sjónlistaverðlaunanna, svo sem greint var frá í Morgunblaðinu í gær. Verðlaunin munu ekki ein- skorðast við myndlist eða svo- nefndar fagurlistir heldur verða all- ar greinar sjónlista teknar inn í myndina og þeim gert jafnhátt und- ir höfði. Þannig verða veittar við- urkenningar á ýmsum sviðum hönn- unar, byggingalistar og myndlistar og ævistarfs listamanna, lífs og lið- inna, verður minnst. Leitað verður samstarfs við ýmsar stofnanir sem tengjast sjónlistum og eins er gert ráð fyrir að hátíðin verði haldin í nánu samstarfi við prent- og ljós- vakamiðla. Hannes Sigurðsson, for- stöðumaður Listasafnsins á Ak- ureyri, sem átti hugmyndina á verð- laununum, segir að allar helstu listgreinar, bókmenntir, tónlist, kvikmyndir og leiklist, eigi sínar uppskeruhátíðir hér á landi þar sem veitt eru verðlaun og viðurkenn- ingar fyrir framúrskarandi árangur, þ.e.a.s. „allar nema sjálf sjón- listagyðjan“. Verðlaunaafhending mun fara fram á Akureyri á haustmánuðum. Samkomuhúsið verður væntanlega vettvangur þessa viðburðar til að byrja með, „en þegar menningarhús á Akureyri rís er gert ráð fyrir að hátíðahöldin flytjist þangað“. Til- nefningar gilda um sýningarhald og viðburði frá liðnu ári og þar munu mætast listamenn, hönnuðir, arki- tektar, safnamenn, gagnrýnendur, fræðimenn og annað áhugafólk um sjónlistir. Í tengslum við hátíðina verður haldið viðamikið sjónþing um margvísleg málefni sem að sjón- listum snúa. Undirbúningur fyrir ráðstefnuna verður unninn í samstarfi við Há- skólann á Akureyri og fleiri fræða- setur. Þá verður frá og með árinu 2007 efnt til sýningar í Listasafninu á Akureyri á verkum eins eða fleiri verðlaunahafa ársins á undan. „Þetta er lýsandi dæmi um ein- staklinginn Hannes og hverju hann getur áorkað þegar kemur að stórum og miklum verkefnum,“ sagði Kristján Þór Júlíusson, bæj- arstjóri á Akureyri. Verkefnið sagði hann tengjast breyttu rekstrarformi Listasafnsins, en Hannes rekur safnið í sínu nafni samkvæmt samn- ingi við Akureyrarbæ. Bæjarstjóri kvaðst þess fullviss að afhending Ís- lensku sjónlistaverðlaunanna styrkti stöðu menningarlífs í bænum. „Mér þykir vænt um að fá að taka þátt í þessu,“ sagði Þorgerður Katr- ín Gunnarsdóttir menntamálaráð- herra. Hún var ánægð með að hátíð- in yrði haldin á Akureyri, „sem sýnt hefði dirfsku og djörfung á sviði menningarmála“, en um stórviðburð á menningarsviðinu yrði að ræða. Í sama streng tók Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra og taldi ánægjulegt að hönnun hvers konar yrði gert hátt undir höfði á hátíðinni, en umræður um eins kon- ar viðurkenningar á því sviði hefðu átt sér stað í ráðuneytinu. „Við höf- um lengi haft á dagskrá að efna til verðlaunaveitinga á ýmsum sviðum hönnunar,“ sagði Páll Hjaltason frá Form Ísland, samtökum hönnuða, og var ánægður með þennan nýja vettvang. Áslaug Thorlacius for- maður Sambands íslenskra mynd- listarmanna, nefndi að ráðstefnan, sem efnt yrði til í tengslum við há- tíðina, yrði góður vettvangur til að ræða á fræðilegum nótum ýmis mál- efni er varða myndlist. „Ég er stolt af því að Akureyringar verða gest- gjafar hátíðarinnar,“ sagði Sigrún Björk Jakobsdóttir, formaður menningarmálanefndar Akureyr- arbæjar, en unnið hefði verið að því um skeið að koma á fleiri bæj- arhátíðum, sem svo eru nefndar, sem laða að gesti, „og við fögnum ætíð góðum gestum.“ Stefnt er að því að senda út í sjón- varpi frá afhendingu Íslensku sjón- listaverðlaunanna og leist Páli Magnússyni útvarpsstjóra vel á. „Það er skylda sjónvarpsins að gera þessu góð og verðug skil þegar þar að kemur,“ sagði hann. Myndlist | Íslensku sjónlistaverðlaunin afhent á Akureyri að ári „Dirfska og djörfung“ Eftir Margréti Þóru Þórsdóttur maggath@mbl.is Mér fannst kominn tími tilað heyra þessi verk ísamhengi og gera ára- tuginn upp – líkt og myndlist- armaður gerir með yfirlitssýn- ingu,“ segir Karólína Eiríksdóttir tónskáld, en í dag kl. 17.30 verða tónleikar í Listasafni Íslands þar sem ungir tónlistarmenn flytja sjö verk eftir hana, frá árunum 1992– 2002. „Að iðka gott til æru, er viða- mest þessara verka, samið fyrir messósópran, kór og fjóra hljóð- færaleikara. Ásgerður Júníusdótt- ir syngur með Kammerkór Suður- lands sem Hilmar Örn Agnarsson stjórnar. Verkið er byggt á lögum úr íslenskum handritum, og varð til í kjölfar handritaverkefnis Helgu Ingólfsdóttur semballeikara og Kára Bjarnasonar handrita- fræðings fyrir Skálholt árið 2001. Ég nota eitt lag fyrir hvern kafla verksins. Textarnir eru eftir Hall- grím Pétursson og Jón Þor- steinsson, og passa ágætlega í dag ... „Hætta er stór í heimi“ ... og þar fram eftir götunum. Mig langaði að fá þetta verk flutt aftur, því það hefur bara heyrst í Skálholti. Na Carenza er annað verk þar sem ég sæki líka efnivið aftur í aldir. Austurrískur tónlistarfræðingur, sem var að rannsaka kventrúbad- úrana á miðöldum, fékk þá hug- mynd að fá kventónskáld víðs- vegar úr heiminum til að semja tónlist við kvæði þeirra. Textarnir höfðu varðveist að miklu leyti, en lögin ekki. Þetta varð að veruleika og verkin voru frumflutt í Vín- arborg, en mitt var svo flutt aftur hér af Ásgerði og fleirum í Skál- holti.“ Ingólfur Vilhjálmsson og Tinna Þorsteinsdóttir leika Capriccio fyrir klarínettu og píanó, en það hefur einnig aðeins einu sinni heyrst áður. Þá leikur Una Svein- bjarnardóttir Hugleiðingu fyrir fiðlu. „Strenglag, frá 2002, fyrir víólu og píanó verður frumflutt á tón- leikunum af Guðrúnu Hrund Harð- ardóttur og Tinnu. Loks verða flutt tvö kammerverk fyrir klarín- ettu, fiðlu, selló og píanó. Það eru Renku, byggt á japönsku ljóðformi og pantað frá Japan, og Miniat- ures, sem var pantað hjá mér frá Sviss. Það hefur aðeins einu sinni verið flutt hér á Íslandi áður.“    Hugmynd Karólínu er að verk-in, sem flutt verða á tónleik- unum, verði hljóðrituð til útgáfu. „Ég valdi þessi verk í þeirri von að þau gæfu heildstæða sýn á það sem ég hef verið að gera þennan áratug. Þau eru fjölbreytt og ólík, en vonandi er einhver lína í þeim líka.“ Spurð um „línuna“ – þráðinn frá einu verki til annars á svo löngum tíma – hvernig hún sjái sjálf þró- unina í eigin verkum, segir Karól- ína erfitt að svara því. „Þrjú þess- ara verka sækja innblástur í eitthvað utan tónlistar – lögin með miðaldatextunum, og Renku – því þótt það sé ekki texti í því, þá er það byggt á þessu japanska ljóð- formi sem hefur áhrif á form og framvindu tónverksins. Í þeim til- fellum er það þá eitthvert ytra ele- ment sem mótar verkin – þótt þau séu fyllilega mínar tónsmíðar. Hin fjögur verkin eru mjög abstrakt og hafa enga utanaðkomandi skír- skotun. En auðvitað hljóta verkin mín að eiga eitthvað sameiginlegt – einhver höfundareinkenni.“ Um tónlist Karólínu hefur oft verið sagt að hún sé fínleg, spar- lega farið með efniviðinn og að engu sé ofaukið í þeim. „Ég held að þessar skilgreiningar eigi frek- ar við um eldri verk mín, til dæmis frá því um 1980. En það er rétt, að ég er aldrei orðmörg, og held að ég geti fullyrt að ég sé ekki með neinar málalengingar í verkum mínum. Það þýðir þó ekki það að í þeim séu sérstaklega fáar nótur – það er allt annar hlutur.“    Það er yngsta kynslóð íslenskrahljóðfæraleikara sem leikur verk Karólínu á tónleikunum, og hún valdi sjálf í þann hóp. „Þetta er fólk sem hefur verið talsvert mikið í útlöndum, og er að hasla sér völl. Þetta er önnur kynslóð en mín eigin, og mér fannst gaman að geta teflt þessum hópi fram. Mér finnst líka gaman að geta unnið gegn kynslóðabili í tónlist. Kannski er ekki rétt að kalla það kynslóðabil – en tilhneigingin er sú, að hver kynslóð haldi sig innan síns hóps. Hljóðfæraleikarar leiki verk eftir jafnaldra sína og tón- skáldin semji fyrir sína jafnaldra á móti. Mér finnst líka spennandi að sjá hverjum augum þessi hópur lít- ur mína tónlist og heyra hvernig þau koma til með að túlka hana.“ Karólína heldur tónleikana á eigin vegum, segir að fyrir sig séu svona yfirlitstónleikar nauðsyn- legir. „Ég hélt sjálf svona tónleika 1998. Í millitíðinni hafa bæði Sum- artónleikar í Skálholti, Caput- hópurinn og svissneskir tónlist- armenn staðið fyrir tónleikum þar sem eingöngu mín verk voru flutt. Ég held að tónskáld mættu oftar taka sér það frumkvæði að láta flytja eigin verk, en bíða ekki bara eftir því að aðrir standi alfarið fyrir tónleikum með verkum þeirra. En þetta er auðvitað bara sambærilegt við myndlistarmann- inn og yfirlitssýningarnar og hljóðfæraleikara sem finnst tíma- bært á ákveðnum tímapunkti að halda tónleika.    Ég á nokkur verk sem eru óf-lutt, til dæmis hef ég nýlokið smíði píanóverks og gítarverks fyrir argentínskan gítarleikara. Konsert fyrir tvær flautur er líka ófluttur. Í augnablikinu er ég að semja annað gítarverk fyrir ungan íslenskan gítarleikara, Ögmund Þór Jóhannesson. Þetta er það sem ég hef verið að sýsla við síð- ustu árin, eftir að ég lauk við yngsta verkið sem verður á tón- leikunum.“ Karólína hefur samið talsvert fyrir gítarinn, og tvö ný verk fyrir hann eru talsverð viðbót við flóru íslenskra gítarverka. „Ég samdi fyrst verk fyrir vin minn Einar Kristján Einarsson, Hvaðan kemur lognið? og í kjölfarið leitaði til mín argentínskur gítarleikari sem pantaði hjá mér gítarkonsert. Ég hef líka samið einleiksverk fyrir hann. En mér þótti líka vænt um að Ögmundur Þór skyldi panta verk hjá mér. En ég hef líka notað gítarinn mikið í öðrum verkum, bæði í kammerverkum og í óper- unni minni. Þetta er fallegt hljóð- færi.“ Karólína hefur líka samið tals- vert af söngverkum, og segir að í þeim tilfellum skrifi tónlistin sig að sumu leyti sjálf. „Þá þjónar maður textanum, því hann getur verið innblástur fyrir hvort sem er stemningu eða tónsmíðaaðferðir. Það kemur fyrir að maður finnur hugtak í textanum, sem kallar á ákveðnar hugmyndir í úrvinnsl- unni – ákveðnar tónaflækjur til úr- lausnar – eitthvert system. Það er að mörgu leyti auðvelt. Hvort sem það er ópera eða sönglag, vill mað- ur reyna að handsama orðin á ein- hvern hátt. Þetta er öðruvísi en að setjast niður fyrir framan tóman tölvuskjá og ætla að semja fyrir hljóðfæri. Hvort tveggja er gef- andi og skemmtilegt. En allajafna er tónlistin fyrir mér tungumál sem þarf ekkert að þýða. Verk fyr- ir klarínettu og píanó þýðir ekkert annað en það sem er í tónlistinni – það er tungumál tónlistarinnar.“ Flytjendur á tónleikunum eru Ásgerður Júníusdóttir messósópr- an, Matthías Birgir Nardeau óbó- leikari, Ingólfur Vilhjálmsson klarínettuleikari, Una Sveinbjarn- ardóttir fiðluleikari, Guðrún Hrund Harðardóttir víóluleikari, Hrafnkell Orri Egilsson sellóleik- ari, Tinna Þorsteinsdóttir píanó- leikari, Guðrún Óskarsdóttir semballeikari og Kammerkór Suðurlands í Skál- holti, en stjórnandi hans er sem fyrr segir Hilmar Örn Agnarsson. Ég er aldrei orðmörg ’Fyrir mér er tónlistintungumál sem þarf ekk- ert að þýða. Verk fyrir klarínettu og píanó þýð- ir ekkert annað en það sem er í tónlistinni – það er tungumál tónlistar- innar.‘ AF LISTUM Bergþóra Jónsdóttir Morgunblaðið/RAX Karólína Eiríksdóttir tónskáld: „Auðvitað hljóta verkin mín að eiga eitt- hvað sameiginlegt – einhver höfundareinkenni.“ begga@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.