Morgunblaðið - 08.10.2005, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 08.10.2005, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 2005 11 FRÉTTIR ÖLDRUNARSTOFNANIR eru misjafnlega dýrar vegna þess að þeim er ætlað mismun- andi hlutverk. Anna Birna Jensdóttir, hjúkr- unarforstjóri Sóltúns í Reykjavík, segir að umræðan hafi verið villandi, því almennt komi ekki fram að kostnaðurinn tengist því þjón- ustustigi og þeim verkefnum sem mismunandi stofnunum sé ætlað. „Það kostar íbúana samt ekkert meira að búa í Sóltúni en á hverju öðru hjúkrunarheim- ili á Íslandi,“ segir hún. „Greiðsluþátttaka íbúa dvalar- og hjúkrunarheimila er alls stað- ar eins og bundin í reglugerð samkvæmt ákvörðun Alþingis.“ Anna Birna Jensdóttir segir að deildir Landspítala – háskólasjúkrahúss fái mismun- andi fjárveitingar vegna þess að þær séu mis- dýrar. Sama eigi við um öldrunarstofnanir, og einkareknar stofnanir fái ekki meira fjármagn vegna þess að þær séu einkareknar. Ástæðan geti verið fleira starfsfólk og öðruvísi sam- setning en hjá þeim sem sinni léttari verk- efnum. Mikill munur „Almenningur heldur gjarnan að hjúkr- unarheimili og hjúkrunarheimili sé það sama en það er mikill munur á hjúkrunarheimilum,“ segir Anna Birna. Í Reykjavík séu til dæmis almennt veikari einstaklingar inni á hjúkr- unarheimilum en úti á landsbyggðinni. Land- spítali – háskólasjúkrahús hafi lengi átt erfitt með að koma frá sér sjúklingum sem þurfi meiri umönnun en meðalhjúkrunarheimili veiti. Á þeim forsendum hafi ríkið boðið út einkaframkvæmdarverkefni til að fá einhvern til þess að taka að sér þessa veikari ein- staklinga, sem séu með fjölþættari vandamál og mælist með meiri hjúkrunarþarfir. Öld- ungur hf. hafi fengið verkefnið á grundvelli blindrar samkeppni, en verkefnið hafi falið í sér rekstur, þjónustuhugmynd og hönnun byggingar. Fylgt hafi nákvæm fyrirskrift frá ríkinu varðandi kröfur um þjónustu til handa verðandi íbúum heimilisins auk þess sem til- boðið hafi verið haft til hliðsjónar. „Þessi for- skrift hefur ekki verið til neins staðar annars staðar á Íslandi,“ segir Anna Birna og leggur áherslu á að áður hafi ekki verið gerðar svona kröfulýsingar. „Það hefur sýnt sig að frá því við opnuðum hefur Landspítalinn getað sent frá sér þá einstaklinga sem áður ílentust á spítalanum og hjúkrunarþarfir þeirra mælast samkvæmt samræmdu mati mun hærri heldur en meðal einstaklinga á öðrum hjúkr- unarheimilum. Það sést mjög greinilega að hingað koma þeir sjúklingar sem ætlað var að koma hingað. Þessu verkefni fylgja hærri dag- gjöld en meðalhjúkrunarheimili fær vegna þessara forsendna – það að fylgja þörfum sjúklinganna. Til þess að mæta þessum þörf- um notum við féð til að manna starfsemina með hærra hlutfalli fagfólks heldur en með- alhjúkrunarheimili er með. Umræða sem stundum hefur heyrst, að tekjurnar fari sem gróði í vasa fjárfesta, á sér ekki stoð. Auknum hjúkrunarþörfum og meiri veikindum fylgir aukinn annar rekstrarkostnaður eins og til dæmis í lyfjum og öðrum hjúkrunarvörum. Allar samanburðartölur sýna að við þurfum að kosta mun meira til í þessum vöruflokkum heldur en aðrir.“ Hún bendir jafnframt á að eigendur hafi lagt til hús og allan búnað, samkvæmt útboð- inu, og leigja ríkinu í 27 ár. „Þetta er alveg nýtt á Íslandi. Áður gáfu menn sjálfseign- arstofnunum og fjölskyldufyrirtækjum megn- ið af stofnkostnaði úr framkvæmdasjóði aldr- aða, sem er nefskattur sem hver einstaklingur greiðir visst gjald í með sköttum. Til all- margra ára gátu þessir aðilar líka sótt í Fram- kvæmdasjóðinn til viðhalds og endurbóta auk þess sem þeir hafa haft aðra tekjumöguleika.“ Mismunandi rekstrarstaða Þegar daggjöld eru borin saman segir Anna Birna mikilvægt að skoða mismunandi rekstr- arstöðu hjúkrunarheimila. Margt sé öðruvísi í rekstrinum þegar hlutafélag eigi í hlut eða hjá sjálfseignarstofnunum, sem ríki og sveit- arfélög búi við. „Sem hlutafélag þurfum við til dæmis að greiða virðisaukaskatt af stofn- kostnaði byggingarinnar, af 1,4 milljörðum, og af allri aðkeyptri þjónustu, en allar aðrar heil- brigðisstofnanir fá undanþágu frá þeirri greiðslu. Það er drjúgur peningur og veitir okkur ekki eðlilega samkeppnisstöðu. Auk þess gerum við upp allar lífeyrisskuldbind- ingar hjúkrunarfræðinga árlega. Allar aðrar heilbrigðisstofnanir geyma þetta og greiða síðan skuldbindinguna eftir því sem hver og einn fer á lífeyri.“ Samið var um Sóltún árið 2000 og hjúkr- unarheimilið opnað tveimur árum síðar. Um 200 manns eru í 114 stöðugildum og 92 íbúar. „Margir sjá ofsjónum yfir því að fólk skuli eiga hér sérherbergi með baði en það er mat okkar hér og allra rannsóknaniðurstaðna að það séu lágmarks mannréttindi,“ segir Anna Birna Jensdóttir og leggst gegn því að horfið sé aftur til uppbyggingar fjölbýla. Hún bendir á að í nýlegri rannsókn Júlíönu Sigurveigar Guðjónsdóttur hafi meðal annars komið fram að það sem fari verst í fólk á hjúkrunarheim- ilum sé stöðug færsla þess innanhúss. Vill leggja niður dvalarheimilin Anna Birna segir að markmiðið með Sóltúni sé að reyna að skapa verðugt líf hjá fólki, þó það búi við mikla fötlun og sé mjög háð öðrum. Öll umgjörðin miði að því að styðja við ein- staklinginn þannig að hann haldi sjálfsvirð- ingu sinni og sjálfræði sínu eins og mögulegt sé. „Við segjum að það sem gert er á venjuleg- um heimilum sé hægt að gera í Sóltúni.“ Hún bætir við að þessi starfsemi fari fram í hjúkr- unarrými en víða megi sjá hana í dvalarrými þar sem sé hressara fólk. „Ég tel reyndar að það eigi að leggja dvalarheimilin niður en efla þess í stað hjúkrunarrýmin og heimaþjón- ustuna. Það er tímanna tákn að við skulum eyða hundruðum milljóna í hótelþjónustu fyrir heilbrigt fólk. Þetta sést ekki lengur í ná- grannalöndunum en svo skortir okkur veru- lega á heimaþjónustuna.“ Hjúkrunarforstjóri Sóltúns segir umræðuna um kostnað á öldrunarstofnunum vera villandi Sóltún fylgir þörfum sjúklinganna Morgunblaðið/Golli Anna Birna Jensdóttir segir mikla ánægju ríkja með Sóltún. Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Á FIMMTU hæð Landa- kotsspítala er rekin önnur tveggja líknardeilda Land- spítala – háskólasjúkrahuss, deildin er ætluð öldruðum sjúklingum með illkynja sjúkdóm á lokastigi og í stuttu máli er markmiðið að stuðla að sem mestum lífs- gæðum sjúklingsins og fjöl- skyldu hans. Sjúklingum er markvisst hjálpað til að lifa eins innihaldsríku lífi og unnt er allt fram í andlátið og er það gert með því að hafa deildina eins heimilis- lega og hægt er. Á deildinni er ekki hefð- bundið bakkafæði eins og tíðkast á flestum deildum innan spítalans heldur borð- ar starfsfólk með sjúkling- um í litlu eldhúsi þar sem einnig er bakað nokkrum sinnum í viku. Bryndís Gestsdóttir, deildarstjóri, segir smáatriðin skipta miklu máli í meðferð sjúk- linga á líknardeild og getur bökunarilmurinn haft mikil áhrif á matarlyst sjúklinga sem venjulega hafa litla sem enga lyst. Á deildinni eru níu her- bergi, allt einbýli með út- gang út á stórar svalir sem eru vel nýttar þegar viðrar vel. Útsýnið yfir borgina skipar stóran sess í lífi fólks- ins á deildinni en læknis- fræðin bakvið líknarmeðferð er talsvert öðruvísi en geng- ur og gerist. Ekki er reynt að reka til baka þá sjúkdóma sem fyrir eru heldur reynt að beita öllum tiltækum ráð- um til þess að sjúklingnum líði vel í þeirri þjáningu sem oft fylgir með. Á undanförnum árum hef- ur líknarmeðferð verið við- urkennd sem sérgrein innan hjúkrunar og lækninga og orðið til þess að víðsvegar í heiminum hefur meðferðin skipað æ stærri sess. Mikil þörf fyrir líknarmeðferð Hallgrímur Magnússon, læknir á líknardeild Landa- kots, bendir á að fyrir nokkr- um árum hafi nefndir verið skipaðar til forgangsröðunar innan heilbrigðisþjónust- unnar. Nefndirnar hafi flest- ar sett líknarmeðferð í fyrsta eða annað sæti í list- um sínum og sýni það vel mikilvægi þjónustunnar. Önnur markmið eru við lýði á öðrum deildum og er mikill stuðningur við fjöl- skyldur sjúklinga einn af lykilþáttum. Fjölskyldu- fundir eru haldnir stuttu eft- ir að sjúklingur er lagður inn og farið yfir stöðu hans, vilja og væntingar. Starfsfólk þarf því að þekkja sína veik- leika og styrkleika vel, geta talað opinskátt um dauðann og afstöðu sína gagnvart honum. Mikil þörf er á því að opna umræður um meðferð- ina en borið hefur á því að al- menningur viti lítið sem ekk- ert um þjónustuna og líti jafnvel neikvæðum augum á orðið líkn. Fólk telji líknandi meðferð jafnvel enga með- ferð en Bryndís Gestsdóttir segir það alrangt því mark- viss meðferð eigi sér stað. Miðað sé að draga úr kvíða og einkennum sjúkdóms og reynt að varðveita getu sjúk- linga til athafna daglegs lífs. Alþjóðlegur dagur um líkn Frá opnun deildarinnar á Landakoti hefur verið full nýting á öllum plássum og fleiri beiðnir borist en hægt hefur verið að sinna. Með hækkandi aldri þjóðarinnar fjölgar háöldruðum og þar með þeim sem greinast með illkynja sjúkdóma og því ljóst að í framtíðinni verði aukin þörf á líknarþjónustu fyrir aldraða. Í dag, laugardag, er hald- inn hátíðlegur fyrsti alþjóða- dagur um líkn og í tilefni hans verður opið hús á milli 13 og 15 á 4. hæð í húsi Krabbameinsfélagsins við Skógarhlíð. Þar munu sér- hæfðu líknarþjónusturnar kynna starfsemi sína og starfsfólk svara spurningum gesta og gangandi. Samtök um líknandi meðferð kynna starfsemi sína á fyrsta alþjóðadegi um líkn Nauðsynlegt er að efla fræðslu og opna umræður Morgunblaðið/ÞÖK Hallgrímur Magnússon, læknir á líknardeild Landakotsspítala, ásamt Bryndísi Gestsdóttur deildarstjóra og Margréti Björnsdóttur aðstoðardeildarstjóra. Eftir Andra Karl andri@mbl.is ATHYGLISBRESTUR eldist af um 30% barna, en gera má ráð fyrir að upp undir 70% þeirra þurfi að glíma við heilkennið áfram á fullorðinsárum. Þetta kemur meðal annars fram í viðtali við Grétar Sigur- bergsson geðlækni í nýútkomnu tölublaði af Lyfjatíðindum. Þar kemur einnig fram að í sumum tilvikum virðist vera fylgni milli ADHD, sem er skammstöfun heilkennisins á ensku og stendur fyrir athyglisbrest með eða án ofvirkni/hvatvísi, og andfélags- legrar persónuleikaþróunar óháð umhverfi, sem geri það að verkum að um 25% þeirra lenda gjarnan í vímuefnum, afbrotum, ofbeldi og ósjaldan fangelsum. Grétar, sem var réttargeð- læknir á Sogni og á Litla-Hrauni á árunum 1992-96, segir að sum- ir af þeim skjólstæðingum sem vísað var til hans á Litla-Hrauni hafi greinst með heilkennið og fengu í kjölfarið viðeigandi með- ferð við því og fylgikvillum. Fram kemur að heilkennið erfist og að rannsóknir hafa sýnt fram á skerta virkni í framheila þeirra sem þjást af ADHD. Lyfjameðferð miðast við það, en hjá fullorðnum þarf einnig að koma til fræðsla um eðli vand- ans. Einnig segir Grétar að ADHD heilkennið hafi einnig á sér jákvæðar hliðar. „Fólk sem glímir við ADHD er mjög oft glaðlynt, skemmtilegt, hug- myndaríkt og fyndið, einmitt vegna þess hve það er fljótt að hugsa, er orðheppið, fjölhæft og vinsælt,“ segir hann ennfremur. Athyglis- brestur þjáir einnig fullorðna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.