Morgunblaðið - 08.10.2005, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 08.10.2005, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 2005 27 DAGLEGT LÍF S N Y RT I S K Ó L I N N Í KÓPAVOGI OPIÐ HÚS LAUGARDAGINN 8. OKTÓBER Komið og kynnið ykkur áhugavert nám í snyrtifræði. Útskriftarnemendur kynna starfsemi skólans og bjóða upp á snyrtimeðferðir á vægu verði. Hægt er að panta tíma í síma 533 7900. NÝ ÖNN BYRJAR Í NÓVEMBER 2004 Snyrtiskólinn í Kópavogi er eini einkaskólinn á Íslandi á framhaldsskólastigi í snyrtifræði sem er viðurkenndur af menntamála-ráðuneytinu. Skólinn var stofnaður árið 2002 og hefur útskrifað yfir 100 nemendur, sem margir hverjir eru starfandi við fagið í dag. Skólinn leggur mikinn metnað í að útskrifa snyrtifræðinga, sem eru fremstir á sínu sviði og bjóða nemendum upp á vandaða og faglega kennslu. Lánasjóður íslenskra námsmanna (L.Í.N.) veitir fullt lán fyrir skólagjöldum og framfærslu meðan á námi stendur. Nánari upplýsingar og viðtal hjá skólastjóra eru veittar í síma 533 7900 - www.snyrtiskólinn.is Úskriftahópur ágúst 2005 ÞÆR verslanir sem mest lækkuðu vöruverð hjá sér í verðstríði á fyrri hluta ársins hafa nú dregið stóran hluta þessara lækkana til baka, seg- ir í frétt frá Verðlagseftirliti ASÍ sem birt er á heimsíðu samtakanna. Þetta kemur fram í hækkun á mat- ar- og drykkjarlið vísitölu neyslu- verðs í síðustu fjórum mælingum Hagstofunnar. Búast má við enn frekari hækkun við næstu birtingu vísitölunnar þann 12. október nk., að því er segir í fréttinni. Þegar síðasta verðkönnun verð- lagseftirlits ASÍ, frá 4. október sl., er borin saman við könnun sem gerð var þann 2. júlí sl. má sjá að vöru- verð hefur hækkað nokkuð í versl- unum Bónus, Krónunnar, Nettó og Samkaupa, en vöruverð hefur aftur á móti lækkað í verslunum Hag- kaupa, Nóatúns og í Fjarð- arkaupum. Samanburður var gerður á al- mennri neyslukörfu með mjólk- urvörum, ostum, brauðmeti, morg- unkorni, ávöxtum, grænmeti, kjöti og drykkjarvörum í könnunum í október og í júlí sl. Sýnir sam- anburðurinn að verð körfunnar hef- ur hækkað mest í Bónus, um tæp- lega 17%, í Krónunni og Nettó um u.þ.b. 6,5% og í Samkaupum um tæplega 4%. Verð vörukörfunnar lækkaði hins vegar um rúmlega 5% í verslunum Nóatúns, 4% í Hag- kaupum og tæplega 4% í Fjarð- arkaupum á milli kannana. Samhliða því að verðlækkanir lágvöruverslana hafa gengið til baka og aðrir stórmarkaðir hafa heldur lækkað vöruverð hefur und- anfarið heldur dregið úr þeim mikla mun sem í upphafi verðstríðs mynd- aðist á vöruverði milli einstakra verslana. Þessa þróun má áfram greina. Munur á hæsta og lægsta verði vörukörfunnar var þannig rúmlega 91% í könnuninni í júlí, en er nú í október talsvert minni eða 65%. Þetta kemur einnig fram ef skoðaður er munur á meðalverði vörukörfunnar og lægsta verði. Í júlí var sá munur tæplega 54% en mælist nú í október tæplega 34%. Í verðkönnuninni er aðeins um beinan verðsamanburð að ræða, en ekki er lagt mat á gæði og þjónustu söluaðila.  NEYTENDUR | Verðlagseftirlit ASÍ kannar verð matvörukörfu Verðlækkanir enn að ganga til baka < (/ (    (  =!  $ 4%(  :>U- - = -U- - ./ 5-P *P$$ P$ 5PG$ #! 2)  D    D   UMBÚÐIR sem notaðar eru utan um t.a.m. hamborgara geta innihaldið eiturefni sem geta safnast upp í nátt- úrunni. Í Svenska Dagbladet kemur fram að kanadískir vísindamenn vara nú við þessum efnum sem einnig er að finna í húsgagnaáklæði. Efnið FTOH, sem er samheiti yfir mörg efni sem hrinda frá sér vatni og fitu, er þrávirkara en DDT og er talið geta valdið umhverfisskaða í framtíð- inni. Vísindamennirnir við Carlton háskólann í Ottawa setja fram þá kenningu að efni sem notuð eru í auknum mæli til að hrinda frá vatni og fitu hafi valdið hækkuðum gildum af efninu PFOA, perflouroktansýru, hjá ísbjörnum á Suðurskautslandinu. Umrætt efni er FTOH, flourte- lomeralkohol. Vísindamennirnir telja sig hafa sannað að FTOH breytist smám saman í PFOA og önnur efni sem erfitt er að brjóta niður og eru þrávirk í umhverfinu. Sænskir vísindamenn sem rætt er við óttast að PFOA verði meira vandamál en bæði DDT og PCB. Enn er lítið vitað um áhrif efnisins en það safnast ekki fyrir í fituvef dýra eins og tvö hin síðastnefndu heldur binst prótein- um. Það getur gert það að verkum að gildi þess aukist eftir því sem hærra dregur í fæðu- keðjunni. Efnið er einnig skylt efninu PFOS, perflou- roktansulfonat, sem samkvæmt dýra- tilraunum gæti haft eitrunaráhrif á menn. Stærsti framleiðandi þessa efnis, bandaríska fyrirtækið 3M, hefur hætt framleiðslunni og til stendur að banna það, a.m.k. í Svíþjóð. Það var framleitt í sama tilgangi og FTOH nú, þ.e. að hrinda frá vatni og fitu. Og nú virðist hafa komið í ljós að FTOH hefur einnig slæm umhverfisáhrif. FTOH er t.d. notað í flesta nýja sófa og gerir það að verkum að afar auð- velt er að þurrka af þeim ef eitthvað hellist niður. Enn er óljóst hvort PFOA er eins eitrað og PFOS en í rauninni er ekki hægt að fá nákvæm svör við umhverf- isáhrifum efnanna fyrr en í framtíð- inni þegar mikið af þeim hefur safn- ast fyrir í náttúrunni, eins og segir í SvD. Varasamar matarumbúðir  MATUR Morgunblaðið/Árni Torfason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.