Morgunblaðið - 08.10.2005, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 08.10.2005, Blaðsíða 46
46 LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Guðrún Stein-dóra Jóhanns- dóttir (af öllum köll- uð Gunndóra) fæddist á Siglufirði 31. janúar 1919. Hún andaðist á Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar 28. september síðastlið- inn. Foreldrar Gunndóru voru hjónin Marsibil Her- dís Baldvinsdóttir, Jóhannssonar, út- vegsbónda á Siglu- nesi, f. 22. apríl 1884, d. á Krist- neshæli 25. febrúar 1923, og Jóhanns Jóhannssonar, f. á Engi- ágúst 1917, d. 18. maí 1975. Hálf- systir, samfeðra, er Anna Sigur- björg Jóhannsdóttir, f. 1927. Í kjölfar alvarlegra veikinda móður sinnar var Gunndóru á fyrsta aldursári komið í fóstur til Vopnafjarðar, til Þórunnar Elísa- betar Kristjánsdóttur ljósmóður og Guðna Kristjánssonar kaup- manns. Og þar ólst hún upp. Hún fluttist til Siglufjarðar 1944 og bjó þar upp frá því. Gunndóra var tví- gift. Fyrri maki var Sigurður Ein- arsson smiður, ættaður úr sveit- inni við Vopnafjörð, f. 26. apríl 1900, d. 10. ágúst 1969. Þau skildu eftir fimm ára hjúskap. Þau voru barnlaus. Seinni maki var Herbert Sigfússon málarameistari á Siglu- firði, f. 18. maí 1907, d. 19. júní 1984. Þeim varð ekki heldur barna auðið. Útför Gunndóru verður gerð frá Siglufjarðar- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. dal við Siglufjörð 19. maí 1882, d. á Siglu- firði 11. mars 1958. Marsibil og Jóhann eignuðust sjö börn. Þau voru, auk Gunn- dóru: Jóhann Sigurð- ur, f. 9. september 1906, d. 13. júlí 1993; Baldvina Marsibil, f. 12. september 1908, d. 23. október 1986; Kristrún Friðrika, f. 15. mars 1912, d. 30. ágúst 1982; Marta Laufey, f. 5. apríl 1914, d. 29. júní 1989; Oddur Guð- mundur, f. 5. október 1915, d. 2. september 1920; og Halla, f. 18. Nú er frænka mín, hún Gunn- dóra, búin að kveðja þetta líf, 86 ára gömul. Mig langar í fáeinum orðum að minnast hennar. Hún fæddist á Siglufirði, var yngst sjö barna þeirra hjóna Marsi- bil Herdísar Baldvinsdóttur og Jó- hanns Jóhannssonar. Þegar móðir hennar veiktist alvarlega tvístraðist þessi stóri hópur og var að mestu komið til ættingja og vina. Gunn- dóra, sem þá var á fyrsta aldursári, er sett í fóstur til merkishjóna í Vopnafirði, þeirra Þórunnar Elísa- betar Kristjánsdóttur ljósmóður og Guðna Kristjánssonar kaupmanns. Áður höfðu þau tekið að sér syst- urson Guðna, sem hét Guðni Þór- arinn Jónsson (mublusmiður) og var fimm árum eldri en Gunndóra. Gunndóra gekk í skóla á Vopna- firði og átti þar góða æsku. Hún talaði oft um það hve heppin hún hefði verið að fá að alast þar upp og hversu góða fósturforeldra hún hefði fengið. Gunndóra var tvígift. Hún giftist 19 ára Sigurði Einarssyni smið, sem var ættaður úr sveitinni við Vopnafjörð. Var hún gift honum í fimm ár. Til Siglufjarðar kom hún í nóvember 1943, 24 ára gömul, að heimsækja systkini sín og fjöl- skyldur þeirra. Hún dvaldi ekki lengi í þetta sinn, en í febrúar á næsta ári kom hún aftur og þá al- komin. Seinni maður Gunndóru var Her- bert Sigfússon málarameistari. Hann var einnig listamaður, málaði landslagsmyndir svo eitthvað sé nefnt og varð þekktur fyrir. Hann hélt líka margar sýningar sem fengu góða dóma. Herbert var skemmtilegur maður og ekkert skrýtið að Gunndóra skyldi hrífast af honum. Gunndóra stundaði alla almenna vinnu. Má þar t.d. nefna vinnustaðina Ísafold, Siglósíld og Þormóð ramma. Hún var eftirsótt- ur starfskraftur, samviskusöm og dugleg. Gunndóra tók virkan þátt í margs konar félagsstarfi í Siglufirði og ber þar e.t.v. hæst störf fyrir Sjálfstæðisflokkinn og Sjálfstæðis- kvennafélagið. Átti flokkurinn vissulega hauk í horni þar sem hún var. Hún var einlæg og kát að eðl- isfari, það sýndi hún best síðustu mánuðina sem hún lifði. Hún hélt kjarki og reisn til hinstu stundar. Henni varð ekki barna auðið, en kött einn átti hún til margra ára og þótti sérlega vænt um hann. Til marks um það er, að þegar hann dó var hann settur í kistu og Nýja testamenti með honum og hann jarðaður með vipðhöfn í garði þeirra hjóna á Siglufirði. Einnig var hún góð við önnur dýr, og gaf fuglunum mat í vetrarhörkum. Nú þegar Gunndóra er farin rifj- ast upp minningar frá liðnum dög- um. Hún var alltaf tilbúin að hjálpa öðrum, hún vildi öllum vel. Starfsfólki Heilbrigðisstofnunar- innar á Siglufirði þakka ég góða umönnun hennar. Með hryggð í huga kveð ég kæra móðursystur mína, með þakklæti fyrir samverustundirnar. Vafalaust var erfið oft þín stund, nú er því lokið. – Heil á Drottins fund. Brynja Stefánsdóttir. GUNNDÓRA JÓHANNSDÓTTIR Elsku Magga mín. Það að setjast niður og skrifa minningar- orð um þig er und- arlegt og að þurfa að trúa að þú sért farin frá okkur fyrir fullt og allt er eitt- hvað sem ég er ekki búinn að átta mig á. Söknuðurinn er mikill en minningarnar ylja enda fullt af góðum minningum um þig. Ef ég byrja bara á að rifja upp þegar við Brynjar Þór vorum litlir, sóttum við mikið í að fá að hittast um helgar og sofa saman, enda ekki bara frændur heldur góðir vinir líka. Svo var helgunum eytt í hjó- latúra, boltaleiki og síðast en ekki síst bílaleik. Þetta voru einar bestu helgar sem ég hef átt með þér og fjölskyldu þinni, alltaf var ég vel- kominn til ykkar og alltaf passað upp á að enginn yrði svangur. Þú varst listakokkur í matargerð og eins kökugerð enda einna skemmtilegast að koma í veislur til þín, nóg af rjómakökum og alls konar sætindum. Svo má ekki gleyma fyrirtækjunum þínum, Listasmiðjunni og Gler í gegn þar sem þú bæði vannst og kenndir fólki glerlistagerð og sýndir hversu góð þú varst að vinna með höndunum og alltaf var útkoman góð. Ef ég hugsa um hversu góð MARGRÉT ÞÓRDÍS EGILSDÓTTIR ✝ Margrét ÞórdísEgilsdóttir fæddist í Reykjavík 1. október 1955. Hún lést á heimili sínu 19. júní síðast- liðinn og var jarð- sungin frá Grafar- vogskirkju 27. júní. þú varst og stuðn- ingsrík þá eigið þið Óskar eiginmaður þinn mikinn þátt í því hvernig ég hef það í dag . Þegar ég var fyrir vestan síðastlið- inn vetur í mánuð var mjög gott að heyra reglulega í þér og spjalla við þig. Við töluðum mikið saman um ýmsa hluti og alltaf studdir þú mig í öllu og stappaðir stálinu í mig, ef þess þurfti. Þegar kemur að ferðalögum koma manni í hug Magga og Ósk- ar. Ég held að það sé ekki til einn staður á öllu Íslandi sem þið kom- uð ekki á. Þið ferðuðust út um allt á jeppanum ykkar, hvort sem um var að ræða útilegur með vinum og ættingjum, fjallaferðir, jöklaferðir, öræfaferðir eða hvað sem var, allt fóruð þið Óskar saman enda ekki bara hjón heldur miklir ferðafélag- ar og mjög góðir vinir líka. Þórs- mörk var ofarlega á listanum hjá ykkur, enda ykkur líkt að vera á fallegum stöðum í fallegu landslagi að njóta lífsins og náttúrunnar. Í febrúarmánuði á þessu ári veiktist þú mikið og þér hrakaði mjög hratt. Það var erfitt að horfa upp á þetta allt saman en mikið stóðstu þig samt vel í þessari bar- áttu. Þegar ég hitti þig fyrstu vik- una í júní og ég spurði hvernig þú hefðir það þá sagðir þú: „Lífið byggist á mörgum verkefnum og ég er að ganga í gegnum eitt þeirra núna.“ Þetta sagði mér að þú myndir gera allt sem í þínu valdi stæði til að ná þér upp úr þessum veikindum á ný. Um miðj- an mánuð var fjölskyldan öll sam- ankomin og þá var útlitið orðið mjög dapurt, illvígur sjúkdómur að taka yfirhöndina og lífslíkurnar minnkandi. Þú reyndir allavega eins og þú gast og stóðst þig vel. Hinn 19. júní síðastliðinn kom ég til ykkar í Kambaselið um hádeg- isbil og var hjá ykkur til að ganga 5. Ég sagði við Óskar og mömmu mína að ég þyrfti aðeins að skjót- ast niður í bæ til vinar míns og myndi koma aftur. Þegar ég er að aka eftir Sæbrautinni á leiðinni í miðbæinn byrjar að hellirigna allt í einu og nokkrum mínútum seinna hringir mamma í mig og segir að ég þurfi að koma í Kambaselið aft- ur. Þegar ég kem finn ég að and- rúmsloftið í húsinu var ekki gott, það ríkti mikil sorg yfir öllu. Óskar frændi tekur á móti mér faðmar mig þétt að sér og segir: „Ég sam- hryggist þér, Helgi minn, hún Magga okkar er dáin. Ég varð harmi sleginn og mjög sár. Það að þurfa að trúa því að forystukona eins og Magga væri dáin var ekki að gera sig. En ég fékk allavega svar við allri rigningunni, það var ekki bara ég sem grét og allir sem þarna voru heldur himinninn líka enda góð kona fallin frá. Þú hefðir orðið fimmtug núna 1. október síð- astliðinn. Ég kíki að sjálfsögðu til þín upp í kirkjugarð með blómvönd og legg á leiðið þitt og hugsa um gömlu, góðu minningarnar okkar. Eins og segir í laginu: „Það er eitt sem aldrei gleymist, það eitt er minning þín.“ Elsku Óskar, Halli, Brynjar og Bangsi, megi guð og gæfan fylgja ykkur. Ég votta ykkur mína dýpstu samúð og styrk á þessum erfiðu tímum. Að lokum kveð ég Möggu með tárin í augunum í þeirri von að fá að hitta þig ein- hvern tímann aftur. Vertu sæl í bili og hafðu það sem allra best þar sem þú ert. Helgi Einarsson. FRÉTTIR Í TILEFNI af 30 ára afmæli Fjöl- brautaskólans í Breiðholti 4. október sl. verður opið hús í skólanum við Austurberg í dag, laugardaginn 8. október kl. 11–15. Gestum er boðið að koma og skoða skólann í starfi. Allar deildir skólans verða með sýnishorn af því sem þær eru að gera. Jafnframt verður kennsla í gangi og er öllum frjálst að koma og fylgjast með. Nemendur á starfsbraut skólans verða með kaffi- sölu. Kór skólans mun syngja, hljómsveit kennara mun spila, lista- sýning verður í hátíðarsal, námsefn- iskynningar, fræðslumyndbönd, fyr- irlestrar um sögu stærðfræðinnar, heilsufarsmælingar og fræðsla um íþróttir og mataræði, sýnikennsla í snyrtingu, svo og aðrar sýningar á verkum nemenda. Fyrrverandi nemendur, foreldrar og forráðamenn nemenda og velunn- arar skólans eru velkomnir. Nánari upplýsingar eru á heima- síðu skólans, www.fb.is. Opið hús í tilefni af 30 ára afmæli FB Á SÍÐASTA stjórnarfundi Hag- þenkis var eftirfarandi ályktun sam- þykkt: „Stjórn Hagþenkis, félags höf- unda fræðirita og kennslugagna, mótmælir þeirri ráðstöfun forsætis- nefndar Alþingis að ráða sendiherra og fyrrverandi ráðherra sem enga reynslu hefur af ritun fræðirita til að hafa með höndum ritun sögu þing- ræðis á Íslandi. Ákvörðunin lýsir að mati stjórn- arinnar virðingarleysi fyrir þeim fræðimönnum sem hafa í námi og starfi aflað sér reynslu og þekkingar í rannsóknarvinnu og ritun fræðirita. Stjórn Hagþenkis minnir á að til er fjöldi vel menntaðra og reyndra fræðiritahöfunda á sviði sagnfræði, lögfræði og stjórnmálafræði, sem betur hefðu verið fallnir til verksins og sem eiga ekki hagsmuna að gæta líkt og fyrrverandi þátttakandi í stjórnmálum gerir óhjákvæmilega. Stjórn Hagþenkis skorar á forsæt- isnefnd að taka ákvörðun sína til endurskoðunar og fá ritstjórum verksins til samstarfs höfund eða höfunda sem hafa sannað hæfni sína með rannsóknum og ritun fræðirita.“ Ályktun stjórnar Hagþenkis „Virðingarleysi fyrir fræðimönnum“ NÝR sendiherra Svíþjóðar hér á landi, frú Madeleine Ströje-Wilk- ens, hefur afhent forseta Íslands trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum. Sendiherrann kemur til starfa frá Argentínu, en hún hefur einnig verið sendiherra í Chile. Madeleine Ströje-Wilkens hefur starfað hjá sendinefnd SÞ í New York og unnið fyrir UNDP í Chile og Kenýa. Hún hefur tekið þátt í eftirliti með kosningum fyrir OSCE, SÞ og Carter forseta. Eig- inmaður Madeleine er sendiherra Svíþjóðar í Chile, þau eiga 3 börn. Á myndinni má sjá Ólaf Ragnar Grímsson forseta Íslands og Madeleine Ströje-Wilkens sendi- herra, ásamt starfsfólki sendiráðs- ins. Nýr sendiherra Svíþjóðar REYKJAVÍKURAKADEMÍAN heldur umræðufund í dag um málefni innflytjenda á Íslandi undir yfirskrift- inni Skurðlæknir í skúringum? Fund- urinn verður í húsakynnum Reykja- víkurakademíunnar á Hringbraut 121, 4. hæð, laugardaginn 8. október kl. 12-14. Erindi heldur Grazyna Ok- unievska hjúkrunarfræðingur. Í pall- borði taka þátt Vilborg Ingólfsdóttir, Ólafur Grétar Kristjánsson og Ingi- björg Hafstað. Fundur um málefni innflytjenda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.