Morgunblaðið - 08.10.2005, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 08.10.2005, Blaðsíða 43
una og ég var auðvitað alltaf til í að koma með þér. Þegar við systkinin á Helgafells- brautinni vorum að alast upp var gott að geta komið til þín á Boðaslóðina. Ég man eftir fyrsta skiptinu sem ég fékk að fara ein míns liðs í heimsókn til þín. Ég suðaði dágóða stund í mömmu og reyndi að sannfæra hana um að ég gæti nú alveg ratað alla leið og að lokum féllst hún á að leyfa mér að fara. Þú varst mikið heima og þess vegna rölti ég oft til þín og það var sérstaklega gott að vita af þér þegar ég var ein heima. Þá gat ég komið og spjallað við þig, dundað mér í dótinu inni í litla herbergi eða mátað öll gömlu fötin í skápnum uppi á lofti. Svo var líka voðalega notalegt að kíkja til þín eftir skóla. Það var miklu styttra til þín en að ganga heim til mín og ég vissi alltaf að mjög líklega værir þú heima. Þú varst einstaklega hlý og góð manneskja og ég man eftir því að ég varð oft hissa á því hversu vel þú skynjaðir ýmsa hluti án þess að búið væri að hafa um þá nokkur orð. Þú hefur haft mikil og góð áhrif á mitt líf og það er margt gott sem þú hefur kennt mér. Ég hef alltaf litið upp til þessarar einstaklega hlýju og rólegu manneskju sem var mér góð fyrir- mynd og veitti mér öryggi, ást og um- hyggju. Elsku amma mín, nú kveður þú þennan heim og gengur yfir í eilífðina þar sem ég sé þig fyrir mér með afa. Þú varst einstaklega trúuð mann- eskja og ég veit að Guð minn gætir þín. Þakka þér fyrir allt sem þú varst mér og mínum. Minning þín mun alltaf lifa í hjört- um okkar sem þú hefur snert með einstakri persónu þinni. Sigurbjörg Yngvadóttir. Þá er hinni löngu þrautagöngu Bjargar systur minnar lokið sem hinn illvígi Parkinsonsjúkdómur olli henni. Það er erfið þraut að bera fyrir þann sem fyrir verður að missa þrótt og hljóta einangrun í samfélaginu af völdum þessa sjúkdóms. Eins er það erfitt nánustu að geta ekki hjálpað til bata eða leitað var- anlegrar lækningar en slík er staðan í dag. Á bernskuárunum leit ég mjög upp til hennar sem stóru systur og man helst eftir hve gott mér þótti að leita til hennar og fá hana til að lesa fyrir mig sögur, ljóð og það sem til féll. Samband okkar var alltaf mjög gott og þakka ég fyrir samfylgdina. Eins vil ég þakka því góða fólki sem aðstoðaði hana á sjúkrahúsinu. Við Þóra sendum börnum hennar og fjölskyldum samúðarkveðjur. Jóhann. Í dag kveð ég elskulega mágkonu mína með innilegu þakklæti fyrir það sem hún var mér. Mér þótti vænt um hana eins og hún væri systir mín. Við Björg þekktumst áður en ég giftist bróður hennar. Þegar ég missti manninn minn þá veittist mér huggun og styrkur að eiga Björgu að, þessa trúuðu og góðu konu. Við áttum margar yndislegar stundir saman þar sem við töluðum um okkar sameig- inlegu áhugamál. Björg var mikil hús- móðir og átti fallegt heimili. Mér er efst í huga á þessari stundu þakklæti til Bjargar og Sigurgeirs sem alltaf tóku svo vel á móti mér og börnunum mínum þegar við komum í heimsókn á Boðaslóðina. Mín vina kær ég kveð þig nú í anda með klökkum huga þakka ást og tryggð. Þú horfin ert til sælli sólarstranda og sérð ei framar þjáning eða hryggð. (G. S. Þ.) Ég færi ykkur Elínu, Kristjáni, Yngva, Guðbjörgu og fjölskyldum innilegar samúðarkveðjur. Megi Guð styrkja ykkur og blessa. Guðbjörg S. Sigurjónsdóttir. Í dag kveðjum við Björgu Ágústs- dóttur föðursystur mína. Björg var mikil sómakona. Það var alltaf svo gott að koma til hennar á Boðaslóð- ina. Mig langar að þakka henni allt sem hún gerði fyrir mig með minn- ingarljóði sem amma mín orti og mér finnst passa svo vel við: Þín mildhlý minning lifir, svo margt að þakka ber. Þá bjart og blítt var yfir, er brosið kom frá þér. Þú sólargeisla sendir og samúð, vinarþel. Með hlýrri vinar hendi mér hjálpaðir svo vel. Með hjartans þökkum hlýjum nú hrærð við kveðjum þig. Á lífsins leiðum nýjum sért leidd á gæfustig af Meistaranum mesta, sem mannkyn leysti hrjáð. Þín brúðargjöfin besta sé blessun Guðs og náð. (Guðríður S. Þóroddsdóttir.) Elsku Elín, Kristján, Yngvi, Guð- björg og fjölskyldur. Sendi ykkur mínar innilegustu samúðarkveðjur og bið Guð að vera með ykkur og styrkja. Guðríður Halldórsdóttir. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikindaviðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir, og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Pétur. ✝ Björg ÁgústaÁgústsdóttir fæddist í Vest- mannaeyjum 18. ágúst 1923. Hún lést á Sjúkrahúsi Vest- mannaeyja 30. sept- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Elín Halldórs- dóttir, f. 9. ágúst 1898, d. 30. október 1969, og Ágúst Sig- fússon, f. 13. sept- ember 1896, d. 11. desember 1983. Bræður Bjargar eru: Halldór, f. 26. október 1926, d. 9. janúar 1957, og Jóhann, f. 18. september 1932. Hinn 2. desember 1947 giftist Björg Sigurgeiri Kristjánssyni, f. 30. júní 1916 í Haukadal í Bisk- upstungum, d. 5. júní 1993. For- eldrar hans voru Guðbjörg Greips- dóttir, f. 12. október 1893, d. 6. september 1973, og Kristján Loftsson, f. 12. júní 1887, d. 2. nóv- ember 1983. Börn Bjargar og Sig- urgeirs eru: 1) Elín Ágústa, f. 20. maí 1948, maki Gunnar Briem. Börn Elínar frá fyrra hjónabandi: a) Björg, f. 31. október 1970, maki Snorri Þorkelsson, dætur þeirra eru: Edda Björg og Elín Salka, b) Ólafur Ingi f. 1. apríl 1983, í sam- búð með Sigurbjörgu Hjörleifs- dóttur. 2) Kristján, f. 8. janúar 1950, maki Kristín Guðmundsdótt- ir, synir þeirra eru: a) Sigurgeir, f. 2. júní 1974, maki Rakel Ýr Pét- ursdóttir, b) Guðmundur, f. 10. febrúar 1980, í sambúð með Brynju Sigurðardóttur. 3) Yngvi Sigurður, f. 6. des- ember 1955, maki Oddný Garðarsdótt- ir, börn þeirra eru: a) Garðar, f. 28. mars 1975, b) Sigur- björg, f. 12. desem- ber 1980, c) Kári, f. 23. maí 1987, og d) Erlingur Geir, f. 23. júlí 1994, d. 26. febr- úar 2000. 4) Guð- björg, f. 25. septem- ber 1959, maki Pétur Steingríms- son, sonur þeirra er: a) Arnar, f. 5. júlí 1976, í sambúð með Guðfinnu Björk Ágústsdótt- ur, börn þeirra eru: Dagur og Katla. Fyrstu árin bjó Björg ásamt for- eldrum sínum í Vestmannaeyjum en fluttist með þeim að Stóru Breiðuvík í Helgustaðarhreppi þar sem þau bjuggu í nokkur ár. Fjölskyldan settist aftur að í Vest- mannaeyjum og bjó þar síðan. Þegar almennri skólagöngu lauk stundaði Björg nám við Hús- mæðraskólann á Hallormsstað. Björg vann ýmis störf í Vest- mannaeyjum og einn vetur á saumaverkstæði í Reykjavík þar sem hún lærði kjólasaum. Hún var kaupakona og síðan bústýra að Laugardælum í Hraungerðis- hreppi en fluttist til Vestmanna- eyja ásamt manni sínum vorið 1950 og bjó þar alla tíð síðan að undanskildu gosárinu 1973. Björg verður jarðsungin frá Landakirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 14. Móðir mín er laus úr viðjum veik- inda og þjáninga. Ég kveð hana með söknuði og minningar um það sem einu sinni var leita á hugann. Ég minnist æskuheimilisins á Boðaslóð- inni þar sem foreldrar mínir bjuggu okkur börnunum fallegt og gott heim- ili. Faðir minn var stór og sterkur, framsækinn og fylginn sér og þegar ég var stelpa fannst mér að ekkert gæti nokkurn tíma bitið á hann. Móð- ir mín aftur á móti fínleg, orðvör og mild og til hennar var alltaf gott að leita. Þau voru samstillt hjón og virtu hvort annað. Hún leit upp til pabba og hann bar mikla umhyggju fyrir perl- unni sinni. Verkaskiptingin á heimilinu var skýr og í anda þess tíma, hann sá um að afla tekna og hún um heimilishald- ið. Hún var myndarleg húsmóðir í alla staði. Heimilið bar smekkvísi hennar vitni og hún hafði gott auga fyrir hönnun og formi og þar af leiðandi var hver hlutur á sínum stað. Hún saumaði mikið enda vann hún á saumastofu þegar hún var ung kona. Ég naut góðs af því og fötin sem hún saumaði á mig voru samkvæmt nýj- ustu tísku enda fylgdi hún straumum í þeim efnum sem öðrum. Það var oft nóg að gera á gest- kvæmu heimili og ósjaldan var auka- fólk hjá okkur um lengri eða skemmri tíma. Húsmóðurstarfið hefur ekki alltaf verið metið sem skyldi en hús- mæður þessa tíma lögðu mikinn metnað í að sinna starfi sínu sem best. Í mörgu var að snúast, við matseld, saumaskap og annað það sem til- heyrði heimili. Allt útheimti þetta vinnu og þekkingu sem þessar konur bjuggu yfir. Ég hef stundum sagt að ég tilheyri einni af síðustu kynslóðinni sem hafði mömmu alltaf til staðar þegar ég var að alast upp. Það er ómetanlegt og ég er þakklát fyrir það. Móðir mín var trúuð og starfaði með KFUM&K í Vestmannaeyjum. Konurnar sáu um að undirbúa kaffi- söluna á pálmasunnudag og ágóðinn rann allur til kristniboðsins. Ég veit líka að hún hafði yndi af barna- og unglingastarfinu sem félagið stóð fyr- ir en þá voru haldnir reglulegir saumafundir fyrir stelpurnar í bæn- um. Hún hélt í heiðri kristin gildi og miðlaði trú sinni til okkar barnanna. Það er óhætt að segja að mamma hafi haft sérstakan stjórnunarstíl því ekki þurfti hún að brýna raustina eða beita refsingum þegar hún sinnti upp- eldisskyldum sínum. Við krakkarnir hlýddum henni og virtum og það gerðu barnabörnin líka sem nutu þess að vera hjá henni. Arnar sonur minn átti skjól hjá ömmu þegar hann var að alast upp. Eftir að pabbi lést flutti hann til hennar og var hjá henni í nokkur ár svo hún gæti verið áfram á sínu heimili. Móðir mín dvaldi á sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum síðustu ár. Heilsu hennar hrakaði stöðugt og það var vissulega sársaukafullt að fylgjast með þeirri þrautagöngu. Það var mik- il huggun að starfsfólk sjúkrahússins, hvaða starfi sem það gegnir, sýndi henni mikla umhyggju og góðvild. Allt var gert til að létta henni lífið og fyrir það verður seint fullþakkað. Ég trúi að hún hafi átt góða heim- komu. Ég er þakklát fyrir góðar minningar og fyrir að hafa átt góða foreldra. Foreldra sem báru hag minn og systkina minna fyrst og fremst fyrir brjósti. Guðbjörg Sigurgeirsdóttir. Elsku amma, nú þegar ég hugsa til þín þá koma upp í hugann margar góðar minningar um þær stundir sem við áttum saman. Ég var vön að koma oft til ykkar afa á Boðaslóðina á æsku- árum mínum, enda mikill samgangur á milli heimilanna. Þegar pabbi var úti á sjó og mamma í vinnu var ég mikið hjá þér. Ég man eftir litla hvíta rúminu þar sem ég svaf við hliðina á rúminu ykk- ar afa. Þú talaðir mikið við mig um Guð og kenndir mér faðirvorið sem og fleiri bænir. Þú fórst mikið í kirkju á sunnudögum og ég fór oft með þér. Ég man eftir einu sinni sem oftar að ég var að undirbúa mig fyrir að koma og gista hjá þér og þú sagðir: „Komdu með einhver fín föt því við skulum fara í kirkju á morgun.“ Kirkjuferðir okkar klukkan sex á aðfangadag sitja ofarlega í minningu minni. Þú varst vön að vera hjá okkur á Helgafellsbrautinni á aðfangadags- kvöld og það var hefð hjá okkur tveimur að fara í kirkju fyrir matinn. Það var svo hátíðleg og notaleg stund sem við áttum saman í kirkjunni og ekki líða þau jól að ég hugsi ekki til þessarar hefðar okkar tveggja. Þegar ég hugsa til baka held ég að þér hafi fundist ég vera tilvalinn félagi í kirkj- BJÖRG ÁGÚSTA ÁGÚSTSDÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 2005 43 MINNINGAR stundir. Oft hvatti ég hann til að skrifa ævisögu sína því hann hefði frá svo mörgu að segja. Slíkt aftók hann með öllu. Við erum því einni fróðlegri ævisögu fátækari. Eftir að Áskell varð bæjarstjóri á Húsavík árið 1958 varð vík milli vina. Ég held samt að fáar vikur hafi liðið svo að við töluðum ekki saman í síma. Auk þess kom hann oft í opinberum erindum hingað til Reykjavíkur fyrir Húsavíkurbæ og Fjórðungssamband Norðlendinga eftir að hann varð framkvæmdastjóri þess. Því miður þurfti hann nokkrum sinnum að dvelja hér vegna veikinda sinna og eiginkonu sinnar. Fundum okkar bar því oft saman þótt langt væri milli heimila okkar. Ég naut einnig gest- risni þeirra hjóna bæði á Húsavík og Akureyri. Nokkrar ferðir fórum við sameiginlega um landsbyggðina. Við hjónin eigum mjög góðar minningar frá því þegar hann bauð okkur til Austurlands og við áttum vikudvöl í Einarsstaðaskógi ásamt honum og Steinunni dóttur hans. Oft sló okkur í brýnu í skoðana- skiptum okkar því ekki vorum við sammála um alla hluti. Báðir vorum við skapmenn og taldir nokkuð mikið hreinskilnir. Aldrei skyggði þetta þó á langa vináttu okkar. Við áttum oft langar umræður um dulræna hluti og vorum nokkuð sammála í þeim efn- um. E.t.v. verða næstu samskipti okk- ar á þann hátt sem við töldum vera möguleg ef annar lifði lengur. Ég stend í mikilli þakkarskuld við til- veruna fyrir að hafa átt Áskel að vini mestan hluta ævi minnar og kveð hann með hryggð í huga. Við hjónin sendum börnum, stjúp- börnum og barnabörnum hans okkar innilegustu samúðarkveðjur. Minn- ingin um góðan dreng lifir lengi. Ragnar Ólafsson. Áskeli Einarssyni á ögurstund reynt skal að lýsa. kempu af fornfrægu kyni kunnugir meta og prísa. Vakandi vakti hann yfir velferð í Hólastifti. Orðstír hans áfram lifir áliti norðlenskra lyfti. Viðskotakvikur mér virtist hann vera við fyrstu kynni, en bráðlega önnur mynd birtist, ég breytti fljótt skoðun minni. Óbilgjarn, ósveigjanlegur átti hann til með að vera, ef honum virtist að vegur væri hann rangleið að bera. Ég álít að engum það kæmi á óvart sú fullyrðing sanna, með skarplegu skilningsnæmi hann skynjaði hugsanir manna. Á málþingi mörgum var betri í mælsku var kraftur og spenna. Á lögspöku snjallyrtu letri með lipurð hann beitti penna. Höfðingjaframur og frakkur og frekur án nokkurra saka. Í stjórnmálum „Valnastakkur“ með stuðningi fullgildra raka. Sem fjögurra manna maki mætti honum illskeytt hrina. Þá náði hann næmu taki og nýtti sér orðsnilldina. Hann mikið var margumtalaður og metinn af almannarómi. Hans vísdómur var ekki þvaður viskan var öldruðum sómi. Enginn sér sigurinn sefur, en sigurinn fullnægju veldur. Lítið af lofi sá hefur, sem ljósinu öruggast heldur. Af verðleikum dæmdir við verðum vasklega skapsmuni fékk hann. Framsækinn var hann í ferðum og fremstur með jafningjum gekk hann. Hann genginn er heill til Hallar, af honum svo margt var numið. Klukkan loks alla hér kallar, klukkan hans hefur nú glumið. ------------ Í beitivindi blíðum ber hann nú senn að landi. í fylgd hans að fremstu tíðum sé Faðir vor allsvaldandi. Kveðja og þökk til hins trausta samverkamanns. Hjörtur Þórarinsson. Stapahrauni 5 Sími 565 9775 Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÁSGEIR JÓN JÓHANNSSSON, Ásjón, andaðist á líknardeild Landspítalans í Kópavogi fös- tudaginn 30. september. Útför hefur framið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þökkum starfsfólki líknardeildar frábæra ummönnun. Þökkum öllum auðsýndan hlýhug. Sigurbjörg Sveinsdóttir, Kolbrún Jónsdóttir, Guðmundur Andrésson, Sveinn Jónsson, Barbara Ósk Ólafsdóttir, Helga Jónsdóttir, Páll Kristinsson, Jóhann Jónsson, Anna Magnúsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.