Morgunblaðið - 08.10.2005, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 08.10.2005, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 2005 39 UMRÆÐAN Í GÓÐU sam- starfi borgarinnar og fagfólks hefur orðið bylting í þjónustu leikskól- anna í borginni síðastliðinn ára- tug. Árið 1994 voru málefni fjöl- skyldnanna í borginni sett rækilega á dag- skrá. Þá var sett það lang- tímamarkmið að öll börn frá tveggja ára aldri fengju inni á leikskólum án tillits til hjúskaparstöðu foreldra. Þetta markmið hefur náðst og gott bet- ur, þar sem í sumum hverfum borgarinnar ganga börn niður í 18 mánaða aldur á leikskóla. Næsta skrefið er útfærsla gjaldfrjáls leik- skóla, enda er það trú mín að fjár- hagur fólks eigi ekki að ráða þátt- töku nemenda á því skólastigi frekar en öðrum. Á síðasta áratug hefur verið byggður fjöldi nýrra leikskóla og hlúð hefur verið að innra starfinu í samstarfi við leik- skólastjóra og leikskólakennara. Sérstakar aðgerðir Reykjavík- urborgar til að bregðast við mikilli þenslu á vinnumarkaði nú mega ekki verða til að við missum sjónar á sameiginlegum markmiðum okk- ar um framúrskarandi þjónustu við börnin í borginni. Góð ábending Í tilefni ábendinga þriggja nema við leikskólakennaraskor KHÍ hér í blaðinu í vikunni, er rétt að gerð sé grein fyrir þeim aðgerðum sem Reykjavíkurborg hefur gripið til vegna manneklu á leikskólum og fleiri þjónustustofnunum borg- arbúa. Sem betur fer er ástandið að skána smátt og smátt. Það er engu að síður óþolandi fyrir for- eldra að fá ekki inni fyrir börnin sín, ákaflega erfitt fyrir leikskóla- kennara og annað starfsfólk leik- skólanna að starfa við viðvarandi manneklu á vinnustaðnum og vont fyrir Reykjavíkurborg að geta ekki veitt þjónustu sem hún legg- ur mikinn metnað í. Undanfarnar vikur hef ég átt fundi með foreldrum og starfsfólki leikskólans Grandaborgar í Vest- urbæ Reykjavíkur, með öllum leik- skólastjórum í Reykjavík, með starfsfólki leikskólans Laufskála í Grafarvogi og með formanni og varaformanni Félags leikskóla- kennara með það að augnamiði að leita leiða til að draga úr áhrifum þensluástands á vinnumarkaði á starf leikskólanna í borginni. Sú ályktun var dregin af þessum fundum að leikskólastjórar hefðu almennt staðið sig frábærlega við að ráða fólk við þær erfiðu að- stæður sem þenslan í efnahagslíf- inu skapar á vinnumarkaði. Önnur ályktun var að skyndilausn á þess- um vandkvæðum sé ekki til. Sameiginleg markmið Reykjavíkurborg og Félag leik- skólakennara hafa í sameiningu skrifað undir það langtímamark- mið að fjölga leikskólakennurum á leikskólunum. Reynsla borgar- innar er sú að það sé forsenda bættrar þjónustu og eflingar innra starfs hans að hann sé mannaður fagfólki. Leikskólum hefur fjölgað verulega í borginni, þjónustan aukist og þörf fyrir leikskólakenn- ara þar með vaxið, en fjöldi út- skrifaðra leikskólakennara hefur ekki fylgt þeirri þróun. Reykjavík- urborg hefur hvatt til eflingar leikskólakennaranámsins og leitast við að fjölga leikskólakennurum með því að bæta kjör þeirra. Það hefur markvisst verið gert í tveim- ur síðustu kjarasamningum. Þann- ig hafa meðaldagvinnulaun leik- skólakennara hækkað um 77% frá árinu 2000. Þetta hefur skilað sér í því að hlutfall útskrifaðra leikskólakenn- ara á leikskólunum hækk- ar hægt og bítandi. Engu að síður er um helmingur starfsmanna leikskólanna í Reykjavík án slíkrar menntunar. Meðaldag- vinnulaun þeirra eru um helmingi lægri en með- allaun leikskólakennara og þau hafa líka hækkað helmingi minna á þessu sama tímabili, eða um 40%. Kjör, kjaraþróun, starfsþróun og mannauðsstjórnun eru á hinn bóginn viðvarandi verk- efni borgarinnar og starfsmanna hennar og einstakir samningar enginn endapunktur. Sú staða er uppi nú að samið var við leikskóla- kennara í lok síðasta árs en kjara- samningar annarra eru að losna. Aðgerðir Reykjavíkurborgar Fyrir utan ýmis úrræði stjórn- enda hjá Reykjavíkurborg við að fá fólk til starfa, s.s. auglýsa meira en venjulega, leita sérstaklega til háskólanema o.s.frv., hefur Reykjavíkurborg gripið til eftirtal- inna ráðstafana til að bregðast við ástandinu, en þær miða að því að hafa hvorttveggja áhrif til skemmri og lengri tíma:  Ákveðið var að flýta gerð kjara- samninga við Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar og Eflingu svo sem unnt er, í því augnamiði að bæta kjör félagsmanna sem fyrst.  Ákveðið var að greiða þessu starfsfólki tvær eingreiðslur, sem e.k. fyrirframgreiðslu upp í væntanlegan kjarasamning.  Ákveðið var að hefja samstarf við Vinnumiðlun höfuðborg- arsvæðisins um sérstakt átak til að bjóða fólki sem er á atvinnu- leysisskrá – einkum mæðrum með lítil börn sem áhuga hafa á áð starfa með börnum – starf á þeim þjónustustofnunum borg- arinnar sem í mestri þörf eru fyrir vinnuafl.  Ítrekað hefur verið bréf borg- arstjóra sent menntamálaráð- herra 24. júní 2004 vegna frétta um að fjölda umsókna um leik- skólakennaranám hafi verið hafnað vegna fjárskorts Kenn- araháskóla Íslands, en borg- aryfirvöld hafa ítrekað verið í samskiptum við ráðuneyti menntamála vegna augljóss skorts á fagmenntuðum leik- skólakennurum. Þó metnaður leikskólastjóra, leikskólakennara og annars starfs- fólks leikskólanna sé að skila ráðn- ingarmálum í leikskólum til betri vegar, er ljóst að tugir foreldra í borginni fá ekki inni fyrir börn sín í leikskólunum. Þess vegna er því einnig beint til atvinnurekenda að sýna skilning og sveigjanleika meðan þetta ástand varir. Um leikskólana í Reykjavík Steinunn Valdís Óskarsdóttir fjallar um leikskóla borg- arinnar Steinunn Valdís Óskarsdóttir ’Reykjavíkurborg ogFélag leikskólakenn- ara hafa í sameiningu skrifað undir það langtímamarkmið að fjölga leikskólakenn- urum á leikskól- unum.‘ Höfundur er borgarstjóri. Ármúla 10 • Sími: 5689950 Með hverri DUX 12:12 + dýnu 90cm eða stærri fylgir DUXIANA Royal luxsus gæsadúnsæng að verðmæti kr 34.980 (160x200cm = 2 sængur) Sérfræðingur frá DUX í Svíþjóð verður í versluninni 7og 8 okt.w w w .is ak w in th er .c om Kr 252.350 90x200cm Dúnmjúkt hausttilboð Aðeins dagana 6-7 og 8 okt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.