Morgunblaðið - 08.10.2005, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 2005 39
UMRÆÐAN
Í GÓÐU sam-
starfi borgarinnar
og fagfólks hefur
orðið bylting í
þjónustu leikskól-
anna í borginni
síðastliðinn ára-
tug. Árið 1994
voru málefni fjöl-
skyldnanna í
borginni sett
rækilega á dag-
skrá. Þá var sett
það lang-
tímamarkmið að
öll börn frá tveggja ára aldri
fengju inni á leikskólum án tillits
til hjúskaparstöðu foreldra. Þetta
markmið hefur náðst og gott bet-
ur, þar sem í sumum hverfum
borgarinnar ganga börn niður í 18
mánaða aldur á leikskóla. Næsta
skrefið er útfærsla gjaldfrjáls leik-
skóla, enda er það trú mín að fjár-
hagur fólks eigi ekki að ráða þátt-
töku nemenda á því skólastigi
frekar en öðrum. Á síðasta áratug
hefur verið byggður fjöldi nýrra
leikskóla og hlúð hefur verið að
innra starfinu í samstarfi við leik-
skólastjóra og leikskólakennara.
Sérstakar aðgerðir Reykjavík-
urborgar til að bregðast við mikilli
þenslu á vinnumarkaði nú mega
ekki verða til að við missum sjónar
á sameiginlegum markmiðum okk-
ar um framúrskarandi þjónustu
við börnin í borginni.
Góð ábending
Í tilefni ábendinga þriggja nema
við leikskólakennaraskor KHÍ hér
í blaðinu í vikunni, er rétt að gerð
sé grein fyrir þeim aðgerðum sem
Reykjavíkurborg hefur gripið til
vegna manneklu á leikskólum og
fleiri þjónustustofnunum borg-
arbúa. Sem betur fer er ástandið
að skána smátt og smátt. Það er
engu að síður óþolandi fyrir for-
eldra að fá ekki inni fyrir börnin
sín, ákaflega erfitt fyrir leikskóla-
kennara og annað starfsfólk leik-
skólanna að starfa við viðvarandi
manneklu á vinnustaðnum og vont
fyrir Reykjavíkurborg að geta
ekki veitt þjónustu sem hún legg-
ur mikinn metnað í.
Undanfarnar vikur hef ég átt
fundi með foreldrum og starfsfólki
leikskólans Grandaborgar í Vest-
urbæ Reykjavíkur, með öllum leik-
skólastjórum í Reykjavík, með
starfsfólki leikskólans Laufskála í
Grafarvogi og með formanni og
varaformanni Félags leikskóla-
kennara með það að augnamiði að
leita leiða til að draga úr áhrifum
þensluástands á vinnumarkaði á
starf leikskólanna í borginni. Sú
ályktun var dregin af þessum
fundum að leikskólastjórar hefðu
almennt staðið sig frábærlega við
að ráða fólk við þær erfiðu að-
stæður sem þenslan í efnahagslíf-
inu skapar á vinnumarkaði. Önnur
ályktun var að skyndilausn á þess-
um vandkvæðum sé ekki til.
Sameiginleg markmið
Reykjavíkurborg og Félag leik-
skólakennara hafa í sameiningu
skrifað undir það langtímamark-
mið að fjölga leikskólakennurum á
leikskólunum. Reynsla borgar-
innar er sú að það sé forsenda
bættrar þjónustu og eflingar innra
starfs hans að hann sé mannaður
fagfólki. Leikskólum hefur fjölgað
verulega í borginni, þjónustan
aukist og þörf fyrir leikskólakenn-
ara þar með vaxið, en fjöldi út-
skrifaðra leikskólakennara hefur
ekki fylgt þeirri þróun. Reykjavík-
urborg hefur hvatt til eflingar
leikskólakennaranámsins og leitast
við að fjölga leikskólakennurum
með því að bæta kjör þeirra. Það
hefur markvisst verið gert í tveim-
ur síðustu kjarasamningum. Þann-
ig hafa meðaldagvinnulaun leik-
skólakennara hækkað um 77% frá
árinu 2000. Þetta hefur
skilað sér í því að hlutfall
útskrifaðra leikskólakenn-
ara á leikskólunum hækk-
ar hægt og bítandi. Engu
að síður er um helmingur
starfsmanna leikskólanna
í Reykjavík án slíkrar
menntunar. Meðaldag-
vinnulaun þeirra eru um
helmingi lægri en með-
allaun leikskólakennara
og þau hafa líka hækkað
helmingi minna á þessu
sama tímabili, eða um
40%. Kjör, kjaraþróun,
starfsþróun og mannauðsstjórnun
eru á hinn bóginn viðvarandi verk-
efni borgarinnar og starfsmanna
hennar og einstakir samningar
enginn endapunktur. Sú staða er
uppi nú að samið var við leikskóla-
kennara í lok síðasta árs en kjara-
samningar annarra eru að losna.
Aðgerðir Reykjavíkurborgar
Fyrir utan ýmis úrræði stjórn-
enda hjá Reykjavíkurborg við að
fá fólk til starfa, s.s. auglýsa meira
en venjulega, leita sérstaklega til
háskólanema o.s.frv., hefur
Reykjavíkurborg gripið til eftirtal-
inna ráðstafana til að bregðast við
ástandinu, en þær miða að því að
hafa hvorttveggja áhrif til
skemmri og lengri tíma:
Ákveðið var að flýta gerð kjara-
samninga við Starfsmannafélag
Reykjavíkurborgar og Eflingu
svo sem unnt er, í því augnamiði
að bæta kjör félagsmanna sem
fyrst.
Ákveðið var að greiða þessu
starfsfólki tvær eingreiðslur,
sem e.k. fyrirframgreiðslu upp í
væntanlegan kjarasamning.
Ákveðið var að hefja samstarf
við Vinnumiðlun höfuðborg-
arsvæðisins um sérstakt átak til
að bjóða fólki sem er á atvinnu-
leysisskrá – einkum mæðrum
með lítil börn sem áhuga hafa á
áð starfa með börnum – starf á
þeim þjónustustofnunum borg-
arinnar sem í mestri þörf eru
fyrir vinnuafl.
Ítrekað hefur verið bréf borg-
arstjóra sent menntamálaráð-
herra 24. júní 2004 vegna frétta
um að fjölda umsókna um leik-
skólakennaranám hafi verið
hafnað vegna fjárskorts Kenn-
araháskóla Íslands, en borg-
aryfirvöld hafa ítrekað verið í
samskiptum við ráðuneyti
menntamála vegna augljóss
skorts á fagmenntuðum leik-
skólakennurum.
Þó metnaður leikskólastjóra,
leikskólakennara og annars starfs-
fólks leikskólanna sé að skila ráðn-
ingarmálum í leikskólum til betri
vegar, er ljóst að tugir foreldra í
borginni fá ekki inni fyrir börn sín
í leikskólunum. Þess vegna er því
einnig beint til atvinnurekenda að
sýna skilning og sveigjanleika
meðan þetta ástand varir.
Um leikskólana í
Reykjavík
Steinunn Valdís Óskarsdóttir
fjallar um leikskóla borg-
arinnar
Steinunn Valdís
Óskarsdóttir
’Reykjavíkurborg ogFélag leikskólakenn-
ara hafa í sameiningu
skrifað undir það
langtímamarkmið að
fjölga leikskólakenn-
urum á leikskól-
unum.‘
Höfundur er borgarstjóri.
Ármúla 10 • Sími: 5689950
Með hverri DUX 12:12 + dýnu 90cm eða stærri
fylgir DUXIANA Royal luxsus gæsadúnsæng að
verðmæti kr 34.980 (160x200cm = 2 sængur)
Sérfræðingur frá DUX í Svíþjóð
verður í versluninni 7og 8 okt.w
w
w
.is
ak
w
in
th
er
.c
om
Kr 252.350 90x200cm
Dúnmjúkt hausttilboð
Aðeins dagana 6-7 og 8 okt