Morgunblaðið - 08.10.2005, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.10.2005, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR á morgun Skömmin er ekki mín VIÐ látum okkur annt um líkamlega velferð barnanna, fæðum þau og klæðum og viljum að þau sæki góða skóla strax frá fyrsta stigi. Hins veg- ar gefum við of lítinn gaum að and- legu heilsufari þeirra, hvaða tilfinn- ingar þau bera í brjósti í hinu daglega lífi og hvernig þau geta brugðist við þeim. Verkefnið Vinir Zippýs tekur á þessum vanda. Þetta er meðal þess sem Chris Bale, framkvæmdastjóri alþjóðafyr- irtækisins Partnership for Children, sagði er hann greindi blaðamanni Morgunblaðsins frá verkefninu. Er það forvarnarverkefni á sviði geð- heilsu sem segja má að taki á mun fleiri þáttum en þeim sem beint snúa að geðheilsu, þ.e. almennu tilfinn- ingalífi og vellíðan barna í hinu dag- lega lífi. Tilraunakennsla í vetur Lýðheilsustöð stóð fyrir því að efn- ið var þýtt á íslensku og verður það forprófað í vetur í leikskólanum Mar- íuborg, Ingunnarskóla og Norðlinga- skóla. Voru fyrstu tímarnir núna í vikunni. Guðrún Guðmundsdóttir, verkefnisstjóri geðræktar hjá Lýð- heilsustöð, segir verkefnið koma inn í lífsleikniefnið í skólunum. Er kennd- ur einn tími á viku allan veturinn. Kennarar og skólahjúkrunarfræð- ingur sátu námskeið í Englandi áður en kennslan hófst hérlendis. Guðrún segir mikilvægt að þarna sameinist ráðuneyti heilbrigðis- og menntamála og segir vonir standa til að hægt verði að bjóða skólum efnið næsta haust. Chris Bale segir verkefnið hafa byrjað í Danmörku og Litháen en auk þeirra landa og Íslands er það nú unnið í Englandi, Brasilíu, Kanada, Hong Kong, Írlandi, Indlandi og Pól- landi. Segir hann það hafa byrjað út frá forvörnum vegna sjálfsmorðs- hugleiðinga og hafi menn þá tekið að huga að því hvort ekki væri unnt að styrkja börn til að takast á við sveifl- ur í tilfinningalífi. „Það hefur sýnt sig með rannsóknum sem gerðar hafa verið að börn eru móttækileg fyrir umræðum og kennslu á þessu sviði, þau verða betur hæf til að takast á við áföll í daglega lífinu,“ segir Chris Bale og nefnir þar allt frá tilfinn- ingum eins og reiði og öfund yfir í meiri áföll eins og dauðsföll náinna ættingja eða t.d. gæludýrs á heim- ilinu. Segir hann rannsóknir styðja að börn sem hafi farið í gegnum þetta verkefni séu betur í stakk búin að þessu leyti og það sé hreint ekki of snemmt að ræða erfiðar tilfinningar við 5-6 ára börn. Byggt á sögum um skordýrið Zippý Námsefnið er byggt í kringum sög- ur um vini Zippýs, teiknimynda- persónu sem sköpuð var fyrir verk- efnið og er raunar skordýr en ekki persóna. Hún á mörg börn að vinum og standa þau frammi fyrir ýmsum aðstæðum og vanda í hinu daglega lífi. Chris Bale segir mikilvægt að hafa í huga að þótt efnið sé lagt til grundvallar séu þar engar skyndi- lausnir, þarna sé verið að benda á hvernig börn og fullorðnir geti rætt málin og tekist á við vanda sem upp kunni að koma. Þá segir hann að fram hafi komið í könnun meðal kennara að mikill meirihluti þeirra telji sig betri kennara eftir að hafa farið gegn- um þetta efni. Chris Bale kynnti verkefnið í gær á ráðstefnu um geðheilbrigðismál sem haldin er í tilefni af alþjóða geðheil- brigðisdeginum. Kvað hann góðar undirtektir á fundinum hafa komið sér skemmtilega á óvart. Lýðheilsustöð ýtir úr vör alþjóðlegu forvarnaverkefni í geðheilsu barna - Vinir Zippýs Of lítið hugað að andlegri líðan barnanna Morgunblaðið/Golli Chris Bale, framkvæmdastjóri Partnership for Children, sem hleypti af stað Vinum Zippýs, og Guðrún Guðmundsdóttir, verkefnisstjóri Geðræktar. Eftir Jóhannes Tómasson joto@mbl.is FYRSTU niðurstöður umfangsmik- illar rannsóknar á bóluefni gegn leg- hálskrabba lofa mjög góðu en eru ekki afgerandi, að sögn Kristjáns Sigurðssonar, yfirlæknis Leitar- stöðvar Krabbameinsfélags Íslands. Rúmlega 700 konur á Íslandi taka þátt í rannsókninni. Greint var frá niðurstöðunum í vikunni og hefur bóluefnið virkað í öllum tilvikum til skamms tíma litið. Kristján segir að rannsókninni sé ekki lokið þótt þessar niðurstöður hafi þegar komið fram. „Hér er um að ræða tveggja ára uppgjör þegar rannsóknarhópnum hefur verið fylgt eftir í tvö ár en ætl- unin er að fylgja honum eftir í fjögur ár,“ segir hann. Hérlendis er rannsóknin unnin í samvinnu Krabbameinsfélags Ís- lands, Landlæknis og lyfjafyrirtæk- isins Merck, sem framleiðir bóluefn- ið. Alls taka um 11 þúsund konur í Bandaríkjunum og 12 öðrum löndum þátt í rannsókninni. Kristján segir að áður en rann- sóknin hófst hafi verið ákveðið að fylgja rannsóknarhópnum eftir í að minnsta kosti fjögur ár og sjá hvort sú ónæmissvörun sem komin væri í ljós eftir tvö ár héldist. „Núna er staðan því sú, að ef virknin sem kom- ið hefur í ljós eftir að rannsóknin hef- ur staðið í tvö ár verður jafn góð eftir tvö ár til viðbótar, þarf að svara því hvort bólusetja eigi þá þátttakendur í rannsókninni sem fengið hafa lyf- leysuna,“ segir Kristján. Framleiðandi bóluefnisins, Merck, mun í kringum áramótin senda um- sókn til bandaríska Matvæla- og lyfjaeftirlitsins um að fá að markaðs- setja bóluefnið á næsta ári. Kristján segist telja að í ljósi þess að rann- sókninni á lyfinu sé í raun ekki lokið sé þessi yfirlýsing frá framleiðand- anum óheppileg. Óvíst hversu langvirkt bóluefnið er Kristján segir að í sínum huga breyti þetta tveggja ára uppgjör ekki forsendum fyrri ákvarðana um framgang rannsóknarinnar. „Vegna þess að það er fullkomlega óvíst hversu langvirkt þetta bóluefni er. Auk þess eru þeir stofnar HPV- veirunnar sem sannanlega valda leg- hálskrabbameini fimmtán talsins, eða mun fleiri en þeir tveir sem bólu- setningin beinist gegn.“ Þessa tvo stofna, númer 16 og 18, er vissulega að finna hjá þeim konum sem eru með leghálskrabbamein, „en við vitum ekkert hvað verður með aðra stofna þegar farið er að bólusetja gegn stofnum 16 og 18. Við vitum ekki hvaða áhrif útrýming á tveim stofnum getur haft varðandi hina stofnana og þess vegna hefur verið sagt frá upphafi að nauðsyn- legt sé að ganga úr skugga um hversu virkt þetta bóluefni er og við þeirri spurningu er nú komið svar að hluta til. Næsta spurning er: Hversu lengi helst sú virkni og það svar á að liggja fyrir eftir tvö ár til viðbótar.“ Kristján segir að þá verði að sínu mati komið að því að ákveða hvort bólusetja skuli allan hópinn. „En það þýðir ekki að bólusetja nema þann hluta af hópnum sem ekki hefur sýkst af veirunni. Þessi rannsókn sýnir að bóluefnið er virkt gegn sýk- ingum hjá stúlkum sem ekki eru sýktar fyrir. Síðan þarf í framhaldi af því að ákveða hvort eigi að fara að bólusetja alla þjóðina. Við erum því núna bara á fyrsta stiginu.“ Niðurstöður rannsóknar á bóluefni gegn leghálskrabba Lofa góðu en eru ekki afgerandi JÓN Kristjánsson heilbrigðisráð- herra sagði við umræður á Alþingi sl. fimmtudag að hann teldi það mjög alvarlegt mál, væri það rétt að lyfjaheildsalar færu á svig við lyfja- lög með því að tryggja ekki að næg- ar birgðir væru til af tilteknum nauðsynlegum lyfjum sem veitt hefði verið markaðsleyfi fyrir. Sagði Jón að innan skamms yrði haldinn fundur fulltrúa Lyfjastofn- unar, landlæknis og heilbrigðisráðu- neytisins með fulltrúum Félags ís- lenskra stórkaupmanna og lyfjaheildsala þar sem m.a. yrðu ræddar verklagsreglur og hvernig ætti að bregðast við þegar skortur yrði á nauðsynlegum lyfjum. „Fyrirmæli mín eru skýr: Það verður að tryggja að almannaheil- brigði og hagsmunir almennings verði í þessu sambandi tryggðir,“ sagði Jón. Lýstu áhyggjum Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hóf máls á því í upphafi þingfundar að fréttir hefðu borist af því að skortur væri á sykursýkislyfjum, skjaldkirt- ilslyfjum og krabbameinslyfjum fyrir börn og þurft hefði að panta þau með hraði til landsins. Sagði Ásta Ragnheiður að fólk væri í lífs- hættu vegna þess að ekki væru til viss lyf og aðrir sjúklingar þyrftu að líða þjáningar vegna þessa ástands. Nokkrir þingmenn lýstu áhyggj- um af þessu máli og hvöttu sumir til þess að lyfjalögum yrði breytt og þau skerpt til að koma í veg fyrir að svona ástand skapaðist. Jón upp- lýsti, að lyfjalögin væru í endur- skoðun en hann teldi að núverandi ákvæði um skyldur lyfjaheildsala og lyfsala væru alveg skýr. Hins vegar kæmi stundum fyrir, að erlendir framleiðendur tækju lyf af markaði í ákveðinn tíma og við því þyrfti að bregðast. Heilbrigðisráðherra kallar lyfjaheildsala til fundar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.