Morgunblaðið - 08.10.2005, Blaðsíða 20
Blönduós | Hundurinn Nonni
er trúlega orðinn þreyttur á
umhleypingum undanfarinna
daga eins og mannfólkið.
Hann er þó háður þeim sem
heldur í spottann hverju sinni
og varð því að gera sér að
góðu að bíða þess að handhafi
spottans lyki erindum sínum í
pósthúsinu og héldi áfram á
heilsubótargöngunni um bæ-
inn.
Morgunblaðið/Jón Sigurðsson
Hundspott í spotta
Bið
Akureyri | Höfuðborgin | Suðurnes | Árborgarsvæðið
Minnstaður
Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi
Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir,
maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís
Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust-
urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is,
sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290.
Mínstund frett@mbl.is
Sameiningarkosningar sem fram fara
um landið þvert og endilangt eru líka á
ferðinni hér í Grundarfirði. Grundfirð-
ingar þurfa að gera upp hug sinn hvort
þeir vilja sameinast nágrönnum sínum hér
á Snæfellsnesi. Afstaða fólks er nokkuð á
reiki en þegar menn eru spurðir út í af-
stöðu til sameiningar, segja þeir nær und-
antekningarlaust. „Við þurfum að samein-
ast en bara ekki núna.“ Hinn almenni íbúi
kvartar yfir því að lítil umræða hafi farið
fram um það hvernig málum verði háttað
í sameinuðu Snæfellsnesi en skýring á því
kemur þá gjarna í næstu setningu og hún
liggur í því að sveitarstjórnarmenn hér
hafi ákveðið fyrr á árinu að sameining
væri ekki tímabær. Og eftir höfðinu dansa
limirnir líklega að þessu sinni.
Rökkrið færist yfir jafnt og þétt og
skammdegið hvetur fólk til dáða á menn-
ingarsviðinu. Á haustdögum á síðasta ári
var hleypt af stokkunum í Grundarfirði
svokölluðum „Rökkurdögum“ með menn-
ingarviðburðum í heila viku. Þetta þótti
takast það vel að blásið er til áframhalds
um næstu mánaðamót. Bæjarbúar hafa
verið hvattir til þess að leggja sitt af
mörkum og troða upp með hvers konar
menningartengda viðburði. Fram-
kvæmdastjóri Rökkurdaga hefur verið
ráðinn og hefur víst ekki undan að skrá
niður þau atriði sem fólk vill koma á
framfæri við hina íbúana. Hinn almenni
menningarneytandi í Grundarfirði bíður
nú spenntur eftir að sjá hvernig hann geti
notið stanslausrar menningar í heila rökk-
urviku.
Húsnæðiseklu bar á góma í síðasta bæj-
arlífspistli en þar virðist nú hilla undir
góða úrlausn og bæjarstjórinn getur nú
andað léttar, því á síðustu sex vikum hef-
ur verið úthlutað og endurúthlutað 17 lóð-
um fyrir 20–23 íbúðir. Þar af eru 14 lóðir
til byggingaverktaka sem ýmist eru byrj-
aðir framkvæmdir eða eru að byrja. Með
þeim íbúðum sem eru í byggingu má
reikna með fjölgun upp á 30–40 íbúðir á
næstunni. Komist allar þessar íbúðir í
gagnið á næsta og þarnæsta ári má fjölga
hér í Grundarfirði um 100–150 nýja íbúa.
Reyndar kom í ljós 1. október mitt í allri
húsnæðiseklunni að hér hafði íbúum fjölg-
að um 26, fyrstu níu mánuði ársins en þar
af fæddust aðeins 7 börn en 19 voru að-
fluttir fram yfir brottflutta. Þannig að
spyrja má hvort ekki þurfi að efna til ást-
arviku í tengslum við rökkurdagana að
þessu sinni svo fjölga megi barnsfæð-
ingum á næsta ári.
Úr
bæjarlífinu
GRUNDARFJÖRÐUR
EFTIR GUNNAR KRISTJÁNSSON FRÉTTARITARA
björgu Emilsdóttur. Þá afhenti hann
Geislanum að gjöf tuttugu knetti og skól-
anum tvo. Vígslan fór fram í blíðskap-
arveðri og á eftir léku allir nemendur
skólans knattspyrnu í þremur aldurs-
flokkum.
Sparkvöllurvar nýlegavígður við
Grunnskólann á
Hólmavík. Eyjólfur
Sverrisson heim-
sótti Hólmavík af
þessu tilefni en
hann hefur farið
víða um land og
vígt sparkvelli að
undanförnu. Að
sögn Eyjólfs er lok-
ið við eða fram-
kvæmdir langt
komnar við þá 63
sparkvelli sem
reistir verða í þessu
átaki. Segist hann von-
ast til að átakinu verði haldið áfram, enda
sé þegar komin góð reynsla á þá velli sem
farið er að nota.
Eyjólfur klippti á borða á vellinum
ásamt þjálfurum Geislans á Hólmavík,
þeim Bjarna Ómari Haraldssyni og Ingi-
Morgunblaðið/Kristín Einarsdóttir
Sparkvöllur vígður
Davíð Hjálmar Har-aldsson yrkir umóhapp borgar-
stjóra, sem missti kjötsax
á fótinn á sér:
Steinunn Valdís, sterk og kná,
stundar lítt að væla.
Aflimar sem óðast má
Akkillesarhæla.
Sigrún Haraldsdóttir yrk-
ir af sama tilefni:
Um óþægindi ekki er spurt
af þá höggið ríður,
og Steinunn Valdís voguð burt
vankantana sníður.
Og Hákon Aðalsteinsson:
Til að búa betri heim
bæta margan þrælinn,
á að höggva undan þeim
Akkilesarhælinn.
Við þessa iðju rifjast upp
vísa Davíðs Hjálmars:
Dómari er Drottinn strangur,
dæmi fyrir löngu gaf.
Fannst þá Denni fingralangur,
fremstu kjúkur tók því af.
Óhapp
borgarstjóra
pebl@mbl.is
Kópavogur | Bæjaryfirvöld í Kópavogi
undirrituðu í gær samning við Símann um
uppbyggingu sjónvarps í gegnum ADSL-
kerfi í bænum. Bæjarstjóri segir að meðal
nýjunga sem fyrirhugaðar séu sé ný sjón-
varpsstöð sérstaklega fyrir Kópavogsbúa.
„Við erum að færa Kópavogsbúum að-
gang að bestu fjarskiptaupplýsingakerfum
sem eru fáanleg, bæði í nútíð og framtíð,“
sagði Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri á
fundi með fjölmiðlafólki í gær þar sem
samningurinn var kynntur. Í þessu felst að
tengingar Símans verða nýttar til þess að
flytja stafrænt sjónvarp og bjóða upp á há-
hraða netaðgang. Opnar það möguleika á
kaupum á kvikmyndum og sjónvarpsþátt-
um sem hlaðið er beint niður í sjónvarpið.
Gunnar segir að þessi tækni gefi mögu-
leika á því að bæjarfélagið starfræki sjón-
varpsstöð þar sem hægt verði að nálgast
upplýsingar um það sem er á döfunni í bæj-
arfélaginu. „Við getum sent út efni til bæj-
arbúa á númeraðri rás, við getum sent út
það sem er að gerast í salnum, í íþróttum
og annað. Ég sé fyrir mér í framtíðinni að
menn geti verið með lykilorð, og farið
þangað inn og fengið ýmsar upplýsingar
um sjálfa sig, hvað þeir skulda, hvernig
þeirra mál fara í kerfinu og þessháttar.
Þetta er alger bylting í aðgengi hins al-
menna íbúa inn í bæjarkerfið.“
Spurður hvers vegna þessi uppbygging
ætti sér ekki frekar stað á vef bæjarfélags-
ins, eins og gert hefur verið í Garðabæ,
sagði Gunnar að sá möguleiki sé einnig til
staðar. „En ég er alveg klár á því að þetta
mun verða framtíðin.“
Þarf ekki að grafa skurði
Gunnar segir lykilatriðið í þessari upp-
byggingu að ekki verði grafinn einn einasti
metri af skurðum, og vísaði þar til ljósleið-
aravæðingar Orkuveitu Reykjavíkur í
Reykjavík, á Seltjarnarnesi og Akranesi,
þar sem víðast þarf að grafa heim að hús-
um til að koma ljósleiðurum í öll hús, með
tilheyrandi raski.
Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans,
sagði uppbygginguna í Kópavogi forsmekk
að því sem koma skuli á höfuðborgarsvæð-
inu og víðar. Síðar í mánuðinum segir
Brynjólfur að verði kynnt svokallað gagn-
virkt sjónvarp, þar sem notendum gefst
kostur á því að velja sér myndir og sjón-
varpsþætti til að horfa á, einhverja án end-
urgjalds, svo sem fréttir og Kastljós Sjón-
varpsins, en aðra með misháu endurgjaldi
fyrir áhorf, svo sem kvikmyndir.
Morgunblaðið/Ásdís
Bæjarstjórinn og forstjórinn handsöluðu
samning um stafrænar útsendingar.
Samið um gagn-
virkt sjónvarp
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111