Morgunblaðið - 08.10.2005, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 2005 33
Á MORGUN fara víða fram
kosningar um sameiningu sveitar-
félaga. Umræða um mikilvægi efl-
ingar sveitarstjórnarstigsins hefur
verið of lítil. Vissulega eru þær til-
lögur sem kosið er
um aðeins lítið skref
í rétta átt en mik-
ilvægt. Flestum er
ljóst að sveit-
arstjórnarstigið hér
á landi er alltof
veikt og verkefni
þess í engu sam-
ræmi við það sem
gerist í okkar ná-
grannalöndum. Allt-
of mörg verkefni
sem eðlilegra er að
sveitarfélög annist
eru hjá ríkisvaldinu,
meginástæða þess
er að sveitarfélögin
eru mörg og smá.
Þeir sem styðja mið-
stýringu og telja að
best sé að ákvarð-
anir séu teknar sem
lengst frá þeim sem
þjónustunnar njóta
vilja eðlilega engu
breyta í skipan
sveitarstjórnarmála.
Efling sveitarstjórn-
arstigsins er hluti af
valddreifingu og eitt
þeirra mála sem
skipta landsbyggð-
ina hvað mestu.
Hugmyndafræðin er einföld og
með ólíkindum hvað hægt hefur
gengið á þessari braut. Meg-
inskýringin er vantraust milli rík-
isvaldsins og sveitarfélaganna,
þess vegna verður að byggja upp
traust milli aðila. Það gerist hins
vegar ekki nema ríkisvaldið hafi
trúverðuga stefnu um gjörbreyt-
ingu á samskiptum og verkaskipt-
ingu milli ríkis og sveitarfélaga.
Fram að þessu hafa samskipti að-
ila tekið mið af smáskammtalækn-
ingum á sveitarstjórnarstiginu
vegna skorts á skýrri framtíð-
arsýn.
Nærþjónustu til
sveitarfélaga
En hvert skal stefna? Öll nær-
þjónusta á heima hjá sveitarfélög-
unum. Þannig eru gæði þjónust-
unnar best tryggð svo og áhrif
íbúanna. Verkaskipting ríkis og
sveitarfélaga er úrelt enda ákveð-
in við allt aðrar aðstæður en fyrir
hendi eru í dag. Breytingarnar
hafa aðeins verið í misstórum
skrefum, flestum litlum, en það
örlar ekki á raunverulegri upp-
stokkun. Dæmin um verkefnin
sem eiga heima hjá sveitarfélögum
þegar þau eru orðin stærri og öfl-
ugri er t.d. þjónusta við fatlaða,
heilsugæslan, framhaldsskólinn,
rekstur flugvalla annarra en al-
þjóðlegra flugvalla og hluti af
starfsemi Vegagerðarinnar.
Rekstur framhaldsskóla er gott
dæmi um verkefni sem sannarlega
á heima hjá sveitarfélögunum, um
er að ræða nærþjónustu sem þarf
að taka mið af aðstæðum í um-
hverfinu. Þá er stór hluti þeirra
sem nota þjónustuna undir lög-
aldri og tenging og samfella milli
skólastiga verður sífellt mikilvæg-
ari. Við slíkar aðstæður blasir við
mikilvægi þess að sami aðili beri
ábyrgð á rekstri skólastiganna frá
leikskóla að lokum framhalds-
skóla. Flutningur grunnskólans er
gott dæmi um velheppnaðan flutn-
ing verkefnis frá ríki til sveitarfé-
laga frá sjónarhóli þeirra sem
þjónustunnar njóta. Grunnskólinn
hefur tekið stakkaskiptum eftir að
sveitarfélögin tóku yfir rekstur
hans. Fátt sýnir betur hvað
grunnþjónustan á miklu betur
heima hjá sveitarstjórnum heldur
en hinu fjarlæga opinbera valdi.
Hið sama mun gerast við flutning
framhaldsskólans.
Skipting verka á milli sveitarfé-
laga og ríkisins hefur
þróast á allt annan veg
hjá nágrannaþjóðum
okkar. Þar er hlutfall
ríkis og sveitarfélaga af
opinberri þjónustu öf-
ugt við okkar, þ.e. hlut-
ur sveitarfélaganna er
þar meiri en ríkisins.
Ekkert réttlætir að
þetta sé ekki sambæri-
legt hér á landi og því
eðlilegt markmið að
taka mið af Norð-
urlöndunum. Í því felst
valddreifing, betri
þjónusta, betri meðferð
fjár og aukin áhrif íbú-
anna á eigið umhverfi.
Til að þróunin geti
verið á þessa lund í
framtíðinni þarf heild-
arendurskoðun á tekju-
stofnun sveitarfélaga.
Það þarf að leita leiða
til að breikka tekju-
grunninn t.d. með því
að sveitarfélög fái hlut-
deild í óbeinum skött-
um til að fjármagna ný
verkefni sem þau taka
við frá ríkinu.
Það er hins vegar
ógerningur að finna viðunandi
lausn bæði á verkefna- og tekju-
skiptingu nema með uppstokkun
sveitarstjórnarstigsins, þ.e. veru-
legri fækkun og mikilli stækkun
sveitarfélaga samhliða verk-
efnaflutningi frá ríki til sveitarfé-
laga. Þess vegna munu kosning-
arnar um sameiningu
sveitarfélaga í næsta mánuði ekki
tryggja lausn. Það er hins vegar
mikilvægt að úrslit kosninganna
tryggi að stigið verði lítið skref í
rétt átt.
Næstu skref
Stóra verkefnið á þessu sviði er
að færa sveitarstjórnarstigið inn í
nútímann, það þarf að framkvæma
sem fyrst því miklir hagsmunir
eru í húfi. Þess vegna þarf strax
að loknum sameiningarkosning-
unum að hefja markvissan und-
irbúning að næstu skrefum. Sumt
blasir við, t.d. þarf að tryggja að
reglur jöfnunarsjóðs vinni með
sameiningu en ekki gegn, þannig
verði tryggt að öll sveitarfélög
sem sameinist fái aldrei minni
tekjur og helst auknar tekjur við
sameiningu. Vegna smæðar sveit-
arfélaga og fjölda plástursaðferða
í of langan tíma má segja að jöfn-
unarsjóðurinn sé orðinn að sér-
stöku vandamáli. Reglur sjóðsins
eru orðnar svo flóknar að fáir
skilja þær til fullnustu.
Sveitarfélögin verða að vera
miklu færri og stærri en til að
slíkt tryggði aukið lýðræði þarf
margt að koma til, t.d. setja laga-
ramma varðandi ákveðna mála-
flokka t.d. leikskóla, grunnskóla
og fjallskil, slíkar stjórnir mætti
kalla þorpsstjórnir, hverfastjórnir
eða hreppsnefndir. Þannig má
nálgast þörfina fyrir öflug sveit-
arfélög og samhliða vinna bug á
ótta margra um að hin stóru sveit-
arfélög gleypi allt og völdin færist
fjær fólkinu, – en ekki nær.
Markmið með slíkum breyt-
ingum er að færa ákvarðanatöku
nær fólkinu og tryggja áhrif þess í
stærstu málaflokkunum.
Stærri og öflugri
sveitarfélög
– geta gert meira
Einar Már Sigurðarson
fjallar um sameiningu
sveitarfélaga
Einar Már Sigurðarson
’Markmið meðslíkum breyt-
ingum er að
færa ákvarð-
anatöku nær
fólkinu og
tryggja áhrif
þess í stærstu
málaflokk-
unum.‘
Höfundur er alþingismaður.
sem efnt
þessa
jálsa að-
æða-
ðisleg og
aldi íbúa
gs að
arfélag
itarfélagi
alla sveit-
na að
tkvæða-
.
ldi
ks
kveða
arfé-
nað
i eða
astjóri
arfélaga.
MIKILVÆG ákvarðanataka bíð-
ur nú íbúa í mörgum sveit-
arfélögum landsins þar sem kosið
verður um sameiningu sveitarfé-
laga í dag.
Eins og staðan er í dag eru 70%
opinberrar stjórn-
sýslu hjá ríkinu og þá
að langstærstum
hluta staðsett í
Reykjavík. Sveit-
arfélögin ráða ekki
sínum málum sjálf
nema sem nemur
30%. Við berum okkur
iðulega saman við
Norðurlöndin og þar
er þetta hlutfall alveg
öfugt. Við þurfum í
sameiningu að vinna
að því að þannig verði
stjórnsýsla á Íslandi í
framtíðinni. Sumir hafa bent á mik-
ilvægi þess að fastmótaðar tillögur
um verkefni og tekjustofna verði að
liggja fyrir áður en hægt sé að
ákveða sameiningu sveitarfélaga.
Mín skoðun er sú að sameining
sveitarfélaga sé grundvöllur þess
að sveitarfélög geti yfir höfuð tekið
að sér þau verkefni sem nú er um
rætt. Sum hver hafa ekki tök á að
sinna að fullu núverandi lögbundn-
um verkefnum sökum smæðar.
Frumkvæði sveitar-
stjórnarmanna
Ákveðins misskilnings hefur
gætt á íbúafundum sem ég hef sótt
og virðist það ekki hafa komið
nægjanlega skýrt fram að það voru
sveitarstjórnarmenn sem óskuðu
eftir eflingu og stækkun sveitarfé-
laga og þar með þessu verkefni. Á
fulltrúaráðsfundi Sambands ís-
lenskra sveitarfélaga 22. og 23.
mars 2002 samþykktu sveit-
arstjórnarmenn stefnumörkun í
byggðamálum. Þar var m.a. fjallað
um stækkun og eflingu sveitarfé-
laga.
Stefnumörkunina í heild sinni má
finna á heimasíðu félagsmálaráðu-
neytisins á síðu um eflingu sveit-
arstjórnarstigsins. Vorið 2003 var
síðan samþykkt á fulltrúaráðsfundi
Sambandsins, þar sem á annað
hundrað sveitarstjórnarmenn áttu
sæti, að fara í þetta verkefni.
Flugvöllur og stjórnsýsla
En víkjum aðeins að öðru máli
sem þessu tengist og mikið hefur
verið í umræðunni. Nú virðist sem
borgarfulltrúar í Reykjavík séu
orðnir sammála um
það að Reykjavík-
urflugvöllur eigi að
víkja úr Vatnsmýrinni.
Íbúar og sveitar-
stjórnarmenn utan
höfuðborgarsvæðisins
munu í kjölfar þessa
gera enn ríkari kröfu á
að ákveðin verði með
skýrum hætti önnur
tekju- og verkaskipt-
ing ríkis og sveitarfé-
laga en nú er. Það er
ekki ólíklegt að ákveð-
in þjónusta og stjórn-
sýsla byggist upp þar sem flugvöll-
urinn verður settur niður. Menn
hafa bent á Suðurnesin í því sam-
bandi. Það er rétt að benda á að það
eru svæði hér á Borgarfjarðarsvæð-
inu sem gætu sinnt þessu hlutverki.
Ekki munu menn heldur slá hend-
inni á móti þeim störfum sem flytt-
ust með. Með tilkomu Sundabraut-
ar yrði hæfilega langt fyrir
sveitarstjórnarmenn og íbúa á höf-
uðborgarsvæðinu að sækja ýmsa
þjónustu stjórnsýslu og innanlands-
flugsins t.d. upp í Borgarnes eða um
40 mínútur eða álíka vegalengd og
til Keflavíkur. Útgangspunkturinn í
þessari hugleiðingu er sá að það
þarf að breyta verkaskiptingunni,
sveitarfélögin vilja ráða sínum mál-
efnum meira sjálf. Það verður þá að
gera þau hæfilega stór og nægj-
anlega sterka einingu. Stjórnsýsla
landsmála og sveitarstjórnarmála á
ekki öll að vera í Reykjavík. Við eig-
um ekki að bíða eftir því að flugvöll-
urinn fari úr Vatnsmýrinni. Gerum
þessi skil strax og eflum sveit-
arfélögin á landsbyggðinni með
sameiningu svo þau geti tekið við
auknum verkefnum.
Styrkjum stöðu sveitarfélaga
Samkeppni sveitarfélaga um fólk
og fyrirtæki gerir okkur ljósa nauð-
syn þess að sveitarfélög hafi burði
til að veita þá þjónustu sem íbú-
arnir ætlast til að veitt sé. Ekki síð-
ur er það mikilvægt í nútímaþjóð-
félagi að sveitarfélög geti markað
það umhverfi fyrir fyrirtæki að þau
sjái sér beint hag í að setja þar nið-
ur starfsemi sína. Bent hefur verið
á að við sameiningu muni tapast
mikilvæg opinber störf úr sveit-
arfélögum. Þetta eru eðlileg við-
brögð þar sem fá opinber störf eru
þegar fyrir hendi og munar mikið
um hvert og eitt. Við bendum á
móti á að við verðum að horfa á
heildarsamhengið. Þó störfum
fækki mun ætla að til lengri tíma
litið geti í sterku sveitarfélagi orðið
til ný opinber störf með nýjum
verkefnum.
Mér finnst hafa komið skýrt
fram undanfarnar vikur hversu já-
kvæðir íbúar eru almennt gagnvart
því að efla sveitarstjórnarstigið og
sameina sveitarfélög. Menn eru
hinsvegar ekki á einu máli hvenær
sameining sé tímabær. Ég veit að
það er mörgum hjartans mál hvern-
ig þeirra gamla sveitarfélagi muni
reiða af í nýju sameinuðu sveitarfé-
lagi. Þetta er mörgum mikið tilfinn-
ingamál og eðlilegt þar sem heiti
hreppa og sveitarfélaga og mörk
þeirra eiga sér þúsund ára sögu.
Nýtum kosningaréttinn
Það er mikilvægt að niðurstaða
liggi fyrir með nokkuð afgerandi
hætti hvort sem menn eru fylgjandi
eða andvígir sameiningu. Ég hvet
því alla þá sem þess eiga kost í dag
að kjósa um sameiningu sveitarfé-
laga að nýta kosningarétt sinn og
mæta á kjörstað.
Vatnsmýrin og sameining
sveitarfélaga
Helga Halldórsdóttir fjallar
um sameiningu sveitarfélaga
Helga Halldórsdóttir
’Ég veit að það ermörgum hjartans mál
hvernig þeirra gamla
sveitarfélagi mun reiða
af í nýju sameinuðu
sveitarfélagi.‘
Höfundur er forseti bæjarstjórnar
Borgarbyggðar, á sæti í
sameiningarnefnd.
ekki að-
bjóðandi.
num og
irtæki
mál sé
af-
Það þarf
na að
inna
ðstæður,
a verði
, mann-
ðstöðu.
til þeirra
í dag.
ulegan
kefni til
og áhrif
eit-
megnug
tillögur
er tím-
lnum og
báknið
Reykja-
a verður
ð þeir
hvernig
r veikist
að
há-
m
um þá
m í því
erk-
örf
num
arfjarð-
meining-
rðan
-
ÍBÚAR Vatnsleysustrandar-
hrepps og Hafnarfjarðar hafa þeg-
ar litið er til sögunnar átt um lang-
an aldur mjög góð
samskipti. Hér áður
fóru menn á milli staða
fótgangandi eða ferð-
uðust á hestum, þá var
farið hægar yfir en nú,
staldrað við og málin
rædd. Lýsing Stein-
þóru Einarsdóttur sem
bjó á Vatnsleysuströnd
á fólki og staðháttum
þegar hún, ásamt syst-
ur sinni og föður, fór
fótgangandi inn til
Óseyrar við Hafn-
arfjörð í byrjun tutt-
ugustu aldar líður mér
seint úr minni. Frásögn hennar bar
með sér hlýjar minningar um ein-
læga vináttu og virðingu fyrir sam-
ferðafólki sínu á Vatnsleysu-
ströndinni og í Hafnarfirði.
Í dag gefst okkur íbúum Hafn-
arfjarðar og nágrönnum okkar í
Vatnsleysustrandarhreppi kostur á
að velja um sameiningu þeirra
sveitarfélaga sem hér er getið,
sameiningu sem kemur að mínu
áliti til með að styrkja bæði sveit-
arfélögin enn frekar.
Við upphaf yfirstandandi kjör-
tímabils var mörkuð sú stefna að
unnið skyldi að stækkun og eflingu
sveitarfélaganna með frjálsri sam-
einingu, var stefnan mörkuð á vett-
vangi Sambands íslenskra sveitar-
félaga með það í
huga að styrkja
sveitarfélögin til að
sinna núverandi
skylduverkefnum
sínum og vera betur
í stakk búin að taka
við nýjum og krefj-
andi verkefnum.
Í kjölfar stefnu-
mörkunarinnar hef-
ur verið starfandi
samstarfsnefnd á
vegum beggja sveit-
arfélaganna síðustu
mánuði, hefur hennar
hlutverk verið að sjá
um undirbúning kosninga um sam-
einingu og fyrir tilstuðlan nefnd-
arinnar var ParX – viðskiptaráð-
gjöf IBM falið að vinna skýrslu um
greiningu á áhrifum sameiningar á
sveitarfélögin.
Skýrslan hefur verið kynnt íbú-
um á fundum sem og á heimasíðum
beggja sveitarfélaga. Í skýrslunni
koma m.a. fram þeir kostir samein-
ingar að svæðið yrði eitt atvinnu-
og þjónustusvæði með bættum
samgöngum. Þá mun í stækkuðu
sveitarfélagi verða enn frekar lögð
áhersla á að byggja upp og styrkja
nærþjónustuna.
Hafnarfjörður og Vatnsleysu-
strandarhreppur eru ört vaxandi
sveitarfélög og búa þau hvort um
sig yfir miklum gæðum, sameinuð
gæði sveitarfélaganna geta fært
okkur ný sóknarfæri sem koma til
með að nýtast íbúum vel þegar litið
er til lengri tíma.
Hafnfirðingar og íbúar Vatns-
leysustrandarhrepps, tökum þátt í
kosningunum, mætum á kjörstað
og veljum sameiningu, þannig höf-
um við áhrif á eflingu og framþróun
sveitarstjórnarstigsins okkur öllum
til hagsbóta.
Góð samskipti Hafnfirðinga og
íbúa Vatnsleysustrandarhrepps
Valgerður Sigurðardóttir
fjallar um sameiningu Hafn-
arfjarðar og Vatnsleysu-
strandarhrepps
’… sameinuð gæðisveitarfélaganna geta
fært okkur ný sókn-
arfæri sem koma til
með að nýtast íbúum
vel þegar litið er til
lengri tíma.‘
Höfundur er bæjarfulltrúi
Sjálfstæðisflokksins og í
bæjarstjórn Hafnarfjarðar.
Valgerður
Sigurðardóttir