Morgunblaðið - 08.10.2005, Blaðsíða 42
42 LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Áskell Einars-son, fyrrv. fram-
kvæmdastjóri Fjórð-
ungssambands
Norðlendinga og
bæjarstjóri á Húsa-
vík, fæddist í Al-
þingishúsinu í
Reykjavík 3. júlí
1923. Hann lést á
heimili sínu á Húsa-
vík sunnudaginn 25.
september síðastlið-
inn. Móðir hans var
Ólafía Guðmunds-
dóttir, húsfreyja, f.
18. maí 1889, d. 9. október 1929.
Faðir Áskels var Einar Þorkelsson,
skrifstofustjóri Alþingis, f. 11. júní
1867, d. 27. júní 1945. Uppeldisfor-
eldrar Áskels frá sex ára aldri voru
hjónin Jón Guðmundsson, bóndi á
Brúsastöðum í Þingvallasveit og
veitingamaður á Valhöll á Þing-
völlum, og Sigríður Guðnadóttir,
húsfreyja. Alsystkini Áskels eru: a)
Arnkell Jónas, f. 15. okt. 1920, d. 7.
mars 1985, vegaeftirlitsmaður, b)
Ólafía, f. 28. júlí 1924, dósent við
Kaupmannarhafnarháskóla, c)
Björg, f. 25. ágúst 1925, rithöfund-
ur, d) Hrafnkatla, f. 8. nóvember
1927, d. 23.október 1982, banka-
fulltrúi, e) Þorkell Ármann, f. 30.
september 1929, prófessor. Hálf-
systkini Áskels, níu talsins, eru öll
látin.
Barnsmóðir Áskels er Sveinsína
Jóhanna Jónsdóttir, f. 1926. Dóttir
þeirra er Guðrún, f. 24. júlí 1944,
hjúkrunarfræðingur í Reykjavík.
Maki hennar er Örn Gíslason, f. 24.
ágúst 1945, viðskiptafræðingur í
Reykjavík. Barn þeirra er Arnþór
Logi, f. 2. ágúst 1976, nemi.
Fyrri kona Áskels var Þórný
Þorkelsdóttir, f. 4. sept. 1920, d. 31.
mars 1961. Foreldrar hennar voru
Þorkell Björnsson og Þóra Mar-
grét Þórðardóttir. Börn þeirra eru:
1) Steinunn, f. 27. júlí 1948, rann-
sóknamaður á Húsavík, maki Birg-
ir Steingrímsson, f. 31. október
Steinar Guðjónsson, f. 1. apríl
1956, stálsmiður, maki Eygerður
B. Þorvaldsdóttir, f. 23. janúar
1962, sjúkraliði. Barn þeirra er
Védís Áslaug, f. 23. október 1992,
stjúpsonur Valdemars er Halldór,
f. 1981, nemi.
Uppvaxtarár sín, frá sex ára
aldri, dvaldi Áskell á heimili Jóns
móðurbróður síns og Sigríðar
konu hans á Brúsastöðum í Þing-
vallasveit ásamt fleiri uppeldis-
systkinum. Áskell lauk gagnfræða-
prófi við Flensborgarskólann í
Hafnarfirði árið 1939 og síðar
námi við Samvinnuskólann á Bif-
röst árið 1948. Að loknu námi réðst
Áskell sem auglýsingastjóri við
dagblaðið Tímann og starfaði þar
til 1956. 1956–1958 starfaði Áskell
sem fulltrúi á skrifstofu Raforku-
málastjóra. Árið 1958 var Áskell
ráðinn sem bæjarstjóri á Húsavík
og starfaði þar til ársins 1966 þeg-
ar hann réðst sem framkvæmda-
stjóri Sjúkrahúss Húsavíkur. Árið
1971 var Áskell ráðinn fram-
kvæmdastjóri Fjórðungssambands
Norðlendinga (samtök sveitarfé-
laga á Norðurlandi) staðsett á Ak-
ureyri og starfaði þar út starfsæv-
ina eða til ársins 1993 en
Fjórðungssambandið var þá lagt
niður í þáverandi mynd.
Áskell tók virkan þátt í fé-
lagsmálum, sat m.a. í stjórn Félags
ungra framsóknarmanna og Sam-
bandi ungra framsóknarmanna og
var lengi gjaldkeri sambandsins.
Áskell var virkur þátttakandi í
Rótary hreyfingunni á Húsavík og
Akureyri. Áskell var ávallt lands-
byggðarmaður í hugsjón og starfi
og beitti sér hart fyrir margvísleg-
um málum og verkefnum í þágu
landsbyggðarinngar, m.a. með því
að jafna símakostnað allra lands-
manna, bættum samgöngum,
stofnun svæðisútvarps á Norður-
landi og stofnun háskóla á Akur-
eyri svo eitthvað sé nefnt. Eftir Ás-
kel liggja ótal greinar um
landsbyggðarmál ásamt ritinu
Land í mótun, byggðaþróun og
byggðaskipulag, sem kom út árið
1970.
Útför Áskels verður gerð frá
Húsavíkurkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
1945, kennari á Húsa-
vík. Börn þeirra eru
a) Steingrímur, f. 17.
febrúar 1969, tölvun-
arfræðingur, sam-
býliskona Ólöf Krist-
insdóttir, f. 19.
febrúar 1965, kerfis-
fræðingur, stjúpson-
ur Steingríms er
Snorri Viðarsson, f.
21. apríl 1993, b)
Þórný, f. 25. septem-
ber 1973, innheimtu-
stjóri, sambýlismaður
Ólafur Gunnarsson, f.
11. júní 1974, tæknimaður, barn
þeirra er Björn Steinar, f. 29. mars
2005, c) Áskell Geir, f. 12. janúar
1981, öryggisvörður, sambýliskona
Oddný Sunja Gunnarsdóttir, f. 8.
maí 1985, nemi. 2) Ása Birna, f. 4.
janúar 1952, innheimtustjóri, sam-
býlismaður Stefán Ómar Oddsson,
f. 24. september1959, húsasmíða-
meistari. Börn þeirra eru a) Ómar
Rafn, f. 10. desember 1985, nemi, b)
Ragnhildur Birna, f. 30. mars 1990,
nemi. Barn Ásu Birnu, barnsfaðir
Pétur Þórsson, f. 9. júní 1953, d. 1.
nóvember 2004, er Þórný, f. 9.
september1972, staðgengill fram-
kvæmdastjóra, sambýlismaður
Baldur Bragason, f. 29. júlí 1972,
tölvunarfræðingur, barn þeirra er
Atli Mar, f. 16. desember 2002.
Seinni kona Áskels var Áslaug
Valdemarsdóttir, f. 31. júlí 1933, d.
4. febrúar 1996, skólaritari. Börn
þeirra eru: 1) Ólafía, f. 2. apríl
1963, vef- og markaðsráðgjafi,
sambýlismaður Haraldur Jóhanns-
son, f. 2. febrúar 1966, þýðandi.
Barn þeirra er Áslaug Erla, f. 3.
ágúst 2000. 2) Einar, f. 23. maí
1965, stjórnunarráðgjafi, maki
María Sif Sævarsdóttir, f. 17. febr-
úar 1973, sérkennslustjóri. Börn
þeirra eru: a) Elín Ása, f. 25. janúar
2001, b) Hjörtur Elí, f. 23. desem-
ber 2003. Stjúpsonur Einars er
Viktor Ari, f. 3. október 1993.
Stjúpsonur Áskels er Valdemar
Við andlát Áskels Einarssonar má
ég sjá á bak góðum bróður – og
skemmtilegum. Hann var tveimur
árum eldri en ég og á milli okkar í
aldri var systirin Ólafía. Bróðir okkar
nokkrum árum eldri dvaldist löngum
í sveitinni hjá afa og ömmu og Áskell
því elstur systkina heima fyrir.
Áskell varð mikið uppáhaldsbarn
foreldra okkar, bráðger og myndar-
legur, næmur á umhverfi sitt og
skjótur til svars. Hann klæddist vel
og kvenþjóðin því viljug að koma upp
á hann fötum; get ég séð hann fyrir
mér í hvítum matrósafötum eða
gráum herralegum frakka sem hann
naut sín í á ferðum sínum um miðbæ
Hafnarfjarðar. Við systur stóðum
hreint ekki upp í hárinu á þessum
bróður okkar en sátum um að skegg-
ræða við hann.
Handan götunnar þar sem
bernskuheimilið stóð var dálítill
hraunhóll og efst á honum lítil en fal-
leg timburkirkja, upp að henni lá
langt og mikið steinrið. Þarna í
kirkjutröppunum sátum við þrjú
mörgum stundum og hafði Áskell oft-
ast orðið nema ef við systur náðum
að skjóta inn spurningum. Urðum við
þannig vísir að þeirri hirð áheyrenda
sem Áskell lengst ævinnar hafði um
sig. Daglega fór hann í verslunina til
Jóns Mathiesen til þess að tala við
kaupmanninn, um hvað spurðum við
og hann svaraði: um vörurnar, hvað
seldist mest eða minnst og hvernig
helst skyldi raða þeim.
Nú kallast þetta víst markaðs-
fræði.
Framundan var kynnisferð okkar
tveggja með móður okkar austur í
sveitir til ættmenna. Áskell lét kaup-
manninn vita að hans væri ekki að
vænta í búðina næstu daga og kom til
baka með vænan poka af ferðanesti
en þau fyrirmæli kaupmannsins að
bjóða öllum þegar komið væri á bæi,
það væri ófrávíkjanlegur siður. Því
framfylgdi drengur trúlega, sómdi
sér vel sem miðdepill með munngát-
ina og honum eðlislægt að vera ger-
andi.
Þegar ég síðar á ævinni innti hann
eftir hvernig það hefði verkað á hann
að vera svona dáður á barnsaldri,
sagðist hann reyndar hafa orðið dá-
lítið rogginn en bætti við: „Það fór
fljótt af mér!“ og örlaði á staminu
sem hann líkt og ýmsir föðurfrændur
mátti kljást við. En Áskell náði góðu
valdi á því svo þessi málkvilli háði
honum lítið.
Fáum árum seinna lést móðir okk-
ar og við þau umskipti fór Áskell í
fóstur til móðurbróður okkar Jóns
Guðmundssonar gestgjafa á Þing-
völlum og konu hans Sigríðar Guðna-
dóttur;var hann fimmta og yngsta
fósturbarn þeirra hjóna. Fósturmóð-
irin lét sér annt um þennan tilfinn-
inganæma dreng og varð það honum
mikill missir er Sigríður lést nokkr-
um árum síðar.
Áskell hafði farið til náms í Flens-
borgarskóla í Hafnarfirði þegar hann
hafði aldur til og lauk þaðan gagn-
fræðaprófi. Kom hann eftir það til
Reykjavíkur og hóf verslunarstörf.
Gátum við systkinin nú tekið upp
þráðinn á ný frá fornum samvistar-
dögum í Hafnarfirði og varð miðstöð
samverustunda á heimili Sigríðar
Finnbogadóttur ekkju Jóns Þorkels-
sonar föðurbróður okkar þar sem
yngsta systir okkar átti heimili. Varð
nú Áskell þar miðsvæðis og hafði oft-
ast orðið en við hin lögðum við hlust-
ir, hann var mikill sagnamaður og
gat brugðið fyrir sig lit og látbragði
þess sem um var fjallað – viðstöddum
til mikillar skemmtunar.
Í Geirsbúð við Vesturgötu, þar
sem veitingastofan Naustið er nú til
húsa, var Áskell innanbúðar og laut í
því forystu tveggja roskinna heiðurs-
manna sem þar störfuðu, allir klædd-
ust þeir sams konar brúnum vinnu-
sloppum og sýndist kynslóðabil lítið.
Búðin var eitt elsta virki Vesturbæj-
arins og þeir sem ekki lögðu leið sína
í þann bæjarhluta upp Túngötu eða
gegnum Grjótaþorp fóru óhjákvæmi-
lega Vesturgötuna og fleiri en færri
litu inn í Geirsbúð og settust þar á
rökstóla. Af því leiddi að innbúðar-
pilturinn, áhugasamur um menn og
málefni, varð sjófróður um hverfið og
íbúa þess fyrr og síðar; hattaði fyrir
hjá Áskeli æ síðan vitneskju um
Vesturbæinn og gamla Reykvíkinga.
Í verkahring verslunarpiltsins var
að flagga þegar tilefni var til og ærið
oft þurfti að votta innbornum Vest-
urbæingum virðingu þegar líkfylgdir
fóru hjá eins og útfararsiðir þeirra
tíma útheimtu; fáninn í Geirsbúð
þess vegna iðulega í hálfa stöng.
Gamansamur viðskiptavinur spurði
hvort viðskiptamönnum verslunar-
innar fækkaði ekki ört við svo tíðar
jarðarfarir. Innanbúðarpilturinn að
vanda skjótur til svars sagði: „Það
skal ég segja þér, það er nefnilega
hnútur á flagglínunni,“ og grynnkaði
augnablik á staminu þegar kankvísi
bjó undir, en sagan flaug um bæjar-
hlutann.
En náms- og starfsævi Áskels
bróður míns þróaðist síðar í að hann
bjó og starfaði lengst af ævinnar á
Norðurlandi. Á ferðum sínum hingað
suður naut ég og fjölskylda mín heim-
sókna hans, en símtöl hlutu að verða
meginsamskiptaleiðir. Töluðum títt
og lengi um það sem við kölluðum
„landsmálin“ og var í okkar máli
býsna rúmt hugtak. Það sem Áskell
vissi ekki um menn og málefni var
tæplega vert að vita og seint brást
honum stálminnið. Hann bjó að þeim
eiginleika að skapa fjarlægð frá því
sem efst var á baugi hverju sinni og
setti hvert mál í víðara samhengi.
Samtal við Áskel að þessu leyti var
því jafnan lærdómsríkt og upplýs-
andi.
Þar kom, að lokinni langri og anna-
samri starfsævi, að Áskell settist í
helgan stein og varð Húsavík fyrir
valinu. Hann var hnútum kunnugur
þar og ein dætra hans átti heimili í
bænum. Fór vel um Áskel í góðri íbúð
ætlaða öldruðum og nú beindust sam-
tölin að bókum því hann var lestrar-
hestur hinn mesti og fannst mér ég
ekki hafa roð við honum á því sviði.
Eftir hverja árlega bókavertíð var
hann snöggur að finna hvað höfðaði til
hans úr bókaflóðinu og las þær bækur
án tafar og krufði að sínum hætti.
Voru þau samtalsefni ekki síður
áhugaverð en hin fyrri.
Á seinni skeiðum ævi minnar átti
ég eitt sinn stund með frú Jakobínu
Mathiesen, ekkju Jóns kaupmans
fornvinar bróður míns. Sagði hún mér
að eiginmanni sínum hefði verið eft-
irsjá að snáðanum þegar hann hlaut
að hverfa úr Hafnarfjarðarbæ og
jafnframt þótt vænt um bréfin sem
Áskell skrifaði honum úr nýjum
heimkynnum sínum. Í vináttunni var
hann einnig gerandi.
Andlát Áskels bar að formálalaust
og má það vera kærkominn dauðdagi
manni sem mátti horfa á báðar eig-
inkonur sínar takast á við illvígan
sjúkdóm. Samúð mín og fjölskyldu
minnar er með nánasta skylduliði Ás-
kels, allt er það mannvænlegt fólk.
Við systkinin þrjú sem eftir stöndum
af stórum hópi eigum hvert okkar sín-
ar minningar um Áskel og blandast
þar í söknuður eftir góðan bróður – og
eftirminnilegan.
Björg Einarsdóttir.
Þegar Áskell Einarsson er allur,
vakna með mér langminningar.
Kynni okkar stóðu ríflega hálfa öld.
Um langt árabil voru samskipti okkar
býsna náin, fyrst í Reykjavík á sjötta
áratug nýliðinnar aldar, þegar við
störfuðum saman í samtökum ungra
framsóknarmanna, vorum m.a. sam-
ritstjórar að Vettvangi æskunnar (en
svo nefndist blaðsíða á vegum Sam-
bands ungra framsóknarmanna í
Tímanum) ásamt Örlygi Hálfdánar-
syni, þeim fjölfróða athafnamanni.
Á sömu misserum að kalla urðu þau
tímamót í ævi okkar Áskels að við
fluttumst með ungar fjölskyldur okk-
ar úr Reykjavík norður í land að hasla
okkur völl sem forkólfar í samfélags-
málum, ef svo mætti verða. Við vorum
sannfærðir samvinnumenn og fram-
sóknarmenn (í senn bæjarradikalar
og bændavinir) og trúaðir á „framför
landsins alls“ eins og sagði í fyrstu
stefnuskrá þess stjórnmálaflokks,
sem við aðhylltumst og vildum fylgja
fram stefnu hans. Ég var kominn til
starfa á Akureyri haustið 1957, Áskell
varð bæjarstjóri á Húsavík vorið
1958. Og þar festi hann rætur, sem
aldrei slitnuðu, og þar hefur hann nú,
aldraður maður, safnast til feðra
sinna.
Áskell var bæjarstjóri á Húsavík
átta ár, 1958–1966, og eftir það fram-
kvæmdastjóri Sjúkrahúss Húsavíkur
næstu ár, þar til hann var ráðinn
framkvæmdastjóri Fjórðungssam-
bands Norðlendinga 1971 með aðsetri
á Akureyri. Tók hann við því starfi af
Lárusi Jónssyni, viðskiptafræðingi,
sem þá hafði verið kjörinn annar af
tveimur alþingismönnum Sjálfstæðis-
flokksins í Norðurlandskjördæmi
eystra. Þegar Áskell fluttist til Húsa-
víkur vorið 1958 var þar hafið nýtt
framfaraskeið í atvinnulífi, sem hann
átti eftir að taka mikinn þátt í og
fylgja eftir sem bæjarstjóri, auk þess
sem hann var ötull driftarmaður í
hverju því, sem laut að lögbundnum
og sjálfsögðum verkefnum bæjar-
félagsins eftir því sem aðstæður
leyfðu, án þess að hann gæti alltaf
orðið við hvers manns bón eða verið
öllum til þægðar. Eftir að hann tók
við starfi framkvæmdastjóra Sjúkra-
húss Húsavíkur fór vissulega að sjá
stað verka hans í þágu þeirrar stofn-
unar. – Rita mætti líka langt mál um
störf Áskels á vegum Fjórðungssam-
bands Norðlendinga, þótt ekki geti
það komið í minn hlut að annast þá út-
tekt, svo vel fari. Þess hlýt ég þó að
minnast, að ég átti sem alþingismaður
í 26 ár og ráðherra um árabil mikil og
góð samskipti við hann í flestum þeim
störfum, sem hann hafði með hönd-
um. Þar lágu leiðir okkar saman
vegna skyldustarfa okkar, að ekki sé
annað sagt.
Ekki þarf að nefna frekar en fram
er komið, að við Áskell vorum sam-
flokksmenn í stjórnmálum og fór vel á
með okkur að jafnaði. Þótt við værum
vafalaust ólíkir um margt, vorum við
yfirleitt sama sinnis um stjórnmál
dagsins á okkar tíð og þá framtíðar-
sýn, sem við vorum hugteknir af, hvað
svo sem úr henni hefur orðið. Það er
efni í aðra grein, sem ég hlífi sjálfum
mér við að setja á blað að svo komnu.
Þar snýr margt aftur sem átti að snúa
fram.
Áskell Einarsson er mér eftir-
minnilegur samferðamaður. Þá sam-
fylgd þakka ég og votta fjölskyldu
hans einlæga hluttekningu við fráfall
hans.
Ingvar Gíslason.
Um hádegisbil sl. laugardag talaði
ég við Áskel í síma nokkra stund. Mér
fannst hann nokkuð hress en þó var
hann í daufara lagi og virtist ekki hafa
sama áhuga á því málefni sem við
ræddum og oft áður. Ekki lét hann
neitt illa af heilsufari sínu. Mér brá
því við þegar dóttir hans hringdi til
mín daginn eftir og sagði mér frá því
að hann væri látinn. Ekki hvarflaði að
mér að þetta væri mitt síðasta samtal
við hann en mörg samtölin höfum við
átt án langra millibila nærri sex ára-
tugi.
„Milli mín og dauðans er aðeins eitt
fótmál,“ var einu sinni sagt af þekkt-
um guðsmanni.
Við fráfall Áskels er horfinn úr
okkar samtíð mjög eftirtektarverður
maður. Hann var ekki allra en vin-
fastur og tryggur þeim sem eignuðust
vináttu hans. Hann var maður skarp-
greindur og virtist oft hafa betri yf-
irsýn yfir málefnin en aðrir. Mér
fannst oft eins og hann hefði nokkra
spádómshæfileika því mjög oft sagði
hann mér fyrirfram hvernig niður-
staða ýmissa málefna sem voru efst á
baugi yrði endanlega. Ég sagði oft við
Áskel að hans starfsvettvangur hefði
þurft að vera nokkrum áratugum fyrr
þegar meðfæddir vitsmunir og hæfi-
leikar voru meira metnir en formúlur
langskólagenginna manna. Hann var
maður mjög víðlesinn og hafði glöggt
auga fyrir atburðarás nútímans og
liðins tíma. Skoðanir hans á hverju
málefni voru mjög ákveðnar og hrein-
skilni hans dró enginn í efa sem við
hann talaði.
Það er af stórum minningasjóði að
taka ef ég færi að rifja upp okkar
samskipti. Ég rakti nokkuð störf hans
og æviferil í afmælisgrein sem ég
skrifaði þegar hann varð sjötugur.
Þess vegna verða þessi kveðjuorð mín
styttri en ég hefði viljað hafa. Ég verð
þó að minnast þess þegar hann var
auglýsingastjóri Tímans á sjötta ára-
tug síðustu aldar, þá var ekki til sjón-
varp og dagblöðin helstu upplýsinga-
miðlar okkar. Alltaf fór maður frá
Áskeli uppfullur af fréttum líðandi
stundar. Oft fékk maður þessa spurn-
ingu úr kunningjahópnum: „Hefur þú
spurt Áskel um þetta?“ Ef hann hafði
ekki fréttirnar þá hafði þær enginn.
Ég minnist þess að oft á laugardag-
seftirmiðdögum þegar hann hafði
komið auglýsingunum í prentum fór
ég til hans og við fórum í kaffidrykkju
niður á Höll í Austurstræti. Þá var
margt spjallað sem ekki verður hér
rifjað upp. Það voru mér oft fróðlegar
ÁSKELL
EINARSSON
Steinsmiðjan MOSAIK
Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík • sími 587 1960 • www.mosaik.is
MIKIÐ ÚRVAL AF LEGSTEINUM
OG FYLGIHLUTUM
Sendum myndalista
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800