Morgunblaðið - 08.10.2005, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
DAGLEGT LÍF | FERÐALÖG
Þ
að var vaskur og spennt-
ur átta manna hópur Ís-
lendinga sem mætti ný-
lega glaðbeittur út á
Reykjavíkurflugvöll með
veiðistangir og skotvopn í farangr-
inum því nú skyldi stefnan tekin á
Grænland þar sem áætlað var að
verja næstu fimm dögum í silungs-
og hreindýraveiði. Enginn í hópnum,
utan hins þaulvana leiðsögumanns
Gunnars Óla Hákonarsonar, hafði
áður upplifað veiðiferð til Græn-
lands, en samkvæmt ferðalýsingu
átti, eftir lendingu í Narsarsuaq, að
sigla til Isortoq Reindeer Station,
höfuðstöðva hreindýrabóndans Stef-
áns Magnússonar.
Til að gera langa sögu stutta beið
mjög „breytt“ ferðaplan hópsins við
lendingu á Grænlandi því í stað þess
að fara til Isortoq var siglt með hóp-
inn til Marraq þar sem honum var
skutlað í land. Frá fjöruborðinu beið
fjallganga ferðalanganna yfir í næsta
dal, að sjálfsögðu með allan farang-
urinn og það í rigningu. Er komið
var að því sem átti að heita gistiað-
staða, mátti heyra saumnál detta þar
sem menn misstu skyndilega málið
eitt andartak. Þarna stóð hrörlegur
kofi, sem hélt hvorki vatni né vindum
og hafði hvorki rennandi vatn, sal-
ernisaðstöðu né rafmagn upp á að
bjóða. Kofa þessum mun hafa verið
klambrað saman fyrir einum 40 ár-
um, en þangað hafði ekki nokkur sála
komið í heilt ár fyrir utan hin ýmsu
skordýr, sem nóg var af og hreinsa
þurfti út áður en nýir íbúar flyttu
inn.
Fljótlega fékk kofinn viðurnefnið
„Hótel helvíti“. Þar sem kofinn var
lítill og rúmaði ekki allan hópinn, var
brugðið á það ráð að slá upp lappa-
tjaldi fyrir utan sem afmælishjón-
unum var úthlutað. „Undir morgun
var Sigríður hætt að finna fyrir út-
limum þrátt fyrir að vera dúðuð í ull-
arföt frá toppi til táar. Enginn botn
var í tjaldinu, heldur aðeins blaut
leðja og eldiviðurinn, sem nota átti til
að halda á okkur hita, var svo blautur
að aldrei reyndist unnt að kynda al-
mennilegt bál. Ekki voru gerðar
fleiri tilraunir með tjaldútilegur að
þessu sinni því undir morgun, þar
sem við hjónin lágum hálffreðin úti í
frostinu, var ákveðið að sofa næstu
nætur á pínulitlu eldhúsgólfi „Hótels
helvítis“,“ segir Daníel í spjalli við
Ferðablaðið.
Eins og í „Survivor“
Þarna dvaldi hópurinn í þrjá sólar-
hringa við erfiðar aðstæður því
hvorki var þarna símasamband né
nægar matarbirgðir fyrir átta full-
orðnar manneskjur og því má segja
að líðan ferðalanganna hafi verið
ámóta og þeirra, sem þátt taka í
raunveruleikaþættinum „Survivor“.
„Mest megnis lifðum við á snæhéra
og hreindýrakjöti, sem ekki þykir
sérlega lystugt nýveitt og þó að
hreindýrakjöt þyki lúxusvara, er
heldur mikið að borða það í öll mál þó
að bryddað hafi verið upp á tilbreyt-
ingu með því að tína jurtir og ber í
villtri náttúrunni til að krydda kjötið
með.“
Þrátt fyrir aðbúnaðinn, sem svo
sannarlega stóðst ekki væntingar,
ríkti góður andi í hópnum. Ákveðið
var að horfa á spaugilegu hliðarnar
og gerðu karlarnir mikið grín að hár-
blásaranum og rauða silkinátt-
kjólnum, sem var að finna í farangri
frú Sigríðar.
Hópurinn skiptist næstu tvo dag-
ana á að fara á hreindýraveiðar með
leiðsögumanni á litlum báti. „Veiðar í
þessari stórkostlegu náttúru eru
ólýsanlegar. Eltingaleikur við þessar
tignarlegu skepnur upp um fjöll og
firnindi taka vissulega á, en er ein-
stök upplifun á meðan hafernir
sveima yfir í tæru loftinu. Öll náðum
við að skjóta hreindýr og fróðlegt var
fyrir Siggu, með hjálp Gunnars Óla,
að fá sjálf að taka innan úr dýrinu og
gera að því. Þar sem hann hefur ára-
langa reynslu sem leiðsögumaður og
skytta á Grænlandi, reyndist hann
hafsjór fróðleiks um veiðarnar, hegð-
un dýranna, sögu landsins og fleira.
Meðal annars fengum við að vita að
skinn af grænlenskum hreindýrum
eru ekki nýtanleg þar sem fluga
verpir í þau og skemmir feldinn og í
raun er íslenski hreindýrastofninn sá
eini í heiminum sem er laus við flug-
ur þessar.“
Ógleymanlegt ævintýri
Á fjórða degi var hópurinn loks
sóttur á bát og siglt til Isortoq, þar
sem hreindýravinnslustöðin er og
þar komust menn í langþráða
silungsveiði, en einungis í nokkrar
klukkustundir. Flestir héldu af stað
með stangir, en eftir samtal um neta-
veiðar við Stefán hreindýrabónda
náðu Sigríður og Sverrir í utan-
borðsmótor, sem þau settu á lítinn
bát og héldu til veiða. Er út á sjó var
komið, reyndist mótorinn hálfgert
skrapatól því hann drap á sér í tíma
og ótíma og oft þurfti að grípa til
þeirrar einu árar, sem var um borð.
Upp úr netaveiðunum höfðust fimm-
tán silungar, sem eldaðir voru snar-
lega og menn átu með bestu lyst. Sil-
ungurinn þótti góð tilbreyting frá
hreindýrakjötinu þó að meðlætið
væri ekkert ef undan er skilinn
steiktur laukur.
Daníel segist hiklaust mæla með
því að áhugasamir hreindýraveiði-
menn takist á hendur slíka ferð, en
leggur áherslu á að menn hafi allar
forsendur algjörlega á hreinu áður
en lagt er í’ann. „Við vorum auðvitað
búin að afla okkur allra upplýsinga
um ferðaáætlun og aðbúnað, en því
miður brást það sem okkur hafði ver-
ið lofað. Þegar öllu er á botninn
hvolft sannast hið fornkveðna að það
sem ekki drepur mann, herðir mann
og að sjálfsögðu kennir neyðin naktri
konu að spinna. Þetta var auðvitað
ógleymanlegt ævintýri, sem ég gæti
vel hugsað mér að endurtaka, haf-
andi allar forsendur á tæru. Ekki
býst ég þó við því að hreindýrakjöt
verði á mínum borðum í bráð.“
GRÆNLAND | Silkináttkjóllinn og hárblásarinn reyndust óþörf þegar komið var á áfangastað
Hreindýr
í öll mál
Hjónin Sigríður Ingvarsdóttir og Daníel Gunnars-
son áttu bæði stórafmæli á árinu og gáfu hvort
öðru veiðiferð til Grænlands í afmælisgjöf. Ferðin
var pöntuð með löngum fyrirvara og mikið búið að
hlakka til. Margt fór þó öðruvísi en ætlað var og
víst er að ferðin mun seint líða þeim úr minni.
join@mbl.is
Hreindýraveiðimennirnir á Grænlandi, þau Sigurjón Sigurjónsson, Sigríður Ingvarsdóttir, Gunnar Óli Há-
konarson, Sverrir Júlíusson, Daníel Gunnarsson, Þórir Stefánsson, Þórir Kr. Þórisson og Jón Þór Ingimundarson.
Hvorki var rennandi vatn né rafmagn í hrörlega kofanum sem ekki rúmaði
allan hópinn og fékk hann fljótt viðurnefnið „Hótel helvíti".
GÓÐ ÞJÓNUSTA – GÓÐ VARA – GOTT VERÐ
Dugguvogi 10 • 104 Reykjavik
568 2020
Pitstop opnar á Íslandi
Í heimi akstursíþrótta merkir pitstop örstutt
pása. Ökumaðurinn fær tækifæri til að
anda á meðan bíllinn er yfirfarinn og skipt
er um dekk.
Nú hefur verið opnuð glæsileg Pitstop
dekkjaverslun og þjónustustöð að
Dugguvogi 10 í Reykjavík þar sem farið er
eftir sömu formúlu. Viðskiptavinirnir njóta
hvíldarinnar á Pitstop Café, glugga í blöðin
eða athuga tölvupóstinn og leyfa
krökkunum að dunda sér í leikhorninu.
Við sjáum um bílinn á meðan. Eftir
furðuskamman tíma eru bíll og
eigandi til í næsta hring.
Starfsfólk Pitstop er traustur
og samhentur hópur meðmikla
sérþekkingu og reynslu.
Hjá Pitstop fer saman
góð þjónusta, frábær vara
og mjög gott verð.
Frábær opnunartilboð
BF
Go
odr
ich flíspeysa
Fylgir keyptum dekkjaga
ngi
un
di
r
je
pp
a
Pi
tst
op thermo-kanna
Fylgir
keyptum
dekkjagangi u
ndi
r f
ol
ks
bí
l