Morgunblaðið - 08.10.2005, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 08.10.2005, Blaðsíða 45
annars staðar þar sem hann tók til hendi skaraði hann fram úr með næmi sinni og garpskap. Sjálfur var hann gæðingur. Valdimar Jóhannesson. Fallinn er nú frá kær félagi og ná- granni. Við fjölskyldan á Grjóteyri kynntumst Stjána fyrir 17 árum þeg- ar hann flutti að Flekkudal. Frá fyrstu kynnum varð þessi nágranni, okkar besti vinur. Stjáni hafði mikinn áhuga á skepnum og ræktun þeirra hestum og kindum og þó sérstaklega smalahundum, það var aðdáunarvert að fylgjast með honum stjórna hund- unum. Við nafnarnir áttum margar smalaferðirnar saman og hann vissi nákvæmlega hvaða hundi var treyst- andi í ólík verkefni smalamennskunn- ar. Hann þekkti greinilega lundarfar og sérkenni hvers og eins. Þegar Stjáni hafði gefið þeim skipanir tyllti hann sér oft á stein, tók vindilinn úr vasanum og kveikti í á meðan hund- arnir leystu verkefnin sín. Vandamálin flæktust ekki fyrir honum, þau voru leyst yfir kaffibolla í góðu spjalli með bros á vör. Hann var greiðvikinn með afbrigðum og gekk í öll sín verk með áhlaupi, hlífði sér aldrei hvort sem hann var að störfum fyrir sjálfan sig eða aðra. Hann var söngmaður mikill, hafði gaman af kveðskap og átti auðvelt með að kasta fram stöku eða jafnvel semja heilu bálkana ef mikið stóð til. Hann var mjög orðheppinn og skemmtilegur og gerði ekki síst grín að sjálfum sér, alltaf var stutt í brosið og glettnin skein úr andliti hans. Sér- staklega þótti okkur vænt um ræðuna er hann flutti í afmæli okkar hjóna, þar sem grínið og glettnin bergmálaði í hverju orði. Dauðsfall Stjána bar brátt að í faðmi náttúrunnar við þær aðstæður sem hann hefði helst kosið sér, bless- uð sé minning hans. Með þessum fáu orðum þakka ég góðum vini og öðlingsmanni frábær kynni og samfylgdina þessi ár sem aldrei bar skugga á. Elsku Guðný, Jói og aðrir aðstand- endur, ég færi ykkur okkar innileg- ustu samúðarkveðjur, hvíl í friði, Kristján á Grjóteyri. Hann var allra manna skemmtileg- astur, handlaginn, myndarlegur, hraustur og hjálpsamur. Fasmikill og hrókur alls fagnaðar. Hann var þessi alvöru íslenski víkingur. Hestamaður mikill og fjárhundaræktandi. Lífið í Kjósinni verður ekki samt án hans. Við kynntumst Kristjáni Mikkaels- syni fyrst fyrir um 15 árum eða svo. Það hafði gert óveður og þak af úti- húsum hjá okkur fauk af. Daginn eftir hringdu þeir félagar Gísli á Meðalfelli og Kristján í Flekkudal til að tilkynna komu sína. Þeir höfðu frétt af tjóni okkar og ætluðu að hjálpa okkur að lagfæra skemmdirnar. Kristján þekktum við þá nánast ekkert en það skipti hann engu. Hann taldi ekki eft- ir sér að sjá af einni helgi við smíðar fyrir okkur. Síðan höfum við verið vinir, þó ekki þvældumst við hvert fyrir öðru. Það var alltaf svo hressandi að hitta Kristján. Hann hafði frá svo miklu að segja og hann kunni að segja frá. Hann hafði þetta einstaka lag á að glæða allar sögur svo miklu lífi. Svo var hann einstaklega vel hagyrtur eins og oft kom fram á mannfögnuð- um í sveitinni. Kristján var þannig gerður að mað- ur fékk það á tilfinninguna að ekkert ynni á honum. En það skiptir víst engu máli hversu hraust og kát við er- um, dauðinn er óumflýjanlegur hluti lífsins. En Kristján eins og svo marg- ur annar kvaddi þetta líf allt of snemma. Hann er farinn á fund for- feðra sinna sem taka honum fagnandi líkt og við sem nutum samvista hans í þessu lífi. Guðný, Jóhannes og öll fjölskylda Kristjáns, við sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur. Guð veri með ykkur. Guðríður og Björn, Þúfu í Kjós. Góður vinur og einn okkar besti ná- granni er látinn. Kristján Mikkaels- son í Flekkudal fór í sína síðustu smölun síðastliðinn laugardag þegar kallið kom óvænt og vægðarlaust. Hrifinn burt frá fjölskyldu og vinum sem eftir sitja með spurn á vörum. Það eru ljúfar minningar sem við fjölskyldan í Eyjum II eigum um vin okkar Kristján Mikkaelsson. Sixpens- ari, vindlareykur, sposk augu en ein- beitt, yfirvaraskegg, höndin traust og hjartað hlýtt. Allt voru þetta einkenni vinar okkar. Kristján kom að Flekku- dal er hann kynntist Guðnýju og setti strax sterkan og skemmtilegan svip á okkar litla samfélag. Kristján var mikill hestamaður og ávallt vel ríðandi. Guðný og Kristján höfðu komið sér vel fyrir í Flekkudal og voru þar með hrossarækt, sauð- fjárbúskap og Kristján var að rækta upp afbragðs góða smalahunda. Kristján var því orðinn eftirsóttur smali og því má segja að fráfall hans hafi verið táknrænt fyrir hann, um- vafinn því sem átti hugann allan. Ég mun aldrei gleyma tryggð hans við mig og fjölskyldu mín er vindar blésu um okkur fyrir nokkrum árum. Kristján hafði þær einstöku gáfur að hann átti samleið með öllum. Hann var því eins og brú milli ólíkra heima, kynslóða og skoðana. Kristján var því vinsæll og aufúsugestur á hverjum bæ hér í sveit. Kristján var laghentur og góður iðnaðarmaður sem átti einkar auðvelt með viðgerðir. Þannig bjargaði hann mörgum granna sínum úr nauðum er vélar biluðu um hey- skapartímann og þá var hann ekki lengi að beygja blikk á stafn eða hurð- arkarm ef svo bar undir. Að verki loknu var svarið jafnan; „borgun nei, nei, ég á bara inni greiða“ eða „hve- nær á ég að taka þann skjótta“. Þorrablótsundirbúningur með Kristjáni og Guðnýju ásamt fleiri góð- um Kjósverjum var einstakt tilhlökk- unarefni því Kristján var mikill húm- oristi og vel hagmæltur en þó mun ég minnast hans helst fyrir annað, því sýning Kristjáns og túlkun á súlud- ansi mun sennilega engum gleymast sem þau tilþrif sáu og þá ekki bún- ingur meistarans, alveg ógleyman- legt. Kristján var félagi í Karlakór Kjalnesinga, góður bassi og oft var sungið „Nú máttu hægt“ eða „ Þú komst í hlaðið“ við ýmis tækifæri þó sérstaklega á hlaðinu í Flekkudal í hestaferð kórsins í Kjósina á vorin. En Guðný og Kristján tók af mynd- arskap á móti karlakórnum í mörg ár og fyrir það viljum við þakka nú. Umhyggja Kristjáns og aðstoð við foreldra mín er þeim minnisstæð og þau minnast góðs vinar og nágranna með mikilli hlýju. Kristján reyndist þeim hinn besti nágranni hvort sem var á degi eða nóttu, ávallt tilbúin til hjálpar auk þess sem kaffispjall með Kristjáni átti sér ekki hliðstæðu því á einu andartaki breyttist kyrrlát vetr- arkvöld í ævintýraheim þar sem frá- sagnarlist „lífskunstnersins“ var eins og pensill listmálarans sem birti ótal nýjar myndir. Sæmundur bróðir var heimagangur í Flekkudal þar sem hann og Jói eru æskuvinir og hafa brallað margt sam- an. Kristján og Guðný voru því stund- um í uppeldishlutverkinu og lögðu þeim félögum lífsreglurnar sem þeir fóru misvel eftir. Kristján naut sín vel hvort sem var við taflið eða í hróka- samræðum og smástríðni við þá félaga og var þá aldursmunur ekki til. Sæ- mundur minnist því Kristjáns sem góðs vinar og félaga er gott var að eiga að. Já, Kristjáni fylgdi ávallt birta og gleði þó svo að hann hafi kynnst mót- læti í lífinu og sjálfsagt oft þurft að bíta á jaxlinn. Kristján gerði Kjósina að betri sveit og hún verður fátækari án hans. Við kveðjum vin okkar með söknuði og þakklæti fyrir allt það góða sem hann gaf og stóð fyrir um leið og við lútum höfði í bæn og biðjum guð að styrkja fjölskyldu hans, þeirra missir er mestur og sárastur. Elsku Guðný og Jóhannes, fjölskylda Kristjáns, megi algóður guð gefa ykkur styrk í sorginni og blessa minningu Krist- jáns Mikkaelssonar. Fyrir hönd fjölskyldunnar Eyjum II, Kjósarhreppi. Ólafur M. Magnússon. Það er ótrúlegt að komið sé að kveðjustund því mér finnst ég eigin- lega nýbúin að kynnast þér sem al- vöru afa. Þó svo ég hafi alltaf þekkt þig og vitað af þér. Þér fannst ég nú á yngri árum frekar baldin af stúlku að vera, atorkumikil og uppátektarsöm í meiralagi, frekar lítið pen og prúð. Þessir eiginleikar mínir eru nú kannski einmitt það sem þú kunnir best að meta núna í fari mínu, sem ný- lega fermd, oftast pen og prúð stúlka, með hesta- og hundabakteríu og gott ef ekki kjaftinn fyrir neðan nefið, þeg- ar tækifæri gefst. Ekki leiðum að líkj- ast eða hvað? Enda hafðir þú orð á því er við hittumst síðast í Blönholtinu hjá Stínu og Gulla að þér fyndist ég hafa ýmsa góða kosti og marga þeirra frá þér, ég hafði gaman af þessari samverustund og gerði ráð fyrir því að þær yrðu brátt fleiri. Allt frá því á hestamannamótinu á Hellu 2004, er ég hitti ykkur Gunnsu óvænt, höfðu böndin milli okkar styrkst og við gert ýmis plön varðandi Þjasa, hestinn sem þið Gunnsa gáfuð mér í ferming- argjöf. En líkt og vinur þinn og Einar afi minn kveður þú þennan heim skyndilega og fyrirvaralaust þegar lífið virtist leika við þig. Þá er víst ekki annað að gera en að kveðja líka. Ég berst á fáki fráum fram um veg. Mót fjallahlíðum háum hleypi ég. Og golan kyssir kinn. Og á harða, harða spretti hendist áfram klárinn minn. (Hannes Hafstein.) Vonandi er eitthvað gott þarna hinumegin sem gerir þér kleift að þeysast áfram. Við Þjasi þeysumst svo saman á landsmót einhvern dag- inn. Fyrir mína hönd og Sindra bróður míns kveð ég og segi elsku afi, takk fyrir mig og góða ferð, þín sonardótt- ir. Andrea Ósk. Af hverju þurfa hlutirnir að breyt- ast? Af hverju getum við ekki haft allt það sem er okkur kært? Af hverju eru vinir teknir frá okkur? Margt er það í þessu lífi sem okkur finnst ósann- gjarnt, en vonandi er einhver ástæða fyrir öllu þó að við komum ekki alltaf auga á hana. Í dag erum við að kveðja kæran vin, vin sem við ætluðum að heimsækja í Flekkudal í kvöld, það var ákveðið í síðastliðinni viku þegar við ræddum lengi saman í síma. Hann ætlaði að smala í dag og sagðist verða þreyttur en aldrei svo að hann gæti ekki talað við okkur. Það var alltaf glatt á hjalla þegar Kristján var nálægur og ekki skorti umræðuefni, ekki vorum við alltaf sammála um þau málefni sem bar á góma, en aldrei brá skugga á vinskap- inn þrátt fyrir það. Sl. vor fór Guðmundur austur að Daðastöðum að ná í hvolp til Gunnars, sauðburðurinn var að byrja svo við áttum ekki bæði auðvelt með að fara að heiman, hringdum í Kristján til að vita hvort hann væri til í að skreppa, og viti menn það stóð ekki í honum að vera ferðafélagi Guðmundar í þessa tvo daga. Kristján hafði óbilandi áhuga á Border Collie smalahundum, og kynntumst við honum í gegnum starf- semi Smalahundafélagsins þar sem hann var í stjórn síðustu árin. Skarðið sem Kristján skilur eftir sig er stórt, það var svo gott að geta slegið á þráðinn og rætt málin, og allt- af hittum við vel á. Hver óttast er lífið við æskunni hlær sem ærslast um sólríka vegi, og kærleikur útrás í kætinni fær, sé komið að skilnaðardegi. Svo viðkvæmt er lífið sem vordagsins blóm er verður að hlíta þeim lögum að beygja sig undir þann allsherjardóm sem ævina telur í dögum. Við áttum hér saman svo indæla stund sem aldrei mér hverfur úr minni. Og nú ertu genginn á guðanna fund það geislar af minningu þinni. (Friðrik Steingrímsson.) Með þessum orðum langar okkur hjónin að votta ykkur öllum samúð okkar og vonum við að Guð styrki ykkur í þessari miklu sorg. Unnur og Guðmundur. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 2005 45 MINNINGAR ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Önnumst alla þætti útfararinnar Þegar andlát ber að höndum Arnór L. Pálsson framkvæmdastjóri Ísleifur Jónsson útfararstjóri Frímann Andrésson útfararþjónusta Svafar Magnússon útfararþjónusta Hugrún Jónsdóttir útfararþjónusta Guðmundur Baldvinsson útfararþjónusta Halldór Ólafsson útfararþjónusta Ellert Ingason útfararþjónusta Þökkum innilega ausýnda samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegs bróður okkar, GUNNARS GUNNLAUGSSONAR frá Syðri Sýrlæk, Suðurengi 1, Selfossi. Sérstakar þakkir til starfsfólks Neyðarlínunar, sjúkraflutningamanna og starfsfólks Sjúkrahúss Suðurlands. Ásgeir Gunnlaugsson, Óttar Gunnlaugsson, Sigríður Þorgeirsdóttir, Ingvar Gunnlaugsson, Sigrún Gunnlaugsdóttir. Innilegar þakkir til allra þeirra, er auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, stjúpföður okkar, tengdaföður og afa, ÞORKELS MÁNA ÞORKELSSONAR, Ránargötu 44, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar 7A Landspí- tala Fossvogi fyrir einstaka umönnun og hlýlegt viðmót. Kristín Jóhannesdóttir, Róbert E. Rader, Priss Rader, Dónald R. Jóhannesson, Helga Mattína Björnsdóttir, Margrét Ann Rader, Kristinn Máni Þorfinnsson og barnabörn. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, dóttur, tengdamóður og ömmu, HAFDÍSAR MATTHÍASDÓTTUR, Leirubakka 14, Reykjavík. Sérstakar þakkir fær starfsfólk á deild 13G á Landspítalanum fyrir þeirra hlýju og ummönnun. Guð blessi ykkur. Bjarki Friðgeirsson, Lilja Ólafsdóttir, Friðgeir Bjarkason, Ingibjörg Zoëga, Ísabella Björk Bjarkadóttir, Reynir Þorsteinsson, Viktor Elvar Bjarkason, Magnús Bjarkason, Þorbjörg Traustadóttir og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.