Morgunblaðið - 08.10.2005, Síða 27

Morgunblaðið - 08.10.2005, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 2005 27 DAGLEGT LÍF S N Y RT I S K Ó L I N N Í KÓPAVOGI OPIÐ HÚS LAUGARDAGINN 8. OKTÓBER Komið og kynnið ykkur áhugavert nám í snyrtifræði. Útskriftarnemendur kynna starfsemi skólans og bjóða upp á snyrtimeðferðir á vægu verði. Hægt er að panta tíma í síma 533 7900. NÝ ÖNN BYRJAR Í NÓVEMBER 2004 Snyrtiskólinn í Kópavogi er eini einkaskólinn á Íslandi á framhaldsskólastigi í snyrtifræði sem er viðurkenndur af menntamála-ráðuneytinu. Skólinn var stofnaður árið 2002 og hefur útskrifað yfir 100 nemendur, sem margir hverjir eru starfandi við fagið í dag. Skólinn leggur mikinn metnað í að útskrifa snyrtifræðinga, sem eru fremstir á sínu sviði og bjóða nemendum upp á vandaða og faglega kennslu. Lánasjóður íslenskra námsmanna (L.Í.N.) veitir fullt lán fyrir skólagjöldum og framfærslu meðan á námi stendur. Nánari upplýsingar og viðtal hjá skólastjóra eru veittar í síma 533 7900 - www.snyrtiskólinn.is Úskriftahópur ágúst 2005 ÞÆR verslanir sem mest lækkuðu vöruverð hjá sér í verðstríði á fyrri hluta ársins hafa nú dregið stóran hluta þessara lækkana til baka, seg- ir í frétt frá Verðlagseftirliti ASÍ sem birt er á heimsíðu samtakanna. Þetta kemur fram í hækkun á mat- ar- og drykkjarlið vísitölu neyslu- verðs í síðustu fjórum mælingum Hagstofunnar. Búast má við enn frekari hækkun við næstu birtingu vísitölunnar þann 12. október nk., að því er segir í fréttinni. Þegar síðasta verðkönnun verð- lagseftirlits ASÍ, frá 4. október sl., er borin saman við könnun sem gerð var þann 2. júlí sl. má sjá að vöru- verð hefur hækkað nokkuð í versl- unum Bónus, Krónunnar, Nettó og Samkaupa, en vöruverð hefur aftur á móti lækkað í verslunum Hag- kaupa, Nóatúns og í Fjarð- arkaupum. Samanburður var gerður á al- mennri neyslukörfu með mjólk- urvörum, ostum, brauðmeti, morg- unkorni, ávöxtum, grænmeti, kjöti og drykkjarvörum í könnunum í október og í júlí sl. Sýnir sam- anburðurinn að verð körfunnar hef- ur hækkað mest í Bónus, um tæp- lega 17%, í Krónunni og Nettó um u.þ.b. 6,5% og í Samkaupum um tæplega 4%. Verð vörukörfunnar lækkaði hins vegar um rúmlega 5% í verslunum Nóatúns, 4% í Hag- kaupum og tæplega 4% í Fjarð- arkaupum á milli kannana. Samhliða því að verðlækkanir lágvöruverslana hafa gengið til baka og aðrir stórmarkaðir hafa heldur lækkað vöruverð hefur und- anfarið heldur dregið úr þeim mikla mun sem í upphafi verðstríðs mynd- aðist á vöruverði milli einstakra verslana. Þessa þróun má áfram greina. Munur á hæsta og lægsta verði vörukörfunnar var þannig rúmlega 91% í könnuninni í júlí, en er nú í október talsvert minni eða 65%. Þetta kemur einnig fram ef skoðaður er munur á meðalverði vörukörfunnar og lægsta verði. Í júlí var sá munur tæplega 54% en mælist nú í október tæplega 34%. Í verðkönnuninni er aðeins um beinan verðsamanburð að ræða, en ekki er lagt mat á gæði og þjónustu söluaðila.  NEYTENDUR | Verðlagseftirlit ASÍ kannar verð matvörukörfu Verðlækkanir enn að ganga til baka < (/ (    (  =!  $ 4%(  :>U- - = -U- - ./ 5-P *P$$ P$ 5PG$ #! 2)  D    D   UMBÚÐIR sem notaðar eru utan um t.a.m. hamborgara geta innihaldið eiturefni sem geta safnast upp í nátt- úrunni. Í Svenska Dagbladet kemur fram að kanadískir vísindamenn vara nú við þessum efnum sem einnig er að finna í húsgagnaáklæði. Efnið FTOH, sem er samheiti yfir mörg efni sem hrinda frá sér vatni og fitu, er þrávirkara en DDT og er talið geta valdið umhverfisskaða í framtíð- inni. Vísindamennirnir við Carlton háskólann í Ottawa setja fram þá kenningu að efni sem notuð eru í auknum mæli til að hrinda frá vatni og fitu hafi valdið hækkuðum gildum af efninu PFOA, perflouroktansýru, hjá ísbjörnum á Suðurskautslandinu. Umrætt efni er FTOH, flourte- lomeralkohol. Vísindamennirnir telja sig hafa sannað að FTOH breytist smám saman í PFOA og önnur efni sem erfitt er að brjóta niður og eru þrávirk í umhverfinu. Sænskir vísindamenn sem rætt er við óttast að PFOA verði meira vandamál en bæði DDT og PCB. Enn er lítið vitað um áhrif efnisins en það safnast ekki fyrir í fituvef dýra eins og tvö hin síðastnefndu heldur binst prótein- um. Það getur gert það að verkum að gildi þess aukist eftir því sem hærra dregur í fæðu- keðjunni. Efnið er einnig skylt efninu PFOS, perflou- roktansulfonat, sem samkvæmt dýra- tilraunum gæti haft eitrunaráhrif á menn. Stærsti framleiðandi þessa efnis, bandaríska fyrirtækið 3M, hefur hætt framleiðslunni og til stendur að banna það, a.m.k. í Svíþjóð. Það var framleitt í sama tilgangi og FTOH nú, þ.e. að hrinda frá vatni og fitu. Og nú virðist hafa komið í ljós að FTOH hefur einnig slæm umhverfisáhrif. FTOH er t.d. notað í flesta nýja sófa og gerir það að verkum að afar auð- velt er að þurrka af þeim ef eitthvað hellist niður. Enn er óljóst hvort PFOA er eins eitrað og PFOS en í rauninni er ekki hægt að fá nákvæm svör við umhverf- isáhrifum efnanna fyrr en í framtíð- inni þegar mikið af þeim hefur safn- ast fyrir í náttúrunni, eins og segir í SvD. Varasamar matarumbúðir  MATUR Morgunblaðið/Árni Torfason

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.