Morgunblaðið - 18.10.2005, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.10.2005, Blaðsíða 4
Morgunblaðið/Golli Samtaka á beinu brautinni 4 ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR fyrir krakka“ „Da Vinci lykillinn Bók um óskýranlega hluti verður til að Petra og Calder kynnast og undarlegir atburðir taka að gerast. Ómetanlegt málverk eftir Vermeer hverfur. Áður en þau vita af eru þessi tvö börn flækt í alþjóðlegt listaverkahneyksli þar sem engir – hvorki nágrannar, foreldrar né kennarar – eru hafnir yfir grun. Þessi heillandi skáldsaga er dularfull ráðgáta, búin ljóma ævintýris og sett fram á listrænan hátt. Bókin hefur hlotið afbragðsdóma og viðurkenningar og selst í metupplögum. Warner Bros. hefur keypt kvikmyndaréttinn á sögunni. Newsweek www.jpv.is NÚ ER hægt að skoða og lesa veðurfregnir á ensku og ís- lensku á veðurvef mbl.is. Til að skoða ensku útgáfuna nægir að smella á tengil sem er hægra megin fyrir neðan kortið. Þá birtast veðurhorfur til kl 18 næsta dag ásamt því að lesa má veðurhorfur næstu daga. Veðurkortið efst á síð- unni breytir einnig um ásýnd og sýnir með myndrænum hætti spá dagsins og næstu daga. Staða tunglsins Í hægra dálki á veðurvefnum má nú einnig skoða tunglstöð- una frá degi til dags. Allar upplýsingar sem notaðar eru á veðurvef mbl.is eru fengnar frá Veðurstofu Íslands. Veðurfréttir á ensku á mbl.is FULLTRÚAR Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem heimsóttu Ísland í sumar hrósa Íslendingum fyrir efnahagslega frammistöðu á síðustu árum í skýrslu sinni um heimsóknina. Þessi árangur hefur náðst þrátt fyrir að þær umbætur sem ráðist hefur verið í í hagkerfinu ættu fyrst og fremst að stuðla að stöð- ugleika. Þeir nefna þó að helstu fjárfestingarverk- efni að undanförnu hafi leitt til óstöðugleika og mis- vægis í hagkerfinu og að þeirra mati eru mikilvægustu verkefni næstu missera að koma böndum á einkaneyslu, húsnæðismarkaðinn, við- skiptahallann og verðbólguna. Til þess að þetta sé hægt þurfa efnahagsstefnan (ríkisstjórnin) og pen- ingastefnan (Seðlabankinn) að vinna saman. Fjármál hins opinbera eru góð og skuldir þess lækka og telja fulltrúar IMF enga ástæðu til þess að ætla að sjálfbærni sé í hættu til miðlungslangs tíma. Hins vegar leggja þeir áherslu á að frekara aðhalds sé þörf í ríkisfjármálum til þess að koma í veg fyrir misvægi og þær áhættur sem því fylgja. Þessu aðhaldi má að þeirra mati ná með því að flétta saman á einhvern hátt frestun skattalækkana og frestun nýrra fjárfestinga auk þess að reyna að draga úr aukningu í samneyslu. Hvað varðar hækkun stýrivaxta Seðlabankans um 0,75 prósentustig hinn 29. september sl. er það mat fulltrúa IMF að sú lækkun hafi átt rétt á sér. Verðbólgumarkmiðið sem tekið var upp snemma árs 2001 hefur gagnast landinu vel að mati fulltrúa IMF en mat margra þeirra var að enn mætti bæta úr, meðal annars með því að auka miðlun peninga- stefnunnar til almennings. Einnig lögðu margir þeirra til að þegar núverandi uppsveifla væri í rén- un ætti að íhuga endurskoðun á vísitölu neysluverðs og fjarlæga sveiflukennda þætti, t.d. orku- og mat- vælaverð. Í skýrslunni er sérstaklega tekið fram að ekki sé átt við húsnæðisverð. Bent er á að útlánasprengja sú er hér hefur ríkt ógni fjármálastöðugleika og lögð áhersla á að hafa þurfi mikið eftirlit með fjármálageiranum. Þrátt fyrir að efnahagsreikningur fyrirtækja sé traustur felist áhættur í hækkandi eignaverði og háu skulda- hlutfalli fyrirtækja. Því er Fjármálaeftirlitið hvatt til þess að koma áætlunum sínum um strangari álagspróf í verk og ennfremur taka vaxta- og geng- isáhættu með í reikninginn. Innkoma bankanna á húsnæðismarkaðinn hefur dreift eignasafni þeirra og þar með aukið fjárhags- legan stöðugleika þeirra. Það er hins vegar mat full- trúa IMF að bankarnir gætu lent í vandræðum með að fjármagna fasteignalánasafn sitt á arðbæran hátt til meðallangs tíma litið þurfi þeir að keppa við Íbúðalánasjóð. Með tilliti til þess að samkeppni á lánamarkaði hefur leitt til þess að fasteignaverð hefur hækkað verulega og einkaneysla aukist sem síðan hefur leitt til aukinnar verðbólgu telja fulltrú- ar IMF að þörf sé á breytingu á Íbúðalánasjóði. Breytingu sem eykur stöðugleika fjármálageirans og viðheldur þeim jákvæðu þáttum sem eru í núver- andi kerfi. Fulltrúar IMF hrósuðu hinu opinbera fyrir einkavæðingu Símans og fagna því að hluta af fénu eigi að nota til þess að draga úr skuldum. Böndum komið á einkaneyslu Eftir Guðmund Sverri Þór sverrirth@mbl.is INGUNN S. Þorsteinsdóttir, hagfræðingur hjá Alþýðusambandi Íslands (ASÍ) segir að sam- tökin taki undir ábendingu Alþjóðagjaldeyr- issjóðsins um nauðsyn á auknu aðhaldi í opin- berum fjármálum. ASÍ hafi lengi kallað eftir auknu aðhaldi á þessu sviði til þess að létta á Seðlabankanum og draga úr aðhaldssamri pen- ingamálastjórn. „Mikið aðhald í peningamála- stjórn eykur á vanda útflutnings- og sam- keppnisgreinanna,“ segir Ingunn. Hún segir að ASÍ sé hlynnt skattalækkunum en telji hins vegar að tímasetning þeirra sé óhentug eins og staða mála er nú. „Þegar farið er í skattalækkanir í uppsveiflu eykur það enn frekar á þensluna,“ segir hún. Um þá ráðleggingu IMF að draga úr sam- neyslu segir Ingunn að máli skipti hvernig það er gert, en ASÍ hafi kallað eftir ábyrgari stjórn í þessum málum. Hún segir hins vegar að auð- veld leið sé sú að draga úr opinberum fram- kvæmdum meðan á þessu tímabili stendur, líkt og IMF hafi lagt til. ASÍ hafi bent á að fresta mætti framkvæmdum á borð við jarðganga- gerð og annað meðan á stóriðjuframkvæmdum standi. Lengi kallað eftir auknu aðhaldi í ríkisfjármálum ÁRNI Mathiesen fjármálaráð- herra kveðst ekki samþykkur niðurstöðu Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins um að auka þurfi aðhald í fjármálum ríkisins. Hann segist telja að aðhaldið sé nógu mikið til þess að kom- ast megi út úr „ákveðinni snú- inni stöðu í þessum málum í dag“. Árni segir að aðhaldið megi hins vegar ekki vera minna en það er nú. Eigi hins vegar að auka það sé ekki hægt að gera slíkt með því að hækka skatta nema að tak- mörkuðu leyti því skattahækk- anir hafi tiltölulega lítil áhrif á þensluna, að minnsta kosti til skemmri tíma litið. Þá hafi þær margfalt minni áhrif en það hafi að minnka útgjöldin. Horft verði á útgjaldahliðina frekar en tekjuhliðina „Þeir sem telja að við þurfum að auka aðhaldið verða þá að horfa á útgjaldahliðina frekar en tekjuhliðina,“ segir Árni. Hann bendir á að nú séu aðstæður þannig í landinu að eftirspurn eftir vinnuafli sé mikil jafnvel þótt atvinnuþátttaka sé mikil. „Þá hafa skattalækkanir þau áhrif að auka framboð á vinnu- krafti þannig að það í sjálfu sér getur haft áhrif til þess að draga úr þenslunni,“ segir Árni. Hann segir að nýjar fjárfest- ingar hjá hinu opinbera séu mun minni núna en verið hafi undan- farin ár, eða um tveir þriðju af því sem þær voru fyrir tveimur árum síðan. „Við erum búin að ganga mjög langt í þeim efnum,“ segir Árni og segist telja að menn séu komnir að þeim mörk- um sem eru skynsamleg. Hann segir að í dag sé langur vegur frá því að þensluvandi fel- ist í fjárfestingum ríkisins. „Það eru aðrar fjárfestingar sem er um að ræða,“ segir Árni og bend- ir á að einkaneyslan aukist nú mun meira en samneyslan milli ára. Aðhaldið nógu mikið Árni Mathiesen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.