Morgunblaðið - 18.10.2005, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 18.10.2005, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 2005 11 FRÉTTIR ÁHRIF hnattvæðingar og þekkingarþjóðfélags á Íslandi verða til umræðu á málþingi sem fram fer í Norræna hús- inu í dag. Stofnun stjórnsýslu- fræða og stjórnmála skipu- leggur þingið en það er haldið í tilefni af útkomu bókarinnar Hnattvæðing og þekkingar- þjóðfélag eftir Stefán Ólafsson prófessor og Kolbein Stefáns- son félagsfræðing og doktors- nema við Oxford-háskóla í Bretlandi. Bókin fjallar um þjóðfélagsbreytingar sem ganga yfir heiminn um þessar mundir og tengjast einkum út- breiðslu upplýsingatækni og breyttri þjóðmálastefnu. Meg- inmarkmiðið er að greina helstu einkenni og afleiðingar umræddra breytinga og hvar Ísland er statt í þeim. Höfundarnir munu flytja erindi á málþinginu þar sem gerð verður grein fyrir helstu einkennum þjóðfélagsbreyt- inganna og þær ræddar með hliðsjón af helstu kenningum fræðimanna á sviði hnattvæð- ingar og þekkingariðnaðar. Sérstök áhersla verður lögð á aukið viðskiptafrelsi og fram- farir á sviði upplýsingatækni og fjallað um áhrif þeirra á ýmsa þætti mannlífsins, að því er fram kemur í tilkynningu vegna þingsins. Þá verður á þinginu fjallað um viðbrögð þjóða við hinu nýja umhverfi hnattvæðingar og þekkingarþjóðfélags. Sér- stök grein verður gerð fyrir ólíkum leiðum Bandaríkja- manna og Skandinava og spurt hvor leiðin sé farsælli fyrir þróun lífskjara almenn- ings. Að loknum erindunum gefst tækifæri til fyrirspurna og umræðna. Málþingið stendur frá klukkan 12.10–13.30 og stjórnandi verður Margrét S. Björnsdóttir forstöðumaður. Málþing um hnatt- væðingu og þekkingar- þjóðfélag ágreiningur um það. „Allavega hefur hann ekki verið við okk- ur,“ segir Steingrímur en bæt- ir því að þetta þýði ekki að VG skrifi upp á hvað sem er. Í þessu máli sé það Sjálfstæðis- flokkurinn sem hafi þörf á að líta í eigin barm, enda hafi þeir unnið málstaðnum stórkost- legt ógagn með framgöngu sinni í fjölmiðlamálinu síðasta sumar. Hann hafi vonast til þess að eftir að málin komust í nýjan og betri farveg væru menn að taka upp ný vinnu- brögð sem gætu leitt til árang- urs. Það hafi þó ekki verið að heyra á fráfarandi formanni Sjálfstæðisflokksins, þar sem hann hafi talað í ræðu sinni um helgina um niðurstöðu fjöl- miðlanefndarinnar sem meira og minna handónýta. „En auð- vitað skulum við bíða og sjá hvað verður. Það er alveg ljóst af okkar hálfu að við erum tilbúin að skoða skynsamlegar leikreglur í þessum efnum,“ segir Steingrímur. Aukinn þingmeirihluti Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokks- ins, segist vera andvígur því að 26. grein stjórnarskrárinnar verði felld út en jákvæður í FORMENN stjórnarand- stöðuflokkanna eru andvígir því að fella 26. grein stjórnar- skrárinnar úr gildi eins og ályktað var um á landsfundi Sjálfstæðisflokksins um síð- ustu helgi. Í 26. grein stjórn- arskrárinnar er kveðið á um rétt forseta til að skrifa ekki undir lög og senda þau þannig til þjóðaratkvæðagreiðslu. Leiðtogar stjórnarandstöð- unnar eru hins vegar jákvæðir í garð þess að auka heimildir til þjóðaratkvæðagreiðslna al- mennt og telja það vel geta far- ið saman að bæði forseti og þjóðin geti borið mál undir þjóðina. Þá er samhljómur meðal stjórnarandstöðunnar fyrir því að setja lög um fjöl- miðla, eins og raunar kom fram í skýrslu þverpólitískrar fjölmiðlanefndar. Ekki til framdráttar Ályktun landsfundar Sjálf- stæðisflokksins um að fella úr gildi synjunarvald forseta Ís- lands er ekki til framdráttar starfi stjórnarskrárnefndar, segir Steingrímur J. Sigfús- son, formaður Vinstrihreyfing- arinnar – græns framboðs. „Ef þetta eru einhverjir úr- slitakostir af hálfu sjálfstæðis- manna þá eru það auðvitað talsverð tíðindi fyrir þá vinnu,“ segir Steingrímur og bætir því við að hann sé ósammála orða- lagi ályktunarinnar, um að óhjákvæmilegt sé að málskots- réttur forseta falli niður. Hins vegar sé það auðvitað hugsan- legt að umgjörð þessa réttar breytist eitthvað í endurskoð- un stjórnarskrárnefndar. Hann segir tiltölulega óljóst og veikt orðalag ályktunarinn- ar um að skoða beri upptöku almenns ákvæðis um þjóðarat- kvæðagreiðslu hafa vakið at- hygli sína. „Ber að skilja þetta þannig að þeir telji jafnvel koma til greina að fella mál- skotsrétt forsetans niður si svona án þess að önnur ákvæði komi í staðinn? Það væru nú tíðindi,“ segir Steingrímur og tekur fram að hann líti ekki svo á að þetta tvennt séu and- stæður, enda séu mörg dæmi um það í stjórnarskrám ann- arra ríkja að ákvæði um þjóð- aratkvæðagreiðslur og synjun- ar- eða „bremsuvald“ þjóð- höfðingjans fari saman. Þarf að líta í eigin barm Varðandi ályktanir um fjöl- miðlalöggjöf segir Steingrím- ur að í sjálfu sér sé ekki mikill garð þess að taka upp heim- ildir til þjóðaratkvæða- greiðslu. Hann segist geta séð fyrir sér þá útfærslu að mál fari aftur til þingsins ef forseti skrifar ekki undir lög eða ef til- tekinn fjöldi kosningabærra manna óskar eftir því. Þingið yrði þá að samþykkja lögin með auknum meirihluta. „En ég er ekki hlynntur því að taka þetta ákvæði út, það hefur nú ekki komið til þess nema einu sinni í 60 ár að því sé beitt og ég sé ekki stórkost- lega hættu í því að þetta sé inni,“ segir Guðjón. Aðspurður hvort þessi ályktun komi til með að hafa áhrif á starf stjórnarskrár- nefndarinnar, segir Guðjón að hún geti sett stífari pressu á það hvernig málin þróast. „Ef það er ófrávíkjanlegt skilyrði af hálfu Sjálfstæðisflokksins að þetta umboð verði tekið af forsetanum, þá held ég að það sé ekki mikið um sátt í nefnd- inni.“ Þegar hann er inntur eftir viðbrögðum við ályktun um fjölmiðlalöggjöf segir Guðjón ljóst að sátt hafi náðst um það í fjölmiðlanefndinni að setja ákveðnar skorður við eignar- haldi á fjölmiðlum. „Ég átta mig ekki alveg á því hvað þessi framsetning myndi þýða í því máli. Mun frumvarpið, þegar það kemur, vera allt öðruvísi en lesa mátti úr starfi nefnd- arinnar? Ef svo verður er hætt við því að málið sé komið í upp- nám.“ Málskotsréttur, ekki synjunarvald Ingibjörg Sólrún Gísladótt- ir, formaður Samfylkingarinn- ar, segir það lýsandi fyrir ályktun Sjálfstæðisflokksins að talað sé um synjunarvald forseta. „Ég hef alltaf litið svo á þetta sé málskotsréttur, rétt- ur forsetans er að skjóta lög- um til þjóðarinnar,“ segir Ingi- björg. Hún lítur hins vegar svo á að ekki sé um það ágrein- ingur að taka upp ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur í stjórnarskrá. „Ég lít svo á að taka eigi upp í stjórnarskrá sjálfstætt ákvæði, sem gæti bæði gefið ákveðnum hluta þingmanna og ákveðnum hluta þjóðarinnar heimild til að fara fram á þjóð- aratkvæðagreiðslu,“ segir Ingibjörg, sem getur hugsað sér að litið verði til dönsku stjórnarskrárinnar. „Ákveðinn hluti þingmanna geti óskað eftir þjóðaratkvæðagreiðslu og að með tilteknum fjölda undirskrifta geti þjóðin farið fram á það líka. Mér finnst að forsetinn geti farið með þetta vald engu að síður og ég sé ekki að það þurfi að útiloka hvert annað, þ.e. þing, þjóð og forseti.“ Í ályktun landsfundarins um fjölmiðlalöggjöf er skorað á Al- þingi að setja lög sem tryggi sjálfstæði íslenskra fjölmiðla. Ingibjörg telur þetta endur- speglast í starfi fjölmiðla- nefndarinnar sem vann á síð- asta vetri. „Niðurstaða þeirrar nefndar var að við tilteknar að- stæður þá þyrfti að setja þessu skorður, til þess að reyna að tryggja fjölbreytni á markaði,“ segir Ingibjörg. Aðspurð um ummæli fráfarandi formanns Sjálfstæðisflokksins um skýrslu fjölmiðlanefndarinnar segir hún ekki hafa heyrt neinn annan segja það. „Og ég get ekki lesið út úr þessari ályktun að það sé verið að hafna þeirri niðurstöðu sem þessi þverpólitíska nefnd komst að.“ Vilja halda 26. grein stjórnarskrárinnar inni Á landsfundi Sjálfstæðis- flokksins um helgina var m.a. ályktað um að fella úr gildi 26. grein stjórnar- skrárinnar og nauðsyn rammalöggjafar um fjöl- miðla. Árni Helgason ræddi við leiðtoga stjórnarandstöðunnar, sem vilja halda í 26. greinina en eru sammála um nauðsyn fjölmiðlalöggjafar. arnihelgason@mbl.is Steingrímur J. Sigfússon Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Guðjón A. Kristjánsson „ÉG ER þeirrar skoðunar, að einkavæðing eða sala Landsvirkjunar sé ekki á dagskrá af hálfu Framsóknarflokksins,“ segir Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokks- ins og landbúnaðarráðherra, þegar hann var inntur eftir viðbrögðum við ályktun lands- fundar Sjálfstæðisflokksins um Landsvirkj- un. Í ályktuninni kom fram að huga skuli að einkavæðingu að minnsta kosti hluta af starfsemi Landsvirkjunar. „Landsvirkjun er gríðarlega aflmikið fyr- irtæki í eigu þjóðarinnar og hefur komið hér miklu í kring. Við erum þeirrar skoðunar að orkufyrirtækin séu fremur samfélagsleg eign og jafnvel þótt menn þurfi að gera ein- hverjar breytingar á því umhverfi, þá er það alveg skýrt í okkar flokki að við höfum ekki fallist á neina einkavæðingu,“ segir Guðni. Hann telur hins vegar eðlilegt að fara yfir hvernig haga megi samkeppni á þeim mark- aði, þannig að neytendur njóti í ríkari mæli þess að þar ríki samkeppni um verð og þró- un mála. Synjunarvaldið pólitískt átakamál Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins var jafn- framt ályktað um að fella úr gildi 26. grein stjórnarskrárinnar. Guðni segir að þetta ákvæði verði sjálfsagt til umræðu í vinnu stjórnarskrárnefndar og um leið lýðræðisleg- ur réttur almennings til að koma að málum með þjóðaratkvæða- greiðslu. „Mín viðbrögð eru auð- vitað þau að ég hygg að þessi réttur sem forsetinn hefur haft sé nú í augum margra, bæði í Framsókn- arflokknum og í öðrum flokkum, dálítið heilagur, þótt menn hafi ekki verið alveg sáttir við það sem gerðist síðasta sumar. Ég býst því við að þetta sé pólitískt átakamál en á þessari stundu er auðvitað bara rétt að sjá hver nið- urstaða stjórnarskrárnefndarinnar verður. Það er auðvitað alveg ljóst í mínum huga að um forsetaembættið verður að ríkja friður og samstaða bæði stjórnmálaflokkanna og þjóðarinnar,“ segir Guðni. Þegar hann var inntur eftir viðbrögðum við ályktun Sjálfstæðisflokksins um að setja lög um fjölmiðla segir Guðni það vera al- mennan vilja stjórnmálaflokka að vinna gegn hringamyndun og ekki síður hitt, að tryggja frelsi fjölmiðla. „Mér finnst mjög líklegt að menn vilji eiga hlutlausa fjölmiðla, þar sem það er tryggt að enginn einn eigi þar of- urvald. Ég tel það líka mikilvægt fyrir fyr- irtækin í landinu að þau séu hvorki vænd um að hafa þar áhrif né vald í krafti eignarhluta, því fjölmiðlar eru hverri þjóð mikilvægir.“ Guðni Ágústsson um ályktanir landsfundar Einkavæðing Lands- virkjunar ekki á dag- skrá Framsóknar Guðni Ágústsson Á MÁLÞINGI Samhjálpar kvenna í Norræna húsinu í kvöld mun Ása Ásgeirsdóttir Cetti, yfirlæknir í brjósta- krabbameinsskurðlækningum í Mamma Center í Vejle í Dan- mörku, flytja erindi sem hún kallar Frá forvörnum til end- urhæfingar. Mun erindi Ásu fjalla um nýja tíma í brjóstakrabba- meinsskurðlækningum og seg- ir Ása að í nánustu framtíð verði nýjar aðferðir teknar upp við skurðaðgerðir á brjóstakrabbameini. Mun brjóstaskurðaðgerðum og lýtalækningum vera blandað saman í meiri mæli en áður hefur verið gert. Segir hún skurðlækna þá geta leyft sér að taka stærri hluta úr brjósti með sama og jafnvel betri ár- angri en áður. Notuð eru snið sem lýtalæknar hafa notað til þess að forma brjóst, til dæmis þegar verið er að minnka brjóst. Þá geta brjósta- krabbameinsskurðlæknar einnig formað heilbrigða brjóstið til samræmis við brjóstið sem fjarlægja þurfti hluta af ef það hefur minnkað við aðgerðina. Kallast þessi nýja aðferð onkoplastik og er Ása nýkomin frá Ítalíu þar sem hún kynnti sér þessa að- ferð ítarlega. Erindið mun einnig fjalla um endurhæf- ingu fyrir brjósta- krabba- meinssjúkl- inga og þýðingu end- urhæfingar fyrir þjóðfélagið. Segir Ása Ítalíu og Svíþjóð standa fram- arlega í endurhæfingaráætl- unum fyrir konur svo þær fái hjálp við að fóta sig aftur í líf- inu eftir aðgerð. Segir Ása vanta fleiri meðferðarúrræði hér á landi, til dæmis öfluga endurhæfingar- og þjónustu- miðstöð. Mun hún fjalla um hvaða aðferðir hægt sé að nota til endurhæfingar og segir hún að óhefðbundnar lækningar skili oft miklum árangri. Á Ítalíu og í Svíþjóð og Dan- mörku segir hún að oft sé not- ast við óhefðbundnar lækn- ingar, ekki sé endilega mikilvægast hvað aðferðin heiti og hver veiti hana heldur hvaða árangri hún skili. Þá segir hún skilning hér á landi á óhefðbundnum lækningum oft ekki mikinn. Hvað forvarnir varðar segir Ása það alltaf koma betur og betur í ljós hve mikla þýðingu þær hafa og mikilvægt sé að konur þekki hvaða forvarnir boðið sé upp á í þjóðfélaginu. Hún segir að ekki þýði að gef- ast upp þótt alltaf sé einhver hluti kvenna sem ekki komi í krabbameinsskoðun, halda verði áfram að kynna forvarn- arstarf og hvetja konur til að panta tíma hjá Leitarstöðinni. Ása fékk árið 2002 verðlaun- in Gyllta skurðhnífinn (Gyldne skalpel) í Danmörku sem eru heiðursverðlaun veitt af danska heilbrigðisráðuneytinu til einstaklinga sem sýnt hafa framtakssemi og frumkvæði hvað varðar dönsk heilbrigð- ismál. Var hún fyrst til að hljóta þessi verðlaun í Dan- mörku. Málþingið er hluti af árverk- niátaki um brjóstakrabbamein þar sem frætt er um sjúkdóm- inn og konur hvattar til að nýta sér boð Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins um röntgenmyndatöku og hefst kl. 20. Aðrir sem til máls munu taka eru Baldur F. Sigfússon, yfirlæknir á Leitarstöðinni og Ásgerður Sverrisdóttir, krabbameinslæknir á Land- spítalanum. Umræður munu fara fram að þeim loknum. Ása Ásgeirsdóttir Cetti Nýjar aðferðir við skurðaðgerðir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.