Morgunblaðið - 18.10.2005, Blaðsíða 35
ingur, greind kona og ljóðelsk og af-
ar skemmtileg, sem kappkostaði að
halda tryggð við frændgarð sinn.
Margs er nú að minnast, sem ekki
verður í letur fært. Í huga mínum
mun alltaf verða birta og gleði yfir
minningu hennar. Ég sendi innileg-
ar samúðarkveðjur frá mér og fjöl-
skyldu minni til barna hennar og
fjölskyldna þeirra. Blessuð sé minn-
ing Sólveigar Jónsdóttur.
Vilhjálmur Kr. Andrésson.
Mikil vinkona mín Solveig Jóns-
dóttir – Dollý er fallin frá. Ég átti
því láni að fagna að eiga vin í þessari
umbúðalausu konu, þessu kvikusára
næmi sem kenndi svo til þegar aðrir
þjáðust að hún afbar það varla.
Kynni mín af henni hófust í gegnum
vináttu við börn þeirra, einkum Ás-
dísi dóttur þeirra, sem leiddi til þess
að ég var mikill heimagangur heim-
ili Solveigar og Ásbergs heitins Sig-
urðssonar borgarfógeta.
Solveig var engin hversdags-
manneskja. Hún gaf umhverfi sínu
virðulega reisn. Framhjá henni var
aldrei litið. Hnarreist var hún og
upplitsdjörf. Hún hafði fríðan og
heiðan svip, en fullkomlega laus við
alla tilgerð eða hálfvelgju. Alltaf lit-
rík og skemmtileg. Lundin var ör,
skapið mikið og heitt en hlý og gjöf-
ul. Hún var vel að sér um menn og
málefni. Henni varð ekki orða vant
þegar hún varði þann málstað sem
henni var hugstæður. Hún var eins
og sápuþveginn heiðarleiki einstak-
lingsframtaksins og taldi að þannig
mætti mest ávinnast til almennings-
heilla. Þegar hún tók til máls duldist
engum að hér talaði enginn viðvan-
ingur. Orðin spruttu óhikuð af
vörum hennar, setningarnar felldar
í fast mót, tungutakið þegar íslensk-
an er hvað tærust. Oft harmaði ég
það að Sjálfstæðisflokkurinn hefði
ekki borið gæfu til að ráða þessa
ágætu konu sem faranderindreka
sinn um landið til að flytja fagnaðar-
erindið eins og Páll postuli gerði
forðum.
Kynni mín af heimili Solveigar og
fjölskyldu hennar fæ ég aldrei full-
þakkað. Né Solveigu á mikilsverðu
skeiði ævinnar. Við ætluðum að hitt-
ast þegar hún losnaði af sjúkrahús-
inu, en hún fór nú aðra för. Sé eitt-
hvert eilífðarland handan fjalla bíða
hennar vísast nánir ættingjar sem
fóru á undan, og vel mætti hugsa
sér að þau sætu við guðaveigar, Sig-
urlína dóttir hennar og Ásberg eig-
inmaður Solveigar og hjá þeim
Pálmi í Hagkaup, tvíburabróðir
hennar, með blik í auga. Sé þetta
land ekki til er myndin samt á sín-
um stað
Sigríður Ingvarsdóttir.
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 2005 35
MINNINGAR
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
PÁLMI EYJÓLFSSON
fyrrv. sýslufulltrúi,
Hvolsvegi 19,
Hvolsvelli,
verður jarðsunginn frá Selfosskirkju laugardaginn
22. október kl. 11.00 fyrir hádegi.
Jarðsett verður í Stórólfshvolskirkjugarði á Hvolsvelli.
Að athöfn lokinni vonumst við til að sjá sem flesta í hádegisverði í Félags-
heimilinu Hvoli, Hvolsvelli, kl. 13.00.
Margrét Jóna Ísleifsdóttir, Guðríður Björk Pálmadóttir,
Ingibjörg Pálmadóttir, Haraldur Sturlaugsson,
Ísólfur Gylfi Pálmason, Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug vegna and-
láts og útfarar föður okkar,
JÓNS EARNEST HENSLEY,
Þverholti 1,
Akureyri.
Sérstakar þakkir til starfsfólks lyfjadeildar 1 á
Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri og heima-
hlynningar á Akureyri.
María Hensley,
Helga Jónsdóttir,
Erla Björk Jónsdóttir,
Jón Þorri Jónsson,
Dórothea Jónsdóttir,
Hjördís Jónsdóttir,
Rúnar Guðni Kellog
og fjölskyldur.
Elskulegur faðir okkar, fósturfaðir, tengdafaðir, afi
og langafi,
KRISTJÁN EINARSSON,
Grænugötu 12,
Akureyri,
verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju fimmtu-
daginn 20. október kl. 13.30.
Kristbjörg Kristjánsdóttir, Stefán Sigurðsson,
Guðfinna Kristjánsdóttir, Kristján Magnússon,
Árvök Kristjánsdóttir,
Einar Kristjánsson, Sólveig Guðmundsdóttir,
Ársæll Kristjánsson, Dóra Kristjánsdóttir,
Heiðrún Kristjánsdóttir,
Ásta Sigurðardóttir, Vilhjálmur Þ. Snædal,
Haukur Arnar Árnason, Sveinbjörg Harðardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Minningarathöfn verður haldin um ástkæran son,
föður og bróður,
BJARNA ÞÓRI ÞÓRÐARSON,
síðast til heimilis í
Thysted,
Jótlandi,
Danmörku,
sem lést miðvikudaginn 5. október, í Fríkirkjunni í
Reykjavík fimmtudaginn 20. október kl. 13.00.
Þórður Vilhjálmsson,
Ægir Máni Bjarnason,
Álfrún Auður Bjarnadóttir,
Ísak Logi Bjarnason,
Þórdís Þórðardóttir,
Ægir Þórðarson, Guðbjörg Sigurbjörnsdóttir,
Kristín Þórðardóttir,
Inga Hildur Þórðardóttir.
Elskulegur faðir okkar, afi og langafi,
GILBERT BENJAMÍN FABER,
Sunnuflöt 43,
Garðabæ,
sem lést fimmtudaginn 13. október, verður
jarðsunginn frá Grafarvogskirkju föstudaginn
21. október kl. 15.00.
Donald Faber, Berta Faber,
Bruce Faber, Brian Faber.
Síminn hringdi og
Björg segir mér:
„Mamma fór í nótt.“
Þó ég hafi átt von á þessu þá fyllt-
ist ég hryggð. Kvöldið áður var ég
að skoða myndaalbúmið mitt og í
einu hólfi eru tvær myndir. Dag-
inn sem sú fyrri var tekin man ég
eins og það hefði gerst í gær. Það
var sólbjartur maídagur í Siglu-
firði og við vorum að koma heim
úr enskuprófi. Er við komum að
heimili Sissu kom Helga mamma
Sissu út á tröppurnar og hrópaði:
„Stelpur, stelpur, stríðið er búið.
Það er kominn friður.“ Við hlógum
og föðmuðumst og í tilefni þessara
miklu og góðu frétta fórum við á
ljósmyndastofu og létum taka
mynd af okkur.
Hin var tekin árið 2000 og erum
við þar tvær konur sem erum bún-
ar að lifa og starfa, mæta gleði og
sorgum lífsins, eignast börnin okk-
ar, missa makana, en samt brosum
við áfram. Minningarnar hrannast
upp. Skólaárin ljúfu á kirkjuloft-
inu. Er skóla lauk fór Sissa í
Verzlunarskólann, en ég að vinna í
Reykjavík. Oft kom hún eftir skóla
til mín í vinnuna. Þegar hún fór
svo til náms í Kaupmannahöfn
skrifuðumst við á. Okkur stelp-
unum fannst hún svo óralangt í
burtu en svo ævintýralegt að vera
í námi í Kaupmannahöfn. Okkur
stelpunum fannst svo mikið til um
þetta að utan á bréfin skrifuðum
við fröken Sigurlaug Barðason.
Virðulegt skyldi það vera við
siglda stúlku sem var að mennta
sig í framandi landi. Ég held ég
hafi verið sú fyrsta sem hún trúði
fyrir að hún væri búin að hitta svo
sætan og góðan strák sem væri
kallaður Daddi.
Svo tók alvara lífsins við. Við
giftum okkur og bjuggum sín í
hvorum landshlutanum lengi vel.
Þá var tíminn sem fór í ferðir milli
landshluta miklu lengri en í dag og
því virkaði fjarlægðin meiri. Við
SIGURLAUG
BARÐADÓTTIR
✝ SigurlaugBarðadóttir
fæddist í Reykjavík
20. maí 1931. Hún
andaðist á líknar-
deild Landakots-
spítala 13. septem-
ber síðastliðinn og
var útför hennar
gerð frá Kópavogs-
kirkju 23. septem-
ber.
fylgdumst alltaf vel
hvor með annarri, lít-
il jólakveðja var kær-
komin og smá fréttir
af og til.
Síðustu árin eftir
að ég kom til Reykja-
víkur var sambandið
meira. Ótal símtöl og
eitt og eitt matarboð.
Hér í glugga mínum
stendur fallegur vasi
sem hún færði mér
síðast þegar hún kom
í heimsókn. Hann er
mér mikils virði og
eitt brotið í ljúft safn minning-
anna.
Við Sissa vorum þremenningar
og ég var alltaf svo stolt af þessari
fallegu og prúðu frænku minni
sem var líka svo einstaklega fáguð
í framkomu. Svo veiktist hún af
krabbameininu. Í símtali við mig
sagði hún „Ég verð nú áfram með
hann Guttorm minn,“ en það kall-
aði hún stomapokann. Í annað
skipti var hún að segja mér hvern-
ig þetta gengi fyrir sig. Þá sagði
hún: „Sirra mín, þetta er ekkert
fyrir mig kerlinguna, en ungu kon-
urnar sem eru með mér í meðferð
og eiga ung börn.“ Ekki var nú
kvartað mikið.
Ég heimsótti hana eftir að hún
var komin á líknardeildina, að vísu
bara einu sinni því ég tók svo
nærri mér að sjá að hverju stefndi.
Sú stund er gimsteinn í sjóði
minninganna. Ég var sest upp í
rúmið hjá henni. Við rifjuðum upp
er við 15 ára stóðum saman við
kassana sumarið 1946 að salta síld.
Oft vorum við þreyttar enda
hvorki matar- né kaffitími og orðið
pása þekktist ekki. Við töluðum
um skólaárin, Siglufjörð og glens
og gaman. Þrátt fyrir að Sissa hafi
verið orðin helsjúk og vitandi að
skammt væri eftir var hún kát,
glettin og með gamanmál á vör.
Þessi stund var mér dýrmæt og
þannig mun ég alltaf minnast
Sissu.
Þetta litla vísukorn segir betur
en ég get orðað sjálf það sem í
huga mér býr:
Við áttum hér saman svo indæla stund,
sem aldrei mér hverfur úr minni,
og nú ertu genginn á guðanna fund,
það geislar af minningu þinni.
(Fr. St. frá Grímsstöðum.)
Takk fyrir allt, kæra frænka.
Sigrún Clausen.
Á þessum tíma kröfðust störf út-
réttamanna fyrirhyggju og mikillar
ábyrgðar um langan rekstur fjár-
ins áður en horfið var að bílflutn-
ingi eins og nú er tíðast gert.
Utan þess, sem hér hefur verið
frá sagt, sinnti Þórarinn lítið eða
ekki félagsmálum.
Hann tók ekki þátt í hvers konar
almennum mannfundum, en var
glaður og góður viðmælandi hvar
sem leiðir hans lágu í daglegu
amstri. Að þessu leyti fór hann sín-
ar eigin leiðir, allt til síðustu stund-
ar.
Þórarinn Þorleifsson missti eig-
inkonu sína Helgu Kristjánsdóttur
árið 1998. Að því skeðu fargaði
hann skepnum sínum og fór til
vistar á Heilbrigðisstofnuninni á
Blönduósi þar sem hann virtist una
vel hag sínum. Brottför hans kom
snöggt og án sýnilegs fyrirvara.
Vísa föður hans Þorleifs Jónssonar
kom í hugann:
Lífið gegn um ljúft í sprett,
lítt ég kenni meina.
Flýg ég eins og fuglinn létt,
frjáls á milli greina.
Þannig er gott að lifa og kveðja.
Undirritaður þakkar Þórarni langa
og trausta samleið, allt frá því að
við vorum báðir ungir að árum.
Fjölmörgum afkomendum hans og
venslafólki votta ég virðingu og
samhug.
Grímur Gíslason.
Sigríður Jóhannes-
dóttir starfaði um ára-
bil fyrir orlofsbúðir starfsmanna
Landsbanka Íslands. Hennar hlut-
verk var umsjón orlofshúsa og ekki
hvað síst að þjónusta starfsmenn
bankans, sem voru á leið í hvíldardvöl
í einhverju af hinum mörgu orlofshús-
um bankans. Vegna starfa sinna var
hún gjarnan kölluð Sigga „holliday“.
Starf hennar var ekki einfalt oft á tíð-
um og það hefur vafalaust verið mikið
mál að halda utan um allar úthlutanir
í spjaldskrá eins og gert var á árum
áður. Úthlutun og úrvinnsla hennar
var öll handunnin og því mikið starf.
Með tilkomu tölvuúthlutunar var
starf hennar sameinað skrifstofu-
starfi félagsins. Eftir það hóf hún
SIGRÍÐUR
JÓHANNESDÓTTIR
✝ Sigríður Jó-hannesdóttir
fæddist að Saurum í
Helgafellssveit 8.
júní 1939. Hún and-
aðist á krabba-
meinslækningadeild
Landspítalans 18.
september síðastlið-
inn og var útför
hennar gerð frá
Dómkirkjunni 28.
september.
störf í Austurbæjar-
útibúi bankans. Hún
var enn í húsinu og því
voru samskiptin áfram
til staðar.
Sigríður var glæsi-
leg kona og ákaflega
þægileg í öllum sam-
skiptum. Hún hætti
störfum hjá bankanum
kát og glöð og full eft-
irvæntingar á leið til
fjarlægra landa með
nýju ástinni í lífi sínu.
Við fréttum af henni
glaðri og ánægðri í suð-
lægri álfu. Því miður dró ský fyrir
sólu allt of fljótt og Sigríður veiktist af
sínu banameini. Hún var samt alltaf
bjartsýn og gerði það sem hún ætlaði
sér.
Stjórn félags starfsmanna Lands-
banka Íslands kveður Sigríði með vin-
semd og virðingu og þakkar um leið
farsæl störf hennar í þágu starfs-
manna bankans.
Við færum sambýlismanni hennar,
Birni Dagbjartssyni, og börnum
hennar og fjölskyldu samúðarkveðj-
ur.
F.h. FSLÍ,
Helga Jónsdóttir og
Sigríður Friðgeirsdóttir.