Morgunblaðið - 18.10.2005, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 18.10.2005, Blaðsíða 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Sýnd kl. 4 ísl.tal Göldrótt gamanmynd! Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15  S.V. / MBL Sýnd kl. 4 í þrívídd Sýnd kl. 6 B.i. 14 ára RACHEL McADAMS CILLIAN MURPHY Hrikalega hraður háloftatryllir með Jamie Foxx, Josh Lucas og Jessicu Biel í aðalhlutverkum. HÖRKU SPENNUTRYLLIR FRÁ WES CRAVEN LEIKSTJÓRA SCREAM MYNDANNA. Í 36.000 FETUM VARÐ HENNAR VERSTA MARTRÖÐ AÐ VERULEIKA. Topp5.is  S.V. / MBL Sýnd kl. 3.40 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.40 B.i. 14 ára FRÁ FRAMLEIÐENDUM THE PROFESSIONAL OG LA FEMME NIKITA FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA SÁ BESTI Í BRANSANUM ER MÆTTUR AFTUR! kl. 4, 6, 8 og 10 Topp5.is Sýnd kl. 6, 8 og 10 B.i. 14 ára  S.V. / MBL Sýnd kl. 8 og 10 B.i. 14 ára Sýnd kl. 5.45 B.i. 14 ára FRÁ FRAMLEIÐENDUM THE PROFESSIONAL OG LA FEMME NIKITA FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA SÁ BESTI Í BRANSANUM ER MÆTTUR AFTUR! Sýnd kl. 8 og 10 B.i. 16 ára Frá leikstjóranum David Cronenberg kemur ein athyglisverðasta mynd ársins. Viggo Mortensen, Maria Bello, Ed Harris og William Hurt fara á kostum í þessari frábæru spennumynd. Tom Stall lifði fullkomnu lífi... þangað til hann varð að hetju. Miða sala opn ar kl. 17.15 Sími 551 9000 OG FRÁ FRAM- LEIÐENDUM Sjáið Wallace & Gromit í sinni fyrstu bíómynd. Frábær skemmtun fyrir alla RACHEL McADAMS CILLIAN MURPHY HÖRKU SPENNUTRYLLIR FRÁ WES CRAVEN LEIKSTJÓRA SCREAM MYNDANNA. Í 36.000 FETUM VARÐ HENNAR VERSTA MARTRÖÐ AÐ VERULEIKA. Sími 564 0000í i Miða sala opn ar kl. 15.15i l l. .30  VJV Topp5.is Kóngurinn og Fífl ið, XFM ATH! Á undan myndinn er stuttmyndin “Madagascar Mörgæsirnar halda í jólaleiðangur sýnd. Skemmtileg ævintýramynd með íslensku tali. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10 B.i. 16 ára HLJÓMSVEITIRNAR The Zutons, Annie, Architecture in Helsinki, Rass, Mitchell Brothers, Hjálmar, Daníel Ágúst og Jeff Who? eru á meðal þeirra sem eiga lög á sér- stökum hátíðardiski Iceland Air- waves sem kemur út í dag. Disk- urinn ber einfaldlega nafnið Iceland Airwaves 05 og inniheldur tuttugu lög með jafn mörgum listamönnum sem koma fram á hátíðinni í ár. Diskurinn er sagður bera keim af þeirri alþjóðlegu stöðu sem hátíðin hefur náð en útlendir listamenn hafa aldrei verið fleiri. Diskurinn verður seldur í Upplýs- ingamiðstöð Airwaves sem í ár verð- ur staðsett í Hressingarskálanum við Austurstræti, á völdum tónleika- stöðum og í plötuverslunum Reykja- víkur. Verð 2.000 krónur. Iceland Airwaves ’05 1. The Zutons (UK) - Don’t Ever think (too much). 2. Annie (NO) - Heartbeat 3. Lo-Fi Fnk (SE) - Change Channels. 4. The (International) Noise Conspiracy (SE) - Black Mask. 5. Rass (IS) - Kárahnjúkar. 6. The Viking Giant Show (IS) - Party at the White House. 7. Mitchell Brothers (UK) - Rout- ine Check (featuring Kano & The Streets). 8. Hjálmar (IS) - Og mig langar í kærustu. 9. The Rushes (UK) - I Swear. 10. José Gonzáez (SE) - Crosses. 11. AMPOP (IS) - Eternal Bliss. 12. Daníel Ágúst (IS) - If You Leave Me Now. 13. Au Revoir Simone (US) - Thro- ugh the Backyards. 14. Architecture in Helsinki (AUS) - Do the Whirlwind. 15. New Radio (US) - The Miracle. 16. The Union of Knives (UK) - Evil Has Never. 17. Jeff Who (IS) - Faces. 18. Bang Gang (IS) - Find What You Get. 19. Ghostigital (IS) - Not Clean (feat. Mark E. Smith). 20. Gus Gus (IS) - If You Don’t Jump Your English. Tónlist | Hátíðardisk- ur Iceland Airwaves Alþjóð- legt yfirbragð JOSÉ González er einn þeirra tónlistarmanna sem koma fram á Iceland Airwaves hátíðinni í ár. José er sænskur ríkisborgari, fæddur árið 1978 í Svíþjóð en eins og nafnið gefur til kynna á hann ættir að rekja til Rómönsku-Ameríku, nánar tiltekið Argentínu. José segir að á heimili hans hafi verið gítar sem hann glamraði á þeg- ar hann var yngri en að tónlistaráhuginn hafi fyrst vaknað fyrir alvöru þegar faðir hans kom heim einn daginn með nótnabók með lögum Bítlanna og sígildum bossa nova-lögum. José lýsir tónlist sinni sem einfaldri trúba- dúra-tónlist; hann spili á gítar og syngi en að töluverðu leyti teygi hann sig eftir klassískum og suður-amerískum áhrifum við lagasmíð- arnar. „Þrátt fyrir að ég hafi lært klassískan gít- arleik taldi ég mig aldrei eiga neina framtíð í þeim geira. Að einhverju leyti var ég orðinn of gamall til að geta keppt við þá bestu og svo leit- aði hugur minn fljótt út í popptónlist.“ Þegar José lítur yfir lögin sem eru á nýjustu plötu hans, Veneer, segir hann að áhrifanna gæti víða, allt frá Geoff Farina og João Gilberto til Nick Drake en að það megi líka draga línu frá harðkjarna-pönki sem hann spilaði og hlust- aði á þegar hann var táningur. „Ég reyni að vera jafn hreinskilinn í lagasmíðum mínum í dag og þegar ég samdi harðkjarnalög. Sama gildir um flutning á tónleikum sem ég reyni að haga eftir lögmálum harðkjarnatónlistar. Um textana segir José að þeir séu ekki svo mikið sögur eða ástarljóð eins og svo algengt er í popptextum. „Ég reyni frekar að bregða upp óljósum myndum og jafnvel skyndimyndum úr daglegu lífi. Ég er ekki mikill aðdáandi hefð- bundinnar textasmíðar.“ José þykist ekki ætla að feta í fótspor ann- arra sænskra súperhljómsveita á borð við ABBA og Cardigans þó að hann sé einn af efni- legustu tónlistarmönnum Svía um þessar mund- ir. „Ég er alltof langt út á jaðrinum til að ná sama plani og þær. Þar að auki er það enginn metnaður af minni hálfu að verða frægur eða vinsæll. Mér hefur gengið vel hingað til án þess að þurfa að höfða til fjöldans og ég hugsa að ég haldi sömu línu áfram.“ Tónlist | José González spilar á Iceland Airwaves Dökk- hærður Svíi José González er á góðri leið með að verða skær- asta stjarna Svía, þvert á eigin óskir. Eftir Höskuld Ólafsson hoskuldur@mbl.is José González kemur fram í Þjóðleikhúskjall- aranum, fimmtudaginn 20 feb. kl. 23.40 Í ÚTHVERFUM Lundúna renna nú saman menningarstraumar í skemmtilegan graut sem menn kalla „grime“. Fulltrúar „grime“ á tónlist- arhátíðinni miklu Airwaves, eru The Mitchell Brothers sem leika á Gauknum á föstudagskvöldið. Frændurnir Tony og Teddy eru að- almenn í sveitinni og Teddy segir þá spennta fyrir því að koma til Íslands. The Mitchell Brothers vöktu fyrst athygli fyrir það að vera undir verndarvæng Mike Skinner sem kallar sig The Streets. Það bar þannig við, eins og Teddy rekur sög- una, að þeir sáu hann í biðröð í banka og laumuðu disk með kynn- ingarupptökum í vasa hans. Þau lög, sem enginn hefur heyrt nema þeir frændur og Skinner, féllu þeim síð- arnefnda svo vel í geð að hann samdi undireins við þá bræður um útgáfu á breiðskífu á vegum útgáfu sem hann var þá nýbúinn að stofna. Ted segir að þótt þeir séu orðnir þreyttir á að fólk vilji helst bara tala um Mike Skinner og The Streets þegar þeir veiti viðtöl vegna plöt- unnar, þá sé því ekki neita að sam- band þeirra við hann hafi verið hljómsveitinni mjög mikilvægt. „Við héldum mikið upp á hann sem tón- listarmann áður en hann samdi við okkur, og það var frábært að fá að vinna með honum,“ segir Teddy, en Skinner aðstoðar þá einmitt við gerð plötunnar. Áður en látið er af tali um The Streets og Mitchell Brothers er rétt að geta þess að þeir Mitchell- frændur eru í raun talsvert frá- brugðnir því sem Skinner er að gera, bæði tónlistarlega og textalega þó flokka megi hvort tveggja sem „grime“. Fyrir það fyrsta eru þeir sprottnir úr hreinu rappi og má heyra það á frumraun þeirra, A Breath of Fresh Attire, sem kom út síðsumars. Þeir eru líka harðari í textum, lýsa heimi sem er harkalegri en sá sem Skinner þekkir, í það minnsta ef rýnt er í texta beggja. Teddy segir líka að lífið í sumum hverfum Lund- úna sé ekki beint þægilegt, það séu víða vandamál. Í mörgum laganna á plötunni eru þeir þannig að ríma um erfiðleika dagslegs lífs, glímu við fá- tækt, atvinnuleysi og eiturlyf, þó þeir séu líka að skemmta sér, bregða á leik. Tónlistin á A Breath of Fresh Att- ire er býsna fjölbreytt, mikið í gangi, og Teddy segir að það sé ekki nema von, þeir félagar hafi hver sína skoð- un á því hvernig tónlist eigi að hljóma og allir leggi sitt af mörkum. „Það má eiginlega segja að hver plata sé málamiðlun og hljómsveitin öll, það fá allir að láta ljós sitt skína og ef það hljómar vel er um að gera að nota það.“ Tónlist | The Mitchell Brothers spila á Iceland Airwaves Hljómsveitin er málamiðlun The Mitchell Brothers eru fulltrúar „grime“-stefnunnar á Airwaves í ár. Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is The Mitchell Brothers koma fram á föstudeginum á Gauki á Stöng kl. 23.30

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.