Morgunblaðið - 18.10.2005, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 18.10.2005, Blaðsíða 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Upplifðu stórkostlegustu endurkomu allra tíma. Óskarsverðlaunahafarnir Russell Crowe og Renée Zellweger fara á kostum í sterkustu mynd ársins. Mynd eftir Ron Howard (“A Beautiful Mind”). TOPPMYNDIN Í USA 2 VIKUR Í RÖÐ Spenntu beltin og undirbúðu þig undir háspennumynd ársins með Óskarsverðlaunahafanum Jodie Foster. Sjáið Wallace & Gromit í sinni fyrstu bíómynd. Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna FRÁ FRAMLEIÐENDUM TOPPMYNDIN Í USA 2 VIKUR Í RÖÐ Spenntu beltin og undirbúðu þig undir háspennumynd ársins með Óskarsverðlaunahafanum Jodie Foster. Flight Plan kl. 5.50 - 8 - 10.15 b.i. 12 ára Cinderella Man kl. 5.30 - 8.30 - 10.10 b.i. 14 ára Must Love Dogs kl. 6 - 10 Charlie and the... kl. 5.45 - 8 Strákarnir Okkar kl. 8 Must love dogs kl. 6 - 10 KÓRINN íslensk heimildarmynd Sýnd kl. 8 Það er gaman að vera í kór! Vinsælasta myndin í USA og á BRETLANDI Í dag.  V.J.V. TOPP5.IS ROGER EBERT Kvikmyndir.com  H.J. / MBL M.M.J. / Kvikmyndir.com M.M.J. / Kvikmyndir.com Kvikmyndir.is  Kvikmyndir.is  Roger Ebert Roger Ebert Í TILEFNI að afhendingu Kvik- myndaverðlauna Norðurlandaráðs á miðvikudaginn verða kvikmyndirnar tíu sem tilnefndar voru frá Finn- landi, Íslandi, Noregi, og Svíþjóð, sýndar í Háskólabíói út þessa viku. Þegar hefur verið tilkynnt að danska myndin Drabet bar sigur úr býtum og mun Beate Bille, sem leikur í myndinni verða viðstödd sýningu myndarinnar á miðvikudaginn og taka þátt í málstofu um norrænar samtímakvikmyndir sem haldin verður í Norræna húsinu sama dag kl. 14–17. Þar flytja erindi Finn Gjerdum, framleiðandi norsku myndarinnar Hawaii, Oslo, Ruben Østlund, leikstjóri og handritshöf- undur sænsku myndarinnar Gitarr- mongot og Johan Bylund, sem leikur í myndinni, Jón Proppé, sem fjallar um Gargandi snilld, Baltasar Kor- mákur, framleiðandi Dísar, Torben Godal, prófessor í kvikmyndafræð- um við Kaupmannahafnarháskóla og Oddný Sen, kvikmyndafræðingur og rithöfundur. Dagskrá hátíðarinnar Þriðjudagur 18/10: Kl.18 Dís Kl. 22 Paha Maa / Eyðilönd. Fin- land. Enskur texti. Miðvikudagur 19/10: Kl. 17.15 Gargandi snilld. Kl. 22 Drabet. Danmörk. Beate Bille kynnir. Fimmtudagur 20/10: Kl. 20 Hawaii, Oslo. Finn Gjer- dum kynnir. Föstudagur 21/10: Kl. 17.15 Gargandi snilld Laugardagur 22/10: Kl. 17.00 Gargandi snilld. Kl. 19.00 Pusher II. Danmörk. Enskur texti. Kl. 21.00 Melancholian 3. Finland. Enskur texti. Kl. 23.00 Ett hål i mitt hjärta. Sví- þjóð. Enskur texti. Miðaverð á einstakar myndir er 800 kr. en einnig verður hægt að kaupa hátíðarpassa sem gildir á all- ar myndirnar tíu fyrir 4.000 kr. Að- gangur að málstofunni 19. október er ókeypis. Kvikmyndir | Bestu myndir Norðurlanda sýndar í Háskólabíói Úr íslensku kvikmyndinni Dís. Kvikmyndahátíð og málstofa ÞAÐ var mögnuð stemmning í Há- skólabíói þegar tónleikar Jons And- erson hófust, en þessi frægi forsöngv- ari framsóknar-rokksveitarinnar Yes er vissulega án efa tærasti rokk- söngvari heims. (Við skulum sjá hvað samkeppnisyfirvöld segja um þessa fullyrðingu.) Anderson sveik engan með ein- lægri framkomu sinni og skemmti- legum uppátækjum á þessum loka- tónleikum í tónleikaröðinni „Work in progress“. Milli laga sagði hann stór- skemmtilegar sögur af samskiptum sínum við fjölda fólks, þar á meðal bandaríska unglinga sem honum þótti afar vænt um og gríska tónsnill- inginn Vangelis Papathanassiou, sem hann átti afar frjótt samstarf með og unnu þeir saman fjórar plötur. Jon Anderson er lifaður maður. Hann á að baki áratugi af því að skemmta áhorfendum og fremja list sína fyrir þá. Hann á líka að baki mik- ið grúsk í gegnum mestu tækni- framfarir sem hafa orðið í mannkyns- sögunni og hafa þær ekki síst breytt starfsumhverfi tónlistarmanna um- talsvert. Deildi hann með áhorf- endum skemmtilegum og áhugaverð- um tilraunum sínum með Midi-gítar, sem hann notar til að stýra undirleik við tónlist sína. Þessi uppátæki hefðu vafalaust getað sprungið í andlitið á minni mönnum og látið þá líta út eins og hallærislegan trúbador á knæpu, en Jon Anderson hefur mikla og góða útgeislun og er stórskemmtilegur í samskiptum sínum við áhorfendur. Með einlægni sinni, sem stemmir af lífsreynslu og þekkingu á hinu mann- lega, slapp hann næstum algerlega við hallærisleikann sem gæti fylgt því að vera einn með kassagítarinn og samt með heilan haug af meðfylgj- andi hljóðum í bakgrunninum. Jon náði mjög góðum hæðum bæði í sögum sínum og flutningi, en best þótti undirrituðum honum takast upp þegar hann lék einn með kassagít- arinn og einnig þegar hann tók píanó- lag þar sem röddin kallaðist á við hljómborðið í einhvers konar hrynstríðum borðtennis. Söngur Jons var skýr og tær og textarnir komu vel fram, boðskap- urinn ætíð jákvæður og fallegur, nokkurs konar möntrur um betra líf. Ómþýðar laglínur og skemmtilegur flutningur héldust í hendur og sköp- uðu hina fínustu kvöldstund með þessum blíðlynda og skemmtilega söngvara. Þó flæktist vídeósýning sem varpað var fyrir ofan söngvarann dálítið fyrir og minnti á stundum á karaoke-myndbönd. Jon lék á tónleikunum mörg af sín- um þekktustu lögum, þar á meðal samstarfsverkefni hans og Vangelis „Somehow I’ll find my way home“ og „State of independence“ auk þess sem hann tók sérdeilis forvitnilega kassagítarútgáfu af hinu sígilda lagi „Owner of a lonely heart“. Voru áhorfendur hinir hressustu með það og fögnuðu vel. Mátti í salnum sjá fjölmarga karlmenn í kringum fer- tugs- og fimmtugsaldurinn sem greinilega höfðu lúrt yfir Yes- plötunum heima. Kannski fengu þeir ekki nákvæmlega það sem þeir vildu, en engu að síður gaf Jon Anderson mjög fjölbreytta dagskrá af skemmti- legum útgáfum af fjölda laga. Var honum verðlaunað með miklu klappi og söng hann sem uppklappslag lagið „I’ve seen all good people“ auk óðs um Írland sem hann söng án undir- leiks og bar sá söngur lokavitnisburð um frábæra rödd kappans, sem hefur engu gleymt þrátt fyrir að aldurinn sé að færast yfir. Einlægnin fleytir mönnum langt Morgunblaðið/Eggert „Jon náði mjög góðum hæðum bæði í sögum sínum og flutningi,“ segir meðal annars í dómnum. TÓNLIST Tónleikar Háskólabíó 16. október. Jon Anderson –  Svavar Knútur Kristinsson THE VIKING Giant Show er ein- staklingsverkefni Heiðars Arnar Kristjánssonar sem hófst með tón- listargrúski á heimili hans fyrir nokkrum árum. „Ætli það séu ekki svona þrjú ár síðan ég byrjaði að taka upp tónlist hérna heima,“ segir Heiðar. „Þetta hefur svo smám saman undið uppá sig og núna er ég kominn með tvo með mér. Það eru þeir Kristinn Gunnar sem ber húðir og Gulli, bassaleikari í Lights on the Highway, sem ætla að vera með mér á tónleikunum.“ Tónleikarnir sem Heiðar vísar til fara fram á laugardaginn næstkom- andi klukkan 20.40 í Hafnarhúsinu og eru hluti af dagskrá Iceland Airwaves. Hann segist ekki vera búinn að ákveða dagskrá fyrir tónleikana á laugardaginn en segir víst að skipt verði um gír þegar líða tekur á. „Ég sé fyrir mér að fyrrihlutinn verði lágstemmdari en eftir hlé verð- ur aðeins gefið í og meira stuð,“ seg- ir Heiðar. Hann áætlar útgáfu sinnar fyrstu plötu undir formerkjum The Viking Giant snemma á næsta ári. „Hún á eftir að innihalda allt! Ég geri bara nákvæmlega þar sem mér dettur í hug án þess að vera að hugsa um strauma og stefnur í tón- listinni. Ef mér finnst eitthvað skemmtilegt þá bara læt ég það flakka,“ segir Heiðar og segist afar spenntur fyrir laugardeginum. „Það er alltaf gaman að taka þátt í Airwaves. Þetta er alveg nauðsynleg uppákoma og lífgar uppá bæinn. Það er ekki síst gaman að hlusta á hin ís- lensku böndin. Það er spennandi að fá að fylgjast með hvað hinir eru að gera í bílskúrnum við hliðina,“ sagði Heiðar að lokum. Tónlist | The Viking Giant Show spilar á Iceland Airwaves Hugsar hvorki um strauma né stefnur Heiðar Örn er The Viking Giant. Eftir Birtu Björnsdóttur birta@mbl.is Ther Viking Giant Show kemur frá laugardeginum í Hafnarhúsinu kl. 20.40 Miklar líkur eru taldar á því aðAngelina Jolie fari með hlut- verk í næstu James Bond-mynd, Casino Royale. Herma fregnir að Angelina sé nú í við- ræðum við framleið- endur myndarinnar um að hún taki að sér hlutverk rússneska njósnarans Vesper Lynd, sem á vingott við Bond, er leikinn verður af Daniel Craig. Breska dagblaðið The Sun hefur eftir heimildarmanni sínum: „Angel- ina er einmitt sú rétta til að leika hina fullkomnu Bond-stúlku.“    Bítillinn fyrrverandi, PaulMcCartney, hefur svarað að- dróttunum Yoko Ono, ekkju Johns Lennon, þess efnis að hann væri verri tón- listarmaður en eig- inmaður hennar fyrr- verandi. Ono lét þau orð falla á verðlaunahátíð Q-tónlistarblaðsins í vikunni sem leið þar sem hún tók við sérstökum verðlaunum fyrir Lennon heitinn. Sagði McCartney að hún væri nú ekki mikið gáfnaljós og virt- ist sem líf hennar væri helgað því að gera lítið úr honum ef litið væri til þess hversu oft hún hefði talað illa um hann. „Hún er ekkja Johns og því sýni ég henni þá virðingu að segja ekki meir,“ sagði McCartney í viðtali við breska dagblaðið Sunday Express. Fólk folk@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.