Morgunblaðið - 18.10.2005, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 18.10.2005, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Magnús Krist-ján Jónsson fæddist í Bolungar- vík 10. febrúar 1920. Hann lést á Landspítala Foss- vogi 23. september síðastliðinn. For- eldrar Magnúsar voru Jón Valdimar Bjarnason, f. í Reykjafirði við Ísa- fjarðardjúp 29. september 1888, d. 20. apríl 1963, og Kristín Margrét Guðmundsdóttir, f. í Miðhúsum 7. febrúar 1891, d. 15. október 1951. Bræður Magnúsar eru Guðmund- ur Björgvin, f. 1917, d. 1996; Bjarni, f. 1922, d. 1999; Anton Kristinn, f. 1924; og Gunnbjörn, f. 1931, d. 2005. Magnús kvæntist árið 1946 Guðbjörtu Magnúsdóttur, f. 31. maí 1924. Þau skildu. Dóttir þeirra er Þórdís Sandra, f. 24. maí, 1945. Hún gift- ist Hafsteini Guð- varðarsyni. Þau skildu. Börn þeirra eru Perla, f. 1970, sonur hennar er Bjarki, f. 2003; Harpa, f. 1971, gift Birgi Runólfssyni, dætur þeirra eru Rán, f. 1998 og Ið- unn, f. 2003; og Val- ur, f. 1975. Seinni kona Magnúsar var Kristín Guðmunds- dóttir, f. 3. ágúst 1919, d. 21. ágúst, 1996. Þau giftust árið 1967. Magnús starfaði lengi á ýmsum skipum frá Reykjavík, m.a. Þor- steini Ingólfssyni og Narfa. Hann vann einnig lengi í Vélsmiðjunni Hamri og Fiskiðjuveri BÚR. Útför Magnúsar var gerð frá Áskirkju 14. október, í kyrrþey að ósk hins látna. Elsku Maggi frændi. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. (Vald. Briem.) Alltaf hefur þú verið inni í myndinni, hjá okkur krökkunum í Hafnarfirði. Þið pabbi voruð alltaf svo nánir og góðir vinir, eins og konur ykkar. Nú eruð þið saman á ný, ásamt Guðmundi og Bjarna, í faðmi horfinna ástvina. Ef við gætum nú bara farið í smiðju til þín með kveðskapinn. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Elsku Sandra, Harpa, Perla, Valur og fjölskyldur. Megi Guð og allir englarnir vaka yfir ykkur og allt um kring. Okkar innilegustu samúðarkveðjur, sendum við ykk- ur. Kristín Gróa, Sigfús Brynjar, Jón Valdimar, Sólbjörg, Kristbjörg og Guðjón Heiðar Gunnbjörnsbörn. Með fyrstu minningum okkar systra um Magga frænda eru heimsóknir okkar til hans þegar við fórum til að kveðja gamla árið og fagna því nýja, þá var gengið inn trjágöngin sem lágu að húsinu hans og Stínu konu hans í Miðtúni sem voru eins og göng í ævintýra- landi þegar maður var barn, og þar fyrir innann fundum við hlý- legt andrúmsloft heimilis þeirra sem bauð okkur öll velkomin. Maggi hafði gaman af allri list- sköpun og hvatti til þess að við börnin reyndum fyrir okkur í að skapa eitthvað sjálf, hvort sem það var með orðum, að búa til vísur og ljóð eins og Maggi hafði svo gam- an af, eða að láta hugarflugið reika, og leika sér við að finna og skapa kynjamyndir í grjótinu sem umlukti arininn, teiknaði hann svo myndirnar fyrir okkur í sjávar- grjótið. Ekki var farið heim fyrr en búið var að njóta góðra veit- inga, fara á brennu og kveðja gamla árið með blysum, flugeldum og álfasöng, þá var kátt á hjalla bæði hjá börnum og fullorðnum. Ekki var síðri ævintýraheimur- inn sem þau hjónin ræktuðu með vinnusemi, þrautseigju og alúð austur í Biskupstungum. Þar sem nú gnæfa himinhá trjágöng að litla húsinu í skóginum sem rúmar „allt sem hjartað rúmar“, og listaverk um allan skóg. Núna komum við þarna með okkar börn þar sem þau upplifa ævintýrin að baki trjá- ganganna. Í Hruna er yndislegt að vera. Á sumrin sést í allri sinni dýrð sá aragrúi af plöntum sem þau lögðu alla sína alúð í að rækta og koma upp. Með alúð og þrautseigju komu þau þessum litlu hríslum upp, í landi sem var þakið þúfum og illgresi, og nú gnæfa þau yfir okkur í allri sinni fegurð og veita okkur skjól og gleði. En á dimm- um haustkvöldum er dáðst að stjörnum prýddum himninum og dansað við norðurljósin. Þegar vet- ur kemur legst Hruni undir hvítan feld þar til vorsólin kemur upp og vekur allt aftur með hlýju sinni og birtu. Fyrir nokkrum árum urðum við þeirrar gæfu aðnjótandi að fara með Magga frænda og pabba til Bolungarvíkur og fengum við að heyra fullt af sögum frá því er þeir voru ungir strákar í Víkinni. Ekki voru bræður alltaf sammála um öll atvik eða staðhætti frá æskustöðv- um, en ákafinn og ánægjan að rifja upp æskuminningar og koma á alla þessa staði gerði þá aftur að þess- um litlu strákum sem þeir voru áð- ur fyrr. Sáum við í andlitum þeirra þá gleði og ánægju sem minning- arnar úr Víkinni þeirra gáfu þeim. Elsku Maggi, að leiðarlokum kveðjum við þig og þökkum fyrir að hafa átt þig að frænda. Ó Verundarson! Paradís Þín er ást Mín; endurfundirnir við mig himneskt heimili þitt. Gakk þar inn og tef eigi. Þetta er það, sem þér er fyrirbúið í konungsríki Voru á hæðum og upphöfnu ríki Voru. (Úr Huldum orðum Bahá́úlláh.) Kristbjörg og Sólbjörg. Þótt skári sláttumannsins mikla sé misbreiður og misdjúp sárin sem hann skilur eftir í huga eft- irlifandi ástvina og vina, má segja að við burtköllun vinar míns, Magnúsar Kr. Jónssonar, sé hugg- un harmi gegn að vita gamlan mann lausan frá erfiðu stríði án batavonar. Þegar ég kom hingað á Hrafn- istu í Reykjavík fyrir vel átta ár- um varð ég fljótlega fyrir því láni að kynnast honum. Atvikin höguðu því svo að við urðum nábýlingar og því fljótt málkunnugir sem þróað- ist til gagnkvæmra vinartengsla og félagsskapar er hefur haldist óslit- ið síðan. Dútluðum við saman í smíðaherbergi í vinnusal hússins, fórum saman í sund og þjálfunar- aðstöðu og spiluðum svo til dag- lega saman amerískan billiard. Færni hans í bundnu máli vakti einnig áhuga minn en þar var hann ærið mikilvirkur og átti í möppum drjúgt safn frumortra ljóða og lausavísna. Fór ég lauslega yfir þetta og tel skaða ef engu af því verður haldið til haga. Leituðu þær konur sem hér unnu að fé- lagsstarfi oft til hans, með góðum árangri, er þær vantaði framlag við hinar ýmsu uppákomur er á dagskrá voru hverju sinni. Ótalið er þó það sem ég er hon- um mest þakklátur fyrir en það voru hinar tíðu ökuferðir með hon- um um borgina, hafnarsvæði, ná- grenni hennar og samliggjandi bæjarfélaga. Svo og tíðar helgar- ferðir austan heiða, vítt og breitt um Suðurland, uppsveitir þess, þéttbýlisstaði og hálendisvegi hér í grennd. Hafði hann ferðast mikið um landsbyggðina og suma há- lendisvegi og kunni glögg skil á öllu því markverðasta og lét vel að miðla þeim fróðleik til mín og ann- arra. Urðu mér þessar ferðir dýr- mæt upplifun og opinberun á áður óþekktum slóðum. En því miður lögðust þessar ferðir niður fyrir um þremur árum vegna sjóndepru hans, það mikillar að hann gat ekki notið lesmáls eða ekið bíl. Bætti hann sér þann missi að nokkru upp með því að hlusta á upptökur af spólum með völdu efni. Magnúsi voru einnig kunnir margir frægir ferðamannastaðir vítt og breitt um hinn stóra heim og má vera að sjómannsferill hans hafi átt sinn þátt í því. Mátti heita að sama væri hvar niður var borið, víðast hafði hann komið og kunni glögg skil staðar og umhverfis, einkum ef það hafði merka sögu að geyma. En þrátt fyrir víðförli sína hafði hann ekki komið í heima- byggð mína, Árneshrepp í Strandasýslu, en bættist það upp skömmu eftir að kynni okkar hóf- ust. Dvaldi hann nokkra daga á fyrrum býli mínu, Krossnesi, hjá syni mínum og tengdadóttur, fór um sveitina, sumpart einn eða undir leiðsögn sonar míns. Naut hann þar ómældrar sumarblíðu með tilheyrandi miðnætursólar- dansi og hreifst af hinni fjöl- breyttu og tignarlegu fjallaum- gjörð og fegurð sem hann taldi vart eiga sinn líka. Útsýnið frá Krossnesi varð honum hugstætt en þaðan blasir við miðsveit hrepps- ins handan fjarðar og sjónvídd til hafsins yfir Húnaflóa, Fljótafjöll og jafnvel enn austar. Orti Magn- ús um býlið þekkilega hugnæmt ljóð. Ekki verður skilið við minningu um Magnús án þess að geta list- fengis hans en með tálguhníf sín- um skóp hann listaverk af mönn- um og dýrum, sum eftir fyrirmyndum og einnig hugverk frá eigin brjósti. Var hann sér- stakur eljumaður sem sjaldan féll verk úr hendi. Mörg þessara verka gaf hann eða setti á basara hér á staðnum og átti þó stórt safn þeirra á hillum í herbergi sínu. Hann var járnsmiður að iðn og skóp úr þeim málmi einnig hug- verk og mun eitt þeirra prýða heimabæ hans, Bolungarvík. Magnús hafði misst konu sína nokkru áður en kynni okkar hóf- ust. Mun hún hafa fylgt honum á ferðum um landið og ytra. Áttu þau sumarbústað efst í Biskups- tungum og munu hafa notið þar góðra stunda saman. Iðjulaus mun hann ekki hafa verið þar og byggði með eigin höndum smábústað og ræktaði allmikinn skóg umhverfis hann. Bústaðinn seldi hann, eða gaf, bróður og bróðursyni sínum skömmu eftir að okkar kynni hóf- ust og mun þar nú risinn veglegri bústaður. Magnúsi veittist auðvelt að ná sambandi við aðra og var vel fær í viðræðulistinni. Átti hann hér stór- an hóp góðra kunningja meðal vistfólks og þó hvað mest hjá hjúkrunarliði og öðru starfsfólki. Ég lýk svo þessum fátæklegu minningarbrotum um góðan dreng og þann vin sem úr hópi annars samferðafólks, mér óvandabundnu, hefur staðið mér einna næst. Ást- vinum votta ég innilega samúð mína. Eyjólfur Valgeirsson. MAGNÚS KR. JÓNSSON Elsku Inga, þegar ég kom frá Bandaríkj- unum í vor (í apríl) var ég ekki búin að vera lengi heima, þegar ég frétti að Inga Dan væri dáin og meira að segja búið að jarðsetja hana. Þetta var áfall, að geta ekki verið við útför þína og eða sett minning- argrein í blaðið. Í tilefni afmælisdagsins 18. október langar mig samt að setja nokkur kveðjuorð á blað. Minningarnar streyma fram, alltaf var fjör í Brekkunni og bara í Vest- urbænum, þegar ég var stelpa, aldrei sagðir þú styggðaryrði við okkur stelpurnar, alveg sama hver uppá- tækin okkar voru. Að ég tali nú ekki um allar ferð- irnar sem við Hraunprýðikonur fór- um, alltaf var sama fjörið í ykkur þessum eldri, þið slóguð okkur yngri stelpunum við, með alls konar uppá- komum úti um allt land. Allir fundir og basarar, sem og aðrir atburðir hefðu ekki haft þennan sjarma yfir INGIBJÖRG DANÍELSDÓTTIR ✝ Ingibjörg Daní-elsdóttir fæddist í Reykjavík 18. októ- ber 1924. Hún lést á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði 8. apríl síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Hafnarfjarðar- kirkju 15. apríl. sér, ef þið hefðuð ekki verið. Ég man svo vel, þeg- ar þú varðst sjötug, varst ekki heima og ég setti Hraunprýðifán- ann og fánastöngina, með korti á, í póstkass- ann hjá þér og fánan- um var stolið úr kass- anum, stöngin og kortið náðust svo ekki upp úr kassanum, en við björguðum því auð- vitað. Það var svo gaman þegar þú varst að baka fyrir okkur og koma með, fyrir kaffisöluna 11. maí. Það hýrnaði yfir öllu þegar þú komst í salinn í Hjallahrauninu og ekki vant- aði kátínuna þegar rifjaðar voru upp sögur frá fyrri tíma. En nú ertu farin, Inga mín, búin að hitta Adda og allar vinkonurnar, sem farnar voru á undan þér. Nú er líka komin lítil Inga Dan, sem ég óska innilega til hamingju með nafnið, nafnið sem ég hef þekkt næstum alla mína ævi. Að leiðarlokum þakka ég allar okk- ar stundir. Aðstandendum öllum votta ég okk- ar dýpstu samúð. Megir þú hvíla í friði. Kristín Gunnbjörnsdóttir, formaður Slysavarnadeild- arinnar Hraunprýði í Hafnarfirði. Það hefur aldrei verið auðvelt að kveðja þig, elsku amma mín, og þessi hinsta kveðja er þar engin undan- tekning. Ég minnist þín glaðværrar í gamla Fíatinum með afa og lítill strákhnokki svo kátur í aftursætinu því ég var svo heppinn að fá að fara með ömmu og afa til Reykjavíkur. Ég man hvað þú hafðir gaman af því að segja þessa sögu þegar pollinn í aftursætinu bað þig að prjóna trefil handa krumma. Þú taldir þig sleppa létt frá þessu því þú hefðir ekki prjónana með en þá heyrðist úr aft- ursætinu. „Ekkert mál, amma mín, ég tók prjónana með,“ og þú varðst að gjöra svo vel að prjóna alla leið í bæinn. Já, það var oft gaman hjá okkur, oft var tekið í spil það voru ófáir slagirnir teknir á Laugarnesvegin- um. Þú varst nokkur keppnismann- eskja og varst ekki alltaf sátt ef þú tapaðir en það risti ósköp grunnt því þú samgladdist manni alltaf fölskva- laust. Ég minnist þess aldrei að hafa heyrt styggðaryrði frá þér þótt stundum hafi svolítið farið fyrir stráknum. Sjálfsagt hefur þú átt þín- ar erfiðu stundir en þú lést aldrei á þeim bera og aldrei fann ég fyrir því að þú værir döpur. Kveðjustundirn- ar voru þær einu sem ég fann fyrir því að þú værir ekki sátt því þú varst aldrei sátt við að kveðja nokkurn mann en að taka á móti fólki kunn- irðu svo sannarlega. Þú tókst á móti þínum gestum eins og það væru kóngar og drottningar, svo innilega tókstu á móti okkur með faðminn út- breiddan og gleðin leyndi sér ekki. Mig langar að þakka þér fyrir árin SIGURBJÖRG G. GUÐJÓNSDÓTTIR ✝ Sigurbjörg Guð-leif Guðjóns- dóttir fæddist á Raufarfelli í Austur- Eyjafjöllum 19. febrúar 1916. Hún andaðist á Landspít- alanum við Hring- braut 26. september síðastliðinn og var jarðsungin frá Laugarneskirkju 30. september. á Laugarnesveginum. Þú tókst mig og litlu fjölskylduna mína inn á þitt heimili, ég ekki fullharðnaður og kunni illa að fóta mig í lífinu en þú gafst mér tíma til að hugsa mitt ráð. Með þínu sér- staka umburðarlyndi og ljúfmennsku kenndirðu mér að virða fólk og hluti. Ég veit að þú kveiðst þeirri stund að kveðja þitt fólk, mér er sagt að stundin hafi verið friðsæl og falleg og þannig held ég að þú hafir helst viljað kveðja, með frið og ró í þínu hjarta. Elsku amma mín, ég elska þig og mun varðveita minningarnar um þig og það gera Lauga og strákarnir líka. Þinn Leifur. Elsku Leifa mín, nú ertu búin að kveðja. Mikið sakna ég að sjá þig ekki trítla gangana á Hrafnistu á leið í mat. Þú varst alltaf svo fín og hugguleg. Það var svo gaman að ræða við þig um daginn og veginn og alltaf varstu svo elskuleg. Þú varst sérstök manneskja og mikil hand- verkskona. Prjónuðu sokkarnir þínir voru alltaf svo fallegir og geymi ég tvenn pör handa lítilli dömu. Ég minnist jafnframt afmælanna hjá Kollu, þú varst alltaf svo skemmti- leg. Þú sýndir henni svo mikla góð- vild og hlýju og spurðir frétta af fólkinu hennar. Nú er góði Guð bú- inn að fá þig til sín og megi englarnir varðveita þig. Leið mig eftir lífsins vegi, ljúfi Jesús, heim til þín. Gæfubraut að ganga ég megi, grýtt þó virðist leiðin mín. Þolinmæði í þraut mér kenndu, þá má koma hvað sem vill. Helgan anda af himni sendu, hjartað krafti þínum fyll. (Á. H.) Guð blessi fjölskyldu þína og styrki. Sigrún Pálsdóttir (Rúna).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.