Morgunblaðið - 18.10.2005, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.10.2005, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR JÓN Kristjánsson heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra sagði á Al- þingi í gær að hann hefði ákveðið að leggja ekki fram frumvarp um afnám svokallaðs bensínstyrks til öryrkja fyrr en hann hefði fundað með forystu Öryrkjabandalagsins. Hann kvaðst hafa átt slíka fundi og að hann væri að fara yfir þetta mál upp á nýtt. Hann hygðist ljúka þeirri yfirferð fyrir aðra umræðu fjárlagafrumvarpsins. Tillaga um afnám bensínstyrks til öryrkja var rædd í upphafi þingfund- ar á Alþingi í gær, en tillagan er sett fram í fjárlagafrumvarpinu fyrir næsta ár. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, var málshefjandi umræðunnar. Hann gerði að umtals- efni ályktanir landsfundar Sjálfstæð- isflokksins um helgina, en í tveimur þeirra er hvatt til þess að fallið verði frá skerðingu bensínstyrksins. Helgi spurði hvort það væri ætlun ráðherra og þingmanna Sjálfstæðis- flokksins að fara eftir samþykkt landsfundarins. Hann vék einnig að svari fjármálaráðherra, Árna M. Mat- hiesen, um þetta mál í fyrirspurnar- tíma á landsfundi Sjálfstæðisflokks- ins á föstudag. Í svari sínu sagði ráðherra að tillagan um afnám bens- ínstyrksins kæmi frá heilbrigðisráðu- neytinu. Helgi sagði að Árni hefði með því verið að víkja sér undan ábyrgð á eigin fjárlagafrumvarpi. Helgi spurði því einnig hvort tvær ríkisstjórnir væru í landinu, eða kannski tólf. Árni M. Mathiesen svaraði því fyrst til að þversagnir væru í mál- flutningi Helga; sá síðarnefndi talaði um aukið aðhald í fjárlögum á sama tíma og hann hvetti til útgjalda. Árni skýrði einnig frá því að heilbrigðis- ráðherra hefði þegar fundað með fulltrúum Öryrkjabandalagsins og að hann, þ.e. heilbrigðisráðherra, væri að fara yfir þessi mál í sínu ráðuneyti. „Eins og háttvirtir þingmenn vita vinnum við samkvæmt svokölluðu rammafjárlagakerfi þar sem ráð- herrar hafa nokkurt frjálsræði innan síns ramma um hvernig útgjöldum er raðað og eins um það hvernig þeir út- færa hagræðingarkröfur,“ sagði Árni. Hann bætti því við að síðasta orðið lægi þó auðvitað hjá Alþingi. Með geislabaug og vængi Fleiri þingmenn tóku þátt í umræð- unum. Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, sagði m.a. að nið- urskurður á bensínstyrk til hreyfi- hamlaðra væri forkastanlegur. Hann væri í hróplegu ósamræmi við góð- ærisröflið í stjórnarliðinu og jólagjaf- irnar til hátekjufólksins, en til stæði að afnema hátekjuskattinn um ára- mótin. Í máli Ástu R. Jóhannesdóttur og Kristjáns L. Möller, þingmanna Sam- fylkingarinnar, kom einnig fram gagnrýni á áform um að afnema bens- ínstyrkinn. Sigurjón Þórðarson, þing- maður Frjálslynda flokksins, tók í sama streng. Hann sagði jafnframt að Framsóknarflokkurinn hefði, með Sjálfstæðisflokknum, blásið út ríkis- báknið, og þá helst utanríkisþjón- ustuna. Á sama tíma ætti að spara hjá öryrkjum. „Mér finnst til skammar og ekki við hæfi að Framsóknarflokkur- inn kenni sig við félagshyggju. Það er orðið svo langt komið að meira að segja sjálfstæðismönnum blöskrar hægri stefna Framsóknarflokksins.“ Jónína Bjartmarz, þingmaður Framsóknarflokks, sagði að tillaga um niðurfellingu bensínstyrksins væri að hluta til viðbrögð heilbrigð- isráðherra við sparnaðarkröfu fjár- málaráðherra. Þá sagði Siv Friðleifs- dóttir, samflokkskona hennar, að Árni M. Mathiesen hefði setið fyrir svörum á landsfundi sjálfstæðis- manna með geislabaug og vængi; hann hefði hengt allt málið á heil- brigðisráðherra og þvegið hendur sínar af því. „Við eigum að sýna sam- stöðu með samstarfsflokknum í við- kvæmum málum, þótt okkur finnist það ekki alltaf jafn auðvelt.“ Hún mótmælti því síðan að ábyrgðin í mál- inu væri alfarið sett á herðar Jóns Kristjánssonar. „Í landinu eru ekki tvær ríkisstjórnir,“ sagði hún og hélt áfram: „Hér er ein ríkisstjórn. Þannig reynum við framsóknarmenn að haga okkur – þó okkur sé ansi illt í bakinu um þessar mundir.“ Ályktun landsfundar sjálfstæðismanna um bensínstyrk og öryrkja rædd á Alþingi Heilbrigðisráðherra segist vera að skoða málið upp á nýtt Morgunblaðið/Kristinn Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra segist vera að skoða málið upp á nýtt. Fremst situr Einar Már Sigurðarson, þingmaður Samfylkingarinnar. ÞINGFUNDUR Alþingis hefst kl. 13.30 í dag. Eftir atkvæðagreiðslur eru eftirfarandi mál á dagskrá: 1. Úrvinnslugjald. 2. Náttúruvernd. 3. Skipun ráðuneytisstjóra og ann- arra embættismanna. 4. Hollustuhættir og meng- unarvarnir og mat á umhverfis- áhrifum. 5. Skipulögð leit að krabbameini í ristli. 6. Staðgreiðsla opinberra gjalda og virðisaukaskattur. Vanskil á vörslufé. 7. Nýskipan í starfs- og fjöl- tækninámi. 8. Framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum. 9. Fjárhagslegur aðskilnaður í rekstri útgerðar og fiskvinnslu. 10. Tekjuskattur og eignarskattur. 11. Þjóðfáni Íslendinga í þingsal. JÓN Kristjánsson heilbrigðis- ráðherra segir ljóst að ef hætt yrði við afnám bensínstyrksins, sem nemur um 720 milljónum króna á ári, yrði að finna aðrar sparnaðar- leiðir hjá heilbrigðisráðuneytinu. „Við ætluðum að setja 400 milljónir í að hækka bætur til þeirra sem eru með tekjutryggingarauka og 100 milljónir í starfsendurhæfingu auk þess að mæta kröfu um 220 milljón króna sparnað,“ sagði hann í sam- tali við Morgunblaðið. Gangi afnám bensínstyrksins til baka segir Jón að fara verði í ann- arskonar sparnað sem hann er ekki tilbúinn að greina frá að svo stöddu. „Við erum að fara yfir málið. Þetta var áskorun frá landsfundinum sem ég tek til athugunar eins og aðrar ályktanir frá samfélaginu.“ Leita þarf annarra leiða NÍU þingmenn Samfylkingarinnar hafa lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um að dómsmálaráð- herra verði falið að skipa nefnd sér- fræðinga sem hafi það verkefni að kanna stöðu barna og unglinga, sem hafa orðið fyrir kynferðislegu of- beldi. Nefndin á síðan að gera til- lögur um hvernig bæta megi stuðn- ing og meðferðarúrræði fyrir þessi börn og unglinga. Fyrsti flutnings- maður tillögunnar er Jóhanna Sig- urðardóttir. Í greinargerð tillögunnar segir m.a. að kynferðisbrot gegn börnum sé einn alvarlegasti glæpur sem hægt sé að fremja. „Það er alvarlegt áfall fyrir þjóðina ef 17% barna eru misnotuð fyrir 18 ára aldur, eins og kom fram í rannsókn á umfangi kyn- ferðislegrar misnotkunar á börnum. Þegar í stað þarf að bregðast við þessu, en í rannsókninni kemur fram að fjórðungur þolenda sé sex ára eða yngri og að í 67% tilvika sé misnotk- unin gróf eða mjög gróf. Jafnframt þarf að leita skýringa á því hvers vegna þessar tölur eru hærri hér en í rannsóknum annars staðar á Norð- urlöndum.“ Kanni stöðu barna sem hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi ÁGÚST Ólafur Ágústsson, þing- maður Samfylkingarinnar, hefur að nýju lagt fram á Alþingi frum- varp um afnám fyrningarfrests vegna kynferðisbrota gegn börn- um undir fjórtán ára aldri. Frum- varpið var lagt fram á Alþingi síð- asta vetur og fór þá eftir fyrstu umræðu til allsherjarnefndar þingsins. Nefndin klofnaði í málinu og fór frumvarpið aldrei til loka- umræðu á þingi. Í greinargerð sem fylgir frum- varpinu eru taldir upp þeir aðilar sem lýst hafa yfir stuðningi við frumvarpið, þ.á m. er umboðs- maður barna, Barnaverndarstofa og barnaverndarnefnd Reykjavík- ur. Meðflutningsmenn Ágústs eru þrettán aðrir þingmenn Samfylk- ingarinnar. Frumvarp um afnám fyrning- arfrests lagt fram að nýju KOSTNAÐARAUKI ríkissjóðs vegna laga um eftirlaun æðstu emb- ættismanna, sem tóku gildi í ársbyrj- un 2004, var um 650 milljónir króna. Þetta kemur fram í ríkisreikningi fyr- ir árið 2004 en það er Fjársýsla rík- isins sem gefur hann út. Áður en frumvarpið var samþykkt í desember 2003 voru lagðir fram útreikningar á Alþingi sem sýndu að kostnaður gæti í versta falli aukist um 439 milljónir en í besta falli dregist saman um sjö milljónir. Lög um eftirlaun forseta Ís- lands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara voru afar um- deild á sínum tíma og vöktu m.a. hörð viðbrögð hjá verkalýðshreyfingunni. Frumvarpið var lagt fram af fulltrúum allra stjórnarflokka en þeg- ar Halldór Blöndal, þáverandi forseti Alþingis, mælti fyrir því lá ekki fyrir hvað útgjöld ríkissjóðs myndu aukast mikið vegna þess. Að beiðni Bjarna Benediktssonar, formanns allsherjar- nefndar, lagði Talnakönnun hf. mat á hvaða áhrif frumvarpið hefði á lífeyr- isréttindin. Fyrirtækið gerði þá fyr- irvara að tími til útreikninga hefði verið skammur og ítrekaði raunar þá fyrirvara í lok greinargerðar sinnar. Niðurstaða Talnakönnunar var sem fyrr segir sú að útgjöldin gætu í versta falli aukist um 439 milljónir. 650 milljónir vegna nýju eftirlaunalaganna ÞRÍR þingmenn hafa lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um að samgönguráðherra verði fal- ið að skipa starfshóp til að meta kosti og galla þess að flytja innan- landsflug úr Vatnsmýrinni. Fyrsti flutningsmaður tillögunnar er Hjálmar Árnason, þingflokksfor- maður Framsóknarflokksins. Með- flutningsmenn eru Jónína Bjart- marz, Framsóknarflokki og Grétar Mar Jónsson, Frjálslynda flokkn- um. Í greinargerð tillögunnar segir að umræða um flutning innanlands- flugs úr Vatnsmýrinni hafi verið æði fyrirferðarmikil að undanförnu. „Fullyrðingar hafa gengið á víxl um afleiðingar þess að færa innan- landsflugið úr Vatnsmýrinni og þá ekki síður um hugsanlega staðsetn- ingu nýs flugvallar fyrir innan- landsflugið. Þingsályktunartillagan gerir ráð fyrir því að starfshóp- urinn dragi fram á sem hlutlæg- astan hátt þá kosti sem í stöðunni eru,“ segir m.a. í greinargerðinni. Staðsetning innanlandsflugs Starfs- hópur meti kosti og galla Framsóknarmönn- um illt í bakinu Eftir Örnu Schram arna@mbl.is GUÐLAUGUR Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, hefur lagt fram á Alþingi frumvarp um að gjöld fyrir skráningu félaga verði lækkuð, sem og gjald fyrir skráningu loftfars til atvinnuflugs. Lagt er til að lækkunin verði mis- mikil eftir tegund félaga; lækkunin verði t.d. mest fyrir skráningu hlutafélaga, samvinnufélaga og er- lendra félaga. Samkvæmt frum- varpinu myndi gjald fyrir skrán- ingu slíkra félaga lækka úr 165 þúsund kr. í 40 þúsund kr. Lækkun gjalda fyrir skráningu annarra fé- laga yrði minni, skv. frumvarpinu, en skráningargjöld félaga yrðu þó aldrei hærra en 40 þúsund kr. Með frumvarpinu er einnig lagt til að skráningargjald fyrir loftfar til at- vinnuflugs lækki úr 66 þúsund kr. í 40 þúsund kr. Í greinargerð frumvarpsins segir m.a. að hár kostnaður við stofnun fyrirtækja sé hindrun við uppbygg- ingu atvinnulífs og að hún komi niður á nýsköpun. Ekki sé óvarlegt að ætla að svo há gjöld hafi fælt einhverja frá stofnun t.d. einka- hlutafélags. „Það er bagalegt því að hlutafélagaformið er tvímælalaust æskilegra í atvinnurekstri heldur en t.d. rekstur manns í eigin nafni,“ segir í greinargerð. „Með frumvarpinu er leitast við að ryðja úr vegi þessari hindrun og búa þannig betur í haginn fyrir vænt- anlegt athafnafólk og nýsköp- unarstarf.“ Meðflutningsmenn frumvarpsins eru Birgir Ármannsson, Bjarni Benediktsson, Sigurður Kári Krist- jánsson og Gunnar Örlygsson, þingmenn Sjálfstæðisflokks. Gjöld fyrir skráningu félaga verði lækkuð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.