Morgunblaðið - 18.10.2005, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.10.2005, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Sölu áskriftarkorta ámenningarviðburðisýningarveturinn 2005 til 2006 fer senn að ljúka ef ekki hefur verið lokað fyrir sölu nú þegar. Svo virðist sem almenn aukning sé í sölu slíkra korta og að meira sé sóst í opin kort en þegar dag- skráin er þegar njörvuð niður. Líklega hefur aukn- ingin verið hvað mest á Akureyri en mun meiri eftirspurn hefur verið hjá Leikfélagi Akureyrar eftir áskriftarkortum undan- farin tvö ár en árin þar á undan og ljóst að stefna leikfélagsins að laða til sín yngri sýningargesti hefur margborgað sig. Leikfélagið hefur átt í samstarfi við Landsbanka Ís- lands um að bjóða þeim sem yngri eru en 25 ára að kaupa áskrift- arkort með helmingsafslætti og hefur það vakið stormandi lukku meðal yngra fólks í bænum sem flykkist nú í leikhús á sannkölluðu kvikmyndahúsaverði eða 3.450 krónur fyrir fjórar sýningar. Seld ungmennakort nema um fjórð- ungi af heildarsölu áskriftarkorta. Lára Gunnarsdóttir, miðasölu- stjóri Leikfélags Akureyrar, segir mikla ánægju ríkja innan leik- félagsins með aukinn fjölda sýn- ingargesta undanfarin tvö ár en í fyrra var metár hjá félaginu þegar rúmlega níu hundrað áskriftar- kort voru seld – sem er sjöföldun frá árinu þar á undan – og verður að þykja gott miðað við stærð markaðarins. Lára segir söluna í ár vera á svipuðu róli og í fyrra en ekki hefur verið hætt sölu áskrift- arkorta. Hún segir að miklu máli hafi skipt fyrir leikfélagið að hafa virkan markaðsfulltrúa á síðasta ári og sé það enn að njóta góðs af starfi hans. Þar að auki ríkti al- mennt mikil ánægja meðal Akur- eyringa með sýningarárið í fyrra og það hefur skilað sér út í sam- félagið, enda beri nokkuð á nýjum sýningargestum í ár. Njóta góðs af síðasta leikári Í Borgarleikhúsinu hefur sala áskriftarkorta gengið vel og að sögn Guðrúnar Stefánsdóttur, miðasölustjóra þar á bæ, er salan betri en á síðasta ári. Hún segir það líklega helgast fyrst og fremst af árangri leiksýninga síðasta leikárs en þær þóttu takast afar vel. Sýningargestir hafi verið mjög ánægðir með þær sýningar sem boðið hafi verið upp á og það skili sér í sölu áskriftarkorta í haust. Guðrún getur ekki opinberað töl- una yfir seld kort en ljóst sé að aukningin frá því í fyrra nemi að minnsta kosti 15% og því ríki nokkur ánægja með söluna. Frek- ar sé það yngra fólk sem sé að bæta við sig kortum nú en alltaf séu einhverjar sveiflur á milli ára, leikhúsið hafi svo sína tryggu sýn- ingargesti sem endurnýja kort sín ár eftir ár. Borgarleikhúsið bauð upp á tvær gerðir af áskriftarkortum í ár, föst kort sem gilda á fimm sýn- ingar en þar af eru fjórar fyrir- fram valdar, á Stóra sviðinu, og ein valfrjáls. Á hinn bóginn er hægt að kaupa átta miða kort sem eru opin og kaupandinn stjórnar ferðinni og velur hvenær og hvað hann vill sjá. Aðspurð segir Guð- rún skiptinguna hafa verið nokkuð jafna á milli korta en frekar beri á því að yngra fólk kaupi opnu kort- in og virðist sem erfiðara sé að fá fólk til að skuldbinda sig fram í tímann. Ekki fengust í gær upp- lýsingar um sölu áskriftarkorta hjá Þjóðleikhúsinu. Hætt að smala á haustin Sváfnir Sigurðarson, kynning- arfulltrúi hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands, segist einnig sjá breyt- ingu á áskriftarforminu og sér kaupendur í meira mæli kaupa sér áskriftir þar sem þeir ráða sér meira sjálfir og taka síður við dag- skrá sem þeim er rétt fullbúin. Þar af leiðandi hafi verið ákveðið að hætta svokallaðri smölun að hausti og leggja þess í stað meiri áherslu á að kynna einstaka við- burði og gera það vel. Hann segir að meira sé selt af áskriftarkortum í svokallaðri Regnbogaröð þar sem kaupand- inn getur valið tónleika af allri efnisskrá hljómsveitarinnar og sett saman eigin dagskrá. Verðið fer þá eftir fjölda tónleika en einn- ig er veittur afsláttur til náms- manna og fólks undir 25 ára. Þá hafi fjölskyldukort Sinfóníu- hljómsveitarinnar náð miklum vinsældum en þetta er aðeins ann- að árið þar sem boðið er upp á þau. Um 270 fjölskyldukort voru seld í fyrra en þau eru komin upp í 350 í ár og segir Sváfnir að það sé mun betra en menn gerðu sér vonir um og ljóst að með kortunum sé verið að svara þörf sem til staðar var. Með fjölskyldukortunum kemur einnig mikið af ungu fólki á tón- leikana sem Sváfnir segir góðs viti enda séu það viðskiptavinir fram- tíðarinnar. Heildarfjöldi seldra áskriftar- korta er svipaður í ár og undan- farin fimm, sex ár eða ríflega tvö þúsund kort, en Sváfnir segir lausamiðasölu hafa aukist jafn- hliða. Alltaf sé traustur hópur fólks sem endurnýjar á hverju ári og margir hverjir hafa verið með áskrift í áratugi, jafnvel frá því hljómsveitin var stofnuð. Fréttaskýring | Sala áskriftarkorta á menningarviðburði eykst á milli ára Áhersla lögð á fjölskylduna Almenn ánægja ríkir með fjölda seldra áskriftarkorta fyrir veturinn Dynjandi lófatak áhorfenda í lok leiksýningar. Yngra fólk vill fá að setja sína dagskrá sjálft saman  Nokkuð ber á aukningu í sölu áskriftarkorta á menningar- viðburði á milli ára. Hjá Borgar- leikhúsinu jókst sala um alla vega fimmtán prósent frá síðasta ári og hjá Leikfélagi Akureyrar hefur orðið sprengja í sölu áskrifta undanfarin tvö ár. Breyting hefur orðið á neyslu- mynstrinu en sala eykst stöðugt á svokölluðum opnum kortum þar sem kaupandinn setur sína dagskrá sjálfur saman. Eftir Andra Karl andri@mbl.is „ÉG ætla að bíða“ er yfirskrift aug- lýsingaherferðar gegn vímuefnum sem kynnt var í gær við upphaf vímuvarnarviku, en markmið henn- ar er að hvetja unglinga til þess að taka ákvörðun um að bíða með að prófa áfengi, tóbak eða vímuefni þar til þau hafa þroska til að velja. Unglingar eru virkir þátttak- endur í auglýsingaherferð sem verður beitt, en þar gefa ungling- arnir sínar ástæður fyrir því að bíða með neyslu vímugjafa og tóbaks, sagði Helga Margrét Guð- mundsdóttir, talsmaður vímu- varnarviku, þegar henni var hleypt af stokkunum í Áslandsskóla í Hafnarfirði í gær. Í gær var einnig opnaður vefur vímuvarnarvikunnar, www.vvv.is Helga sagði að á vímuvarnarvik- unni í ár verði áherslan lögð á að ná til ungra krakka, á þeim aldri sem algengt er að krakkarnir prófi áfengi, tóbak eða jafnvel eiturlyf, þó augljóslega sé það ekkert nátt- úrulögmál að allir eigi einhvern tímann eftir að prófa áfengi. „Eins og einn unglingurinn sagði við okk- ur um daginn; „ég ætla bara að bíða nógu lengi, þá kannski kemst ég að því að ég þarf ekki að byrja“.“ Í gær rituðu forsvarsmenn þeirra 19 samtaka sem hafa komið að undirbúningi vímuvarnarviku undir sameiginlega yfirlýsingu, þar sem segir m.a.: „Komum í veg fyrir áfengis- og vímuefnaneyslu barna og ungmenna. Neysla áfengis og annarra vímuefna raskar uppvexti og ógnar velferð margra barna. Sum bíða ævarandi tjón. Það er bit- ur reynsla foreldra og annarra að- standenda að sjá barn sitt lenda í fjötrum vímuefnaneyslu og villast á brautir glæpa og ofbeldis. Það er átakanleg sjón sem snertir okkur öll.“ Börn berskjölduð fyrir áróðri Þar segir enn fremur: „Börn og ungmenni eru berskjölduð fyrir áróðri og hvatningu til neyslu áfengis og annarra vímuefna. Rann- sóknir sýna að því seinna sem ungt fólk byrjar neyslu áfengis og tóbaks, því minni líkur eru á að það leiðist í neyslu vímuefna, hætti í skóla eða lendi í öðrum erfiðleikum. Höfum það í huga. Tökum höndum saman um það að skapa börnum þroskavænlegri skilyrði. Styðjum börn og ungmenni í að hafna neyslu áfengis og annarra vímuefna.“ Þau samtök sem komið hafa að undirbúningnum eru: Heimili og skóli, Vímulaus æska – Foreldra- hús, UMFÍ, Bandalag íslenskra skáta, Brautin – bindindisfélag öku- manna, IOGT – barnahreyfing, ÍSÍ, KFUM og K, IOGT á Íslandi, Sam- fés, Biskupsstofa, IOGT – ung- mennahreyfing, Náum áttum, Lions-Quest á Íslandi, Kvenfélaga- samband Íslands, ÍUT forvarnar- samtök, Samtök skólamanna um bindindisfræðslu og Krabbameins- félag Reykjavíkur, en umsjónaraðili er Samstarfsráð um forvarnir. Vímuvarnarviku ýtt úr vör með þátttöku unglinga Morgunblaðið/Golli Unglingar úr Áslandsskóla í Hafnarfirði fylgdust með þegar vímuvarnarvikan var sett og sýndar voru auglýsing- ar sem eiga að fá unglinga til að bíða með að prófa áfengi og tóbak. Þær verða áberandi á næstu dögum. Unglingar bíði með að prófa áfengi eða tóbak  Meira á mbl.is/ítarefni NÆSTU daga, þ.e. vikuna 17.–23. október, stendur Hjálparsími Rauða krossins, 1717, fyrir átaks- viku um málefnið samkynhneigð/ tvíkynhneigð. Tilgangurinn er að vekja athygli á stöðu samkyn- hneigðra og reyna að höfða til þeirra sem eru að velta fyrir sér kynhneigð sinni, benda á leiðir, fé- lagasamtök og hvetja til opinnar umræðu. Frá því að 1717 hóf starfsemi sína hafa borist mörg símtöl frá ungu fólki sem er hrætt við að koma út úr skápnum vegna ótta við viðbrögð aðstandenda og sam- félagsins, segir í tilkynningu. Eitt af markmiðum 1717 eru for- varnir gegn sjálfsvígum en nýlegar tölur frá Landlæknisembættinu sýna að þeir hópar sem hafa ekki viðurkennt og komist í sátt við kyn- hneigð sína eru í meiri sjálfsvígs- hættu en aðrir. Tilgangur átaksvik- unnar er því m.a. að reyna að ná til þessa hóps sem og aðstandenda þeirra. Sem liður í undirbúningi átaksvikunnar var haldið fræðslu- kvöld fyrir símsvarendur 1717. Þar voru m.a. innlegg frá fulltrúum Samtakanna 78, Félagi samkyn- hneigðra/tvíkynhneigðra, Félagi aðstandenda samkynhneigðra og Landlæknisembættinu, segir í fréttatilkynningu. Átaksvika um samkynhneigð Borgarnes | Lögreglan hefur rætt við fjölda rjúpnaveiðimanna síðan veiði- tímabilið hófst á laugardag. Eftir því sem næst verður komist hafa veið- arnar gengið áfallalaust, a.m.k. frá sjónarhóli veiðimannanna. Á laugardaginn, fyrsta rjúpna- veiðidaginn, hófst sameiginlegt átak lögreglunnar í Borgarnesi, Búðardal og ríkislögreglustjóra á því að rætt var við 90 veiðimenn og þeir beðnir um framvísa byssuleyfum og veiði- kortum. Langflestir voru með allt sitt í lagi en lögreglan lagði hald á tvær haglabyssur sem ekki voru rétt skráðar. Almennt höfðu veiðimenn sýnt mikla hófsemi við veiðarnar og voru með frá einni og upp í 12 rjúpur á mann í Borgarfirðinum. Heldur meiri veiði var hjá þeim sem voru í Dalasýslunni en þar voru menn að fá frá 8 og upp í 30 rjúpur af þeim 15 veiðimönnum sem þar voru teknir tali. Í Dölunum voru menn nokkuð að villast á almenningi og eignar- löndum og fengu tiltal fyrir. Að sögn veiðimanna var rjúpan stygg en tölu- vert sást af fugli sem hélt hún sig nokkuð hátt í fjöllunum. Lögreglan á Selfossi fékk um helgina þrjár tilkynningar um leyf- islausa rjúpnaveiðimenn; við Brúar- hlöð, Miðdal við Laugarvant og Þór- arinsstaði í Hrunamannahreppi. Líkt og lögreglan á Vesturlandi nutu Selfyssingar aðstoðar ríkislögreglu- stjóra við eftirlitið. Tvær rjúpna- skyttur villtust í myrkri og svarta- þoku við Gæsafell, norðaustur af Mývatni, seinnipartinn á sunnudag. Það varð þeim til happs að þeir náðu símasambandi og gátu tilkynnt um villurnar og að ráði björgunarmanna skutu þeir upp í loftið þar til hjálp- arsveit rann á hljóðið. Lögregla ræðir við fjölda veiðimanna Hafa almennt sýnt hófsemi Morgunblaðið/Ómar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.