Morgunblaðið - 18.10.2005, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 18.10.2005, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Margrét Ant-onsdóttir fædd- ist á Dalvík 20. júlí 1926. Hún lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri 10. október síðast- liðinn. Móðir henn- ar var Stefanía Halldóra Jónsdótt- ir, f. á Dalvík 24. september 1901, d. 23. júní 1974. Faðir hennar var Anton Axel Ásgrímsson, f. á Gunnólfsá ytri í Ólafsfirði 22. ágúst 1885, d. 3. maí 1967. Margrét var tekin í fóstur á fyrsta ári og var fósturmóðir hennar Ingibjörg Tryggvadóttir frá Halldórsstöðum í Bárðardal, f. 16. maí 1904, d. 14. desember 1986. Margrét giftist hinn 20. nóvem- ber 1954 Sigurði Lárusi Kristjáns- syni, f. á Jaðri í Glerárþorpi 13. Harpa Gunnlaugsdóttir og Jakob Gunnlaugsson. c) Harpa Hrönn Sigurðardóttir, f. 6. október 1958, maki Gunnar Viktorsson. Synir þeirra eru Guðmundur Ingi Gunn- arsson og Arnarldur Orri Gunn- arsson. d) Kristlaug María Sigurð- ardóttir, f. 28. mars 1964, maki Loftur Guðni Kristjánsson. Börn þeirra eru Margrét Dagmar Loftsdóttir og Sigurður Galdur Loftsson. e) Íris Halla Sigurðar- dóttir, f. 23. október 1966, maki Jón Eggert Árnason. Börn þeirra eru Hlynur Jónsson, Silja Jóns- dóttir og Pálmi Jónsson. Lang- ömmubörn Margrétar eru 17. Margrét ólst upp í Bárðardal og Húsavík ásamt Ingibjörgu móður sinni. Eftir að hún flutti til Ak- ureyrar bjó hún alla tíð í Gler- árþorpinu, fyrst hjá tengdafor- eldrum sínum í Eyri í Sandgerðisbótinni, þá í Jötunfelli og loks í Langholti 15 en það hús byggðu þau hjónin. Síðustu árin bjó hún að Lindarsíðu 4. Útför Margrétar verður gerð frá Glerárkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Jarðsett verður frá Lögmanns- hlíðarkirkjugarði. september 1923. Þau eignuðust fimm börn, en fyrir átti Margrét einn son, Kristján Jakob Pét- ursson, f. 8. júní 1948, maki Ragn- heiður Ólafsdóttir. Börn þeirra eru Sig- uróli Kristjánsson, Gréta Kristjánsdótt- ir, Kristján Krist- jánsson og Pétur Heiðar Kristjánsson. Börn Margrétar og Sigurðar eru: a) Guð- mundur Friðrik Sigurðsson, f. 6. febrúar 1953, maki Auður Han- sen. Börn þeirra eru: Katrín Mel- stað Jónsdóttir, Stefán Þór Jóns- son, Hákon Melstað Jónsson, Sigurður Grétar Guðmundsson og Elmar Jón Guðmundsson. b) Ingi- björg Anna Sigurðardóttir, f. 24. apríl 1955, maki Gunnlaugur Sverrisson. Börn þeirra eru Elskuleg amma okkar er dáin og hún var besta amma á jörðinni. Við gátum ekki hitt ömmu eins oft og við vildum vegna þess að hún átti heima á Akureyri, langt, langt frá okkur. Það var alltaf gaman að hitta ömmu Grétu af því að hún var alltaf svo góð og skemmtileg. Þegar við komum í heimsókn til hennar og Sigga afa, eða þau til okkar, var alltaf mjög gaman hjá okkur systkinunum og við skelli- hlógum allan daginn. Við söknum elsku ömmu okkar og vildum að hún væri ennþá hérna hjá okkur. Við samhryggj- umst Sigga afa og öðrum vanda- mönnum af öllu hjarta. Margrét Dagmar og Sig- urður Galdur Loftsbörn. Elsku besta amma mín, nú er komið að kveðjustund, fyrr en ég bjóst við. Hún amma mín hefur alla sína tíð verið dugleg og úrræðagóð og verið mikil húsmóðir og fyrirmynd annarra í þeim efnum. Hún t.d. bakaði pönnukökur á tveimur pönnukökupönnum og fór létt með það. Minningarnar eru margar og sérstaklega jól í Langholtinu, en þar bjuggu amma og afi í mörg ár. Amma hélt fast í hefðirnar og eru aðfangadagskvöld þar með heima- tilbúnum ís og öðrum kræsingum yndislegar minningar, svo ekki sé minnst á jóladag þar sem borðin svignuðu undan dýrindis hnallþór- um og smákökum. Amma byrjaði strax og ég fæddist að dekra við mig og var það bara byrjunin og gleymi ég aldrei þegar hún keypti ís handa mér þrátt fyrir frost og kulda úti. En kuldinn fór ekki vel í hana því gigtin versnaði um allan helming í kuldanum. Amma fékk lömunarveikna á sínum tíma og hafði það áhrif á hana alla tíð. Þrátt fyrir það gerði hún allt sem lá fyrir að gera dags daglega og gerði það á sinn hátt. Aldrei datt henni í hug að kvarta og kveina yf- ir verkjum eða eymslum í líkaman- um, fannst það ekkert hafa upp á sig. Amma passaði mig mikið þegar mamma og pabbi voru að vinna og var ég því mikið hjá henni og afa. Þegar ég gisti og fannst vera tími til kominn að fara á fætur bræddi ég hana með því að segja „Elsku amma mín, eigum við ekki að koma á fætur núna?“ Amma var alltaf glöð að fá okkur í heimsókn og tók okkur alltaf með opnum örmum. Hún vildi alltaf spila, segja sögur frá því í gamla daga og kenna manni ýmislegt. Amma og ég höfum alltaf verið nánar og gæti ég haldið endalaust áfram að segja frá góðum minn- ingum. Minningarnar lifa áfram og með söknuði kveð ég hana ömmu mína sem gerði svo margt fyrir mig. Elsku amma, ég veit í mínu hjarta að þú heldur áfram að fylgj- ast með mér eins og áður. Við skulum hugsa um afa. Hvíl þú í friði. Elsku Siggi afi og afkomendur, megi Guð leiða ykkur í gegnum sorgina og missinn og hjálpa ykkur að halda í minningarnar. Ástarkveðja Harpa Gunnlaugsdóttir. Það er erfitt að gera sér í hug- arlund að þú sem áttir svo sterkan þátt í að ala mig upp og gera mig að því sem ég er, sért farin. Ein- hvern veginn datt mér aldrei í hug að jafn mikil kjarnakona og þú myndir svo skyndilega kveðja okk- ur. Ég hef nú komist að því að ömmur eru líka mannlegar þó svo þær virki sem ofurhetjur þegar maður elst upp. Tíminn í Langholti fannst mér alltaf stórkostlegur og hann mótaði mig og hin ömmu- börnin meira en við vitum af, þú varst alltaf með allt á hreinu og vissir alltaf hvað við þurftum. Þú manst æsku mína betur en ég og fræddir mig oft um lætin og has- arinn sem ég átti víst að hafa lent í, þú bentir mér líka í laumi á að ég væri bara framlenging af pabba og hann framlenging af þér. Ég leit upp til þín á margan hátt þegar ég kom í heimsókn í Lindarsíðuna og í dag finnst mér þægilegt að geta litið upp og séð þig efst uppi að henda lyklum til mín, sú minning segir mér að þú vakir yfir okkur. Takk fyrir stuðninginn og góðu ráðin og takk fyrir áhrifin sem þú hafðir á Elísabetu og Söru Ragn- heiði og takk fyrir að vera ná- kvæmlega þú sjálf, hvað sem gekk á. Kaffihringur á samanbrotinni servéttu mun sýna mér að þú fylg- ist með og ert enn á staðnum. P.s.: ég skulda þér ennþá mynd af Söru Ragnheiði. Kristján K. Elsku amma Gréta, ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið að hafa þig öll þessi ár og fyrir það að hún Karítas fékk að kynnast þér. Þú varst ein af mínum betri vinkonum því ég gat talað um allt við þig. Ég trúi því að nú sért þú komin á góð- an stað þar sem englarnir og al- mættið umvefja þig og leiða þig á nýjar brautir. Ég bið góðan guð að styrkja Sigga afa á þessum erfiða tíma, svo og okkur öll sem eigum um sárt að binda. Ég kveð þig, elsku amma mín, með ljóði eftir Stein Steinarr. Minningin um þig lifir. Í dagsins önnum dreymdi mig þinn djúpa frið, og svo varð nótt. Ég sagði í hljóði: Sofðu rótt, þeim svefni enginn rænir þig. En samt var nafn þitt nálægt mér og nóttin full af söngvaklið svo oft, og þetta auða svið bar ætíð svip af þér. Og þungur gnýr sem hrynji höf mitt hjarta lýstur enn eitt sinn: Mín hljóða sorg og hlátur þinn, sem hlutu sömu gröf. (Steinn Steinarr.) Gréta. Elsku amma Gréta, nú ertu komin til Guðs, þín verður sárt saknað. Það var svo gaman að koma til þín þú varst svo góð og skemmtileg, vildir alltaf spila, gera pappírsþotur og leika við okkur. Við fengum líka oft ís, vöfflur og fleira gotterí hjá þér þó það væri ekki laugardagur. Elsku amma, hvíl þú í friði. Þínir langömmustrákar Patrekur og Lárus. Elsku amma Gréta, það var allt- af svo gaman og gott að koma til þín. Þú varst alltaf tilbúin með kex og bleiku ömmukökuna. Þú varst líka alltaf svo glöð þegar við mamma komum í heimsókn til þín og afa. Ég sakna þín voða mikið, elsku amma Gréta, en ég veit að nú líður þér vel uppi á himnum hjá guði og fylgist með okkur. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens.) Þín langömmustelpa Karítas Rún. MARGRÉT ANTONSDÓTTIR Steinsmiðjan MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík • sími 587 1960 • www.mosaik.is MIKIÐ ÚRVAL AF LEGSTEINUM OG FYLGIHLUTUM Sendum myndalista Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, bróðir, afi og langafi, ÁRNI BJARNASON, Fögruhlíð 7, Hafnarfirði, andaðist á St. Jósefsspítala, Hafnarfirði, laugar- daginn 15. október. Jarðarförin verður auglýst síðar. Ruth Árnadóttir, Guðmundur Jónsson, Ása Bjarney Árnadóttir, Jón Örn Pálsson, Guðný Hildur Árnadóttir, Guðleifur Guðmundsson, Haraldur Árnason, Valgerður Bjarnadóttir, Árni Özur Árnason, Díana Ósk Pétursdóttir, Reynir Bjarnason, Guðný Bernhards, barnabörn og barnabarnabörn. Hjartkær fósturmóðir mín, frænka og systir okkar, INGIBJÖRG KRISTJÁNSDÓTTIR, áður til heimilis í Akurgerði 3, Reykjavík, lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund föstu- daginn 14. október. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju mánudaginn 24. október og hefst athöfnin kl. 13.00. Agnes Þórunn Guðbergsdóttir, Kristján Ingvar Jóhannesson, Dóra Rún Kristjánsdóttir, Jóhannes Kristjánsson, Guðbergur Kristjánsson, Arnfríður Margrét Hallvarðsdóttir, Þór Þorbergsson og fjölskylda, Ingigerður Anna Kristjánsdóttir, Halldóra Kristjánsdóttir, Finnur Kristjánsson, Sæbjörg Jónsdóttir. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi, langafi og sonur, SIGURÐUR VALDIMAR OLGEIRSSON fv. skipstjóri og útgerðarmaður, Uppsalavegi 22, Húsavík, lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga, Húsavík, laugardaginn 15. október. Jarðarförin auglýst síðar. Auður Þórunn Hermannsdóttir, Ásta Sigurðardóttir, Páll L. Björgvinsson, Olgeir Sigurðsson, Jakobína Gunnarsdóttir, Hermann Sigurðsson, Ásta Birna Gunnarsdóttir, Kristján Friðrik Sigurðsson, Sylvía Rún Hallgrímsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn, Olgeir Sigurgeirsson og Ragnheiður Fr. Jónasdóttir. Eiginmaður minn, JÓHANN HERMANNSSON fyrrverandi umboðsmaður skattstjóra á Húsavík, lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga sunnudaginn 16. október. Útförin fer fram frá Húsavíkurkirkju laugardaginn 22. október kl. 11. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Guðrún S. Tryggvadóttir. Elskulegur eiginmaður, faðir, fósturfaðir, tengda- faðir, afi og langafi, JÓN SIGTRYGGUR ZOPHONÍASSON, Gullsmára 10, Kópavogi, lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hring- braut sunnudaginn 16. október. Jarðarförin auglýst síðar. Heiður Gestsdóttir, Zophonías O. Jónsson, Veska A. Jónsdóttir, Elín Þ. Ólafsdóttir, Grétar O. Róbertsson, Jóna Ólafsdóttir, Helgi Valdimarsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.