Morgunblaðið - 18.10.2005, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 18.10.2005, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 2005 31 UMRÆÐAN JÆJA, nú er búið að einkavæða símann og selja hann. Flestir eru mjög ánægðir með að vera loksins lausir við þessa þjóðareign, sem lengi hefur skilað drjúgum arði í þjóðarbúið. Það hefur verið eitt af vandræðamálum þjóðarinnar, að alltof oft hefur ríkið grætt á ýms- um fyrirtækja sinna. Þess vegna hafa stjórnvöld þessa tíma tekið upp þá búskaparhætti að selja sem flestar mjólkurkýr til einkaaðila, því það eru auðvitað einkavinirnir sem eiga að græða en ekki sauð- svartur almúginn þ.e.a.s. rík- issjóður. Þrátt fyrir þetta finnst mér það vera þakkarvert, að síminn var þó seldur fyrir peninga sem ganga í galtóman ríkiskassann. Það ætti að þýða það, að gamalt og lasburða fólk, sem lengi hefur greitt alla skatta og skyldur í þennan sama kassa þurfi ekki lengur að veslast upp og deyja í einsemd og volæði vegna þess að þjóðin hefur ekki efni á því að búa því mannsæmandi ævikvöld. Því miður voru þessi vinnubrögð ekki viðhöfð, þegar fiskimiðin við landið voru einkavædd.. Þau voru nú ekki aldeilis seld, heldur afhent fáum útvöldum að gjöf. Þá voru valdsmenn vinir vina sinna og sögðu: Gjörðu svo vel, vinur. Hérna eru auðugustu og bestu fiskimið í heiminum, og þú mátt eiga þau. Viltu kannski að ég pakki þessu inn í gjafapappír? Síðan hafa menn stundað það grimmt, í nafni frels- isins og eignaréttarins að selja og leigja hvor öðrum aðgang að þess- ari auðlind, sem þó er rækilega skilgreind í lögum sem þjóðareign. Og ég sem hélt að það væri strang- lega bannað að selja eða leigja eitt- hvað sem maður á ekki nema að mjög litlu leyti sem pínulítið brot af þessari þjóð, rétt eins og ég. Samt er það nú svo, að ef ég sem hef stundað fiskveiðar á þessum miðum í ríflega aldarfjórðung, vildi nú skreppa fram fyrir landsteinana til að ná mér í soðningu þá má ég það ekki nema gangast undir svo hljóð- andi reglur: Ég má hafa með mér eitt handfæri á handrúllu (snellu). Einnig gildir sú regla, að allt sem ég afla verð ég að éta sjálfur. Ef ég geri mig sekan um þann hroðalega glæp að gefa kettinum að éta, þá fara bæði ég og kötturinn lóðbeint í tukthúsið. GRÉTAR KRISTJÓNSSON, alþýðuskáld, Goðaland 6, 108 Reykjavík, gretar@skondra.com Einkavæðing Frá Grétari Kristjónssyni: Þann 21. september sl. gerðu Skipti ehf., kt. 530705-1450, Tjarnargötu 35 í Reykjavík hluthöfum Landssíma Íslands hf. yfirtökutilboð í hlutafé þeirra. Hefur hluthöfunum staðið til boða að selja félaginu hlutafé sitt á genginu 9,6, sem er sama gengi og félagið keypti hlutafé ríkisins í Landssímanum á þann 5. ágúst síðastliðinn. Yfirtökutilboð Skipta ehf. stendur til 25. október næstkomandi. Samkvæmt 41. grein laga nr. 33/2003 um verðbréfaviðskipti ber stjórn Landssíma Íslands hf. að semja og gera opinbera sérstaka greinargerð þar sem fram kemur rökstutt álit stjórnar- innar á tilboðinu og skilmálum þess. Unnt er að nálgast greinargerð stjórnar á skrifstofu félagsins, Ármúla 25 og á vef Kauphallar Íslands www.icex.is Greinargerð stjórnar Landssíma Íslands hf. í tengslum við yfirtökutilboð Skipta ehf. SÚ GAMLA Reykjavík, sem ég ólst upp í á síðustu öld, var með sinn ákveðna þokka. Þröngar götur sem urðu til þegar hestar og hestvagnar voru helstu samgöngutækin og mikið af skemmtilegum bárujárnsklæddum litlum húsum. Í dag er verið að eyði- leggja þessa gömlu Reykjavík, ekki má sjá auðan blett, þá þarf að byggja á honum. Gömul lítil hús eru rifin og í stað- inn byggð stærri margra hæða hús. Gömlu hverfin þola ekki þetta álag. Gamla Reykjavík er orðin yf- irfull af bifreiðum, um- ferðin hæg og nánast útilokað að finna bíla- stæði. Nú á að setja mörg þúsund manna byggð niður í Vatnsmýrina með tilheyrandi bíla- mergð og mengun. Til að koma allri bíla- mergðinni að og frá hverfinu þarf að fara í viðamikil og kostnaðarsöm um- ferðarmannvirki. Ég spyr til hvers? Jú, svarið er að við verðum að efla miðborg Reykjavíkur og hún er strjálbýl miðað við aðrar borgir. Flestar höfuðborgir sem ég þekki til í Evrópu eru með mikil umferðar- og mengunarvandamál. Þær voru orðnar þéttbýlar löngu áður en bif- reiðin varð almenningseign og súpa nú seyðið af því. Við eigum að forðast að lenda í þeirra sporum. Það á að hætta að þétta byggð í gömlu Reykja- vík. Sætta okkar við það sem er óum- flýjanlegt; að bifreiðaeign okkar er alltaf að aukast. Þétting byggðar er sökudólgurinn á umferðaröngþveit- inu í gömlu Reykjavík og þúsund manna byggð í Vatnsmýrinni gerir illt verra. Minn draumur er að í Vatnsmýr- inni verði þær stofnanir sem þegar eru þarna. Báðir háskólarnir, Land- spítalinn, Valur, ylströndin í Naut- hólsvík og síðast en ekki síst flugvöll- urinn. Þarna yrði rúmt um allar þessar stofnanir og svæðið yrði nán- ast framhald af Hljómskálagarðinum. Þetta yrði okkar Reykvíkinga „Central Park“. Nú spyrja margir: er þá ekki flugvöllurinn óalandi og óferj- andi í þessari draumsýn minni? Því svara ég hiklaust neitandi, hann yrði rúsínan í pylsuendanum. Áður en ég rökstyð það fer ég nokkrum orðum um mikilvægi Reykjavíkurflugvallar. Í fyrsta lagi er mikið hagræði fyrir almennt far- þegaflug að hafa tvo velli nálægt hvor öðrum. Flugvélarnar þurfa ekki að bera eins mikið eldsneyti til varavall- ar og geta þess vegna tekið meiri arð- bæra hleðslu. Í öðru lagi ef nátt- úruhamfarir hæfust á Suður-/Vesturlandi má alveg búast við að annar hvor flugvöllurinn gæti lokast. Í þriðja lagi er mikið öryggi að hafa flugvöll í nálægð Land- spítalans. Í fjórða lagi ferðatími í innanlands- fluginu eykst verulega. Síðast en ekki síst þá gleymist oft í um- ræðunni að vetrarveður eru oft válynd hér á suðvesturhorninu. Ég man eftir ótal dæmum, þegar ég var að fljúga í innanlandsfluginu, þar sem Reykja- nesbrautin var ófær. Vegna snjó- komu og ófærðar. Á sama tíma var hægt að halda Reykjavíkurflugvelli opnum og lítil truflun varð á innan- landsfluginu. Að mínum dómi er ekkert sem myndi styrkja miðborg Reykjavíkur meira en að hafa flugvöllinn þar sem hann er í dag. Innanlandsflugið mundi halda áfram að blómstra. Í þessu sambandi má alveg geta þess að það er ekkert náttúrulögmál að mestallt millilandaflug fari um Kefla- víkurflugvöll. Í dag eru til hljóðlátar hentugar millilandaþotur sem geta hæglega athafnað sig á Reykjavík- urflugvelli. Ef ég væri ríkur; eins og Róbert Arnfinnsson söng með inn- lifun hér um árið, þá myndi ég stofna flugfélag og taka upp síflug (shuttle) þ.e. flug með nokkurra stunda milli- bili allan daginn milli Reykjavíkur og Glasgow. Hugsið ykkur bara að taka strætó á kristilegum tíma að morgni dags út á Reykjavíkurflugvöll og vera kominn til Skotlands um hádegi. Það- an má síðan til dæmis aka niður alla Evrópu. Völlurinn þyrfti ekki að raska ró okkar, honum yrði lokað frá miðnætti til kl. átta að morgni, nema í neyð- artilfellum. Allt ferjuflug um Ísland ásamt öllu kennslu- og æfingaflugi á að flytja til Keflavíkurflugvallar. Með þessu tel ég að í dag megi minnka umferð um Reykjavíkurflugvöll um ca 75%. Í þriðja lagi verði austur- vestur flugbrautin lengd til vesturs um ca 1.000 m. Með þessu yrði nýtni flugbrautarinnar aukin með tilliti til hliðar- og meðvindsvindsstuðla. Hún yrði aðalflugbraut vallarins og þannig notuð að sem sjaldnast yrði flogið yfir byggð. Norður-suður flugbrautin yrði aðeins notuð í undantekning- artilfellum. Með þessum aðgerðum verður flugumferð yfir byggð í Reykjavík ca 15% af fyrri umferð. Mér finnst sanngirnismál að ef efnt verður til samkeppni um skipulag Vatnsmýrarinnar, þá verði tveir kost- ir í boði, annars vegar að völlurinn verði áfram í Vatnsmýrinni í sambýli við þær stofnanir sem fyrir eru. Hinn kosturinn að leggja völlinn niður og nota mýrina undir byggingar. Í mín- um huga er fyrri kosturinn miklu bet- ur fallinn til að styrkja miðborg Reykjavíkur en sá síðari, og að grannar okkar í nágrannahöf- uðborgum okkar í Evrópu vildu gefa mikið fyrir að eiga svona tækifæri. Mér finnst líka að þegar þessar til- lögur liggja fyrir þá eigi að kjósa um þær við næstu alþingiskosningar, þannig að allir landsmenn geti tekið þátt í þeim. Þetta er ekki einkamál okkar Reykvíkinga. Um Reykjavíkurflugvöll Rúnar Guðbjartsson fjallar um Reykjavíkurflugvöll ’Mér finnst sanngirn-ismál að ef efnt verður til samkeppni um skipu- lag Vatnsmýrarinnar, þá verði tveir kostir í boði, annars vegar að völlurinn verði áfram í Vatnsmýrinni í sambýli við þær stofnanir sem fyrir eru.‘ Rúnar Guðbjartsson Höfundur er sálfræðingur og fv. flugstjóri. – runargu@simnet.is. BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.