Morgunblaðið - 18.10.2005, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.10.2005, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF LANDSSAMBAND smábátaeig- enda vill að sumarveiðar á loðnu verði bannaðar. Sömuleiðis að veiðar í flottroll verði bannaðar þar til sýnt hefur verið fram á að þær hafi ekki áhrif á göngumynstur uppsjávarteg- unda. Arthur Bogason var endur- kjörinn formaður landssambandsins, en hann hefur verið formaður í 20 ár. Aðalfundir LS var haldinn á föstu- dag og laugardag og þar var eftirfar- andi aðalályktun samþykkt: „21. aðalfundur Landssambands smábátaeigenda lýsir miklum áhyggjum af gríðarlegum veiðum við landið á uppsjávartegundum, sér- staklega loðnu, sem er uppistaða í fæðu þorskstofnsins. Ýmis teikn eru á lofti um breytingar í náttúrufari sem m.a. hafa leitt til hruns í síla- stofnum við landið með tilheyrandi afleiðingum fyrir afkomu fiska og fugla. Mikil línuveiði undanfarinna missera bendir og til þess að ætis- skortur og breytingar á fæðuvali séu viðvarandi. Sagt er að náttúran eigi að njóta vafans. Því er eðlilegt við ríkjandi kringumstæður að dregið sé verulega úr loðnuveiðum með þeim hætti að stöðva sumarveiðar og banna notkun flotvörpu þar til sýnt hefur verið fram á að þær hafi ekki áhrif á göngumynstur uppsjávarteg- unda. Eitt þeirra verkfæra sem stjórn- völd geta beitt til að hvetja til auk- inna verðmæta sjávarfangs er íviln- andi ákvæði fyrir umhverfisvæn veiðarfæri og veiðar sem margfalda verðmæti úr einstaka fiskistofnum. Í þessu sambandi hvetur fundurinn til þess að veiðar á uppsjávartegundum til manneldis fái sambærilega ívilnun og línuveiðar, á kostnað veiða til mjölframleiðslu. Sú staðreynd að stórir kaupendur fiskafurða hafa nú þegar dregið þá markalínu að kaupa einungis þorsk, ýsu og steinbít sem veiðist á línu ætti og að vera stjórnvöldum hvatning til þess að efla línuívilnun og hvetja þannig til enn frekari notkunar þessa veiðarfæris. Höfuðverkefni ís- lensks sjávarútvegs er að hámarka verðmæti sjávaraflans. Smábátaút- gerðin mun ekki láta sitt eftir liggja. Í henni felast tækifæri sem nýta ber til fullnustu á þeim mörkuðum sem best borga. Sú stigvaxandi krafa kaupenda og neytenda að fiskveiðar séu stundaðar með sjálfbærum og ábyrgum hætti bæði gagnvart um- hverfi hafs og mannlífi sjávarbyggða fellur fullkomlega að þeim rökum sem LS hefur ætíð lagt til grundvall- ar sínum málflutningi. Tvennt gerir brýnna en nokkru sinni að hámarka verðmæti sjávarfangs. Ógnarhátt gengi krónunnar liggur eins og mara á sjávarútveginum og botnlaus vilji sýnist fyrir því að skapa honum nýja gjaldaliði. Fundurinn skorar á stjórnvöld að grípa nú þegar til að- gerða í þessum efnum. Vera má að vægi sjávarútvegs í þjóðarbúskap sé ekki sem áður fyrr. Hann gegnir engu að síður lykilhlutverki í afkomu þjóðarinnar sem og að vera lífæð fjölmargra sjávarbyggða. Öflug smábátaútgerð er forsenda öflugs sjávarútvegs. Nýting náttúru- auðlinda mun í framtíð leyfast þeim sem best ganga um og best gera úr. Öflug smábátaútgerð er því ávísun á bjarta framtíð.“ Arthur endurkjörinn Arthur Bogason var kosinn for- maður og með honum í stjórn eru: Guðmundur Elíasson, Akranesi, Guðmundur Lúðvíksson, Akureyri, Gunnar Ari Harðarson, Grindavík, Gunnar Hjaltason, Reyðarfirði, Gunnar Pálmason, Garðabæ, Hilmar Zophoníasson, Siglufirði, Hjörleifur Guðmundsson, Patreksfirði, Jóel Andersen, Vestmannaeyjum, Krist- ján Andri Guðjónsson, Ísafirði, Már Ólafsson, Hólmavík, Pétur Sigurðs- son, Árskógssandi, Símon Sturluson, Stykkishólmi, Unnsteinn Guð- mundsson, Hornafirði, Þorvaldur Garðarsson, Þorlákshöfn, og Þor- valdur Gunnlaugsson, Kópavogi. Tvær breytingar urðu á stjórn, Kristján Andri Guðjónsson kemur í stað Ketils Elíassonar Bolungarvík og Guðmundur Elíasson kemur í stað Skarphéðins Árnasonar sem setið hefur í stjórn Landssambands smábátaeigenda frá upphafi. Vilja banna veiðar á loðnu á sumrin EFNT var til kaffisamsætis um borð í fjölveiðiskipinu Björgu Jónsdóttur ÞH á dögunum, þar sem skipið lá í heimahöfn á Húsa- vík. Þar kom áhöfnin saman og gæddi sér á dýrindis hnallþóru í tilefni þess að hinn 22. september sl. voru 30 ár frá því útgerðar- félagið Langanes var stofnað. Bjarni Aðalgeirsson útgerðar- maður afhenti við þetta tækifæri áhöfninni sjálfvirkt hjartastuðtæki en slík tæki hafa verið að ryðja sér til rúms í íslenskum fiskiskipum að undanförnu. Bjarni sagði, þegar hann afhenti Brynjari Jónssyni 1. stýrimanni tækið, að útgerðin vildi með þessu reyna að skapa betra öryggi fyrir áhöfnina, enda ynni hún langtímum saman lengst út í hafi, langt frá fyrstu læknishjálp. Brynjar þakkaði útgerðinni fyrir hönd áhafnarinnar en sagðist jafn- framt vona að aldrei þyrfti að koma til þess að nota þyrfti tækið, en það væri mikið öryggi í því að hafa það til taks. Þrátt fyrir að tækið sé sjálfvirkt, og þyki auðvelt í notkun, fékk útgerðin Unnstein Júlíusson lækni til að koma og kynna áhöfninni tækið og notkun þess. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Gaf áhöfninni hjartastuðtæki ÚR VERINU Líflegur markaður fyrir uppsjávarfisk á morgun LYFJAFYRIRTÆKIÐ Actavis er orðið fjórða stærsta samheitalyfja- fyrirtæki heims eftir kaup þess á samheitalyfjastarfsemi alþjóðlega lyfjafyrirtækisins Alpharma Inc. Kaupverðið nemur 810 milljónum dala, um 50 milljörðum króna. Eftir kaupin verður Actavis með starfsemi í 32 löndum og með um 10.000 starfs- menn. Með kaupunum á Alpharma aukist tekjur Actavis í Bandaríkjunum verulega og nema um 35% af heildar- tekjum en félagið keypti bandaríska lyfjafyrirtækið Amide í maí sl. Þá nærActavis sterkri stöðu í sölu á eig- in vörumerkjum á stærstu lyfja- mörkuðum Evrópu, m.a. í Þýskalandi og Bretlandi, og verður að auki í hópi stærstu fyrirtækja í Skandinavíu, að því er segir í tilkynningu frá Actavis. Einnig styrkir Actavis stöðu sína í Hollandi, Portúgal og á öðrum mörk- uðum Evrópu og kemst að auki inn á markaði í Kína og Indónesíu. Segir í tilkynningunni að sameinað félag verði með yfir 600 lyf á mark- aði. Lyfjaúrval fyrirtækjanna skarist lítið í Bandaríkjunum. Sameinað fé- lag hafi yfir 200 lyf í þróun og skrán- ingu. Framleiðslugeta Actavis eykst verulega með verksmiðjum Alp- harma í Bandaríkjunum, Bretlandi, Noregi, Kína og Indónesíu. Heildar- afkastageta verður yfir 24 milljarðar taflna og hylkja á ári auk umtals- verðrar afkastagetu í framleiðslu á fljótandi lyfjum, kremi og smyrslum. Segir að töluverð tækifæri skapist til samlegðar og hagræðingar í rekstri, einkum í framleiðslu, sölu og markaðsmálum. Róbert Wessman, forstjóri Actavis Group, segir sameiningar samheita- lyfjafyrirtækja hafa verið mjög al- gengar á undanförnum árum, enda felist mikil hagkvæmni í stórum ein- ingum í þessari starfsemi. „Ég sé fram á að innan fárra ára verði kannski fimm til sjö fyrirtæki leið- andi í samheitalyfjaframleiðslu í heiminum. Actavis hefur verið leið- andi í yfirtökum og sameiningum í þessari starfsemi, við höfum fjárfest í yfir tuttugu félögum á sex árum.“ Róbert segir að sé miðað við kenni- tölur séu kaupin á Alpharma mjög góð en kaupverðið nemur um tífaldri EBITDA-framlegð fyrirtækisins. Róbert segir að í lyfjageiranum sé jafnan greidd ríflega fjórtánföld EBITDA-framlegð fyrir fyrirtæki af þessu tagi. „Við teljum auk þess að í kaupunum séu samlegðaráhrif og tækifæri sem við getum náð í hús á næstu tveimur til þremur árum.“ Gert er ráð fyrir að velta Actavis verði yfir 1,3 milljarðar evra, 94 millj- arðar króna á árinu 2006 og að hagn- aður fyrir skatta, fjármagnsliði og af- skriftir (EBITDA) í hlutfalli af veltu verði 19–20%. Alpharma var stofnað í Noregi ár- ið 1903. Starfsmenn samheitalyfja- sviðs Alpharma eru rúmlega 2.800 talsins og er starfsemi þess í 11 lönd- um. Félagið er í hópi átta stærstu samheitalyfjafyrirtækja Bandaríkj- anna og það fjórða stærsta í Bret- landi. Auk þess er félagið með starf- semi í Kína og Indónesíu. Tekjur Alpharma á fyrri hluta ársins 2005 námu 378,9 milljónum evra. 104 milljarða króna lán Actavis hefur tryggt sér um 1.695 milljónir dala, um 104 milljarða króna, til að fjármagna kaupin og endurfjármagna meirihluta núver- andi skulda félagsins. Alþjóðlegi bankinn UBS tryggir 77 milljarða króna en Íslandsbanki hf. og Lands- banki Íslands hf. tryggja nærri 26 milljarða króna sem forgangshluta- bréf. Róbert Wessman segir að lánið frá UBS sé á mjög hagstæðum kjörum og það eitt og sér segi ýmislegt um þá stöðu og nafn sem Actavis hefur skapað sér. „Það hefur vakið athygli hvernig Actavis hefur verið byggt upp á síðustu árum. Aðgangur okkar að erlendum bönkum, sem þekkja þetta umhverfi, hefur batnað til muna. Bæði núna og þegar við keypt- um Amide eru fleiri bankar sem vilja lána okkur fjármagn en þeir sem fengu.“ Actavis kaupir samheitalyfjastarfsemi af Alpharma Með 10.000 starfs- menn í 32 löndum Eftir Helga Mar Árnason hema@mbl.is Morgunblaðið/Brynjar Gauti Fjórðu stærstu Róbert Wessman kynnir kaupin á Alpharma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.