Morgunblaðið - 18.10.2005, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 18.10.2005, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. STJÓRNARSKRÁ Í ÍRAK Þjóðaratkvæðagreiðslan, semhaldin var í Írak um helgina umdrög að nýrri stjórnarskrá, fór friðsamlegar fram en búist hafði verið við. Stjórnarskrárdrögin eru umdeild eins og vænta mátti. Sagt hefur verið að allt bendi til þess að drögin hafi verið samþykkt í atkvæðagreiðslunni, þótt enn sé of snemmt að segja afdráttar- laust til um það. Til þess að fella drögin hefðu tveir af hverjum þremur kjósend- um þurft að greiða atkvæði gegn þeim í þremur héruðum, en svo virðist sem það hafi ekki gerst. Andstaða við stjórnarskrána er mest meðal súnníta. Ljóst þykir að hún verði felld í Anbar- og Salahuddin-héraði, þar sem súnnítar eru í miklum meirihluta. Hins vegar sögðu embættismenn í tveimur öðrum héruðum súnníta, Diyala og Ninceveh, að þar benti allt til þess að hún yrði samþykkt. Þótt sagt hafi verið í fréttum að kosn- ingarnar hafi farið friðsamlega fram er ekki hægt að horfa fram hjá því að sex bandarískir hermenn létust í árásum þegar kosið var á laugardag. Einn íraskur borgari var myrtur þegar hann greiddi atkvæði og „nokkrir íraskir hermenn létu lífið annars staðar“ eins og það var orðað í fréttum. Ýmsar ástæður geta verið fyrir því að rólegra var fyrir kosningarnar og á kjördag en búist hafði verið við. Mikill öryggisviðbúnaður hefur verið í að- draganda kosninganna, en einnig hefur getum verið leitt að því að uppreisn- armenn hafi einfaldlega haldið að sér höndum í þeirri von að stjórnarskráin yrði felld. Flest bendir til þess að atkvæða- greiðslan hafi að mestu leyti farið vel fram – ef hægt er að nota það orðalag um kosningar við þær kringumstæður, sem nú ríkja í Írak. Hins vegar er eft- irtektarvert að bandarísk stjórnvöld eru nú mun varkárari í orðavali þegar þau fjalla um kosningarnar, en þau voru þegar kosið var í Írak í janúar. Í frétta- skýringu í The New York Times í gær er því haldið fram að farið sé að draga úr trú Bandaríkjastjórnar á að upp- reisnin muni hjaðna þegar lýðræðislegt stjórnarfar nái fótfestu. Þetta megi rekja til þess að í skýrslum, sem nú ber- ist embættismönnum, sé því haldið fram að uppreisnarmönnum muni vaxa ásmegin. Bush spái enn sigri Banda- ríkjamanna í Írak, en nú sé hann farinn að tala um það að uppreisnin sé að breytast í víðtækari baráttu, sem snúist um að „koma á róttæku, íslömsku heimsveldi, sem nái frá Spáni til Indónesíu“. Stjórnarskrárdrögin kveða á um að Írak verði sjálfstætt sambandsríki og íslam verði ríkistrú. Ef stjórnarskráin verður samþykkt er næsta skrefið kosningar 15. desember þar sem Írakar munu kjósa um stjórn til að leysa af hólmi bráðabirgðastjórnina, sem kosin var til að semja stjórnarskrá. Þær kosningar munu líkast til leiða í ljós hvað framtíðin ber í skauti sér fyrir Írak. Þessar kosningar eru sögulegar í Írak, en það er ógerningur að segja hvert þær munu leiða. Bush Banda- ríkjaforseti hefur sagt að hver þjóð eigi að koma á lýðræði með sínum hætti. Sterk öfl berjast gegn lýðræði í Írak og hernám Bandaríkjamanna fór með öðr- um hætti en ætlað var. Bandaríkja- menn geta að miklu leyti kennt sjálfum sér um hvernig komið er, en að eru eng- ar auðveldar lausnir til í Írak. Versti kosturinn væri að snúa baki við Írökum og gefa landið uppreisnarmönnum á vald. ÞAKKARVERT FRAMTAK Í TRÚARBRAGÐAFRÆÐSLU Þórhallur Heimisson, prestur íHafnarfjarðarkirkju og trúar- bragðafræðingur, ræddi í Morgun- blaðinu á sunnudag um nýja bók sína, Hin mörgu andlit trúarbragðanna, í viðtali við Skapta Hallgrímsson. Hann fjallar þar um það hvernig trúarbrögð- in eru alltaf nálæg í mannlegu sam- félagi og hvernig lykillinn að því að skilja aðra, ekki sízt þá sem koma úr öðrum menningarsamfélögum, er að kunna skil á trúarbrögðum þeirra. Þórhallur segir að mörgum þyki ein- kennilegt að íslenzkur þjóðkirkjuprest- ur hafi svona mikinn áhuga á öðrum trúarbrögðum en kristindómnum. „Fólki finnst þetta kannski skrýtið vegna þess að margir halda að þeir sem fylgja ákveðnum átrúnaði séu alltaf í skotgröfunum og telji alla aðra lygara og illmenni. En svo er auðvitað ekki,“ segir Þórhallur. „Ég hef þvert á móti kynnst mörgum sem aðhyllast aðra trú en ég og hafa sterka trúarsannfæringu, og það hefur styrkt mína trúarsann- færingu hvernig aðrir trúa og líta á al- mættið. Ég get tileinkað mér margt af þeirra hugmyndum og það opnar mér nýja sýn á guð. Það dýpkar skilning minn á guði að sjá hvernig aðrir mæta honum við sínar aðstæðar og í sinni menningu.“ Þarna eru komnar a.m.k. tvær góðar ástæður fyrir fólk að kynna sér önnur trúarbrögð en sín eigin; að dýpka skilning sinn á öðrum menningarheim- um og auka skilning sinn á eigin trúar- brögðum. Hvort tveggja er mikilvægt í nútímanum, þar sem samfélag okkar einkennist af stóraukinni menningar- legri fjölbreytni og þörfin fyrir sið- ferðilega kjölfestu trúarbragðanna fer jafnframt vaxandi, ef eitthvað er. Þórhallur Heimisson bendir á að víð- ast hvar í hinum vestræna heimi sé trúarbragðafræðsla skyldufag. Svo er raunar einnig hér á landi; í aðalnám- skrá grunnskóla segir að fag, sem kall- að er kristin fræði, siðfræði og trúar- bragðafræði sé skyldugrein í 1. til 8. bekk grunnskóla. Hins vegar er það svo, eins og Þórhallur Heimisson bend- ir á, að margir kennarar telja sig ekki í stakk búna að uppfræða nemendur um önnur trúarbrögð, kennsla í þessum fræðum í Kennaraháskóla Íslands er afar takmörkuð og ónógur kraftur er í kennslu trúarbragðafræða í Háskóla Íslands. „Ég hef bent á þetta en ekki fengið hljómgrunn; ég vil því vekja fólk til umhugsunar um að efla trúar- bragðafræði til að koma í veg fyrir for- dóma og efla skilning,“ segir Þórhallur í viðtalinu. Útgáfa bókar Þórhalls er mikilvægt framlag til að auka gagnkvæman skiln- ing milli trúarbragða á Íslandi, eyða fordómum og tryggja að vel sé tekið á móti þeim, sem hér setjast að og eiga sér önnur trúarbrögð en meirihlutinn. Ekkert er líklegra til að eyða fordóm- um og hatri en þekking og fræðsla. Framtak Þórhalls Heimissonar er því þakkarvert. M á búast við breytingum á starfsháttum og stefnu Sjálfstæðisflokksins und- ir nýrri forystu flokks- ins? „Ég geri ekki ráð fyrir því að það verði nein sérstök stefnubreyting við þessar mannabreytingar. Ég hef verið varaformaður flokksins í sex ár og þar áður þingflokksformaður í sjö ár og Þor- gerður Katrín hefur verið í ráðherra- hópnum í tæp tvö ár og í þingflokknum frá 1999. Það er því af og frá að hér séu að eiga sér stað algjör umskipti. Hins vegar segir það sig sjálft að nýtt fólk mun setja sinn eigin svip á starf flokks- ins og smám saman á stefnuna eftir því sem að stæður krefjast,“ segir Geir. „Ég hef hugsað mér að virkja stofn- anir flokksins meira en verið hefur,“ heldur hann áfram. „Ég ætla til dæmis að nýta betur krafta þeirra sem hafa gefið kost á sér í miðstjórn flokksins. Ég hyggst líka nýta mér þann mikla með- byr og þá góðu strauma sem ég finn í minn garð meðal flokksfélaganna. Ég ætla vera duglegur að fara um landið eins og ég hef gert, bæði til fundarhalda og til að hitta trúnaðarmenn flokksins, treysta þau bönd og halda áfram upp- byggingu flokksstarfseminnar með þeim hætti.“ – Framgangur kvenna vakti athygli á landsfundinum. Þorgerður Katrín hefur verið kjörin varaformaður flokksins og af ellefu fulltrúum sem kjörnir voru í miðstjórn eru níu konur. Einnig má minna á að formaður þingflokksins er kona. Má í ljósi þessa búast við í fram- haldinu að lögð verði áhersla á aukinn hlut kvenna á framboðslistum flokksins? „Ég held að þar sé um að ræða þróun sem gerist af sjálfu sér. Niðurstaða landsfundarins þar sem níu konur völd- ust í ellefu sæti í miðstjórn, var ekkert skipulagt átak til að bæta hlut kvenna. Þessar konur buðu sig allar fram á eigin forsendum og það er langheppilegast að breytingarnar gerist með þeim hætti. Ég er sannfærður um að konur eiga eft- ir að verða virkari í flokknum og þar með talið á framboðslistum bæði til sveitarstjórna og Alþingis,“ segir Geir. Til staðar sé öruggt velferðarkerfi fyrir alla Hann var spurður hvort ekki mætti draga þá ályktun af ýmsum áherslum, m.a. í félags- og heilbrigðismálum, sem fram komu í ræðu hans á landsfundinum sl. laugardag, að Sjálfstæðisflokkurinn muni undir hans stjórn sækjast í aukn- um mæli eftir atkvæðum kjósenda á miðju stjórnmálanna. Geir segir mjög hæpið að draga slíka ályktun. „Ég tel mig vera fulltrúa hinn- ar klassísku sjálfstæðisstefnu og þeirra gilda sem hún stendur fyrir, atvinnu- frelsi og frelsi einstaklingsins, en jafn- framt að til staðar sé öruggt velferð- arkerfi fyrir alla og þannig sé um hnútana búið í þjóðfélaginu að þeir sem eiga undir högg að sækja hafi öruggt skjól. Þetta er ekkert nýtt, heldur er þetta sjálfstæðisstefnan eins og henni hefur verið fylgt allt frá stofnun Sjálf- stæðisflokksins. Ég hef margoft undirstrikað þá skoð- un mína að undirstaða þessa er að efna- hagslífið okkar sé þannig úr garði gert að það geti skapað þau verðmæti sem þarf til að geta staðið undir þessu. Það er lykilatriðið,“ segir hann. Ánægður með veganesti fundarins Geir hlaut yfir 94% atkvæða í formanns- kjörinu á landsfundinum og segist vera bæði þakklátur og stoltur af því mikla trausti sem honum var sýnt á fundinum. „En það færir manni jafnframt mikla ábyrgð,“ segir hann. „Ég er líka ánægður með það vega- nesti sem við fáum í ályktunum og stefnumótun landsfundarins. Þar er ekki um neina grundvallarstefnubreytingu að ræða en eins og alltaf er, koma fram nýjar áherslur með breyttum tímum. Ég tel að við höfum þar mjög góðan grunn að byggja á. Ég tek við mjög góðu búi af mínum forvera í Sjálfstæðisflokknum og mun reyna að fylgja því eftir af bestu getu, bæði hvað varðar stjórn flokksins og í samstarfi um stjórn landsins.“ Selja hluta af Landsvirkjun Meðal þeirra verkefna sem framundan eru er áframhaldandi einkavæðing að sögn Geirs. Hann vakti m.a. máls á sölu Landsvirkjunar í ræðu sinni á lands- fundinum en hann segir þó ekki tíma- bært að gera ráð fyrir að ráðist verði í það verkefni á yfirstandandi kjör- tímabili. Geir minnir á að stigin hafa verið stór skref í einkavæðingu á á undanförnum árum. „Ég tel að eftir nokkur ár eigi að byrja á að selja hluta af Landsvirkjun, til dæmis til lífeyrissjóða eða annarra langtímafjárfesta. Þannig má losa um það fjármagn sem almenningur hefur bundið í Landsvirkjun og beina því í önnur verkefni, með svipuðum hætti og við höfum ákveðið að gera við sölu Sím- ans. Þetta veltur auðvitað á ýmsu. Það þarf að ganga frá samningum um yfir- töku ríkisins á hlut sveitarfélaga í fyr- irtækinu o.fl. Þetta er því ekki tímabært fyrr en Landsvirkjun er komin yfir þann kúf framkvæmda sem nú eru í gangi. Hins vegar finnst mér líka mikilvægt að gefa einkarekstrinum tækifæri til að koma víðar að þeirri þjónustu sem fjár- mögnuð er af hinu opinbera. Það er ekki einkavæðing í hefðbundnum skilningi, heldur aukið valfrelsi og svigrúm fyrir fleiri rekstrarform, jafnvel þó hið op- inbera standi straum af kostnaðinum. Það er mín sannfæring að hægt sé að gera hlutina með hagkvæmari hætti með því móti og veita betri þjónustu fyr- ir sama pening en ella væri. Þetta er mjög mikilvægt verkefni, sem við þekkj- um öll af þeirri reynslu sem við höfum t.d. af rekstri sjálfstæðra skóla hér á landi og einkarekinni heilbrigð- isstarfsemi.“ Geir segist ekki sjá að menn geti sett sig á móti breytingum af þessu tagi af málefnalegum ástæðum. „Þetta er spurning um að ná fram hagkvæmni og ég tel því að andstaða við þetta hljóti að byggjast fremur á fordómum en mál- efnalegri skoðun. Ég er þeirrar skoð- unar að ef fólk vill setja börnin sín í einkarekna skóla þá eigi það að hafa leyfi til þess og fá sams konar opinberan stuðning til þess eins og þeir fá sem setja börnin sín hinu opinbera. landi er mjög g mikið á undanf skapast svigrúm að bæta hana o árangri. En hér veita svigrúm t arforms þjónus eð er af hinu op Ganga lengra er í fjölmiðlas – Telurðu mögu framkvæmd í n starfi umfram þ ið ákveðið? ,,Já ég tel gó verið boðin út þ legum hætti t.d á undanförnum Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, segis Mikilvægt rekstrinum „Ég hef hugsað Geir H. Haarde, utanríkisráðherra og nýkjörinn for- maður Sjálfstæðisflokksins, segist líta á sig sem full- trúa hinnar klassísku sjálfstæðisstefnu. Engin sérstök stefnubreyting verði við mannabreytingar í forystu flokksins en nýtt fólk muni setja sinn eigin svip á starf flokksins og smám saman á stefnuna eftir því sem að- stæður krefjast. Ómar Friðriksson talaði við Geir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.