Morgunblaðið - 18.10.2005, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 2005 37
MINNINGAR
✝ Þorleifur Sigur-bergur Krist-
jánsson fæddist á
Norðureyri 28. sept-
ember 1905. Hann
lést á dvalar- og
hjúkrunarheimilinu
Uppsölum á Fá-
skrúðsfirði 25. sept-
ember síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Gunnjóna Einars-
dóttir, f. 11. júlí
1864, d. 18. maí
1941, og Kristján
Sigurðsson, f. 14.
maí 1875, d. 10. maí 1959. Systkini
Þorleifs voru: Alsystkini eru Sig-
ríður Anna, f. 1907, d. 1990, Guð-
rún Lilja, f. 1908, d. 1995, Óskar, f.
1910 og Einar, f. 1910. Sammæðra
eru Guðni Jón Þorleifsson, f. 1887,
d. 1970, Þorlaug Valdís Þorleifs-
dóttir, f. 1891, d. 1967, Sigurður
Þorleifsson, f. 1893 og Guðmundur
Þorleifsson f. 1900, d. 1900. Sam-
feðra er Sigríður Jóna, f. 1893, d.
1894. Þorleifur kvæntist 26. júní
1937 Jóhönnu Guðmundsdóttur, f.
27 desember 1916, d. 26 mars 1975.
Foreldrar hennar voru Guðmund-
ur Lárentíus Sigurðsson, f. í Botni í
Suðureyrarhreppi í Súgandafirði
13. maí 1882, d. 26. febrúar 1959
og Guðríður Geirmundsdóttir, f. í
Botni í Súgandafirði 26. júní 1881,
d. 28. júní 1946. Fósturforeldrar
hennar voru Guðmundur Ágúst
Halldórsson og Sveinbjörg Her-
Báru Benediktsdóttur, f. 17. septem-
ber 1942, þau skildu. Börn þeirra
eru: a) Björgvin Hlíðar, f. á Ísafirði
21. maí 1963, kvæntur Björk Arn-
ardóttur, f. 8. mars 1963, börn þeirra
eru Tinna, f. í Bolungarvík 6. nóv-
ember 1985, og Tómas, f. í Reykjavík
24. febrúar 1988. b) Fjóla, f. í Bol-
ungarvík 6. desember 1965, giftist
Páli Halldóri Halldórssyni, f. 1964,
þau skildu. Sambýlismaður Jón
Tryggvi Jóhannsson, f. 23. ágúst
1964, synir þeirra eru Aron Ármann,
f. í Reykjavík 21. september 1992,
Jóhann Felix, f. í Reykjavík 21. sept-
ember 1992, og Alex Harri, f. í
Reykjavík 21. ágúst 1997. Ekkja
Kristjáns er Arndís Jónasdóttir, f.
1938. 3) Halldór, f. í Ísafjarðarsýslu
13. júní 1942, kvæntur Elísabetu
Rósu Kristjánsdóttur, f. 19. maí
1946. Börn þeirra eru: a) Lilja Björg,
f. í Bolungarvík 7. mars 1965. Dóttir
hennar og Stefáns Péturssonar, f.
15. apríl 1968, er Linda Björk, f. í
Bolungarvík 20. ágúst 1986, gift
Raymond John Pizzey, f. 1962. b) Jó-
hann Þór, f. í Bolungarvík 16. apríl
1966, kvæntur Hönnu Möggu Nílsen,
f. 15. nóvember 1966. Börn þeirra
eru Helen Rún, f. í Reykjavík 3. októ-
ber 1988, og Hildur Karen, f. í
Reykjavík 1. júní 1995. c) Kristín
Þóra, f. í Bolungarvík 22. júní 1971.
Sonur hennar og Inga Rafns Össur-
arsonar, f. 22. október 1969, er Jó-
hann Rafn, f. í Reykjavík 18. apríl
1994. Dóttir hennar er Elisabet
Kristin Hjálmarsdóttir, f. í Svíþjóð
24. apríl 2004. 4) Sigurður Ástvin, f. í
Ísafjarðarsýslu 22. maí 1947, kvænt-
ur: Guðmundu Kristínu Ásgeirsdótt-
ur, f. 4. desember 1947. Börn þeirra
eru: a) Guðmundur Björgvin, f. á Ísa-
firði 6. febrúar 1967, kvæntur Krist-
ínu Jónasdóttur, f. 19. september
1969, börn þeirra eru Sigurður Pét-
ur, f. á Ísafirði 2. júní 1992, og Sindri
Már, f. í Ísafjarðarbæ 22. október
1996. b) Ragnar Heimir, f. á Ísafirði
2. nóvember 1971, kvæntur Mar-
gréti Öldu Sigurvinsdóttur, f. 20.
janúar 1972, synir þeirra eru Ágúst
Atli, f. á Ísafirði 22. september 1995,
og Daníel Arnar, f. í Ísafjarðarbæ 6.
september 2001. c) Birgitta Ásthild-
ur, f. á Ísafirði 17. júlí 1973, sam-
býlismaður Gareth Samuel James
Guiver, f. 1972. 5) Þórlaug Guðfinna,
f. í Ísafjarðarsýslu 30. desember
1948. Dóttir hennar og Rúnars Bald-
urs Eyjólfssonar, f. 23. júlí 1948, d.
21. ágúst 1966, er Rún, f. í Bolung-
arvík 18. júní 1966, dóttir hennar og
Guðmundar Friðriks Matthíassonar,
f. 5. mars 1965, er Lydía Björk, f. á
Ísafirði 17. maí 1990. Rún er gift Ró-
berti Heimi Halldórssyni, f. 10. sept-
ember 1972, dætur þeirra eru Katrín
Ösp, f. í Ísafjarðarbæ 2. október
1996, og Harpa Lind, f. í Reykjavík
13. júní 2000.
Eiginmaður Þórlaugar er Egill
Hrafn Benediktsson, f. 8. nóvember
1947. Börn þeirra eru: Benedikt
Gabríel, f. í Bolungarvík 18. ágúst
1970, kvæntur Hólmfríði Bjargeyju
Hannesdóttur, f. 18. júní 1973, börn
þeirra eru Elva Björk, f. í Reykjavík
20. september 1996, og Egill Hrafn,
f. í Reykjavík 13. ágúst 1998. b) Jó-
hann, f. í Bolungarvík 2. janúar
1975, kvæntur Magnúsínu Laufeyju
Harðardóttur, f. 26. mars 1976, börn
þeirra eru Sævar Hrafn, f. í Reykja-
vík 5. september 1999, og Guðlaug
Rós, f. í Ísafjarðarbæ 12. ágúst 2003.
c) Gróa, f. í Bolungarvík 20. desem-
ber 1979. 6) Birna Guðríður, f. í Bol-
ungarvík 6. október 1958, sambýlis-
maður Ólafur Jón Gústafsson, f. í
Borgarnesi 18. mars 1955. Börn
þeirra eru Jóhanna, f. í Bolungarvík
24. desember 1976, sambýlismaður
Unnar Þór Reynisson, f. 14. maí
1975, Ólöf Birna, f. á Ísafirði 23.
febrúar 1980, Óskar Gústaf Ingjald-
ur, f. í Reykjavík 11. maí 1982, og
Kristbjörg Árný, f. á Ísafirði 15.
mars 1986.
Þorleifur ólst upp hjá foreldrum
sínum á Norðureyri við Súganda-
fjörð . Árið 1927 fór hann til Reykja-
víkur að læra húsasmíði og starfaði
hjá húsasmíðameistaranum Geir
Pálssyni og lauk sveinsprófi 9. maí
1931. Í maí 1949 fékk Þorleifur
meistarabréf í Bolungarvík. Þorleif-
ur og Marís Haraldsson stofnuðu
fyrirtæki í Bolungarvík sem þeir
nefndu Þróttur hf. og stundaði al-
hliða smíðaþjónustu. Þorleifur tók
einn lærling í nám, Jón Friðgeir Ein-
arsson, sem varð umsvifamikill á
sínu sviði. Seinna meir vann Þorleif-
ur á verkstæði Jóns og líkaði vel. Þar
að auki var Þorleifur með sitt eigið
smíðaverkstæði í Aðalstræti. Þau
eru ekki mörg húsin í Bolungarvík
sem Þorleifur hefur ekki dyttað að á
einn eða annan hátt, jafnt innan sem
utan. Þorleifur og Jóhanna voru gef-
in saman í Reykjavík 26. júní 1937 af
Bjarna Jónssyni Fríkirkjupresti.
Þau bjuggu á Norðureyri fram til
ársins 1948 en þá fluttu þau til Bol-
ungarvíkur. Þar reistu þau sér hús
að Traðarstíg 5 og bjuggu þar þang-
að til Jóhanna féll frá. Seinni árin
dvaldist hann hjá Birnu dóttur sinni í
Súgandafirði og lengst af hjá Valdísi
dóttur sinni á Gilsárstekk í Breið-
dalsvík.
Þorleifur var jarðsunginn frá
Hólskirkju í Bolungarvík 8. október.
mannsdóttir á Suður-
eyri.
Þorleifur og Jó-
hanna eignuðust 12
börn en einungis 6
komust til fullorðins-
ára, þau eru: 1) Val-
dís Heiða, f. í Reykja-
vík 9. ágúst 1938.
Fyrrum sambýlis-
maður hennar er
Björgvin Hlíðar Guð-
mundsson, f. 6. júní
1933, d. 30. janúar
1962. Börn þeirra
eru: a) Jóhanna
Petra, f. í Bolungarvík 21. febrúar
1957, gift Jóni Loftssyni, f. 15.
september 1954, börn þeirra eru:
Björgvin Loftur, f. í Svíþjóð 12.
janúar 1984, og Fríða, f. í Svíþjóð
20. janúar 1986.
b) Kristján Þ., f. í Reykjavík 27.
apríl 1960, kvæntur Agnesi Úlfars-
dóttur, f. 13. ágúst 1963, sonur
þeirra er Hlíðar Berg, f. í Reykja-
vík 20. nóvember 1990. Valdís
Heiða er gift Bergi Karlssyni, f. 8.
mars 1936, sonur þeirra Eiríkur
Karl, f. í Egilsstaðabæ 9. apríl
1973, kvæntur Svölu Guðmunds-
dóttur, f. 31. október 1972, börn
þeirra eru Steinar Berg, f. í Nes-
kaupstað 1. febrúar 1997, Særún
Birta, f. í Suður-Múlasýslu 22. nóv-
ember 1999, og Sóldís Tinna, f. í
Suður-Múlasýslu 8. júní 2005. 2)
Kristján, f. í Reykjavík 18. október
1939, d. 27. maí 2005, kvæntist
Elsku pabbi minn, nú ertu farinn
frá okkur en eftir standa margar
minningar um þig þegar ég var lítil
stelpa og var að koma í smíðahúsið
til þín, þar gat ég dundað mér við
að róla eða sópa sag fyrir þig til
þess að það væri alltaf nýsópað ef
einhver skyldi líta inn til þín. Þetta
gat ég dundað mér við tímunum
saman í smíðahúsinu hjá þér. Svo
þegar þú þurftir að fara inn á Ós til
Högna og þangað fékk ég að fara
með þér, pabbi minn.
Svona minningar koma upp í
kollinum á mér, þegar ég sit og
hugsa til þín með sárum söknuði.
Ég þakka þér, pabbi minn, fyrir
öll bréfin sem þú varst svo viljugur
að skrifa mér, og það er mér mjög
kær minning þegar ég kom í heim-
sókn til þín fyrir 7 árum og við átt-
um samtöl í heila viku og sýndi þér
yngstu dóttur mína, þessi löngu
samtöl sem við áttum, þetta er allt
mér svo kært.
Ég vil þakka þér, pabbi, fyrir
hvað þú varst mér góður faðir og
hvað þú gafst mér gott uppeldi.
Pabbi minn, ég vona að þér líði
vel núna. Þú ert loksins búinn að fá
hvíldina. Þín dóttir
Birna.
Þá er hann loksins búinn að fá
hvíldina gamli maðurinn, hann afi
minn sem mér fannst alltaf svo
hraustlegur. Aldrei kvartaði hann,
vildi miðla af því sem hann trúði á
og var kannski að margra áliti dá-
lítið skrítinn kall. Það var ekki fyrr
en á seinni árum að ég virkilega
kynntist honum afa mínum og ég á
svo margar skemmtilegar minning-
ar um frásagnir hans af því sem
hann upplifði og því sem hann trúði
að gerðist.
Ég man líka eftir mér í Bolung-
arvík þar sem ég bjó í æsku og þar
sem afi minn hafði smíðaverkstæði.
Einn daginn hafði ég séð dúkku-
vagn sem var smíðaður úr tré og
þegar ég sá hann var ég ákveðin í
því að fara til afa míns og athuga
hvort hann gæti búið til svoleiðis
handa mér. Ég tók vinkonu mína
með mér og við röltum inn á smíða-
verkstæðið, afi rétti mér spýtu og
blýant og sagði mér að teikna vagn-
inn á spýtuna og þá myndi hann
byrja. Ég kláraði aldrei af að teikna
dúkkuvagninn á spýtuna (fannst ég
ekki kunna að teikna) svo að það
varð því miður aldrei af þessari
smíði.
Þegar ég eignaðist svo Jóhann
minn var afi orðinn háaldraður en
var samt ennþá að dunda sér í
smíðinni. Einn daginn kom svo
sending frá afa, nefnilega lítill speg-
ill sem hann hafði smíðað fyrir
drenginn og sá spegill er í miklu
uppáhaldi hjá fjölskyldunni. Ég á
líka hylki sem lítur út eins og bók,
með lykil og „alles“, ekki hægt að
sjá að það sé ekki bók þegar það er
í bókahillu. Já, hann afi minn vildi
hafa allt á hreinu, vissa hluti var
betra að passa vel og margt átti að
geyma á svona leynistöðum. Mér
fannst afi skemmtilega dulur að
hluta, alltaf jafnþrjóskur samt og
ákveðin persóna.
Síðla sumars 2003 fór ég ásamt
fjölskyldu minni austur til að heim-
sækja afa og Dísu frænku, þá færði
ég honum gleraugu sem ég keypti á
bensínstöð fyrir kallinn. Jú, hann
setti þau upp og prófaði og Jóhann
Rafn, sonur minn, sem sjálfur notar
gleraugu daglega, hafði mikið fyrir
því að segja við langafa sinn að
hann yrði að vera duglegur að nota
þetta til að athuga hvort hann
myndi ekki sjá betur við lesturinn.
En afi þurfti engin hjálpartæki, það
var alveg nóg að hafa bara nógu
bjart ljós, þá sæi hann allt sem
hann þyrfti að sjá. Já, stundum var
ekki annað hægt en að brosa að
þessum hörkumanni.
Í þau skipti sem ég heimsótti
elsku afa austur spurði ég hann
ætíð hvort hann treysti sér í bíltúr
og hann hélt það nú. Það þurfti sko
ekki að minnast á það tvisvar, hann
klæddi sig og út fórum við á rúnt-
inn. Ég fór þá með hann í langan
rúnt um firðina og keypti gjarnan
súkkulaði, það þótti honum gott. Í
síðasta skipti fór ég líka með hann
á kaffihúsið á Breiðdalsvík sem
maður að nafni Njáll rekur, en afi
hafði miklar mætur á þeim manni.
Þar sátum við dágóða stund, feng-
um okkur kökusneið og kaffi og lás-
um greinar sem héngu þar uppi á
vegg um marga dularfulla hluti. Ég
var alltaf svo glöð í hjarta mínu að
fá að njóta þess að fara eitthvað
með hann afa minn, ég var líka svo
stolt af því hvað hann var brattur,
þrátt fyrir háan aldur.
Hundrað ár eru löng ævi en nú
hefur hún Jóhanna amma mín feng-
ið afa sér við hlið í englastörfin.
Elsku afi minn, takk fyrir góðar
stundir og Guð geymi þig og ömmu
Jóhönnu.
Kristín Halldórsdóttir.
ÞORLEIFUR S.
KRISTJÁNSSON
Okkur hjónin lang-
ar til að minnast kærs
vinar okkar, Friðriks
Ásgeirs Hermanns-
sonar, sem lést í svo hörmulegu sjó-
slysi hinn 10. september síðastlið-
inn.
Við kynntumst Frikka fyrst fyrir
um það bil 6 árum og myndaðist
strax á milli okkar sterk vinátta sem
haldið hefur alla tíð síðan.
Friðrik var mikill vinur vina sinna
og vildi allt fyrir okkur sem og aðra
gera. Við gátum alltaf talað saman
um allt milli himins og jarðar, því
Friðrik var svo fordómalaus og
hafði einlægan áhuga á öllu sem við-
kom mannlegu eðli í lífsins ólgusjó.
Friðrik var óþreytandi að stinga
FRIÐRIK ÁSGEIR
HERMANNSSON
✝ Friðrik ÁsgeirHermannsson
héraðsdómslögmað-
ur fæddist á Ísafirði
28. september 1971.
Hann lést í sjóslysi
hinn 10. september
síðastliðinn og var
útför hans gerð frá
Hallgrímskirkju 23.
september.
upp á því að við gerð-
um okkur dagamun
saman, hvort sem það
var að elda góðan
mat, veiðitúrar eða
sumarbústaðaferðir.
Hann var alltaf til í að
bralla eitthvað
skemmtilegt.
Allar góðu minning-
arnar um þessar sam-
verustundir ylja okk-
ur nú.
Frikki var mikill
persónuleiki, skarp-
greindur, réttsýnn,
víðlesinn og ákaflega mikill húm-
oristi. Gerði grín að öllu sem hann
mögulega gat, ekki síst sjálfum sér.
En fyrst og fremst var Friðrik mað-
ur með stórt hjarta sem ekkert
aumt mátti sjá og rausnarlegri höfð-
ingja en Friðrik höfum við ekki
kynnst. Hann gaf alltaf það besta
sem hann átti.
Það var mikið gæfuspor fyrir
Friðrik að kynnast henni Matthildi
sinni og fljótlega eftir að þau fóru að
draga sig saman kynnti hann okkur
fyrir henni. Matthildur var yndisleg
og skemmtileg manneskja, og áttu
þau mjög vel saman og hlökkuðu
mikið til þeirrar framtíðar sem beið
þeirra. Það var svo greinilegt á
þeim í síðasta skiptið sem við hittum
þau, stuttu fyrir daginn örlagaríka.
Við söknum þeirra beggja meira
en orð fá lýst og raunveruleikinn
sem við blasir, að við eigum ekki eft-
ir að hitta þau aftur, er nístandi sár.
Við biðjum góðan guð að vaka yfir
Manna litla og Agnesi og gefa þeim
og öllum ástvinum þeirra beggja
styrk í þessari miklu sorg.
Guð blessi minningu Friðriks og
Matthildar.
Ólafur Thorarensen og
Anna S. Stefánsdóttir.
Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana.
Skilafrestur Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast fyr-
ir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða
þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan tiltekna skila-
frests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmark-
að getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út.
Minningargreinar
Fregn eins og sú,
að Óli B. Lúthersson
væri dáinn, setur
mann í þá stöðu að maður spyr aft-
ur: Hvað? Óli dáinn! Já, staðreyndir
eru oft óþægilegar en þetta er nú
einu sinni gangur þessa lífs og við
vitum aldrei hver er næstur.
Ég kynntist Óla fyrst er við störf-
uðum saman í Sjálfstæðisfélagi
Kópavogs en þar áttum við sameig-
inleg áhugamál sem voru af fé-
lagslegum toga. Þar störfuðum við
af lífi og sál og höfðum gaman af og
þar var líka bráðskemmtilegt að
hlusta á hann og hans skoðanir, því
að Óli hafði skoðanir á öllum málum
og þær fóru ekki framhjá neinum
ÓLI BERGHOLT
LÚTHERSSON
✝ Óli BergholtLúthersson
fæddist í Bergsholti
í Staðarsveit hinn
21. maí 1931. Hann
lést á Landspítalan-
um við Hringbraut
12. september síð-
astliðinn og var út-
för hans gerð frá
Kópavogskirkju 19.
september.
sem á hlýddi. Óli var
mikil félagsvera og
naut þess að vera inn-
an um fólk sem var að
vinna eða skemmta
sér. Við störfuðum
saman í nefndum og
stjórnum og oft kom
Óli með snjallar hug-
myndir og athuga-
semdir þar sem
skemmtilegur hlátur
hans fylgdi á eftir og
smitaði viðstadda.
Ja, ég er til, var oft-
ast viðkvæðið þegar
eitthvað þurfti að gera í sambandi
við flokksstarfið, svo jákvæður og
upplífgandi og hafði gaman af að
vera virkur í starfi.
Ef hann tók eitthvað að sér þá
þurfti ekki að hafa áhyggjur af því,
samviskusemi hans var slík. Í mín-
um hug ert þú geymdur, vinur og
samherji, en ekki gleymdur og mikil
eftir sjá í svona félaga og vini. Þinn
lífsförunautur Svana hefur misst
góðan vin og félaga svo og þín fjöl-
skylda og færi ég þeim öllum mína
samúðarkveðjur.
Hafsteinn J. Reykjalín.