Morgunblaðið - 18.10.2005, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 2005 45
MENNING
Meðal efnis er:
- Vetrarklæðnaður á börn
og fullorðna
- snyrtivörur fyrir veturinn
- íslensk hönnun í vetrarklæðnaði
- vetrarferðir innanlands
- dekrað við bílinn í vetur
- réttu skórnir fyrir veturinn
- bækur
- afþreying í skammdeginu
- útilýsingar
- heitir pottar
og margt fleira.
Vertu viðbúinn vetrinum!
Vetur, glæsilegur blaðauki um allt
sem gott er að hafa í huga þegar
vetur gengur í garð, fylgir
Morgunblaðinu laugardaginn
29. október 2005.
Auglýsendur, pantið fyrir kl. 12.00
miðvikudaginn 26. október.
Allar nánari upplýsingar veitir
Katrín Theódórsdóttir
í síma 569 1105
eða kata@mbl.is
Í Hafnarborg stendur nú yfirsýning Myndhöggvarafélags-ins í Reykjavík. Það eru engar
ýkjur að segja að starfsemi Mynd-
höggvarafélagsins sé blómleg um
þessar mundir, en sýningin í Hafn-
arborg er aðeins eitt af mörgum
verkefnum sem félagið er viðriðið
þessi misserin.
Rósa Sigrún Jónsdóttir er núver-
andi formaður félagsins: „Sýning-
unni í Hafnarborg er ætlað að end-
urspegla þann breiða hóp sem
rúmast innan félagsins,“ segir
Rósa. Í sýningunni taka þátt tæp-
lega 30 félagsmenn, sem hver legg-
ur til eitt verk, en alls eru félagar
100 talsins. Ekkert ákvarðandi
þema var valið fyrir sýninguna,
eins og Rósa segir: „Okkur langaði
bara að búa til sýningu, end-
urspegla félagið og sjá hvað kæmi
út. Afraksturinn er létt og fjöl-
breytileg sýning sem er gaman að
skoða.“ Sýningin er framhald af
samstarfi MHR og Hafnarborgar,
en það samstarf hófst s.l. vetur og
hefur Hafnarborg kynnt einn fé-
lagsmann mánaðarlega í húsa-
kynnum sínum.
Myndhöggvarafélagið í Reykja-vík var stofnað 1972. Stofn-
un félagsins átti rætur sínar í
óformlegum útisýningum sem
haldnar voru á Skólavörðuholtinu
á árunum 1967-72 þar sem gaf að
líta nýja og framsækna strauma í
íslenskri myndlist. Voru það Jón
Gunnar Árnason og Ragnar Kjart-
ansson sem voru helstu hvatamenn
að stofnun MHR á sínum tíma. Frá
stofnun hefur félagið staðið fyrir
margvíslegri listrænni starfsemi.
Með meira áberandi verkefnum
hópsins í seinni tíð hafa verið sýn-
ingar á verkum eftir norður- og
suðurstrandlengjum Reykjavíkur
sem hófust 1998. Einnig hélt félag-
ið 30 ára afmælissýningu í Lista-
safni Reykjavíkur árið 2002.
Upphaflega verður hópurinn tilkringum kjarna framsækinna
listamanna sem unnu fyrst og
fremst þrívíð verk,“ útskýrir Rósa.
„En síðan hefur hópurinn þróast
yfir í að verða einfaldlega hópur
listamanna sem vinna með mis-
munandi hætti – þó segja megi að
ákveðin skúlptúr-slagsíða sé á fé-
laginu.“ MHR er fagfélag og snýst
starfsemi félagsins í dag um að-
búnað félagsmanna almennt og
fjölþætta sýningarstarfsemi. „Mik-
ilvægur hluti af starfinu er að
mynda tengsl. Við efnum til sam-
starfs við samskonar félög í öðrum
löndum og myndum þannig sam-
bönd og sýningarmöguleika fyrir
okkar félagsmenn,“ segir Rósa frá.
„Dæmi um slíkt er verkefni sem
við tökum þátt í um þessar mundir,
’Site-actions’ – Sense in place. Um
er að ræða alþjóðlegt listverkefni,
samvinnuverkefni 6 Evrópulanda,
styrkt af Evrópusambandinu..
Listaakademían í Cardiff í Wales
hefur yfirumsjón með verkefninu
en þátt taka Pólverjar, Lettar,
Spánverjar, Írar og svo Íslend-
ingar.“
Fimmtíu listamenn koma að
verkefninu, þar af 8 frá MHR, en
Rósa bendir á að aðeins hefði verið
hægt að taka þátt í svona Evrópu-
verkefni í krafti félagasamtaka.
„Þetta er sýningaröð sem hófst á
Írlandi í ágúst. Nú er annar og
þriðji hluti kominn í gang með sýn-
ingum í Pólandi og Wales. Hluti af
verkefninu felur í sér ráðstefnu og
samstarfsverkefni við skóla, en í
okkar tilfelli munum við vinna með
nemendum í Austurbæjarskóla.
Markmiðið með verkefnum af
þessu tagi er að menn kynnist sér-
stöðu hvers þáttökulands, að-
stæðum og sérkennum þáttöku-
þjóðanna.“
Lokahluti evrópska verkefnisins
verður hér á landi í samvinnu við
Reykjavíkurborg þegar opnuð
verður í Viðey sýning, hluti af dag-
skrá Listahátíðar. Þar munu átta
erlendir listamenn, einn til tveir
frá hverju þátttökulandanna, sýna
– en á móti hafa 8 listamenn frá
MHR farið úr landi: Kristinn
Hrafnsson sýnir um þessar mundir
í Wales og Ásmundur Ásmundsson
og Margrét Blöndal sýna núna í
Pólandi. Valgerður Guðlaugsdóttir
fer til Lettlands, Hekla Dögg Jóns-
dóttir og Guðjón Ketilsson til Spán-
ar í vor en Erling Klingenberg og
Olga Bergmann hafa þegar sýnt á
Írlandi.
Rósa bendir á að samstarf af
þessum toga og sýningar íslenskra
listamanna erlendis eru mikil-
vægar, ekki aðeins fyrir listamann-
inn, heldur líka fyrir land hans:
„Myndlistarmenn eru stundum eins
manns sendinefnd – listrænn sendi-
herra. Þú getur lent í því að fáni
landsins sé dreginn að húni, og þér
líður eins og þú sért í forsvari fyrir
þjóð þína og menningu hennar.“
Rósa segir félagið standa í fleiriverkefnum og reynt er að
hafa starfsemina fjölbreytta. Þann-
ig er á döfinni samsýning í Ný-
listasafninu í janúar þar sem unnið
verður eftir yfirskrift lánaðri frá
Dieter Roth „Quantity is Quality“.
„Viðfangsefnið er postulín og við
ætlum bókstaflega að fylla sýning-
arsal safnsins af viðfangsefninu.
Heimurinn er yfirfullur af efni og
við ætlum að fara með þá hugmynd
alla leið.“
Myndhöggvarafélagið stendur í stórræðum
’Okkur langaði bara aðbúa til sýningu, end-
urspegla félagið og sjá
hvað kæmi út. Afrakst-
urinn er létt og fjöl-
breytileg sýning sem er
gaman að skoða.‘
AF LISTUM
Ásgeir Ingvarsson
Morgunblaðið/Sverrir
„Fjölbreytt sýning sem gaman er að skoða“: Rósa Sigrún Jónsdóttir um-
kringd og umvafin munum á sýningu Myndhöggvarafélagsins í Reykjavík.
asgeiri@mbl.is
Af sýningu Myndhöggvarafélagsins
í Reykjavík í Hafnarborg.
Heimasíða Myndhöggvarafélags-
ins er www.sculpture.is
SAMSTARFSNEFND um kennslu í
Norðurlandafræðum erlendis er sam-
starfsvettvangur stofnana á Norður-
löndum sem annast stuðning við
kennslu í Norðurlandamálum við há-
skóla erlendis. Starfsemi nefndarinn-
ar er fjármögnuð af skrifstofu Nor-
rænu ráðherranefndarinnar í
Kaupmannahöfn. Stofnun Sigurðar
Nordals tekur
þátt í samstarfinu
af íslenskri hálfu.
Stofnunin hefur
gert samning við
Norrænu ráð-
herranefndina um
að annast skrif-
stofuhald fyrir
samstarfsnefnd-
ina. Formaður
nefndarinnar er
Henrik Galberg Jacobsen, prófessor í
norrænum málum við háskólann í Óð-
insvéum.
Samstarfsnefndin um kennslu í
Norðurlandafræðum erlendis gengst
fyrir röð fyrirlestra um norrænt sam-
starf og samfélög á Norðurlöndum
við háskóla í Sjanghæ og Beijing í
Kína dagana 18.–21. október. Með
þessu vill nefndin efla þekkingu kín-
verskra stúdenta á menningu, sögu
og samfélagsháttum á Norðurlönd-
um, svo sem velferðarmálum, um-
hverfis- og jafnréttismálum.
Þeir sem munu halda fyrirlestra við
Fudan-háskóla í Sjanghæ, Peking-
háskóla, Renmin-háskóla í Beijing og
Beijing-háskóla erlendra mála eru:
Guðmundur Hálfdanarson, prófessor
í sagnfræði við Háskóla Íslands, Sven
E.O. Hort, prófessor í félagsvísindum
við Södertörn-háskóla, Huddinge,
Svíþjóð, Jørgen Dines Johansen, pró-
fessor í bókmenntafræði við háskól-
ann í Óðinsvéum, Guri Sandborg, sér-
fræðingur í umhverfismálaráðu-
neytinu í Ósló, og Anne Maria Holli,
rannsóknarmaður við finnsku aka-
demíuna í Helsinki.
Fyrirlestra-
röð við
háskóla í Kína
Guðmundur
Hálfdanarson