Morgunblaðið - 18.10.2005, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.10.2005, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT LEIÐTOGAKJÖR í breska Íhalds- flokknum hefst í dag en þá munu þingmenn flokksins greiða atkvæði um frambjóðendurna fjóra. Almennt er talið, að David Cameron, yngsti maðurinn í hópnum, standi hvað best að vígi meðal flokksmanna al- mennt en hugsanlegt þykir, að spurningar um fíkniefnanotkun á skólaárunum geti spillt fyrir honum. Hefur hann ekki viljað svara þeim hreint út. Frambjóðendurnir, þeir David Cameron, Ken Clarke, David Davis og Liam Fox, fengu í gær 20 mín- útur hver til að kynna sín mál fyrir þingmönnum og svara spurningum en 66 þingmenn hafa nú þegar lýst yfir stuðningi við Davis, 36 við Cameron, 24 við Clarke og 22 við Fox. Um 50 höfðu ekkert gefið upp. Líklega kosið á milli Davis og Camerons Sá, sem fær fæst atkvæði þing- manna í dag, fellur út og síðan annar í þingmannakosningu á fimmtudag. Þá verða eftir tveir, sem allir skráð- ir flokksfélagar, um 300.000 manns, munu greiða atkvæði um. Á sú nið- urstaða að liggja fyrir 6. desember. Telja má nokkuð víst, að Davis muni komast áfram í lokakjörið og þá líklega Cameron einnig. Á honum hafa þó að undanförnu dunið spurn- ingar um fíkniefnanotkun á háskóla- árunum en þeim hefur hann ekki svarað þeim öðruvísi en svo, að hann hafi „reynt það sama og margir há- skólastúdentar“. Hefur verið gert mikið úr þessu í breskum fjölmiðlum en ekki er ljóst hvort þetta mál mun skaða David Cameron á lokaspretti leiðtoga- kjörsins. Leiðtogakjör íhalds- manna að hefjast Fréttir um fíkniefnanotkun Camerons á skólaárunum kunna að skaða hann David Davis David Cameron Washington. AP. | Enginn er ánægður með að borga meira fyrir bensínið en áður en það fer þó mjög eftir því hvar fólk býr, hvað talið er „við- unandi“ verð. Kemur það fram í Ips- os-könnun, sem gerð var í níu lönd- um víða um heim fyrir og um síðustu mánaðamót. Bandaríkjamönnum ofbýður að borga rúmlega 48 ísl. kr. fyrir lítr- ann og segja, að 32 kr. geti þeir sætt sig við. Í Bretlandi eru 48 kr. aftur á móti bara brandari en þar kostar nú bensínlítrinn rúmlega 103 kr. Finnst Bretum viðunandi verð fyrir hann um 80 kr. Á Spáni finnst flestum, að bens- ínlítrinn ætti ekki að kosta miklu meira en 50 kr. en í Frakklandi, Ítal- íu og Suður-Kóreu nefna flestir 64 kr. Þjóðverjar eru þó alveg sáttir við 80 krónurnar en Ástralir og Kan- adamenn telja eðlilegt verð vera 48 kr. eða minna. Í Bandaríkjunum búa aðeins 5% mannkyns en samt sem áður nota þeir fjórðung allrar olíu- framleiðslunnar eða 20 milljónir ol- íufata á dag. Í Evrópu leita menn ýmissa leiða við að draga úr bílanotkun þegar bensínið er dýrt en Bandaríkjamenn eiga erfiðara með það. Þeir eru svo háðir bílnum, sem í mörgum skiln- ingi er orðinn að sjálfum nafla tilver- unnar, efnahagslega og félagslega. Víðast hvar í Evrópu eru skattar tveir þriðju af bensínverðinu og þess vegna leggja Evrópumenn mikið upp úr sparneytnum bílum og öfl- ugum almannasamgöngum. Í Bandaríkjunum er skattlagningin mismunandi milli ríkja en oft um 20% af heildarverðinu. Er bens- ínverð þar lægra en víðast hvar ann- ars staðar og fjárfesting í almanna- samgöngum í lágmarki. Bensínfrekir jeppar og pallbílar eru mjög vinsælir og stjórnmálamenn, sem ýja að aukinni skattlagningu, eiga sér enga framtíð á þeim vett- vangi. „Þeim mun meira finn ég til mín“ „Það er mjög rótgróið viðhorf meðal Bandaríkjamanna, að þeir eigi heimtingu á sumu, til dæmis ódýru bensíni og svo stórum bílum, sem þeir kæri sig um,“ segir Steve Yetiv, stjórnmálafræðingur við Old Dominion-háskóla, og Billy Fillers í Sycamore í Illinois er ekki ósam- mála því. Hann ekur um á Chevy Tahoe en þótt bensínreikningurinn hafi tvöfaldast, ætlar hann ekki að fá sér minni bíl. „Því stærri sem bíllinn er og því kraftmeiri, þeim mun meira finn ég til mín,“ segir Fillers. „Viðunandi“ bensínverð mismunandi eftir löndum Bandaríkjamenn eru 5% jarðarbúa en nota 25% olíunnar Ósló. AFP. | Norska varðskipið Tromsø elti í gær rússneska togar- ann Electron, inn í rússneska efna- hagslögsögu vegna gruns um ólög- legar veiðar, sigldi í gær í norður í áttina að borginni Múrmansk. Um borð í togaranum voru tveir norskir varðskipsmenn en norska strand- gæslan skipaði togaranum á laug- ardag að sigla til Tromsø vegna gruns um að hann hefði verið á ólög- legum veiðum í Barentshafi. Togarinn hlýddi þeirri skipun í fyrstu en á sunnudag breytti hann skyndilega um stefnu og hélt í áttina til Rússlands. Sigldi hann í ýmsar áttir til að byrja með, að sögn tals- manns norska flotans, Espen Liens. Að sögn rússnesku fréttastofunn- ar Interfax amaði ekkert að norsku varðskipsmönnunum. Talið er að um hálfs sólarhrings sigling sé til Múr- mansk frá þeim stað sem skipin voru á síðdegis í gær. Styttra er til rússnesku eyjarinnar Novaja Semlja en norska strandgæslan sagðist ekki vita hvers vegna tog- arinn hefði breytt um stefnu. Hvasst var á svæðinu og mikill sjór. Skip- herra varðskipsins var sagður íhuga að skjóta viðvörunarskotum að rúss- neska togaranum til að koma í veg fyrir að hann færi inn fyrir 12 mílna landhelgi Rússlands. Lien vildi ekki staðfesta þetta í samtali við fjöl- miðla. Fréttavefur norska blaðsins Aft- enposten sagði að Jonas Gahr Støre, sem tók við embætti utanríkisráð- herra Noregs í gær, fylgdist með stöðu mála í Barentshafi en myndi ekki tjá sig um það í bili. Sönnunargögnum eytt? Varðskipsmennirnir norsku fóru um borð í togarann á laugardag þar sem hann var í Barentshafi á norska verndarsvæðinu við Smuguna. Um var að ræða hefðbundið eftirlit en eftirlitsmennirnir fundu vísbending- ar um að stundaðar hefðu verið ólöglegar veiðar, svo sem á smáfiski. Net með of lítilli möskvastærð fund- ust um borð. Skipverjar á Elektron voru sagðir hafa reynt að eyða sönn- unargögnum um brotin. Norðmenn elta rússneskan togara Ósló. AP. | Jens Stoltenberg kynnti í gær ráðherralista nýrrar rík- isstjórnar í Noregi en ráðherrarnir eru alls 19, 10 karlar og níu konur. Stoltenberg, leiðtogi Verka- mannaflokksins og forsætisráðherra í nýju stjórninni, sagði þegar hann kynnti ráðherrana, að þar færi fólk með mikla reynslu af atvinnulífinu. Sjálfur er hann hagfræðingur að mennt og einnig Jonas Gahr Støre, framkvæmdastjóri Rauða krossins í Noregi, en hann verður utanrík- isráðherra. Kristin Halvorsen, leið- togi Sósíalíska vinstriflokksins, verður fjármálaráðherra, en Odd Roger Enoksen frá Miðflokknum verður olíumálaráðherra. Åslaug Haga, leiðtogi Miðflokksins, verður ráðherra sveitarstjórnarmála. Anne-Grete Strøm-Erichsen verður varnarmálaráðherra en Helga Pedersen sjávarútvegs- ráðherra. Í þessari fyrstu meirihlutastjórn í Noregi í 20 ár hefur Verka- mannaflokkurinn 10 ráðherra, Sósí- alíski vinstriflokkurinn fimm og Miðflokkurinn fjóra. Menntamál og málefni aldraðra og barna Meðal helstu stefnumála stjórn- arinnar, sem tók formlega við í gær, eru menntamál og málefni aldraðra og barna en samkomulag er um að láta Evrópumálin liggja milli hluta enda engin samstaða um þau milli flokkanna þriggja. Þá hefur stjórnin heitið að fara varlega í að nota olíu- gróðann en Norðmenn hafa lagt til hliðar og eiga nú í handraðanum, að- allega í fjárfestingum erlendis, rúm- lega 11.000 milljarða ísl. kr. Ekki er búist við neinum breytingum á utan- ríkisstefnunni en hins vegar verður fámennt, norskt herlið í Írak kallað heim. AP Jens Stoltenberg, nýr forsætisráð- herra í Noregi, er hann kynnti ráð- herralista ríkisstjórnarinnar. Stoltenberg tekinn við í Noregi ÞESSI pakistanska stúlka norpaði í gær við elda- mennsku undir berum himni í bænum Balakot í Kasmír í Pakistan. Þar er vetur að ganga í garð, ýmist kalsarigning eða frost, en þótt hjálp- arstarfið vegna jarðskjálftanna mannskæðu gangi nú betur en áður, þá er enn mikill skortur á teppum og tjöldum fyrir þær þúsundir manna, sem eiga í ekkert hús að venda. Óttast er, að margir muni ekki lifa vosbúðina af. Reuters Kuldi og vosbúð ógna eftirlifendum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.