Morgunblaðið - 16.11.2005, Qupperneq 2
2 MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
METS.LISTI
EYMUNDSSON
9. nóv.
„Ég hef lengi
beðið eftir
þessari bók
um lífsgildin
og las hana
mér til mikillar
ánægju.
Þetta er áttaviti
sem vísar veginn.“
Vigdís Finnbogadóttirwww.jpv.is
SAMNINGAR HALDA
Samkomulag náðist í gær milli Al-
þýðusambands Íslands og Samtaka
atvinnulífsins um aðgerðir á vinnu-
markaði og því halda kjarasamning-
arnir. Í samkomulaginu felst að
launþegar fá 26.000 króna ein-
greiðslu fyrir 15. desember, launa-
hækkanir 1. janúar 2007 verða
0,65% hærri en ella hefði verið og
lágmarkslaun hækka í 110.000 árið
2007. Ríkisstjórnin mun leggja til fé
til lífeyrissjóða og til átaks í starfs-
menntun ófaglærðra.
Bjerregaard sigraði
Sveitarstjórnarkosningar voru í
Danmörku í gær og ljóst var í gær-
kvöldi að jafnaðarmaðurinn Ritt
Bjerregaard yrði fyrst kvenna til að
gegna embætti yfirborgarstjóra
Kaupmannahafnar. Þótti sýnt að
flokkurinn myndi bæta við sig sæt-
um í borgarstjórn. Jafnaðarmenn
virtust einnig halda völdum í Ála-
borg og Árósum en tvísýnt var um
úrslit í Óðinsvéum. Stjórnarflokk-
urinn Venstre fékk einnig góða
kosningu á landsvísu.
Fangahneyksli í Bagdad
Ráðamenn í Írak viðurkenndu í
gær að fundist hefðu yfir 170 van-
nærðir fangar í leynilegu fangelsi
innanríkisráðuneytisins í Bagdad.
Hét forsætisráðherrann, Ibrahim al-
Jafaari, að málið yrði rannsakað.
Fyrri umræða um fjármál
Fyrri umræða um frumvarp að
fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar
fyrir árið 2006 fór fram í gær. Odd-
viti sjálfstæðismanna sagði það af-
hjúpa veikburða og þreytt kosninga-
bandalag sem ætti skilið að fara frá
völdum og borgarfulltrúi Frjáls-
lynda flokksins sagði að ekki stoðaði
að nota sjónhverfingar til að fela
skuldir borgarinnar.
Y f i r l i t
Í dag
Fréttaskýring 8 Umræðan 26/29
Viðskipti 15 Bréf 29
Erlent 16/17 Minningar 30/32
Minn staður 18 Myndasögur 36
Höfuðborgin 19 Dagbók 36/39
Akureyri 20 Staður og stund 37
Suðurnes 21 Leikhús 40
Landið 21 Bíó 42/45
Daglegt líf 22 Ljósvakamiðlar 46
Menning 23 Veður 47
Forystugrein 24 Staksteinar 47
* * *
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri,
asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi,
orri@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju-
starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
!
"
#
$
%
&
'() *
+,,,
TÍMARITIÐ Hús og híbýli og
Hönnunarvettvangur munu í sam-
starfi halda sýningu í Laugardals-
höll um næstu helgi þar sem fram-
leiðendur, hönnuðir, verslanir og
heildsalar sýna og kynna vörur sínar
og þjónustu. Tilgangurinn er að
skapa vettvang til að kynnast helstu
nýjungum í tengslum við hönnun og
innréttingu heimila ásamt því að
bæta og styrkja það hönnunarsam-
félag sem við Íslendingar búum við í
dag. Verður sýningin opin almenn-
ingi laugardag og sunnudag frá kl.
11–18.
Dagmar Haraldsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Icexpo sem skipu-
leggur sýninguna, segir að hátt í 140
aðilar hafi tilkynnt þátttöku. Segir
hún viðtökur sýnenda hafa verið um-
fram það sem áætlað var og margir
hafi haft á orði að loksins væri svona
sýning skipulögð á Íslandi. Á sýn-
ingunni verður boðið upp á ýmsa at-
burði, t.d. verða íslenskir blóma-
framleiðendur með jólaskreytingar
þar sem pottaplöntur og öðruvísi
hráefni verður notað, Íslendingum
verður kennt að gera danskan jóla-
brjóstsykur, stærsti spegill á land-
inu verður sýndur, börn geta hannað
jólaskraut og skreytt jólatré og
einnig verður boðið upp á fjórskák.
Sýningin er einnig sölusýning og
mun fjöldi fyrirtækja bjóða upp á
vörur á tilboði.
Samhliða sýningunni í Laug-
ardalshöll stendur Hönnunarvett-
vangur fyrir hönnunardögum þar
sem hönnuðir og framleiðendur
verða með sýningar og uppákomur
víðs vegar um borgina. Þá mun
Hönnunarvettvangur standa fyrir
viðburðum og sýningu á íslenskri
hönnun á sýningarsvæði.
Morgunblaðið/Kristinn
Þeir unnu að undirbúningi í Laugardalshöll í gær, Sveinbjörn Örn Arnarsson og Þorsteinn Gunnlaugsson.
Vettvangur til að kynnast
nýjungum í hönnun
FRUMVARP sem stoppar upp í gat í
ákvæðum umferðarlaga um hvíldar-
tíma atvinnubílstjóra verður brátt
lagt fyrir Alþingi en það hefur verið í
undirbúningi á vegum samgönguráð-
herra. Með frumvarpinu er verið að
bregðast við dómi Hæstaréttar sem
sagði að ekki væri nægilega skýr
heimild í lögum til að refsa fyrir brot á
lögboðnum hvíldartíma.
Aðrar breytingar sem boðaðar eru
á umferðarlögum eru m.a. þær að lagt
er til að auka heimildir Vegagerðar-
innar við eftirlit. Samkvæmt gildandi
lögum má Vegagerðin stöðva ökutæki
til að fylgjast með akstri og hvíld at-
vinnubílstjóra. Í frumvarpinu er gert
ráð fyrir því að Vegagerðin fái heim-
ild til að fylgjast með stærð og þyngd
ökutækja, fráfangi farms og búnaði
atvinnubifreiða.
Einnig er lögfest skylda til notk-
unar öryggisbeltis við akstur bifhjóla,
sé slíkt belti til staðar, og fellt niður
bann við því að tengja megi aftaní-
vagn eða tengitæki við bifhjól. Jafn-
framt er sett í umferðarlögin tilvísun í
lög um náttúruvernd er varða akstur
utan vega en í umferðarlögum er nú
einungis fjallað um akstur utan vega í
þéttbýli.
Með frumvarpinu er felld niður
gjaldtökuheimild vegna brota á
ákvæðum um að færa ökutæki til
skoðunar þar sem talið er heppilegra
að sektir liggi við slíkum brotum.
Breytingar á lögum um
hvíldartíma bílstjóra
ÍBÚÐ á þriðju hæð við Efstaleiti 9 í
Reykjavík skemmdist mikið í elds-
voða í gær og var allt tiltækt lið
Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins
kallað út vegna brunans. Þegar að
var komið var mikill eldur í húsinu
en enginn var innandyra og sakaði
því engan. Nokkrar mínútur tók að
slökkva eldinn, sem komið hafði
upp í ruslafötu í eldhúsi. Mikið tjón
hlaust af vegna reyks og sóts. Að
loknu slökkvistarfi var reykræst.
Lögreglan í Reykjavík tekur til-
drög málsins til rannsóknar.
KONA á þrítugsaldri slapp lítið
meidd þegar fólksbíll hennar fór út
af veginum um Skriðdal, til móts
við Gíslastaði, og valt tvær veltur
um klukkan átta í gærkvöldi. Kon-
an var með bílbelti sem bjargaði
henni frá alvarlegri meiðslum.
Að sögn lögreglunnar á Egils-
stöðum var bíllinn á góðum, negld-
um hjólbörðum og verður vanbún-
aði því ekki kennt um slysið. Mjög
mikil hálka var þegar slysið varð.
Fór út af
í mikilli hálku
MAÐURINN sem
lést í vinnuslysi
við álverið í
Straumsvík í
fyrradag hét Ró-
bert Þór Ragn-
arsson, 39 ára, til
heimilis í Hvera-
lind 6, Kópavogi.
Hann var fæddur
15. apríl árið 1966 og lætur eftir sig
sambýliskonu.
Íbúð mikið
skemmd eftir eld
Lést í
vinnuslysi
KG-fiskverkun á
Rifi, Brim hf. og
Útgerðarfélagið
Tjaldur hafa
ákveðið að láta
smíða fjögur ný
línuveiðiskip og
er að því stefnt að
fyrstu skipin
verði tekin í notk-
un á fyrri hluta
árs 2007.
Nú gera þessi
félög út fimm
togskip og tvö línuveiðiskip, en
með komu nýju línuveiðiskipanna
mun hlutur línuveiða í rekstrinum
aukast, en að sama skapi dregur
úr vægi togveiðanna.
Guðmundur Kristjánsson, for-
stjóri Brims, segir að með því að
ráðast í smíði nýrra línuveiðiskipa
séu þessi félög að taka þá stefnu-
markandi ákvörðun að fara í aukn-
um mæli í línuveiðar. Tvennt komi
þar aðallega til. Í fyrsta lagi sé
með þessu undirstrikað að félögin
vilji leggja enn meiri áherslu en
áður á gæði hráefnisins og fersk-
leika vöru og í öðru lagi sé útgerð
línuveiðiskipa hagkvæmt rekstrar-
form.
Ákveðið að ráðast í smíði
fjögurra línuveiðiskipa
Tjaldur SH er dæmi um sérsmíðað línuveiðiskip.
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
SAMKVÆMT nýju lagafrumvarpi
samgönguráðherra sem kynnt hef-
ur verið í ríkisstjórn munu leyf-
isveitingar fyrir bílaleigur færast
frá samgönguráðuneytinu til Vega-
gerðarinnar. Leyfisgjald mun jafn-
framt hækka úr 10.000 í 25.000
krónur, samkvæmt niðurstöðu úr
könnun Vegagerðarinnar á kostn-
aði við að gefa út leyfin. Leyfin eru
gefin út til fimm ára í senn.
Í útskýringum með frumvarpinu
segir að þessi breyting sé í sam-
ræmi við stjórnsýslulög sem kveða
á um þann grundvallarrétt að borg-
arar geti skotið stjórnvalds-
ákvörðun til æðra stjórnvalds.
Vegagerðin
gefi út leyfi
fyrir bílaleigur