Morgunblaðið - 16.11.2005, Síða 3

Morgunblaðið - 16.11.2005, Síða 3
Laugardaginn 19. nóvember stendur Íslensk málnefnd fyrir málþingi um íslenska málstefnu og starfsemi Íslenskrar málnefndar. Þingið hefst kl. 11:00 í hátíðasal Háskóla Íslands og er öllum opið. Ungir Íslendingar taka sér margt fyrir hendur á öllum mögulegum sviðum. Fyrir vikið þurfa þeir stöðugt fjölmörg ný orð um ný hugtök og nýja hluti, orð sem voru ekki til þegar þeir fæddust. Við þurfum ekki að líta mörg ár aftur í tímann til að gera okkur grein fyrir því að orðaforði tungunnar vex hratt. Á einum áratug eða svo hafa komist í umferð fleiri orð en við gerum okkur almennt grein fyrir. En þegar við hugum að því að eitt megineinkenni íslenskrar málstefnu er orðasmíð verður þetta skiljanlegt. Við getum tengt saman orðstofna, forskeyti og viðskeyti á óendanlega marga vegu og myndað ný orð eftir þörfum. Þannig er hægt að tala og skrifa um allt milli himins og jarðar með íslenskum orðum. MS fagnar degi íslenskrar tungu. Líkt og málið er í stöðugri endurnýjun lagar starfsemi MS sig að nýjum tímum undir kjörorðinumjólkurvörur í sérflokki. MS heldur áfram stuðningi við íslenska tungu á sama hátt og það hyggst eftir sem áður hafa góð samskipti við nýjar kynslóðir Íslendinga. Dagur íslenskrar tungu 2005.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.