Morgunblaðið - 16.11.2005, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 16.11.2005, Qupperneq 12
12 MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR MAGNUS Eliason, fyrrverandi borgar- fulltrúi í Winnipeg í Kanada, andaðist á heimili sínu í Winnipeg föstudaginn 11. nóvem- ber síðastliðinn, 94 ára að aldri. Magnus Eliason fæddist 21. júní 1911. Foreldrar hans voru Guðmundur Elíasson, sonur Elíasar Vigfús- sonar, frá Görðum undir Snæfellsjökli, og Margrét Sveinsdóttir Þorsteinssonar frá Fosshóli í Víðidal. Guðmundur flutti frá Íslandi til Norður-Dakóta 1891, en hann var systursonur Ragnhild- ar á Mæri, konu Jóns á Mæri og móður Jósefs á Mæri. Margrét var gift Sveini Þorsteinssyni sem dó 1898. Hún var þá ekkja með tvö börn og flutti til Winnipeg 2. ágúst 1900. Foreldrar Magnusar bjuggu á bænum Norður Laufhóli í Árnesi, skammt fyrir norðan Gimli. Þar fæddist Magnus. Hann var erind- reki Nýja demókrataflokksins í 14 ár og borgarfulltrúi í Winnipeg í fimm kjörtímabil, frá 1968 til 1989, þegar hann lét formlega af emb- ætti. Um tíma var hann aðstoð- arborgarstjóri og starfaði því sem borgarstjóri í fjarveru borgarstjór- ans. Er hann eini maðurinn af ís- lenskum ættum sem gegnt hefur því embætti í Winnipeg og talaði ís- lensku sem slíkur á opinberum fundi. Árið 1965 kvæntist Magnus Catherine (Kay) MacFarlane. Hún stóð við hlið manns síns í stjórnmál- unum og saman stofnuðu þau með Jim Maloway tryggingafyrirtæki 1978. Kay andaðist árið 2000. Magnus fæddist með um 10% sjón og sjóndepran auðveldaði honum ekki lífið en hann lagði alla tíð áherslu á það sem hann gat gert og studdist við kynni sín af Dale Carnegie í því efni. Hann var eftir- sóttur ræðumaður, talaði góða íslensku og var þekktur fyrir mikla ljóðakunnáttu. Guttormur J. Gutt- ormsson frá Riverton var í uppáhaldi og kunni hann öll ljóð skáldsins utan- bókar. Kvæðið langa, Sandy Bar, skipaði sérstakan sess hjá Magnusi og fór hann gjarnan með það allt eða hluta úr því á mannamótum, sér í lagi þegar Íslendinga bar að garði. Íslensk málefni voru Magnusi sérlega mikilvæg og lagði hann sitt af mörkum í íslenska samfélaginu í Manitoba. Norræna húsið, eins og hann kallaði Miðstöð Skandinavíu (Scandinavian Centre) í Winnipeg, var honum mikilvægt og var hann þar lengi í fararbroddi auk þess sem hann vann að fjáröflun fyrir húsið og starfsemi þess þar til yfir lauk. Hann heimsótti Ísland sex sinnum, fyrst 1979, og var sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálka- orðu 2002. Magnus Eliason verður jarðsett- ur í fjölskyldugrafreitnum í Árnesi laugardaginn 19. nóvember og minningarathöfn verður í West- minster-kirkju í Winnipeg síðar sama dag. Þeir sem vilja minnast hans geta sent samúðarkveðjur (condolences@nbardal.mb.ca) og/ eða styrkt Scandinavian Centre, 764 Erin Street, Winnipeg. Andlát MAGNUS ELIASON MÉR finnst bókin vera frekar grimm í minn garð en þannig hef- ur líf mitt verið. Bókin speglar ein- mitt þá umgjörð sem ég hef þurft að búa við allt mitt líf í viðskiptum og það er hvergi dregið undan. Stundum er ég ekki alveg sáttur, en það er eins og það er. Ég hef heldur ekkert verið voðalega sátt- ur síðastliðin þrjátíu ár þannig að þetta er bara eins og það er.“ Þetta sagði Jón Ólafsson at- hafnamaður en bók um ævi hans og störf, sem Einar Kárason rit- höfundur skrifaði, kom út í gær. Bókin heitir því virðulega nafni Jónsbók en við vinnslu hennar ræddi Einar við yfir hundrað ein- staklinga sem komið hafa við sögu í lífi Jóns. Nokkrir vildu ekki tjá sig, þeirra á meðal voru Sigurður Gísli Pálmason, fyrrverandi við- skiptafélagi Jóns, og Árni Sam- úelsson kvikmyndahúsarekandi. „Ég vil ekki vera að tala illa um Jón sagði einhver,“ rifjaði Einar upp á blaðamannafundi í gær, úr samtölum við einn þeirra sem vildu ekki láta hafa neitt eftir sér í bókinni. „Ég spurði þá hvort hann vildi ekki tala vel um hann en sá hinn sami sagðist ekki geta það.“ Einar sagðist fljótlega hafa fengið smjörþefinn af því hversu umdeildur og umtalaður Jón væri og „hvað hann vekur oft tilfinn- ingaþrunginn áhuga“, sagði Einar en hann átti sjálfur frumkvæðið að skrifum bókarinnar. „Ég hef fund- ið fyrir tortryggni alla leiðina og ég hef svona smám saman farið að skilja hvernig stendur á því að þó að Jón sé rólegur og tiltölulega geðgóður maður, þá er eins og alls staðar í kringum hann vilji vera að kvikna eldar.“ Auk þeirra einstaklinga sem Einar ræddi við notast hann við blaðagreinar og annað ritað efni sem snertir Jón við skrifin. Þá koma sjónarmið Jóns sjálfs einnig fram í bókinni, þótt hann sé aðeins heimildarmaður að litlu leyti að sögn Einars. Í samtali við Morgunblaðið sagð- ist Einar hafa reynt að draga fram sjónarmið beggja vegna eldlín- unnar. Ef fólk hafi ekki verið tilbúið að tala við hann hafi hann leitað til annarra sem þekktu til þessa fólks og þeirrar atburða- rásar sem um var að ræða hverju sinni. Hann segir bókinni ekki ætl- að að hvítþvo Jón Ólafsson. Einar benti á að þegar Jón var að hasla sér völl, langt á undan sinni samtíð, hafi viðskiptalífið og fjölmiðlaumhverfið verið í föstum skorðum og á höndum sömu aðila fyndist að vera ekki lengur „óvinur ríkisins númer eitt“, og sagði hann það sem á undan væri gengið segja meira um aðra en sig sjálfan. Þetta sýndi hvað vopn fjandmanna sinna væru vesæl. Hann gagnrýndi harðlega að skýrslur, sem teknar hefðu verið af sér sem unglingi vegna „fikts við fíkniefnamál“, skyldu leka frá stofnunum ríkisins og í fjölmiðla. „Ég myndi halda það að í hvaða ríki sem er hefði dómsmálaráðuneytið fyrirskipað opinbera rannsókn, því það er klárt að þarna brýtur einhver starfsmaður öll lög sem kveða á um opinbera starfsmenn. En af því að þetta var ég þá mátti gera þetta.“ Menn óvægnir Aðspurður hvort honum hefði komið á óvart hvernig hann kemur öðrum fyrir sjónir samkvæmt bók- inni sagðist hann verða að við- urkenna að hann hefði orðið sár. „Mér finnst menn svolítið óvægnir í minn garð og ég tók það nærri mér á tímabili en svo gerði ég mér grein fyrir að þetta er ekkert nýtt, þetta er bara eins og það hefur verið. Bókin endurspeglar mitt líf. Frá því að ég hóf viðskiptaferil minn og þangað til ég var farinn að ná lengra en menn voru kannski sáttir við. Þá er farið að leggja alls konar hluti í veg fyrir mig til þess að fella mig og ég er alltaf að synda á móti straumnum og reyna að komast þangað sem ég vildi en öfl í þjóðfélaginu vildu ekki sjá mig gera það og bókin sýnir það. Það er í raun dálítið merkilegt að ég skuli þó hafa náð þangað sem ég náði við þær að- stæður sem ég bjó við.“ lengi. Þessu hafi Jón storkað. Bankakerfinu hafi verið miðstýrt og fjármagni til ákveðinna við- skiptamanna hægt að stjórna. En Jón fór aðrar leiðir, hann fékk er- lenda banka til að ábyrgjast sín viðskipti. Þetta hafi ekki verið gert áður. Þá hafi ýmsir talið að þarna væri á ferðinni óviðráðanlegur ein- staklingur. Baráttusaga Jón segir Einar hafa fengið frjálsar hendur við skrifin, hann hafi ekki ritstýrt honum á nokkurn hátt. Bókin hafi átt að vera ævi- saga „en hún breyttist í að verða baráttusaga sem lýsir því umhverfi sem ég bjó við og þeim darraðar- dansi sem ég hef þurft að stíga hér allar götur síðan ég hóf minn viðskiptaferil“. Einar var spurður hvort hann hefði leitað til Davíðs Oddssonar eða Hannesar Hólmsteins Giss- urarsonar, sem báðir hafa op- inberlega verið harðorðir í garð Jóns og viðskipta hans, við gerð bókarinnar og svaraði því á eft- irfarandi hátt: „Það er vitnað í Hannes. Það er líka vitnað töluvert í Davíð. Ég þurfti nú tiltölulega lítið að tala við Davíð því hann hef- ur haft sínar skoðanir alveg kirfi- lega.“ Allt satt „Það er allt satt og rétt sem er í bókinni,“ sagði Jón aðspurður um hvort hann teldi að bókin myndi valda pólitískum skjálfta. „Ef ein- hverjum finnst hann knúinn til að svara henni eða verja sig er það vegna þess að sá hinn sami hefur slæma samvisku.“ Jón var spurður hvernig honum Jónsbók – saga Jóns Ólafssonar athafnamanns komin út Bókin grimm en sönn Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is Morgunblaðið/Brynjar Gauti Viðfangsefnið, Jón Ólafsson, og höfundurinn, Einar Kárason, kynna Jónsbók. JÓN Ólafsson var gagnrýninn í garð skattrannsóknarstjóra á blaðamannafundi í gær þar sem hann kynnti bók um ævi sína, Jónsbók og Einar Kárason hefur ritað. Í bókinni er m.a. fjallað um viðskiptasögu Jóns. Jón sagðist á blaðamannafundinum í gær hafa verið tjáð að „þessi stofnunarmað- ur [skattrannsóknarstjóri] hafi verið á fylliríi úti í bæ og sagt þar við kollega sinn að honum hafi verið boðnar 20 milljónir í auka- fjárveitingu til stofnunarinnar í tvö ár í senn gegn því að hann færi í mig og Jón Ásgeir [Jóhann- esson, forstjóra Baugs]“. Skúli Eggert Þórðarson skatt- rannsóknarstjóri segir ásakanir Jóns Ólafssonar dylgjur og varla svara verðar. Á fundinum sagði Jón gögn sem hann hefði undir höndum stað- festa þetta álit sitt. „Af hverju? Af því að umsvif voru svo gíf- urlega mikil og voru að aukast. Þetta er áður en þeir fóru í mig. Trúi ég þessu? Það er erfitt að gera það ekki.“ Jón sagðist hafa heyrt það frá fleiri aðilum að svona hafi verið í pottinn búið. Dylgjur af versta tagi og ekki svara verðar Skúli Eggert Þórðarson skatt- rannsóknarstjóri segir ásakanir Jóns Ólafssonar dylgjur og vart svara verðar. Sagðist Skúli lítið vilja tjá sig um málið þar sem ummæli Jóns dæmdu sig sjálf. Hann væri algjör bindind- ismaður og hefði verið það í 30 ár, eins og vinir hans og þeir sem þekktu hann gætu borið vitni um. Þetta væru dylgjur af versta tagi og ekki svara verðar og sýndu að menn væru komnir út í horn og að annaðhvort hefði einhver skrökvað þessu að Jóni, eða þá að hann hefði spunnið þetta upp sjálfur. Hann hefði aldrei talað við Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráðherra, og aldrei hitt hann, fyrr en löngu eft- ir að fjárveitingin var samþykkt. Hann hafi talað við Davíð fyrst tveimur árum eftir að rannsókn hófst. Skúli segir að hann hafi haft samband við fjármálaráðuneytið í lok árs 2002 þar sem hann hefði talið að fjárveitingar myndu ekki duga embættinu og Alþingi sam- þykkti hana skömmu síðar. Upp- hæðin sem um ræðir, 20 milljónir, hafi verið ákveðin nokkru síðar. Hann sagði það fráleitt að nokk- urt samhengi væri milli fjárfram- laga og hvaða verkefni væru tekin til rannsóknar. Algjör bind- indismaður í þrjátíu ár Skúli Eggert Þórðarson Ásakanir Jóns Ólafssonar í garð Skúla Eggerts Þórðarsonar skattrannsóknastjóra GESTIR á uppskeruhátíð hesta- manna, sem haldin var á Broadway á laugardagskvöldið. fögnuðu ákaft þegar tilkynnt var að Sigurður Sig- urðarson hefði verið kjörinn knapi ársins. Sigurður hefur sýnt frábæran ár- angur á ýmsum sviðum hesta- mennskunnar og varð meðal annars Íslandsmeistari og heimsmeistari í fjórgangi á árinu. Á myndinni eru, taldir frá vinstri, Jóhann Skúlason, annar af tveimur íþróttaknöpum ársins, Sigurbjörn Bárðarson, skeiðknapi ársins, Árni Björn Páls- son, gæðingaknapi ársins, Sigurður Straumfjörð Pálsson, efnilegasti knapi ársins, Þórður Þorgeirsson, kynbótaknapi ársins, Sigurður Sig- urðarson, knapi ársins og Styrmir Árnason, einnig íþróttaknapi ársins Fagráð í hrossarækt valdi einnig ræktunarbú ársins og urðu Blesa- staðir 1A fyrir valinu. Bændurnir á Blesastöðum, þau Magnús Trausti Svavarsson og Hólmfríður Björns- dóttir, veittu verðlaununum við- töku. Jóhann Þorsteinsson, sem lengst af bjó að Miðsitju í Skagafirði, fékk heiðursverðlaun á hófinu. Sigurður Sigurðar- son knapi ársins Morgunblaðið/Sigurjón Guðjónsson Sigurður Sigurðarson var valinn knapi ársins á uppskeruhátíð hestamanna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.