Morgunblaðið - 16.11.2005, Side 17

Morgunblaðið - 16.11.2005, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 2005 17 ERLENT Jerúsalem. AFP, AP. | Ísraelar og Pal- estínumenn náðu í gær samkomulagi um að opna landamæri Gaza-svæð- isins eftir næturlangan samninga- fund í Jerúsalem fyrir milligöngu Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Heimastjórn Palest- ínumanna fagnaði samkomulaginu og sagði það mikilvægt skref í þá átt að bæta lífskjör fátækra íbúa Gaza- svæðisins. Um 1,3 milljónir manna búa á Gaza-svæðinu og heimastjórnin hafði lýst því sem risastóru fangelsi. „Þetta er mjög, mjög mikilvægur samningur. Það hefur tekið langan tíma að ganga frá honum,“ sagði Jav- ier Solana, æðsti embættismaður Evrópusambandsins í utanríkismál- um, en hann hafði einnig milligöngu um samkomulagið ásamt James Wolfensohn, fyrrverandi yfirmanni Alþjóðabankans. Rafah-landamærastöðin opnuð Samkvæmt samkomulaginu á að opna Rafah-landamærastöðina milli Egyptalands og Gaza-svæðisins á föstudaginn í næstu viku. Samkomu- lagið kveður einnig á um að halda beri landamærastöðvum milli Ísr- aels og Gaza-svæðisins opnum og Ísraelar heimila útflutning á öllum landbúnaðarafurðum svæðisins. Ísraelar samþykktu að heimila ferðir rútna milli Gaza-svæðisins og Vesturbakkans ekki síðar en 15. des- ember og ferðir vöruflutningabíla ekki síðar en 15. janúar. Ennfremur verður samin áætlun um aðgerðir til að auðvelda fólki að ferðast milli staða á Vesturbakkanum. Samningurinn kveður á um að hafnarframkvæmdir geti hafist á Gaza-svæðinu og haldið verði áfram samningaviðræðum um flugvöll. Með samkomulaginu fá Palestínu- menn í fyrsta skipti yfirráð yfir landamærunum að Egyptalandi og vonast er til að það blási lífi í bágan efnahag Gaza-svæðisins. Samkomu- lagið styrkir einnig stöðu Mahmouds Abbas, leiðtoga Palestínumanna, fyrir þingkosningar 25. janúar. Samningamenn Ísraela og Palest- ínumanna náðu samkomulaginu eftir næturlangan fund í svítu Rice á hót- eli í Jerúsalem. Hermt er að utanrík- isráðherrann hafi gengið á milli samningamannanna með fartölvu og farið sjálf yfir hvert orð og hverja kommu samningsdraganna þar til samkomulagið náðist loks um morg- uninn. Reuters Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sýnir afmæliskort sem fréttamenn afhentu henni eftir blaðamannafund í Jerúsalem í gær. Á kortinu er mynd af Rice á forsíðu tímaritsins Time. Samkomulag næst um að opna landamæri Gaza Tókýó. AFP. | Sayako Japansprins- essa, einkadóttir keisarans, hefur stigið niður af hinum guðlega tróni og er nú hvorki konungleg né keis- araleg. Það gerðist í gær þegar hún gekk að eiga óbreyttan alþýðumann en að vísu í góðum álnum. Sayako, sem er 36 ára, giftist Yoshiki Kuroda, fertugum skipulags- fræðingi, og voru þau vígð frammi fyrir shinto-altari á einu glæsilegasta hóteli Tókýóborgar. Voru þau bæði klædd upp á vestræna vísu og skál- uðu í sake-víni að vígslu lokinni. Sayako játaði í gær fyrir blaða- mönnum, að hún vissi í raun ekki margt um líf venjulegs millistéttar- fólks og ætti því margt ólært. Þótt hjónavígslan sjálf hafi verið fremur einföld, var veislan á eftir mjög glæsileg og hafði enginn orð á, að prinsessan hefði tekið niður fyrir sig. Sóttu hana keisarahjónin, for- eldrar brúðarinnar, þau Akihito og Michiko, og veislustjóri var Shintaro Ishihara, ríkisstjóri í Tókýó, yfir- maður og vinnuveitandi brúðgum- ans. Rætt um að breyta lögum um ríkiserfðir „Þið munuð brátt eignast barn og þú, Yoshiki, munt ná langt með hjálp konu þinnar,“ sagði Ishihara, sem er mikill þjóðernissinni og hefur hvatt til aukinna barneigna í Japan. Í veisl- unni var boðið upp á kálfakjöt, hum- ar og kavíar. Masako, mágkona Sayako, var meðal gesta en hún er slæm á taug- um og hefur haft sig lítt í frammi undanfarin tvö ár. Má rekja það til þeirra væntinga landa hennar, að hún eignist son og þar með erfingja að krúnunni en líklega er orðið útséð um það. Hennar eina barn er Aiko, þriggja ára stúlka, en gildandi lög banna henni að setjast í hásæti tryggðablómsins eins og það er kall- að. Í japönsku keisarafjölskyldunni hefur enginn drengur litið dagsins ljós frá 1965 og því er nú komin af stað umræða um að breyta erfðalög- unum. Prinsessan varð óbreytt húsfrú Reuters Frú Sayako Kuroda og Yoshiki, maður hennar, að hjónavígslunni lokinni. Mexíkóborg. AFP. | Stjórnvöld í Mexíkó og Venesúela kölluðu í gær heim sendiherra sína í hvoru landinu en fátt er nú með forsetum þeirra, þeim Vicente Fox í Mexíkó og Hugo Chavez í Venesúela. Er ástæða sú, að sá síðarnefndi kall- aði þann fyrrnefnda „kjölturakka“ Bandaríkjastjórnar. Deilan hófst með því, að Fox gagnrýndi Chavez harðlega á fundi Ameríkuríkja í Argentínu í síðustu viku en Fox styður þá stefnu Bandaríkjanna, að Ameríka öll verði eitt fríverslunarsvæði en Chavez er því andvígur. Svaraði Chavez gagnrýninni með því að saka Fox um „svik“ og kallaði hann „kjölturakka keisarans“. Átti hann þá við Bandaríkin. Chavez herti svo enn á yfirlýs- ingum sínum á sunnudag og þá krafðist Mexíkóstjórn þess, að hann bæðist afsökunar. Að öðrum kosti yrði mexíkóski sendiherrann kallaður heim. Venesúelastjórn svaraði kröfunni með því að kalla heim sendiherra sinn og beið þá Mexíkóstjórn ekki boðanna með að kalla heim sinn sendiherra. Kölluðu sendiherrana heim

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.