Morgunblaðið - 16.11.2005, Side 23

Morgunblaðið - 16.11.2005, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 2005 23 MENNING DAGSKRÁ menningar- og ferða- málanefndar Hafnarfjarðar Kynstr- in öll í Bókasafni bæjarins við Strandgötu verður fram haldið á fimmtudaginn. Þá verður haldið áfram að lesa upp úr nýjum bókum og les Sjón upp úr bók sinni Argóar- flísin, Vilborg Davíðsdóttir upp úr Hrafninum, Ólafur Gunnarsson upp úr Höfuðlausn og Jón Kalman Stef- ánsson les úr bók sinni Sumarljós, og svo kemur nóttin. Þá mun djass- kvartett leika nokkur lög. Á laugar- daginn er síðan brúðuleikhús fyrir börnin, Pönnukakan hennar Grýlu eftir Bernd Ogrodnik og er sögu- maður Björgvin Franz Gíslason. Dagskráin hefst kl. 20. Höfundar lesa úr bókum í Hafnarfirði Sjón Vilborg A ðeins nokkrum vikum eftir að síð- ari heimsstyrjöldinni lýkur, eru menn komnir það langt að gera sér grein fyrir að það þarf al- þjóðasamtök til að tryggja frið og halda jafnvægi í veröldinni. Þá eru Sameinuðu þjóðirnar stofnaðar, 23. október. Fljótlega átta menn sig þó á að þau stýrikerfi sem stofnað hefur verið til, öryggisráðið og allsherjarþing- ið, geta ekki tekið á öllum þeim málum sem þarf að sinna. Menn sjá því í hendi sér að þar verði fyrst og fremst hinn pólitíski vettvangur, og því er gripið til þess ráðs að setja á fót stofnanir til að sjá um þau málefni sem eru tal- in það mikilvæg að alþjóðasamfélagið þurfi að blanda sér í þau. Ein sú fyrsta sem þá verður til er UNESCO,“ segir Sveinn Einarsson, sem nýverið lauk fjögurra ára stjórnarsetu í sam- tökunum, en í dag eru 60 ár liðin frá stofnun þeirra. Samtökunum er ætlað að sinna mennt- unarmálum, menningarmálum og vísindum, eins og skammstöfun þeirra vísar til; United Nations Educational, Scientific and Cultural Organization, en síðan hefur upplýsingatækni, sem einnig tekur til fjölmiðlunar og málfrelsis, verið bætt við stefnumál samtakanna. Mörk málaflokka óljósari Sveinn var kjörinn í stjórn UNESCO eftir viðamikla kosningabaráttu árið 2001. Alls eiga 58 þjóðir sæti í stjórninni, en samtals á 191 þjóð aðild að samtökunum. Norðurlöndin hafa gert með sér samkomulag, þar sem þjóðirnar skipta með sér stjórnarsetu í UNESCO á fjög- urra ára fresti, en kosið er til stjórnarinnar af öllum aðildarlöndum og liggur því mikil vinna að baki því að fá manneskju kjörna til setu í stjórn samtakanna. Sveinn segir tímabilið vissulega hafa verið viðburðaríkt og margt breyst á þessu fjögurra ára tímabili. Mörkin milli hinna fjögurra málaflokka sem samtökin fást við, verði æ óljósari. „Ég get nefnt sem dæmi siðfræði, sem verð- ur æ veigameiri á ólíkum sviðum. Í fyrstu var siðfræði nánast talin undirdeild í heimspek- inni, á hugvísindasviðinu, en nú er allt orðið gegnsýrt þessari hugsun, í raunvísindum sem hugvísindum, til dæmis í ljósi klónunar og ann- ars sem verið er að gera um þessar mundir,“ segir hann. Einn þriggja alþjóðasáttmála sem samþykktir voru á 33. aðalráðstefnu UNESCO, sem haldin var í París í lok síðasta mánaðar, snerist einmitt um siðferði í lífvís- indum. „Menn voru lengi efins um að þetta myndi nást saman, en það tókst að lokum,“ segir Sveinn. Hinir tveir sáttmálarnir snúa að menning- arlegri fjölbreytni, og lyfjaeftirliti í íþróttum. Sá fyrrnefndi var helsta deilumál þingsins að sögn Sveins. „Sú umræða hefur færst í aukana undanfarin ár, að UNESCO sinni ekki því sem snýr að þjóðháttum, þ.e.a.s. þeim menning- arverðmætum sem ekki eru áþreifanleg,“ seg- ir hann, en einna stærst af verkefnum UNESCO er heimsminjalistinn svonefndi, sem kveður á um verndum ýmissa menning- arverðmæta á borð við Kínamúrinn, Akrópólis og Þingvelli, sem bættust á listann í fyrra. „Sumar þjóðir hafa bent á að helstu menning- arverðmæti þeirra sé ekki að finna í kirkjum og öðrum byggingum, heldur í danshefð eða frásagnarhefð eða öðru slíku. Nú er sáttmáli að komast í gagnið, um að þessi óáþreifanlegu menningarverðmæti, svonefnd intagible her- itage, sem við köllum menningarerfðir, njóti svipaðra kjara og hin, sem eru áþreifanleg og við köllum menningarminjar.“ Sérstæði í menningu þjóða samfara hnatt- væðingu voru einnig mikið til umræðu á fund- inum að sögn Sveins, í tengslum við menning- arlega fjölbreytni. Komin sé upp baráttuhreyf- ing fyrir þessum málum, sem telji að markaðs- lögmál geti ekki ráðið þegar kemur að menn- ingararfleifð þjóða. Vandamál tengd tilkomu upplýsingasamfélagsins og öflugrar sjóræn- ingjastarfsemi á ýmsum sviðum með tilkomu Netsins séu víðtæk, og ekki megi líta á menn- ingu sem hefðbundna söluvöru. „Þessi sáttmáli sem nú var samþykktur snýr einnig að þessum málum, og hann var samþykktur með miklum meirihluta. Aðeins Bandaríkin voru á móti, og áttu stuðning Ísraels,“ segir Sveinn. Torg hugmynda Frá því að UNESCO var stofnað fyrir 60 ár- um hefur stofnunin margsinnis fengið á sig gagnrýni, og það stundum réttmæta að mati Sveins. Hann velkist þó ekki í vafa um mik- ilvægi hennar. „UNESCO og önnur samtök sem voru stofnuð um svipað leyti, eins og WHO og FAO, eiga saman að mynda net, sem reynir að taka á vanda mannsins við að lifa á þessari jörð. Auðvitað hefur margt mistekist á þessum 60 árum, bæði hjá UNESCO og víðar. En engu að síður hugsar maður með skelfingu til þess hvernig heimurinn væri ef ekki væru til staðar þessi samtök, sem alþjóðasamfélagið þó virðir jafnmikið og raun ber vitni, og getur leitað til þegar í óefni er komið.“ Hann leggur áherslu á að UNESCO sé hvorki þróunarsamvinnustofnun né hjálpar- stofnun sem veiti fé til vissra málaflokka, þó samtökin velti miklu fé eða ríflega 600 millj- ónum dollara árlega. Miklu frekar beri að líta á þau sem torg hugmynda, þar sem kallaðir séu til sérfræðingar á þeim sviðum sem stofnunin hefur með að gera til ráðgjafar, og sem leita megi til við úrlausn ýmissa vandamála og upp- byggingar innri kerfa. Stofnunin setji viðmið- unarreglur og sáttmála á fjórum stigum; allt frá því að vera leiðbeiningar eða ábendingar byggðar á reynslu til þess að vera yfirlýsingar eða sáttmálar, sem séu lagalega bindandi. Dæmi um hið síðastnefnda eru hinir þrír sátt- málar sem samþykktir voru á nýafstöðnu þingi. „Þetta er mikið fé sem stofnunin veltir, en heimurinn er stór og þau verkefni sem við stöndum frammi fyrir eru gífurlega ábyrgð- armikil,“ segir Sveinn og nefnir sem dæmi markmið samtakanna um að útrýma ólæsi í heiminum fyrir árið 2015. Lærdómsrík vinna Sveinn segist glaður þegar hann lítur um öxl eftir fjögurra ára stjórnarsetu hjá UNESCO. Starfið hafi oft reynt á og dagarnir verið lang- ir, en það hafi engu að síður veitt honum ómet- anlega reynslu og þekkingu um leið. „Þetta hefur þýtt að ég hef vanrækt vini mína í leik- húsinu undanfarin ár, en um leið hefur þetta verið mjög lærdómsrík vinna og ég er stoltur af því að við höfum komið ýmsum góðum mál- um til skila, til dæmis í átaki sem tengist við- haldi og verndun tungumála og í verkefninu sem snýr að læsi fyrir alla. Þar höfum við haft okkur mjög mikið í frammi, og bent á að það hafi verið eitt af því sem bjargaði okkur þegar Íslendingar voru á barmi þess að týna sér – tungumálið og það að við vorum læs,“ segir hann og bætir við að Íslendingar standi einnig framarlega hjá UNESCO þegar kemur að erfðatækni, vatni og skapandi menningar- starfsemi, svo dæmi séu nefnd. Starfið segist hann ekki kveðja með eftirsjá, enda hafi fjögur ár verið mátulegur tími. „Það hefur verið gaman að fást við þetta, en um leið hefur þetta verið krefjandi vinna. En ég hef eignast mjög marga kunningja og kynnst gríð- armörgu merkilegu fólki, og reynslan sem mér hefur hlotnast er margvísleg. Þannig að ég kveð sáttur,“ segir Sveinn Einarsson að síð- ustu. Sextíu ár eru liðin frá stofnun UNESCO, mennta-, menningar-, og vísindastofnunar Sameinuðu þjóðanna, í dag. Af því tilefni ræddi Inga María Leifsdóttir við Svein Einarsson, sem setið hefur í stjórn samtakanna síðustu fjögur ár, um 33. aðalfund samtakanna sem haldinn var í París í október, og nýafstaðin starfslok hans þar. Kveður UNESCO sáttur Morgunblaðið/Árni Sæberg „Auðvitað hefur margt mistekist á þessum 60 árum, bæði hjá UNESCO og víðar. En engu að síður hugsar maður með skelfingu til þess hvernig heimurinn væri ef ekki væru til staðar þessi samtök, sem alþjóðasamfélagið þó virðir jafnmikið og raun ber vitni, og getur leitað til þegar í óefni er komið,“ segir Sveinn Einarsson, sem látið hefur af stjórnarsetu í UNESCO. Upplýsingafundur, þar sem greint verður frá niðurstöðum síðustu aðalráðstefnu UNESCO, fjárhags- og verkefnaáætlun stofnunarinnar og störfum hennar almennt, verður haldinn í menntamálaráðuneytinu hinn 24. nóvember næstkomandi. Að kynningu lokinni verður efnt til málþings þar sem fulltrúar í íslensku UNESCO-nefndinni leiða umræður hver í sín- um málaflokki. ingamaria@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.