Morgunblaðið - 16.11.2005, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 16.11.2005, Qupperneq 24
24 MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. DAGUR ÍSLENSKRAR TUNGU Í huga okkar er tungumáliðsjálfsagður hlutur. Okkurþykir ekkert eðlilegra en að geta opnað munninn og gefið frá okkur hljóð, sem næsti maður skil- ur án þess að þurfa að hugsa sig um. Hversdags veltum við ekki fyrir okkur því undratæki, sem tungan er. Hugsum ekki út í þann undraheim, sem málið opnar. Tungumálið er eitt mikilvægasta verkfæri mannsins ef ekki það mikilvægasta, uppspretta bæði skilnings – og misskilnings. En hvað sem því líður er ekkert sjálf- sagt við tungumálið, öll þau ólíku og margslungnu tungumál, sem töluð eru á jörðunni. Íslenska er ekki nema eitt tungumál af ótalmörgum, sem töl- uð eru í heiminum, en eins og öll önnur tungumál hefur hún sína sérstöðu og sérkenni. Tungumálið er lykilþáttur í að móta vitund þjóðar og það á kannski ekki síst við á Íslandi þar sem hið ritaða orð ber sögunni vitni, en ekki foldgná- ar hallir og mannvirki. Í raun er ekkert síður hægt að segja að tungan sjálf sé rauður þráður í Ís- landssögunni, en rás atburða á landnámsöld eða í sjálfstæðisbar- áttunni, svo dæmi séu tekin. Hlutverk íslenskunnar á okkar dögum er ekki síður mikilvægt nú en áður. Það er ekki sjálfgefið að tungumál lifi af, sem aðeins er tal- að á 300 þúsund manna málsvæði. Mýmörg dæmi eru um að tungu- mál hafi horfið og dáið út. Í hvert skipti, sem það gerist, eykst eins- leitnin og mannkynið verður menningarheimi fátækara. Við- hald hvers tungumáls er því við- hald arfleifðar mannkyns. Steðjar slík hætta að íslenskri tungu um þessar mundir? Þótt mönnum verði tíðrætt um slettur og subbuskap í umgengni við ís- lenskt mál og ýmislegt beri því vitni að minni rækt sé lögð við stíl og orðfæri en áður er ekki annað að sjá en íslensk tunga lifi góðu lífi. Mikil gróska er í bóka- og blaða- útgáfu og óumdeilt er að hér skuli reka málræktarstefnu þótt ekki séu allir á eitt sáttir um það hversu mikil fastheldnin eða hreintungu- hyggjan eigi að vera. Sérstaklega er jákvætt hversu mikil rækt hefur verið lögð við að íslenska barnaefni og er öruggt að það mun skila sér síðar meir. Það er hins vegar engin ástæða til að slaka á þótt tungan standi vel. Ýmis öfl sækja að henni og ber þar ekki síst að nefna hina alltum- lykjandi ensku. Í eðlilegu sam- hengi eru erlend tungumál þó ekki ógnvaldur. Þekking á öðrum tungumálum eykur og styrkir þekkingu á eigin tungumáli. Auð- velt væri að bölsótast yfir slettum, ambögum, þágufallshneigð, óskýr- mæli og tauti. Dæmin eru fleiri en á verður komið tölu, en þau mega ekki draga athyglina frá því að ís- lenskan stendur traustum fótum. Á degi íslenskrar tungu ber að hafa í huga að hún er ekki sjálf- sagður hlutur. Íslensk tunga er dýrmæt gjöf, sem á að umgangast af virðingu. En hún er enginn safn- gripur og á ekki að vera það. Hún á að vera lifandi – sprelllifandi – því að þá fylgir henni kraftur og sköp- un. Þá mun hún áfram gegna því lykilhlutverki, sem hún hefur gegnt í íslenskri þjóðarvitund í aldanna rás, halda styrk sínum og hrista af sér áhlaup alþjóðavæð- ingarinnar. SAMKOMULAG Í gær var undirritað samkomu-lag milli Samtaka atvinnulífs- ins og Alþýðusambands Íslands, sem tryggir að almennum kjara- samningum verður ekki sagt upp. Jafnframt gaf ríkisstjórnin yfir- lýsingu um ákveðnar aðgerðir af hennar hálfu, sem áttu þátt í því, að samkomulag tókst og ekki kom til uppnáms á vinnumarkaði. Þetta er það sem máli skiptir. Svo geta menn haft mismunandi skoðanir á þeim ráðstöfunum, sem ríkisstjórnin hefur veitt fyrirheit um en ljóst að ráðherrarnir hafa metið það svo, að samkomulagið sem slíkt skipti meira máli en ein- stök álitamál í því sambandi. Velgengni okkar Íslendinga í efnahagsmálum er mikil um þess- ar mundir. Þess eru hins vegar engin dæmi í nútímasögu Íslands, að slík velmegun hafi staðið til allrar frambúðar. Ýmist hafa atvik hér heima fyrir haft áhrif þar á, eins og t.d. aflabrestur eða áhrif utan frá vegna alþjóðlegrar efna- hagsþróunar. Það er hins vegar til marks um mikinn styrkleika efna- hagslífsins um þessar mundir, að svo virðist sem verðhækkun á olíu valdi þjóðarbúinu ekki jafnmikl- um búsifjum og stundum áður. Í allri þessari velmegun getur verið skynsamlegt að hugsa meira til framtíðarinnar en við gerum. Er kannski tímabært að vinna skipulega að því að auka sparnað meðal landsmanna, t.d. með aukn- um greiðslum í lífeyrissjóði eða með öðrum hætti? Norðmenn hafa byggt upp mik- inn olíusjóð, sem grípa á til ef harðnar í ári og spurning, hvort við eigum að nýta þá velgengni, sem við búum nú við til þess að byggja upp sambærilegan sjóð, þótt ekki byggist hann á olíutekj- um. Líkurnar á því að velgengnin verði nánast endalaus eru litlar. Þess vegna er orðið tímabært að huga að nýjum hugmyndum og að- gerðum til þess að treysta grund- völl þjóðarbúsins um langa fram- tíð. S amkomulag náðist síðdegis í gær milli Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins um aðgerðir á vinnumarkaði og halda kjarasamningarnir frá því í fyrra. Samningsaðilar hafa fundað stíft að undanförnu og mikið lá undir í gær, því hefði samkomulag ekki náðst væru kjarasamn- ingar uppsegjanlegir af hálfu beggja aðila. Í samkomulagi ASÍ og SA er kveðið á um 26 þúsund króna eingreiðslu til launþega fyrir 15. desember næstkomandi, að launa- hækkanir 1. janúar 2007 verði 0,65% hærri en samið hafði verið um og því alls 2,9% og að lágmarkstekjur á mánuði fyrir fullt starf verði 108.000 krónur frá og með næstu ára- mótum og 110.000 krónur frá og með 1. jan- úar 2007. Aðild ríkisstjórnarinnar að viðræðum að- ilanna hafði úrslitaþýðingu að sögn for- svarsmanna ASÍ og SA en þeir hittu Hall- dór Ásgrímsson, Geir H. Haarde, Árna M. Mathiesen og Árna Magnússon í gær áður en samningar voru undirritaðir. Þar kynnti ríkisstjórnin samningsaðilum yfirlýsingu um að hún myndi draga úr vaxandi örorku- byrði á lífeyrissjóðum á samningssviði ASÍ og SA og gera umfangsmiklar breytingar á atvinnuleysisbótakerfinu. Aðgerðir ríkis- stjórnarinnar kosta á bilinu 1.500–1.800 milljónir króna og koma að fullu til fram- kvæmda árið 2009. Forsendur brostnar en samkomulag náðist Samkomulag ASÍ og SA byggist á við- ræðum svonefndrar forsendunefndar sem hefur fundað undanfarnar vikur en í kjara- samningunum frá því í fyrra var gert ráð fyrir því að nefndin mæti forsendur samn- inganna fyrir 15. nóvember 2005. Meginfor- sendur samninganna voru tvær, annars veg- ar að verðlag myndi þróast í takt við verðbólgumarkmið Seðlabankans og að kostnaðarhækkanir sem í samningnum fól- ust yrðu almennt stefnumarkandi fyrir aðra samningsgerð á vinnumarkaði. Mat nefnd- arinnar var að forsendur samninganna hefðu brostið en með því samkomulagi sem vafi. En í ljó húfi eru þá urstaða sé a hagsbóta öll Ari Edwa að breyting fangsmiklar atvinnuleys endur munu og framlag umfangsme skamman tí isstjórnarin ingu. „Við t niðurstöðu skyni að ko markaðnum af okkar hál Gylfi Ar ASÍ, sagðist urstaða hef og Ari og s hafa haft gr gert var í gær var tryggt að samningarnir halda með ákveðnum breytingum. Eins og áður sagði felast þær breytingar í ein- greiðslu til launþega innan ASÍ fyrir 15. des- ember næstkomandi, auknum launahækk- unum 1. janúar 2007 og hækkun á lágmarkslaunum. „Þungt fyrir ákveðinn hóp fyrirtækja“ Við undirritun samkomulagsins í gær sagðist Ingimundur Sigurpálsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, ekki vilja hugsa þá hugsun til enda hver staðan hefði orðið ef til uppsagna kjarasamninga hefði komið við núverandi aðstæður. „Þannig að það er mik- ið fagnaðarefni að menn skuli hafa náð sam- an. Aðkoma ríkisstjórnarinnar var mjög mikilsverð á ögurstundu í samningagerð- inni,“ sagði Ingimundur. Hann sagði að svigrúm atvinnulífsins til að mæta auknum launagreiðslum væri ekkert í dag og hefði í raun minnkað frá undirritun kjarasamn- inga. „Mér sýnist ljóst að þetta verður þungt fyrir ákveðinn hóp fyrirtækja, það er ekki Samkomulag náðist milli Alþýðusambands Íslands Ýmsar aðgerðir kjarasamninga Eftir Árna Helgason arnihelgason@mbl.is Samkomulag milli Alþýðusambands Íslands og Samtaka Þorsteinsson, Ingimundur Sigurpálsson, Þorgeir Baldur INNLEGG ríkisstjórnarinnar í við- ræður ASÍ og SA felur í sér að sett verða lög um starfsmannaleigur, starfs- og endurmenntun efld og 1.500– 1.800 milljónir króna settar í að koma til móts við örorkugreiðslur lífeyris- sjóða á árunum 2007–9. Þá verða gerðar umtalsverðar breyt- ingar á atvinnuleysisbótakerfinu, grunnbætur hækkaðar og m.a. teknar upp tekjutengingar atvinnuleysisbóta. Yfirlýsing ríkisstjórnarinnar var kynnt samningsaðilum í ráðherrabú- staðnum síðdegis í gær. Framlag rík- isstjórnarinnar til að greiða fyrir jöfn- un á örorkubyrði milli lífeyrissjóða skiptist þannig að ríkið greiðir 0,15% af tryggingargjaldsstofni árið 2007, upp í 0,20% af stofninum árið 2008 og upp í 0,25% árið 2009. Áætlað að kostn- aður verði um milljarður árið 2007 og tæpar 300 milljónir síðari árin tvö. Tryggingagjaldsstofn er heildarlaun starfsmanna í landinu, þ.á m. framlag í lífeyrissjóði, sjúkrasjóði o.s.frv. Vaxandi örorkubyrði lífeyr- issjóða Í yfirlýsingunni segir að forsætis- ráðherra hyggist skipa nefnd fulltrúa stjórnvalda, aðila vinnumarkaðarins og lífeyrissjóða sem hafi það verkefni að gera tillögur um samræmingu á við- miðunum til örorkumats í almanna- tryggingarkerfinu annars vegar og líf- eyrissjóðakerfinu hins vegar. Þar verði f s á s li e þ h m a f h m s Aðger kosta u F r HALLDÓR Ásgrímsson forsætisráðherra segir að sam- komulag Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnu- lífsins sé mikill viðburður í efnahagsmálum enda hafi ver- ið rætt um hugsanlegt óvissuástand í þessu sambandi. „Það er ljóst að launahækkanir umfram getu atvinnulífs- ins er það sem veldur mestri verðbólgu, nú hefur skapast vissa á ný um framhaldið og þess vegna tel ég að samkomulagið verði til þess að draga úr verðbólguvænt- ingum og þar af leiðandi verðbólgu til lengri tíma litið,“ sagði hann í samtali við Morgunblaðið í gær. Halldór sagði að ríkisstjórnin hefði verið í nánu sambandi við fulltrúa ASÍ og SA í alllangan tíma og í þeim sam- tölum hefði lausnin smám saman þróast. Viðræðurnar hefðu að mestu hvílt á aðilum vinnumarkaðarins en þeir hefðu þó fyrir nokkuð löngu gert ríkisstjórninni grein fyrir því að samkomulag gæti ekki tekist nema ríkið kæmi myndarlega að málum. Það hefði ríkisstjórnin gert eins og kæmi fram í yfirlýsingu hennar frá því í gær. Áhersluatriði verkalýðshreyfingarinnar Halldór sagði að öll þau mál sem kæmu fram í yfirlýs- ingu ríkisstjórnarinnar væru atriði sem verkalýðshreyf- ingin hefði lagt mikla áherslu á. Aðspurður hvernig eða hvort ríkið ætlaði að spara til að eiga fyrir þessum auknu útgjöldum sagði hann að allt- af væri ástæða fyrir ríkið til að spara en það væri gömul saga og ný að alltaf væri verið að biðja um ný útgjöld. Ekki hefði sérstaklega verið rætt um sparnað á móti þessum útgjöldum. Mikill við- burður í efna- hagsmálum Halldór Ásgrímsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.