Morgunblaðið - 16.11.2005, Side 32
32 MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
ALDARMINNING
Ég ætla hér að
minnast föður míns í
fáeinum orðum núna
þegar eitthundrað ár
eru liðin frá fæðingu
hans. Hann fæddist
að Kjalvararstöðum í
Reykholtsdal 16. nóv-
ember 1905. Foreldr-
ar hans voru Halldór
Þórðarson, fæddur í
Skáneyjarkoti í
Reykholtsdal 1867,
dáinn 1961, og Guðný
Þorsteinsdóttir frá
Gróf í Reykholtsdal,
fædd 1870, dáin 1951. Bjarni var
einn tíu barna þeirra hjóna. Eldri
voru Helga, Þórður, Guðríður, Ást-
ríður og Þorgerður, yngri þau Ár-
mann, Steinunn, Aðalgeir og Helgi.
Bjarni ólst upp á Kjalvararstöðum
og átti þar heima uns hann fór á
Dvalarheimili aldraðra í Borgar-
nesi sjötugur að aldri.
Í upphafi síðustu aldar fóru að
verða breytingar á híbýlum fólks
hér á landi. Farið var að byggja
steinhús eða timburhús en torfbæ-
ir sem höfðu verið eini valkostur
fólks til íveru í margar aldir voru á
undanhaldi. Þegar faðir minn
fæddist var enn búið í torfbæ.
Steinhús var reist tíu árum síðar á
Kjalvararstöðum. Búið var í því
fram yfir 1970 en það var rifið árið
1990. Torfbæirnir voru eins og gef-
ur að skilja illa einangraðir og því
kalt í þeim á vetrum en heitt á
sumrum. Þegar harðindi gengu yf-
ir var reynt að halda börnunum í
rúmunum allan sólarhringinn til að
halda á þeim hita. Slíkt hefur verið
erfitt þar sem börn þrá hreyfingu
og því ekki skrýtið þó þau ættu
það til að stelast undan sænginni
til að leika sér. Þeirri freistingu
féll Bjarni stundum fyrir og átti
það til að renna sér fótskriðu á ísn-
um sem safnaðist á baðstofugólfið.
Þeir sem fæddust á þessum árum
hafa upplifað mestu byltingu í
húsakynnum sem orðið hefur hér á
landi nokkurn tíma. Það er varla í
frásögur færandi þegar rýnt er á
þessa tíma að tala um mannmörg
sveitaheimili en á flestum bæjum
munu hafa búið um tíu manns. Því
getum við gefið okkur að það hafi
verið margir í heimili á Kjalvar-
BJARNI ÞORSTEINN
HALLDÓRSSON
arstöðum. Húsbænd-
ur, börn og vinnufólk.
Einnig um tíma afi
og amma þannig að
fleiri kynslóðir
bjuggu saman. Við
þessi skilyrði var tal-
ið sjálfsagt að börn
tækju til hendinni
strax og þau höfðu
þroska til. Þannig
hefur það einnig ver-
ið á Kjalvararstöðum.
Vinnusemin var inn-
rætt enda urðu
systkinin dugnaðar-
fólk þegar fram liðu stundir. Ekki
var skólagangan löng hjá flestum
systkinunum. Farskóli var í sveit-
inni sem fluttist á milli bæja með
einhverju millibili. Þar hafa börn
lært það sem við getum kallað
undirstöðuatriði eins og reikning,
lestur og skrift. Í skriftarkennsl-
unni á þessum tíma þótti það sjálf-
sagt að allir skrifuðu með hægri
hendinni og voru örvhentir, m.a.
faðir minn, neyddir til tileinka sér
það.
Halldór afi minn stóð fyrir bú-
rekstri til sjötíu og fimm ára ald-
urs eða til ársins 1942. Naut hann
aðstoðar sona sinna Bjarna og Að-
algeirs en þetta ár tóku þeir við
búinu. Bjarni tók síðan einn við
búrekstrinum þegar Aðalgeir
stofnaði heimili á Akranesi nokkr-
um árum síðar. Um það leyti sem
Bjarni tók við búinu kvæntist hann
Þórlaugu Margréti Símonardóttur,
fæddri 6. mars 1909. Hún var frá
Jaðri í Hrunamannahreppi. Bjarni
og Þórlaug eignuðust fimm börn.
Snorra sem þetta ritar, kennara í
Reykjavík, Halldór, trésmíðameist-
ara í Borgarnesi, Ármann, bónda á
Kjalvararstöðum, Ásdísi, sem þau
misstu á ungum aldri, og Guðnýju,
ljósmóður í Vestmannaeyjum.
Bjarni og Þórlaug bjuggu á Kjal-
vararstöðum í þrjátíu ár en 1972
lést Þórlaug hinn 3. nóvember eftir
stutta en erfiða sjúkdómslegu.
Stuttu síðar ákvað Bjarni að hætta
búskap. Seldi hann búið í hendur
Ármanni sem enn stundar búskap
á jörðinni og horfir í að dóttir hans
taki við innan tíðar. Gangi það eft-
ir er fimmta kynslóð sömu fjöl-
skyldu að taka þar við búi á eitt-
hundrað og tuttugu árum en
Þórður Halldórsson afi Bjarna
flutti að Kjalvararstöðum árið1885.
Á búskapartíma Bjarna urðu
miklar breytingar á vinnuumhverfi
í landbúnaði. Margs konar verk-
færi sem ekki þekktust áður komu
til sögunnar. Var Bjarni fljótur til
að tileinka sér þær nýjungar eftir
því sem þær komu fram. Mjalta-
vélar voru komnar í fjós þegar ég
man eftir mér og heyvinnsluvélar
dregnar af hestum komnar í notk-
un. 1951 var keypt dráttarvél og
næstu árin komu fleiri vélar tengd-
ar henni. Jeppinn kom í hlað 1954.
Nýjar jarðvinnsluvélar auðvelduðu
alla ræktun og stækkaði Bjarni
túnið talsvert á búskapartíma sín-
um. Nýtt og stærra fjós var byggt
á árunum 1948 til 50. Steypan var
hrærð í tunnu sem hestar sneru en
flest var samt gert með handafli.
Þrátt fyrir aðkeypt vinnuafl gekk
faðir minn svo hart að sér við
bygginguna að hann veiktist og
varð að dvelja á sjúkrahúsi um
tíma. Þó að hann kæmist aftur til
heilsu náði hann sér aldrei að fullu
eftir þetta.
Rafmagnslína frá Andakílsár-
virkjun var lögð í Reykholt 1952
og tengdust Kjalvararstaðir og
nokkrir fleiri bæir í dalnum henni
þá um sumarið. Reyndar var búin
að vera raflýsing nokkurn tíma.
Fyrst frá vindrafstöð og síðar rafli
sem knúinn var af mjaltavélarmót-
or.
Samgöngur að og frá Kjalvar-
arstöðum eins og þær voru þegar
ég man fyrst eftir mér um 1950
þættu ekki upp á marga fiska í
dag. Vegurinn lá yfir Reykjadalsá
sem var brúuð og um hlaðið í Nesi
að þjóðveginum norðanvert í daln-
um. Daglega var farið með mjólk á
hestvagni í veg fyrir mjólkurbílinn.
Þetta gátu stundum orðið miklar
svaðilfarir í slæmum veðrum eða
þegar vextir voru í ánni. Einhvern
tíma gerðist það hjá föður mínum
að vagninn flaut upp í vatns-
flaumnum og brúsarnir hurfu í
ána.
Á árunum sem ég var að alast
upp á Kjalvararstöðum var yfir-
leitt margt heimilisfólk. Fjölskyld-
an taldi sjö manns. Fjögur systk-
ini, foreldrarnir og afi var í
heimilinu þar til hann lést 1961.
Þar að auki voru vetrarmenn og á
sumrin kaupafólk við heyskap auk
barna og unglinga úr þéttbýli sem
voru í ýmsum snúningum og léttari
störfum. Einnig var oft mikill
gestagangur, einkum á sumrin, oft
ættingjar sem komu að heimsækja
afa minn eða einhvern í fjölskyld-
unni.
Þó Bjarni hafi átt heima á Kjal-
vararstöðum alla tíð sótti hann
vinnu á aðra bæi. Hann var vetr-
armaður á Gilsbakka í Hvítársíðu.
Minntist hann jafnan veru sinnar
þar með ánægju. Einhvern tíma
réð hann sig til Bjarna Bjarnason-
ar, bónda og organista á Skáney.
Ætlaði hann að njóta tilsagnar
hans í organleik. Það fór reyndar
svo að afi rifti þeim samningi og
réð hann til Jóhannesar hrepp-
stjóra á Sturlu-Reykjum en þar
fékkst hærra kaup en hjá organist-
anum. Þetta var viðtekin venja á
þessum tíma að forráðamenn ung-
menna höfðu með það að gera hvar
þeir vistuðu þau, og hirtu síðan
kaupið þeirra. Spurning er hvort
þessir tímar séu með einhverjum
hætti að koma aftur þegar litið er
á það sem verið hefur í fréttum um
starfsmannaleigur undanfarið. Þó
svona hafi farið tókst Bjarna að
afla sér kunnáttu í organleik og
eignaðist stofuorgel sem hann lék
á sér til ánægju.
Þegar Bjarni varð sjötugur flutti
hann á Dvalarheimili aldraðra í
Borgarnesi og átti þar heimili þar
til hann lést á sjötugasta og níunda
aldursári hinn 30. júlí 1984.
Af félagslífi sem faðir minn tók
þátt í vil ég nefna Ungmennafélag
Reykdæla, þar tók hann m.a. þátt í
leiksýningum. Í kirkjukór Reyk-
holtskirkju söng hann um árabil
ásamt móður minni. Hann var einn
af stofnendum karlakórsins Söng-
bræður sem starfaði um árabil í
Borgarfirði undir stjórn Bjarna
Bjarnasonar, organista á Skáney.
Ég hef hér stiklað á stóru í sögu
íslensks alþýðumanns, manns sem
tók við búi af föður sínum eins og
ætlast var til af mörgum sonum
þessa lands alveg frá upphafi vega.
Um hugsanir sínar var hann fáorð-
ur og dulur. Hvort hugur hans hafi
staðið til einhvers annars á tímum
tækifæra til margra átta skal ósagt
látið. Þessar minningar rifja ég
upp hér vegna þess að ég tel þær
geta átt erindi til margra, skyldra
og óskyldra. Þær varpa ljósi á lífs-
kjör og þróun atvinnuhátta og lífs-
hætti kynslóðar sem færði okkur
inn í nýja öld og báru hita og
þunga dagsins á breytingatímum.
Blessuð sé minning Bjarna Þor-
steins Halldórssonar.
Snorri Bjarnason.
FYRIR skömmu stóð Taflfélag
Reykjavíkur fyrir skákmóti í fjórða
skipti sem eingöngu skákmenn með
minna en 2.000 skákstig gátu tekið
þátt í. Keppni þessi nefnist U-2.000
mótið og að þessu sinni tóku 28
skákmenn þátt. Flestir keppend-
anna voru af yngri kynslóðinni og
þar af nokkrir Norðurlandameist-
arar í liðakeppni í skólaskák. Einn
þeirra var Vilhjálmur Pálmason
(1.475) sem hóf mótið af miklum
krafti og vann fyrstu fjórar skákir
sínar. Í fimmtu umferð mætti hann
Sverri Þorgeirssyni (1.770) og varð
skák þeirra æsispennandi. Henni
lyktaði með jafntefli og í næstu
umferð gerði Vilhjálmur jafntefli
við Matthías Pétursson (1.650) á
meðan Sverrir lagði Bjarna Jens
Kristinsson (1.660) að velli. Fyrir
sjöundu og lokaumferðina voru Vil-
hjálmur og Sverrir því jafnir og
efstir með 5 vinninga en á hæla
þeirra komu Ingþór Stefánsson
(1.560) og fyrrnefndur Matthías
með 4½ vinning. Vilhjálmur sýndi
mikinn taugastyrk með því að bera
sigurorð af Ingþóri á meðan Sverr-
ir og Matthías skildu jafnir. Vil-
hjálmur varð því sigurvegari móts-
ins en Sverrir varð að láta sér
lynda að lenda í öðru sæti. Loka-
staða þeirra sem fengu fleiri en
helming vinninga varð þessi:
1. Vilhjálmur Pálmason (1.475) 6
vinninga af 7 mögulegum.
2. Sverrir Þorgeirsson (1.770) 5½
v.
3.–5. Matthías Pétursson (1.650),
Ingvar Ásbjörnsson (1.540) og
Bjarni Sæmundsson (1.845) 5 v.
6.–7. Ingþór Stefánsson (1.560)
og Svanberg Pálsson (1.605) 4½ v.
8–13. Daði Ómarsson (1.635),
Helgi Brynjarsson (1.635), Daníel
Pétursson (1.680), Aron Ellert Þor-
steinsson, Gylfi Davíðsson (1.560)
og Arnar Jónsson 4 v.
Mótahald af þessu tagi er vel til
fundið þar sem þá geta þeir sem
búa yfir svipuðum skákstyrkleika
tekist á óháð aldri. Það er gott fyr-
ir sjálfstraust ungra skákmanna að
bera sigur úr býtum á móti sem
þessu og vonandi að ungu kemp-
urnar á mótinu láti nú kné fylgja
kviði á sviði skáklistarinnar. Hægt
er að nálgast frekari upplýsingar
um keppnina á heimasíðu TR,
www.skaknet.is.
Hjörvar Steinn varð
hlutskarpastur á Fjölnismótinu
Laugardaginn 12. nóvember
efndi skákdeild Fjölni til skákmóts
fyrir grunnskólanemendur á Torg-
inu í Grafarvogi. Alls tóku 28
krakkar þátt en ekki voru þeir allir
í grunnskóla þar sem yngsti kepp-
andinn, Friðgeir Óskarsson, 5 ára
gengur enn í leikskóla. Aðstaða á
skákstað var til fyrirmyndar og
veittu verslunareigendur við Torgið
veglega og fjölbreytta vinninga til
mótsins. Fjöldi viðskiptavina við
Hverafold í Grafarvogi gáfu sér
tíma til að fylgjast með skáksnilld
krakkanna samhliða því sem
Foldaskáli bauð öllum þátttak-
endum og foreldrum þeirra upp á
girnilegar veitingar. Í keppninni
sjálfri varð Hjörvar Steinn Grét-
arsson hlutskarpastur en hann fékk
4½ vinning af 5 mögulegum. Næst-
ir á eftir Hjörvari í 2.–5. sæti urðu
Hörður Aron Hauksson, Dagur
Andri Friðgeirsson, Svanberg Már
Pálsson og Eiríkur Örn Brynj-
arsson allir með fjóra vinninga.
Stúlknaverðlaunin hrepptu þær
Sigríður Björg Helgadóttir, Júlía
Rós Hafþórsdóttir og Hrund
Hauksdóttir.
Björn Ívar sigraði á
Akureyrarmótinu í atskák
Eyjamaðurinn Björn Ívar Karls-
son vann öruggan sigur á Akureyr-
armótinu í atskák en hann hlaut
6½ vinning af 7 mögulegum. Sig-
urður Eiríksson og Gylfi Þórhalls-
son urðu jafnir í 2.–3. sæti en þeir
munu heyja einvígi um Akureyr-
armeistaratitilinn þar sem Björn
Ívar á ekki lögheimili á Akureyri. Í
4.–5. sæti lentu þeir Smári Ólafs-
son og Tómas Veigar Sigurðarson
með 4½ vinning.
Vilhjálmur sigursæll
Verðlaunahafar á Fjölnismótinu.
Ungir Eyjamenn. Vilhjálmur Pálmason, t.h., vann U-2000 mótið.
daggi@internet.is
SKÁK
Taflfélag Reykjavíkur
30. október–11. nóvember 2005
HELGI ÁSS GRÉTARSSON
FRÉTTIR
NÁTTÚRLÆKNINGAFÉLAG
Reykjavíkur verður með mat-
reiðslunámskeið laugardaginn 19.
nóvember nk.
Að þessu sinni hefur félagið feng-
ið til liðs við sig Dóru Svav-
arsdóttur matreiðslumeistara frá
veitingahúsinu Á næstu grösum.
Námskeiðið verður haldið í Hús-
stjórnarskólanum á Sólvallagötu
12, 101 Rvk. laugardaginn 19. nóv-
ember nk og stendur yfir frá kl.
11:00 til 17:00. Kenndar verðar
grunnaðferðir við vinnslu á græn-
meti og baunum þar sem fjölbreyti-
leikinn er hafður í fyrirrúmi og eld-
aðir gómsætir grænmetisréttir.
Dóra Svarsdóttir er meistari frá
Hótel- og veitingaskóla Íslands og
hefur nú nýlokið námi í San Franc-
isco þar sem hún sérhæfði sig í hrá-
fæði.
Matreiðslunám-
skeið Náttúru-
lækningafélagsins
Í DAG, miðvikudaginn 16. nóv-
ember kl. 20.00 mun Astma- og of-
næmisskólinn halda rabbfund á
vegum Astma- og ofnæmisfélagsins
í Síðumúla 6 í húsakynnum SÍBS.
Michael V. Clausen, barnalæknir
og sérfræðingur í ofnæm-
issjúkdómum barna, fjallar um frjó-
kornaofnæmi og svarar fyr-
irspurnum.
Fundurinn er öllum opinn.
Astma- og
ofnæmisskólinn
FAGSTJÓRAFUNDUR þýskukenn-
ara haldinn í Reykjavík 4. nóv. 2005
lýsir yfir andstöðu við fyrirhugaða
styttingu náms til stúdents-
prófs.„Það þjónar ekki hagsmunum
nemenda að svipta þá þeim náms-
og starfsmöguleikum sem kunnátta
í þriðja erlenda tungumáli hefur
fram að þessu gefið. Í ljósi sívax-
andi samskipta við lönd utan enska
málsvæðisins, t.d. varðandi ferða-
þjónustu, verslun og framhalds-
nám, er slík skerðing óviðunandi,“
og er skorað á ráðherra að endur-
skoða afstöðu sína til málsins.
Yfirlýsing frá
Félagi þýzku-
kennara